Skessuhorn - 06.09.2006, Page 16
16
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
Kristinn Jónasson, bajarstjóri í
Snæfellsbæ er lesendum Skessuhoms
að góðu kunnur. Hann hefiir verið
bajarstóri í Snœfellsbœ alla þessa öld
og vel það. Hann hefur að undan-
fómu staðið í nokkru stappi við
Ogmund Jónasson, formann BSRB,
en er sjálfur nýlega kominn úr
sumarfríi, ferskur og endumcerður
að takast á við stjómun sveitar-
félagsþar sem verkefnin drjúpa af
hverju strái.
_ „ Rristinn Jónasson
bullt nafn: Kristmn jonasson.
Starf: Bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Fteðingardagur og ár: 30. september 1965.
Fjölskylduhagir: Giftur Helgu Guöjónsdóttur og við eigum tvö böm;
Thelmu og Kristinn Jökul.
Hvemig bíl áttu? Toyota Landcruiser og Scoda Octavia.
Uppáhalds matur? Lambahryggur að hætti mömmu.
Uppáhalds drykkur? Coca cola.
Uppáhalds sjónvarpsefni? Fréttir og íþróttir.
Uppáhalds sjónvarpsmaður? Gt'sli Einarsson.
Uppáhalds innlendur leikari? Sigurður Sigmjónsson.
Uppáhalds erlendur leikari? Hugh Laurie.
Besta bíómyndin? Eg lift.
Uppáhalds íþróttamaður? Eiður Smári.
Uppáhalds íþróttafélag? Vtkingur-Reynir.
Uppáhalds stjómmálamaður? Margrét Thatcher.
Uppáhalds innlendur tónlistarmaður? Oskar Pétursson.
Uppáhalds erlendur tónlistarmaður? Elton John.
Uppáhalds rithöjundur? Alexander McCall Smith.
Ertu jylgjandi eða andvígur ríkisstjóminni? Fylgjandi.
Hvað meturðu mest tfari annarra? Hreinskiptni.
Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Oheiðarleiki ogfals.
Hver er þinn helsti kostur? Samviskusemi ogjákvæðni.
Hver erþinn helsti ókostur? Oþolinmæði.
Hvað gerðirþú í sumarfíinu? Fór erlendis með fjölskyldunni.
Hvemig leggst komandi vetur í þig? Mjög vel, mörg spennandi verkefni
framundan.
Eitthvað að lokum ? Þar sem Jókidinn ber við loft...
Ein rödd, eitt marbnið - slysalanst Island
Fréttir um
banaslys í um-
ferðinni koma
við okkur öll
og þegar mörg
banaslys verða
á skömmum
tíma tekur fólk
andköf og um-
ræða um úr-
bætur verður háværari. í umræðu
síðustu daga um umferðaröryggi
hafa tölur um færri banaslys á
Reykjanesbraut, ffá þvi að ffam-
kvæmdir hófust við tvöföldun
Reykjanesbrautar, verið ofarlega á
baugi. Er þar vísað til þess árangurs
sem náðst hefur í fækkun banaslysa
með vegabótum og áróðri þeim
tengdum. En staðreyndin er að í
stað allt að sex banaslysa á ári, þeg-
ar mest var, hefur enginn látið lífið
á brautinni í liðlega tvö ár.
Með stofnun áhugahópsins og
með sterki samstöðu íbúa svæðins
var þeim árangri náð að koma ráða-
mönnum í skilning um mikilvægi
þess að ráðast í þessa mikilvægu
framkvæmd. Fyrst og fremst var
það gert í þágu umferðaröryggis. I
dag dylst engum að framkvæmdin,
þ.e. tvöföldun brautarinnar, hefur
þegar skilað meiri árangri en nokk-
ur þorði að vona.
Ahugahóp um tvöfalda Reykja-
nesbraut ber nú siðferðisleg skylda
til að útfæra baráttu sína til fækkun-
ar umferðarslysa á landinu öllu. I
málflutningi baráttuhópsins frá
upphafi var lögð áhersla á að tvö-
földun brautarinnar væri mikilvæg-
asta vegaffæmkvæmd landsins til að
fækka slysum en jafnffamt að bar-
áttan næði til landsins alls og engin
önnur vegaframkvæmd var gagn-
rýnd. Þegar séð er fyrir endan á
framkvæmdinni hljótum við að
beina sjónum okkar á aðra vegi og
umferðarmannvirki sem enn eru
með hærri slysatíðni en sambæri-
legt er annars staðar.
Ahugahópur um tvöfalda Reykja-
nesbraut hefur tekið þá ákvörðun
að leggja sitt að mörkum til árang-
urs í vegabótum og fækkun um-
ferðaslysa á Islandi. Þetta viljum við
nú gera með markvissri vinnu um
fjölgun baráttuhópa um umferðar-
öryggi um allt land. Baráttu- og
grasrótarhópa sem hver og einn
hefur það hlutverk að upplýsa hætt-
ur og mögulegar úrbætur á sínu
svæði og/eða landshluta. Skráning
aðila innan hvers hóps verði skil-
virk með þeim tilgangi að skapa
sterka rödd á hverjum stað. Til að
þetta takist verði hagsmunir aðild-
arfélaga gerðir umtalsverðir í sam-
vinnu við samstarfsaðila. Samhliða
stofnun áhugahópa um allt land
verði því stofnuð samtökin SAM-
STAÐA sem hefur það hlutverk að
sameina þessa hópa undir einn hatt
í samvinnu við FIB, tryggingar- og
olíufélög, sveitar- og félagasamtök
sem og samgönguyfirvalda á Is-
landi.
