Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2006, Síða 15

Skessuhorn - 23.08.2006, Síða 15
SSESSUHOBKI MIÐVIKUDAGUR 23 ÁGÚST 2006 15 Kröftugt starf tónlistarskólamia á Vestarlandi Samhliða því að skólahald grunn- skólanna hefst fara tónlistarskól- arnir af stað með dagskrá sína. Skessuhorn leitaði til forsvars- manna þeirra fimm skóla á Vestur- landi sem eintmgis bjóða upp á tón- listarnám. Tónlistarskóli Borgarfjarðar Við Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða um 125 nemendur á komandi skólaári en innritun í skólann stóð yfir í gær. Að sögn Theodóru Þor- steinsdóttur skólastjóra verður þema vetrarins samspil og sam- söngur og verður mikið unnið með það innan skólans. Ekki eru miklar breytingar á kennarahópnum við skólann en einn nýr söngkennari mun kenna í vetur. Kennsla við Tónlistarskóla Borgarfjarðar um fara fram á fjórum stöðum í vetur. Kennt verðnr í höfðustöðvunum í Borgamesi og í útibúum skólans á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og á Hvanneyri. Deildarstjóri á Klepp- járnsreykjum er Olafur Flosason og á Varmalandi Jónína Erna Amar- dóttir. Kennarar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða ellefu talsins í vetur og hefst kennsla þar 1. sept- ember n.k. Tólistarskólinn á Akranesi Tónlistarskólinn á Akranesi mun verða með á bilinu 330-340 nem- endur í vetur í tónlistarnámi. „Hjá okkur verða töluverðar breytingar í vetur, við emm að fara inn í grann- skólana með forskólakennslu í ann- an bekk og því koma engir krakkar inn í skólann yngri en þriðja bekkj- ar nemendur og er þetta tilrauna- verkefni sem við munum endur- skoða að ári,“ sagði Láras Sighvats- son skólastjóri. Ein breyting er á kennaraliði skólans frá síðasta skólaári, Heiðrún Hámundardóttir er farin í tveggja ára leyfi en við hennar starfi tekur Anna Björk Nikulásdóttir. Aðstoðarskólastjóri við tónlistarskólann er Skúli Ragn- ar Skúlason og era kennarar við skólann um tuttugu. I vikimni hefur staðið yfir staðfesting á skólavist við skólann en Láras telur að á endan- um verði það um 70-80 manns sem verði á biðlista eftir námi við skól- ann og sagði hann ástæðu þess að skólinn hefði einfaldlega ekki nógu margar kennarastöður. Kennsla við Tónlistarskólann á Akranesi hefst þann 31. ágúst n.k. Tónlistarskóli Snæfellsbæjar Undanfarin ár hafa verið um 110 nemendur við nám í Tónlistarskóla Snæfellsbæjar og bjóst Jóhann Þór Baldursson skólastjóri við að nem- endafjöldinn yrði svipaður þetta skólaárið en skráning stóð yfir fyrir nám í skólanum nú fyrr í vikunni. „I vetur er á stefhuskránni hjá okkur söngleikjaþema þar sem nemend- um í söngnámi er alltaf að fjölga hjá okkur og viljum við því koma til móts við þá,“ sagði Jóhann í samtali við Skessuhorn. Við Tónlistarskóla Snæfellsbæjar era fimm kennarar að meðtöldum skólastjóranum og er kennarahópurinn sá sami og var á síðasta skólaári. Kennsla hefst í Tónlistarskóla Snæfellsbæjar mánudaginn 28. ágúst. Tónlistarskóli Grundarfj arðar Nemendur við Tónlistarskóla Grandarfjarðar verða rúmlega 100 talsins í vetur. Við skólann kenna þrír kennarar auk Þórð- ar Guðmundssonar skólastjóra. Sami kennarahópur er við skólann og í fyrra en fyrir síðast- liðið skólaár urðu algjör skipti á kerm- urum auk stjórn- anda skólans. Að sögn Þórðar er vin- sælast meðal nem- enda að sækja nám í píanó- og gítarleik en svo hefur verið mikil aukning nem- enda í slagverks- deildinni. Unnið hefur verið að mikilli uppbyggingu í tónhstarskólanum að undanförnu, skólinn er þokkalega staddur í hljóðfæraeign en samt vantar þar enn örlítið upp á, að sögn skóla- stjóra. „Eftír að Fjölbrautaskólinn kom hingað era krakkarnir lengur hjá okkur í námi þar sem þeir þurfa ekki að fara úr bænum tíl að mennta sig á framhaldsskólastigi og úr skól- anum er nokkur hópur sem einnig er í námi hjá okkur og það nám fá þau metið til eininga,11 sagði Þórð- ur í samtali við Skessuhorn. Kennsla við Tónlistarskóla Grand- arfjarðar hefst þann 29. ágúst n.k. Tónlistarskóli Stykkishólms Við nám í Tónlistarskóla Stykkis- hólms verða á bilinu 120 til 130 nemendur í vetur. Sex kennarar starfa við skólann auk skólastjórans, Jóhönnu Guðmundsdóttur. Smá breyting hefur orðið á kennarahópi skólans frá síðasta skólaári, píanó- kennari hefur farið úr fullu starfi í hálft starf og til móts við það kem- ur ung hámenntuð stúlka ffá Nor- egi. Skólinn hefur oft notíð góðs af því að hafa komist í kynni við skóla- stjórann sem við skólann var fyrir um þrjátíu áram en hann er norsk- ur og hafa off komið kennarar í gegnum hann til skólans. Að sögn Jóhönnu er gítarnám alltaf effirsótt sem og píanó- og blásturshljóð- færanám. Jóhanna ásamt kennuram við skólann hefur hug á að efla kennslu tónfræðagreina í vetur og að auka samspil nemenda auk þess sem áffam verður haldið með öflugt starf lúðrasveita í tveimur deildum. Tónlistarskólinn er nokkuð vel settur í hljóðfæraeign að sögn Jó- hönnu en hljóðfæraeign hefur auk- ist m.a. í slagverksdeildinni sem hefur verið að eflast á síðustu áram. Kennsla í Tónlistarskóla Stykkis- hólms hefst mánudaginn 28. ágúst a brauáiá hallt nesti á ht/erjum degi...

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.