Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2006, Qupperneq 20

Skessuhorn - 23.08.2006, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 ..HMIIW..LI 110 ár liðin frá vígslu Akraneskirkju Horft um öxl í kirkjusögu Akumesinga og fram á veg í dag, 23. ágúst, eru nákvæmlega 110 ár liðin frá því að Akraneskirkja var vígð. Af því tilefrd var efnt til hátíðarguðsþjónustu sl. sunnudag. Vígslubiskupinn í Skálholti, Herra Sigurður Sigurðarsson prédikaði og sr. Eðvarð Ingólgólfsson sóknar- prestur og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur Borgfirðinga þjónuðu fyrir altari og sóknar- nefhdarfólk tók þátt í athöfninni. \Ið athöfnina söng kirkjukór Akra- ness og Friðrik Vignir Stefánsson lék á orgel. Að guðsþjónustu lok- inni var boðið til kaffisamsætis í Safhaðarheimilinu Vinaminni, en þess má geta að Vinaminni er 20 ára um þessar mundir. Margir mættu til hátíðarguðsþjónustu og heiðruðu hinn aldna félaga sirm, enda kirkjan komin á virðulegan aldur. Á þessum 110 árum hafa einungis fimm prest- ar þjónað prestakallinu; Jón Sveins- son ffá 1896 (var áður að Görðum), Þorsteinn Briem frá 1921, Jón M. Guðjónsson frá 1946, Björn Jóns- son frá 1975 og Eðvarð Ingólfsson frá 1997. Hafíst handa Framkvæmdir undir lok aldamót- anna 1900 voru öðrum annmörkum háðar en við þekkjmn í dag. Eitt af því fyrsta sem þurfri að gera var að kaupa vagn til aðdrátta, því að eng- um slíkum var til að dreifa. Kirkjan keypti vagninn að einum þriðja á móti hreppssjóði og seldi hlut sinn síðan aftur eftír að byggingu lauk. Þann 19. mars 1895 var byrjað að grafa fyrir grunni kirkjunnar. Ollum kostnaði við vinnu við grunninn var deilt niður á sóknarmenn í samræmi við efhahag. Þeir efhaminnstu greiddu 10 aura og síðan hækkaði sú upphæð efrir því sem menn höfðu meira á milli handanna, mest greiddi Thor Jensen 4 krónur og 40 aura. Segja má að hér hafi verið um þrepa- slriptan tekjutengdan skatt að ræða, nokkuð sem ekki þylrir par fínt í dag. Nefhd sem skipuð var um ffam- kvæmdimar réði Guðmund Jakobs- son trésmið sem yfirsmið kirkjunnar. Hann kom á sínum ferh að mörgum kirkjubyggingum og var brautryðj- andi í þrótm nýs byggingarforms ís- Garðakirkja átti í sjóði rúmlega 4.000 krónur og gekk það til smíðar- innar, ásamt með tæplega 600 krón- um sem fengust fyrir sölu viða kirkj- unnar í Görðum og gamla altarisins. Sóknamefhdin átti því eklri nema fyrir rúmlega helmingi byggingar- kosmaðarins og því varð að taka lán. Var telrið 4.000 króna skuldabréfa- lán úr Hinum almenna kirkjusjóði og auk þess 1.000 króna lán í Lands- bankanum með sjálfskuldarábyrgð tíu einstaklinga í sókninni. Það að reisa byggingar á lánum er því ekki nýtt fyrirbæri hér á landi, en effir- tektarvert er hve fljótt lánin vora greidd upp, en árið 1900 var búið að gera upp við Landsbankann. Vígsla í vondu veðri Akveðið var að vígja hina nýju kirkju sunnudaginn 23. ágúst að höfðu samráði við Herra Hallgrím Sveinsson biskup yfir Islandi. Heimamenn fyrirhuguðu að sækja biskupinn til Reykjavíkur og fengu til þess einn fárra áttæringa sem eft- ir vora á Skaganum, Hafrenning frá Akraneskirkja t dag. íjarðarpófastsdæmis, vígði lrirkjuna í umboði biskups. túrúns, sem vmnið var af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins árið 1927, var gert ráð fyrir lóð nýrr- ar ldrkju vestan við Suðurgötu, neð- an við gatnamót Suðurgötu og Merkurteigs. Þar átti að rísa fögur kirkja við kirkjutorg sem lægi hátt og væri áberandi. Við það var fyrirhug- að að reisa spítala, ráðhús og félags- heimili og yrði það miðbær kaup- túnsins. Ekkert varð af þessum hug- myndum og árið 1945 var nýr upp- dráttur samþykktur af skipulags- stjóra, í óþökk bæjaryfirvalda. Sam- kvæmt honum yrði framtíðarbygg- ingarsvæði nýrrar kirkju við effi enda Óðinsgötu. Af því tilefhi var hinu heiðna nafni götunnar breytt og hún nefnd Kirkjubraut. Kirkju- lóðin var fyrirhuguð á opnu svæði norðan við núverandi gatnamót Skagavers og Kirkjubrautar og átti kirkjan að loka Kirkjubraut í annan endann og tum hennar að gnæfa yfir miðri götunni. Nokkur hús voru hins vegar þegar risin á þessu svæði og mótmæltu eigendur þeirra hug- myndunum og bæjaryfirvöld tóku undir þau mótmæh, enda þóttd ljóst að skipulagið yrði dýrt fyrir bæinn. Skipulagsstjóri