Skessuhorn - 23.08.2006, Síða 30
30
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006
S£l£áUfKíi@MI
Góður árangur UMSB og HSH á MÍ
Týra úr Grundarfirði
bestur smalahunda
Kári endaði í
2. sæti C riðils
Nú er keppni í C riðli þriðju deildar
karla í íslandsmótinu lokið. Laugar-
daginn 19. ágúst léku Vesturlands-
liðin þrjú; Kári á útivelli en Skalla-
grímur og Snæfell áttu heimaleiki.
Lið Kára hélt til Hofsóss og lék þar
gegn liði Neista. Kári sigraði leikinn
sex-núll. Snæfell tók á móti Hvöt frá
Blönduósi á Stykkishólmsvelli. Lið
Hvatar sigraði leikinn með sjö
mörkum gegn tveimur mörkum
heimamanna. Skallagrímur tók á
móti liði Tindastóls í Borgarnesi.
Tindastótt sigraði leikinn þrjú-eitt.
Staðan í C riðli að lokinni riðla-
keppninni er þessi:
1. Hvöt 37 stig
2. Kári 37 sitg
3. Tindastóll 29 stig
4. Skallagrímur 21 stig
5. Neisti H. 5 stig
6. Snæfell 2 stig
Lið Kára er þvf komið áfram í úr-
slitakeppni þriðju deildar karla og
þeirra fyrsti leikur í átta liða úrslitum
verður laugardaginn 26. ágúst á
Akranessvelli. Leika þeir þá á móti
liðinu Hvíti riddarinn. Leikurinn
hefst klukkan 14:00. Annar leikur
liðanna verður þriðjudaginn 29. á-
gúst en þá eigast liðin við á Varm-
árvelli og hefst sá leikur klukkan
17:30. SO
Danskir dagar í 13.
Það var ýmislegt í boði á Dönsk-
um dögnm í Stykkishólmi um síð-
ustu helgi þegar hátíð sú var haldin
í 13. skipti. Talið er að um fjögur
þúsund manns hafi mætt. Að sögn
Onnu Melsteð, framkvæmdastjóra
Danskra daga fór hátíðin mjög vel
fram og sagði hún unga fólkið hafa
verið til fyrirmyndar þessa helgina.
Margt var í boði í bænum þrátt fyr-
ir mikið breytta hátíð frá fyrri
árum. Götugrill, hverfaleikar voru
á íþróttavellinum á föstudgskvöldið
sem Anna taldi hafa heppnast mjög
vel, sultu- og marmelaðikeppni var,
legokubbakeppni og ljósmynda-
keppni og hlutu sigurverarar glæsi-
leg verðlaun í þessum keppnum og
var þátttaka í þeim góð. Lionsmenn
voru með uppboð á laugardeginum,
kvöldskemmtun var haldin þar sem
sunginn var fjöldasöngur og fleira.
Útitónleikar voru að kvölskemmt-
uninni lokinni og þar komu fram
Stuðbandið og Jamie's Star, hljóm-
sveitir heimamanna og að lokum
flugeldasýning.
„Miðað við hvað við gerðum
miklar breytingar á hátíðinni þá
erum við í nefndinni bara í skýjun-
Reyntfyrir sér í kassaklifri í Stykkishólmi
sl. laugardag.
Þórður Þórð-
arson ráðinn
yfirþjálfari
UKÍA
Þórður Þórðarson hefur veriö ráð-
inn yfirþjálfari knattspyrnu yngri
flokka hjá ÍA. Tekur hann við starf-
inu af Ólafi Jósefssyni, sem ákvað
að draga sig í hlé. Hann mun þó
áfram starfa við þjálfun hjá félag-
inu. Þórður mun verða í fullu starfi
og einnig hefur Hjáimur Hjálmsson
verið ráðinn í fullt starf við þjálfun
yngri flokka.
Einnig hefur verið gengið frá ráðn-
ingu þjálfara allra yngri flokka fyrir
næsta keppnistímabil. Þjálfarar 2.
og 3. flokks kvenna verða Halldóra
Gylfadóttir og Dean Martin, Þórður
Þórðarson þjálfar 4. flokk kvenna
og einnig 5. flokk kvenna ásamt
Hjálmi. Margrét Ákadóttir og Stein-
dóra Steinsdóttir munu þjálfa 6. og
7. flokk kvenna.