* Með SAMSTOÐU getum við
virkt grasrótina innan hvers bar-
áttuhóps og stuðlað þannig að
bættu umferðaröryggi á landinu
öllu.
* Með SAMSTÖÐU getum við
með einni rödd haft áhrif á stjórn-
völd á hverjum tíma hvað varðar
vegabætur, löggæslu og almennan
áróður.
* Með SAMSTÖÐU getum við
haft áhrif á eftirlit og viðhald öku-
tækja með því markmiði að fækka
alvarlegum slysum.
* Með SAMSTÖÐU getum við
haft áhrif á okkur sjálf, ökumenn
þessa lands, til að minna okkur á þá
ábyrgð sem á okkur hvílir daglega í
umferðinni.
* Með SAMSTÖÐU getum við
náð þeim árangri að gera Island að
slysalausu landi í umferðinni.
A vefslóðinni www.fib.is/sam-
stada geta áhugasamir aðilar og
baráttumenn alls staðar á landinu
skráð inn sinn baráttuhóp sem síð-
an hefur það hlutverk að fjölga að-
ilarfélögum hver á sínum stað und-
ir leiðsögn SAMSTÖÐU.
Ein rödd, eitt markið - slysalaust
Island.
Steinþór Jónsson,
formaður áhugahóps um örugga
Reykjanesbraut og
stjómamiaður í FIB.
l/tsMihðWdð
Af hreppsnefndinni hengikopp - heimta skulum bara!
„Þeir ráku féð í rétt-
irnar í íyrsta og annan
flokk,“ segir í kvæðinu
og ekki verða kjötborð
verslananna full af
lambakjöti án þess að
fé sé smalað til rétta
og dregið í dilka sam-
kvæmt hefðinni. Lík-
lega er hið íslenska
fýrirkomulag á afréttarsmöltmum einstakt í
heiminum þó ég treysti mér ekki til að full-
yrða þar um enda aðstæður líklega einstakar
hér á landi. Sá sem hefur staðið á gilbarmi og
öskrað á tvílembu niðri í gilinu í hálftíma og
horfir síðan á kindina rölta hægt og hátignar-
lega upp úr gilinu vidausu megin hefiir líka
öðrum betri aðstæður til að skilja af hverju
lambakjötið þarf að vera svona dýrt.
Lengi þótti það ákveðin manndómsvígsla
unglinga að fara í leit og margir fóru ferming-
arhaustið sitt en ekki var leyfilegt að senda
nema fullgilda menn í slík verkefhi. Haustið
1942 átti Guðlaugur á Signýjarstöðum að láta
mann í fyrirstöðu en komst ekki vegna heim-
ilisástæðna og fékk leyfi Þorleifs á Uppsölum,
sem var fýrirliði fyrirstöðtunanna, til að senda
Jón Þorsteinsson síðar bónda í Giljahlíð en
hann átti þá heima á Sigmundarstöðum.
Hann var þá aðeins 12 ára en hestfær í besta
lagi og ýmsu vanur. Þegar Guðlaugur kom
með hestinn til Jóns fylgdi þessi vísa til Þor-
leife:
Þú ert krýndur konungur,
kempan slynga, spaka,
valdaringum veglyndur,
við ungling að taka.
Einhverntíman fféttist að Nikulás í Auga-
stöðum sem þá hefur væntanlega verið odd-
viti Hálsasveitar ætlaði að senda Sigga „Ha“ í
leit og komst þá eftirfarandi vísa á flot og var
talin ætmð frá Hofsstöðum. Þar voru þá bæði
Eyjólfur Gíslason og uppkomnir synir hans
tveir eða þrír sem hugsanlega hefðu getað
verið höfundar. Held þó að Haukur Eyjólfs-
son hafi verið talinn líklegastur höfundur:
Ætlar að senda oddvitinn
upp í fjallasalinn.
Heyrnarlausan húskarl sinn,
haltan, blindan, galinn.
Stundum hefur komið fýrir að menn skiptu
skapi í göngum þegar - „allir hirúr“- hegða sér
eins og bjánar og viðkomandi er sjálfur „sá
eini með fullu viti.“ Af slíku tilefhi mun Rós-
berg Snædal hafa ort það sem hann kallaði
„Ný fjallskilareglugerð.“
Smölun er æ þeim manni um megn
sem má hvorki þola storm né regn.
Best er að sérhver búandþegn
sé bálreiður haustið út í gegn.
Þú skalt æða yfir storð
aldrei mæla hlýlegt orð.
