Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2006, Qupperneq 25

Skessuhorn - 23.08.2006, Qupperneq 25
25 MIÐVIKUDAGUR 23 ÁGÚST 2006 Fluguveiði á Seleyri Veiðimaðurinn á þessari mynd er Norðmaður sem nú um helgina var við fluguveiðar við annan mann á Seleyri, sunnan Borgamess. Veiði- mönnum sem stunda fluguveiðar í fersku vatni hefur fjölgað með hverju árinu sem líður enda er um holla útivist og gott sport að ræða sem getur hentað öllum fjölskyldu- meðlimum. Hinsvegar hefur ekki verið mikið inn slíkar veiðar í söltu vatni en þó er þeim að fjölga sem reyna slíkt. Tveir Norðmenn sem hafa ferð- ast um landið gagngert til flugu- veiða undanfarna 9 daga leist vel á aðstæður á Seleyrinni um helgina og reyndu fyrir sér í veiði á þessum fallega degi. Seleyrin hefur notið vinsælda veiðimanna um árabil og hafa margir Borgnesingar verið duglegir að nýta sér þessa veiði- paradís sumarlangt enda ekki langt að fara til að krækja sér í nýjan sil- ung í soðið. BT www.skessuhorn.is ATVINNA Starfskraftur óskast sem fyrst í Efnalaugina Lísu við hin ýmsu störf Vinnutími erfrá 8 tii 17 eðo eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar í síma 431-2503 og 897-1955 Efnalaugin Lísa Skagabraut 17 Akranesi Sími 431-2503 J Öryggisgæsla í Borgarnesi Securitas óskar að ráða menn og konur í fullt starf og hlutastörf öryggisvarða í Borgarnesi. Reynsla af öryggisgæslu, skyndihjálp og meðferð slökkvitækja er kostur. Krafa er gerð um hreint sakavottorð. Leitað er að fólki sem býr yfir: - Hæfni í mannlegum samskiptum - Ríkri þjónustulund - Öguðum vinnubrögðum - Heiðarleika Umsóknir: Nánari upplýsingar veitir Jón Birgir Jóhansson í síma 580 7000 Umsækjendur geta einnig fyllt út umsóknir á vef fyrirtækisins www.securitas.is. Umsóknarfrestur er til 29. ágúst. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. ••• Síðumúla 23 | 108 Reykjavík | 580 7000 A: Tillaga að breyttu aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017 við enda Kveldúlfsgötu (Dílatanga). Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997- 2017 samkvæmt 2.mgr.21.gr skipulags og byggingarlaga nr.73/1997. Svæði við enda Kveldúlfsgötu (Dílartanga) er skilgreint sem almennt útivistarsvæði. Breytingar felast í því að landnotkun breytist úr almennu útvistasvæði í svæði undir íbúðarbyggð að hluta til og opnu svæði til sérstakrar notkunar. Sveitarstjórn Borgarbyggðar mun taka að sér að bæta það tjón er einstakir aðilar kunna að verða fyrir vegna breytingarinnar. Breyting á aðalskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 23.08.2006 til 13.09.2006. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 13.09.2006. B: Tillaga að deiliskipulagi við Kveldúlfsgötu 29, Borgarnesi. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. auglýsist hér með tillaga á deiliskipulagi við ofangreint skipulag. Um er að ræða fjölbýlishúsalóð við lóð nr.29 við Kveldúlfsgötu. Deiliskipulag verður til sýnis á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 23.08.2006 til 20.09.2006. Frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 4.10.2006. Athugasemdir við skipulögin skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 11, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur þeim. Borgarnesi 14.08.2006 Forstöðumaður tæknideildar Borgarbyggðar. • • ÚTSÁLA EKKI MISSA AF ÞESSU! Komdu á alvöru útsölu hjá Bílás, dagana 24. til 29. ágúst nk. Allt að 100% lán á aðeins 3,9%* vöxtum og ekkert lántökugjald. Opið frá kl. 10 til 18. Um helgina verður opið lau. frá kl. 10 til 16 og lokað sun. *Blrt mefl fyrirvara um verSbreytingar og ásláttarvillur. Ath. aí vaxtagreiðslur taka mið af gengisþróun CHF og JPYI jðfnu 50/50 hlutfalli." Bílás BÍLASALA S 431 2622 Þjóðbraut 1, Akranesi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.