Hjálmur mun þjálfa 3. og 7. flokk
karla, Þórður mun þjálfa 4. flokk,
Lúðvík Gunnarsson þjálfar 5. flokk
karla og Ólafur Jósefsson verður
þjálfari 6. flokks karla. Þá hafa
Skarphéðinn Magnússon og
Trausti Sigurbjörnsson verið ráðnir
aðstoðarþjálfarar hjá yngri flokkum
ÍA og á næstunni má búast við að
fleiri slfkir verði ráðnir. HJ
Akranesmeistaramót
sinn í Stykkishólnii
um. Okkur fannst við verða að
breyta hátíðinni, í fyrra var eigin-
lega alltof margt fólk hérna og
mörgum heimamönnum þótti
hreinlega ekki pláss fyrir þá í sínum
heimabæ. Við veltum mörgum
steinum við, breyttum mörgu við
dagskrána meðvitað og erum bara
að fá góð viðbrögð við því. Við
munum mæta enn öflugri að ári,“
sagði Anna að lokum í samtali við
Skessuhorn. SO
Lionsmenn tróðu upp meö miklum tilþrifimtfyrir uppboðið sem þeir héldu á Dönskum
dögum.
Fólk fjölmennti í miðbœ Stykkishólms á Dönskum dögum.
Hugrún Birgisdóttir hjólaði um og seldi heimagerðan brjóstsykur, sultu og sykurhúðaðar
möndlur. Ljósm: RB
frá UMSB og má segja að þeir
hafi staðið sig frábærlega. Orri
Jónsson 14 ára náði sínum besta
árangri í spjótkasti og varð í 4.
sæti en meiðsli háðu honum í
hlaupagreinunum svo að þar
náði hann sér ekki alveg á strik.
Lára Lárusdóttir 14 ára komst í
úrslit t 100 m hlaupi og var að
standa sig vel í öllum greinum.
Guðfinna Sif Guðnadóttir 12 ára
komst í 8 manna úrslit í 5 grein-
um af 6 en hún varð áttunda í
800 m hl. Björgvin Hinrik Rík-
harðsson 13 ára fékk silfur í 100
m hlaupi og 800 m hlaupi og
brons í hástökki auk þess að
vera í úrslitum í tveimur greinum.
Allt eru þetta stórefnilegir
krakkar sem vert er að fylgjast
með í framtíðinni.
Keppendum UMSB á MÍ
Brynjar Gauti
stórefnilegur
Brynjar Gauti Guðjónsson 14
ára var eini keppandinn á mótinu
frá HSH, en þessi knái piltur kom
heim með 4 gull í farteskinu.
Hann vann til verðlauna í 100 m
hlaupi, kúluvarpi, hástökki og
langstökki auk þess sem hann
var einn af þremur af öllum kepp-
endum sem vann til flestra verð-
launa. Hann er án efa einn af
þeim efnilegustu á þessum aldri á
landinu í frjálsum íþróttum.
KH
í leirdúfuskotfimi
A Akranesmeistaramótinu í leir-
dúfuskotfimi sem haldið var í síðustu
viku réðust úrslitin ekki fyrr en í bráða-
bana þar sem Kári Haraldsson hafði
betur gegn Kristjáni Kristjánssyni eftir
jafnt og spennandi mót. Unnar Ey-
fjörð Fannarsson varð í þriðja sæti.
Þetta mót var síðasta mót sumarsins
á vegum Skotfélags Akraness en
töluverður uppgangur hefur verið í
starfsemi félagsins undanfarið með
þátttöku ungra og áhugasamra líðs-
manna sem hafa hleypt nýju lífi í fé-
lagsstarfið. Áformað er að félagið
haldi skotvopnanámskeið í samstarfi
við Umhverfisstofnun um miðjan
september nk. og er áhugasömum
bent á að fylgjast með auglýsingum
um nánari dagsetningar.
KÓP
Frá vinstri eru þeir Unnar Eyfjörð Fannarsson, Kári Haraldsson og Kristján
Kristjánsson.
Hér er Týra í keppni ásamt húsbónda sfnum; Valgeiri Magnússyni.
I
'ú
Meistaramót 12 - 14 ára í
frjálsum íþróttum var haldið á
Sauðárkróksvelli 19. - 20. ágúst
sl. Fjórir keppendur fóru á mótið
Brynjar Gauti hlaðinn fjórum gullpen-
inum.
Á landbúnaðarsýningu sem
haldin var á Sauðárkróki um síð-
ustu helgi var haidin keppni um
það hver væri besti smalahundur-
inn. Öruggur sigurvegari keppn-
innar var Týra, sex vetra tík í eigu
Valgeirs Magnússonar í Grundar-
firði. Sverrir Karlsson Ijósmyndari
var viðstaddur keppnina og tók
meðfylgjandi myndir. HJ
Valgeir og Svanur Guðmundsson í
Dalsmynni taka hér við verðlaunum
fyrir þeirra hönd og hunda sinna.