Svipurinn þarf að minna á morð
ef menn eiga að smala á annað borð.
Hendi skal upp á móti hönd
þá heima eru smöluð lönd.
Orðin þá ekki valin vönd
vestur um Clámu og Barðaströnd.
Er réttinni safnið rennur nær
reynir á þol og fimar tær.
Hver sem þá ekki er orðinn ær
œtti ekki að teljast gangnafær.
Ef rekstur nálgast þú reiðast átt
og rífast um allt, bæði stórt og smátt.
Tvístra 'onum, öskra og hoppa hátt
- og hirð'ann svo bara - efþað er fátt.
Sem fjallkóngar veljast jafnan vaskir menn
og þaulkunnugir gangnasvæðinu og tilhögun
allri og ekki er verra að ömefhi séu þeim töm
á tungu þó margir yngri menn leggi sig minna
eftir þeim fræðum en áður var. A Amarvatns-
heiði er tjöm eða smávatn sem ber nafhið
Hagldamóatjörn og einhvemtíman var nafn
hennar bundið í vísu á eftirfarandi hátt:
Hagldamóa heitir tjörn
horngrýtið atarna.
Andskotinn sín ali börn
upp við pollinn þarna.
Jónatan Jakobsson mun hafa sett saman eft-
irfarandi morgunandakt í orðastað fjallkóngs:
Dagur er risinn, mun því mál
að matast og halda af stað.
Drekkið þið piltar dagsins skál
og dundið ekki við það.
Gangið ei saman greyin mín
þó geri þoku og él.
Gangnamenn eiga að gæta sín
og gleyma ekki að smala vel.
Meðan leitdr vom almennt seinna en nú er
var algengara að menn hrepptu illviðri í
göngum þó slíkt geti svosem komið fýrir enn.
Leitarmenn á Arnarvatnsheiði komu eitt sinn
að Norðlingafljóti sköraðu og segir þá Hauk-
ur Eyjólfsson á Hofsstöðum sem síðar bjó á
Homi í Skorradal, sem var einn leitamanna:
Öll eru fjöllin íslands grá
urð og þakin grjóti.
Nokkrar skarir nú eru á
Norðlendingafljóti.
Við slíkar aðstæður vom gömlu leitaskál-
arnir ómetanleg skjól og hafa án efa bjargað
mörgum mannslífum. Nokkra eftir að gamh
skálinn í Álftakrók var aflagður kom Jón Þór-
isson í Reykholti að honum með kunningja
sínum og hafði sá orð á að kuldalegt hefði ver-
ið að koma þar í vondum veðram. Jón svaraði:
Hér var kátt og kveðið hátt,
keppt við máttarvöldin,
sungið dátt um dimma nátt,
drukkin sátt á kvöldin.
Margir gömlu leitaskálarnir voru afar
þröngir þó þeir gerðu vissulega sitt gagn en í
gamla Hvítsíðingaskálanum í Gilsbakkaseli
orti Halldór Helgason á Asbjamarstöðum
þegar viss vandamál gerðu vart við sig:
Þegar hlandið þjáir kropp
þröngt er út að fara.
Af hreppsnefndinni hengikopp
heimta skulum bara.
Fleiri hafa ort í Gilsbakkaseli án þess að það
verði allt tíundað hér en þar mun til orðin
þessi kveðskapur eftir Eggert heitinn Bergs-
son:
Leitamenn að leita fjár
leika séríSeli.
Oftast hafa einhver tár,
- alltaf flaska og peli.
Eftir að komið er til réttar og „fjárdráttur“
hefst flýtir það mjög fýrir að menn séu glögg-
ir og minnugir á mörk en hið íslenska eyma-
merkjakerfi er að ég held einstakt í heiminum.
Til er markatafla úr Hólahreppi frá 1817 sem
sett er í ljóð af Þuríði Sigmundsdóttur á
Sleimstöðtun og kemur hér til gamans sýnis-
hom úr þeim kveðskap og valið af handahófi
mark Markúsar Markússonar á Skriðulandi:
Markús bóndinn satt það sver
sauðamark, með lyndið glatt,
aftan hægra birta ber
blaðstýfing, en vinstra hvatt.
„Hin íslenska merkjareglugerð," sem sam-
in er með tdllitd EES reglna hefur vissulega
ýmsa kosti í för með sér þó líklega verði hún
til þess að ungt fólk leggi sig minna eftir
eyrnamörkum en áður var. Helgi Bjömsson á
Snartarstöðum var þó nokkuð ánægður með
hana:
IS merkin, aðferð ný,
auðveldar að sanna
ef rollur héðan rata í
réttir grannlandanna.
Góð aðstoð er alltaf vel þegin í réttum og
Björn Stefán Guðmundsson frá Reynikeldu sá
einhverntíman unga stúlku með mikið og fal-
legt ljóst hár tekið upp í hnút í hnakkanum
vera að hjálpa vini sínum við dráttinn:
Gullna hárið greitt íhnút
getur mörgum unað veitt.
Komin með í klofið hrút-
- kind er skárra en ekki neitt!
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715
dd@simnet.is