samþykkti uppdrátt- inn engu að síður, með nokkrum Heimaskaga. Var hann dubbaður upp eins og þótti hæfa fyrirmennum og var efrir þetta lengi vel nefrtdur Biskupinn manna í millum. Að morgni stmnudagsins var hins vegar kominn mikill útsynningur og úfinn sjór og ófært yfir hafið. Því var Haf- renningur aldrei sjósettur og bisk- upinn komst aldrei á leiðarenda. Mikið fjölmemú lét sig þó veðrið engu skipta og mætti prúðbúið til vígslu Akraneskirkju, um 450 manns. Jón Sveinsson, sóknarprest- ur og nýskipaður prófastur Borgar- Frá vinstri: Sr Þorbjöm Hlynur Amason, prófastur á Borg, Herra Siguróur SigurSarson vígslubiskup í Skálholti og sr. Eðvarð Ingólfs- son sóknarprestur á Akranesi. Tekist á um kirkjustað Það voru stórhuga merm sem ýttu á byggingu Irirkjunnar fyrir rúmlega ellefu tugum ára eins og lesa má um í bók Gunnlaugs Haraldssonar; Akraneskirkja 1896-1996: ásamt ágripi af sögu Garða og Garðalrirkju á Akranesi, en á þeirri bók er byggt í þessari umfjöllun. Garðakirkja stóð á landnámsjörðinni Görðum og þótti möimum tilhlýðilegra að kirkj- an væri nær því þéttbýh sem mynd- ast hafði á Skaga og kviknuðu því Jiugmyndir um að flytja lrirkjuna þangað. Ekki voru þó allir á eitt sátt- ir með hvert kirkjan ætti að fara. Vildu sumir að henni yrði fundinn staður á klöppinni fyrir vestan Kirkjuvelh og suirnan Brekkubæjar. Aðrir vildu setja hana á lóð sem Hallgrímur Jónsson hreppstjóri í Guðrúnarkoti hafði gefið undir lrirkjuna. Var það hluti Bjargslóðar, en 20 árum áður hafði hann gefið stóra lóð trndir barnaskólann. Á safhaðarfundi þann 24. febrúar 1894 var samþykkt að flytja kirkjuna ofan á Skaga. Efrir deilur var gengið til atkvæða um kirkjustæðið og sam- þykkt með miklum meirihluta að reisa kirkjuna á Bjargslóð. Á fund þennan mættu 160 sóknarmenn af 184, eða um 87% og sýnir það vel hve mikið hjartans mál kirkjubygg- ingin var söfnuðinum. Eftír fundinn gaf yfirstjóm kirkju og landssjómin formlegt leyfi til að flytja kirkjuna og um leið var Garðakirkja lögð niður. lenskra Irirkna. Samkvæmt áætlun skyldi verlrið hefjast í júní 1895 og vera lokið „að smíði og förvun“ þann 14. maí 1896. Þessi áætlun raskaðist þó nokkuð og efiú það sem flutt var til smíðinnar frá Noregi kom ekki til Akraness fyrr en í ágúst 1895 og smíðin hófst 9. september sama ár. Guðmundur sat ekki auð- um höndum á meðan hann beið eft- ir timbrinu heldur tók hann að sér að reisa nýtt hús við Vesturgötu fyr- ir Olaf Finsen héraðslækni, sem nefiit er Læknishús. Smíði kirkjunn- ar stóð til óshtið ffarn á mitt sumar 1896. Framúrkeyrsla og lántaka Flutningur og smíði kirkjunnar var mikil framkvæmd á sínum tíma. Líkt og Islendinga er siður við slíkar framkvæmdir gekk mönnum illa að spá fyrir um heildarkostnað við verkið. Kirkjan kostaði fullsmíðuð 9.942 krónur og 92 aura og er þá reiknað með sú upphæð sem fékkst þegar umffamefni var selt á uppboði að smíði lokinni. Annars virðast það hafa verið efniskaupin sem keyrðu kostnaðinn fram úr áætlun. Kom þar til að yfirsmiðurinn virðist hafa van- metið efhisþörfina þannig að ekki var hægt að kaupa allt efni í kirkjuna í einu lagi, sem hefði lækkað kosm- aðinn töluvert. Þess í stað þurfri að panta byggingarefhið nánast jafhóð- um frá útlöndum með tilheyrandi kosmaði. Endurbætur og andlitslyfting Akraneskirkja er friðuð vegna ald- urs og því verða allar endurbæmr á henni nú að fara fyrir Húsafriðunar- nefnd ríkisins. I gegnum tíðina hafa ýmsar lagfæringar verið gerðar á kirkjunni auk almenns viðhalds. Fyr- ir ári síðan var ný útidyrahurð sett í kirkjuna, en Landsbanki Islands stóð straum af kostnaðinum. Einnig var bekkjum kirkjunnar breytt og gerðir þægilegri til setu, en vegna friðunar- innar mátti ekki skipta um bekkd. I tilefni af 100 ára vígsluafmæli lrirkj- unnar árið 1996 var hún klædd að utan, suðurhhð hennar tekin í gegn og skipt um gler. Árið 1967 var kdrkjan lengd og skrúðhús byggt við hana. Einnig hefur tumi kirkjunnar verið breytt. Kirkjulaus Kirkjubraut Frá fyrsm stundu var mönnum ljóst að Akraneskirkja væri of lítil, enda rúmaði hún ekki nema um helming sóknarbarna við vígslu hennar. I fyrsta aðalskipulagi kaup- Kirkjukór Akraneskirkju naut veöurblíðunnar jýrir messu.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.