Skessuhorn


Skessuhorn - 06.09.2006, Side 19

Skessuhorn - 06.09.2006, Side 19
»a£ssunv»~: MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 19 Haustönn Símenntunarmiðstöðvarinnar að hefjast Starfsfólk Símenntunar- miðstöðvar- innar á Vest- urlandi er nú í óða önn að undirbúa haustönnina, en náms- vísir haustannar 2006 á að vera kominn inn á hvert heimili á Vest- urlandi, fyrirtæki og stofnanir. Að þessu sinni er aukin áhersla á starfstengdar námsleiðir og nám- skeið, en tómstundanámskeiðin skipa sinn sess að venju. Atvinnulífið tekur örum breyt- ingum og þá reynir á sveigjanleika starfsfólks og kunnáttu til að takast á við breyttar aðstæður. I janúar sl. var gerður samningur á milli menntamálaráðuneytisins annars- vegar og hinsvegar Alþýðusam- bands Islands og Samtaka atvinnu- lífsins um víðtækt samstarf um sí- menntun á vinnumarkaði með því að þróa nýjar aðferðir til að efla þekkingu og færni fólks í atvinnu- lífinu og framkvæmd samstarfs- verkefna. Markhópurinn er fólk á vinnumarkaði með litla formlega grunnmenntun og hefur Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins séð um framkvæmd þessa verkefna. Auk þessa hefur Símenntunarmiðstöð- in ráðið náms- og starfsráðgjafa, en honum er ætlað sérstaklega að sinna náms- og starfsráðgjöf í fyr- irtækjum og kynna fyrir þessum hópi fólks þær fjölbreyttu náms- leiðir og námskeið sem í boði eru tii að styrkja stöðu þess á vinnu- markaðnum. Aftur í nám SMV býður upp á þrjár náms- leiðir í samstarfi við Fræðslumið- stöð atvinnulífsins nú á haustönn. A Akranesi er boðið upp á náms- leið sem nefnist „Aftur í nám“ og er ætlað þeim sem eiga við lestrar- og skriftarörðugleika að glíma. Markmiðið með þessu námi er m.a. að fólk öðlist þekkingu á eðli lesblindu samkvæmt aðferðafræði Ron Davis, auki færni sína í lestri og auka hæfni einstaklingsins til náms og starfs og stuðla að já- kvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. Námið er alls 95 kennslu- stundir og er kennt tvisvar í viku, fjórar kennslustundir í senn. Nem- endur fá kennslu í íslensku, á tölv- ur og lögð er áhersla á sjálfsstyrk- ingu. Af þessum 95 kennslustund- um eru 40 einstaklingstímar þar sem viðkomandi er m.a. kennt að þekkja jákvæðar og neikvæðar hliðar lesblindu, hvernig auka má færni sína í lestri og lesskilningi og hvernig hann getur haldið áfrarn nauðsynlegri þjálfun til að yfirstíga neikvæða þætti lesblindu. Kennsla hefst þriðjudaginn 3. október og lýkur í byrjun desember. Verkefna- stjóri er Erla S. Olgeirsdóttir, Davis ráðgjafi. Landnemaskólinn Landnemaskólinn verður í boði í Olafsvík, nú á haustönn en þetta er í annað skiptið sem þetta nám er í boði hér á Vesturlandi. A síðustu vorönn var Landnemaskólinn í Grundarfirði og útskrifuðust 11 nemendur frá 4 löndum. Mark- miðið með Landnemaskólanum er að auðvelda fólki af erlendum upp- runa að aðlagast íslenskum vinnu- markaði og samfélagi. Oll kennsla fer fram á íslensku og er mikið lagt upp úr umræðum og verkefna- vinnu þar sem námsmenn afla sér upplýsinga m.a. í fjölmiðlum og á Netinu. Einnig kynnast nemendur grundvallaratriðum á tölvu, samfé- lagsfræði og íslenska eru samþætt auk þess sem nemendur eiga að búa til eigin færnimöppu þar sem þeir safna saman upplýsingum um náms- og starfsferil sinn og lýsa færni sinni almennt. Kennsla hefst 19. september í Grunnskóla Snæ- fellsbæjar í Olafsvík. Verkefna- stjóri er Kolbrún Reynisdóttir, grunnskólakennari. Grunnnám skólaliða Grunnnám skólaliða verður í boði í Grundarfirði, en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíkt nám hér á landi. Símenntunar- miðstöðin á Vesturlandi hefur unnið þessa námskrá í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og markmiðið með náminu er að efla ófaglært starfsfólk leik- og grunnskóla. Námið er alls 70 kennslustundir og komið er inn á ýmsa þætti eins og uppeldi og um- önnun, slysavarnir og skyndihjálp, aga og reiðistjórnun, leik og skap- andi vinnu, mat og næringu, ræst- ingu og umhverfið, svo eitthvað sé nefht. Kennsla hefst í byrjun októ- ber og fer hún fram í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga. Verkefnastjóri er Guðrún Vala Elísdóttir, ráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Vestur- lands. Nánari upplýsingar og lýsingar á námsskrám og einstaka námsþátt- um er að finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins: http://www.frae.is Menntasmiðja kvenna Fjórða stóra verkefnið sem verð- ur á vegum Símenntunarmiðstöðv- arinnar nú á haustönn er Mennta- smiðja kvenna, en þetta er í fjórða sinn sem slík menntasmiðja er haldin. Að þessu sinni verður hún haldin í Varmalandsskóla í Borgar- firði. Kennt er sjö helgar, frá föstu- degi til sunnudags og er gert ráð fyrir að konurnar gisti á Varma- landi. Fyrirmynd að fyrstu Útvegsmenn súpa nú seyðið af of miHum loðnuveiðum Þann 1. september hófst nýtt kvótaár í sjávarútvegi. Eins og sið- ur er á áramótum er við hæfi að líta um öxl og gera síðasta ár upp. I því skyni náði Skessuhorn sam- bandi við Olaf Rögnvaldsson for- mann Utvegsmannafélags Snæ- fellsness og framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Hellissands. Ólafur var að sjálfsögðu að veiðum þegar Skessuhorn náði tali af honum, að vísu að þessu sinni í Langá. Hann segir að síðasta ár hafi verið nokk- uð gott. „Það var helvíti gott ár- ferði, sérstaklega seinni partinn í vetur. Þá var hækkandi verð á af- urðum og sígandi gengi og það hefur mikil áhrif hjá okkur.“ Þenslan í samfélaginu hefur mikil áhrif á sjávarútveginn og ekki síst í litlum sjávarbyggðum. Ólafur seg- ir að þenslan geri fólki við sjávar- síðuna mikinn óleik. „Við njótum ekki þenslunnar hér. Eftir því sem hún verður meiri og krónan styrk- ist, versnar hagur okkar hér á landsbyggðinni.“ Ólafur segir að vel hafi gengið að fiska upp í úthlutaðan kvóta, svo vel reyndar að hann kláraðist um sjómannadaginn. Síðan hafa bátarnir verið bundnir við bryggju. Spurður hvort menn fái úthlutað of litlum kvóta segir Ólafur vera skiptar skoðanir um það. „Sumum finnst við veiða allt of mikið en okkur finnst við veiða of lítið, hann er vandrataður þessi gullni meðalvegur. vknnars er sama hve miklum veiðiheimildum mað- ur bætir við sig, skerðingarnar eru í gangi allt árið og éta það upp. I heildina vantar um 200 torm á hvern bát til að þetta gangi upp.“ Ólafur segir að það sé allt of lít- ið af þorski í sjónum og ljóst sé að eitthvað þurfi að gera í þeim mál- um. Sjávarhitinn sé nægur en allt æti vanti. „Við erum að súpa seyð- ið af því að hafa drepið of mikið af loðnu í gegnum tíðina. Ef ýsan hefði ekki gefið sig hefði farið illa fyrir ansi mörgum. Síðustu tvö árin hafa menn bjargað sér á henni og fleiri tegundum.“ Hvað framtíðina varðar segist Ólafur vera bjartsýnn. Þrátt fyrir að menn hafi staðið í sömu sporum við þessi tímamót ansi lengi, sjó- menn viljað meiri kvóta sem þeir ekki fá, lætur hann það ekki á sig fá. „Eg er bjartsýnn að eðlisfari og vona að næsta ár verði gott til sjáv- ar og sveita," segir Ólafur að lok- um. -KÓP menntasmiðju kvenna er fengin frá lýðháskólum á Norðurlöndum sem og frá svokölluðum kvenna- dagsskóla í Kaupmannahöfn (Köbenhavns kvindedagshöjskole). Uppbygging námsins er með öðr- um hætti en í hinu hefðbundna skólakerfi. Námið er mjög einstak- lingsmiðað og sniðið að þörfum nemandans. Það er ekki síður mik- ilvægt að í menntasmiðjunni skap- ist „hlutlaus“ vettvangur fyrir kon- ur á öllum aldri þar sem þær geta skipst á skoðunum, miðlað af reynslu sinni og dregið lærdóm af reynslu annarra. Það eru einkum þrír þættir sem hafðir eru í for- grunni í náminu, þ.e. sjálfsstyrk- ing, hagnýtir þættir, s.s. tölvu- leikni, tungumál og hópefli og síð- an skapandi þættir s.s. handverk ýmis konar, leiklist, myndlist o.fl. Stefnt er að því að fara af stað með þetta verkefni í október nk. ef næg þátttaka næst. Verkefnastjórn er í höndum þeirra Valgerðar Jónu Kristjánsdóttur og Þrúðar Krist- jánsdóttur. Vika símenntunar Vika símenntunar verður dagana 24. -30. september nk. en mennta- málaráðuneytið stendur fyrir þessu árvissa verkefni. Markmiðið með því er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi menntunar og hinar ýmsu námsleiðir kynntar. Af þessu tilefni ætla starfsmenn SMV að heimsækja fyrirtæki og stofnanir og kynna starf nýráðins náms- og starfsráðgjafa, en Guðrún Vala El- ísdóttir gegnir því starfi. Einnig mun SMV bjóða upp á opna fræðslufundi, í samstarfi við Ron Davis ráðgjafa, um lesblindu og hvernig hægt er að tileinka sér tækni til að halda athygli og út- haldi við lestur og skrift. Að síðustu mun Símenntunar- miðstöðin að bjóða upp á fyrir- lestra með Guðjóni Bergmann sem nefnist „Streita - vinur eða fjandi“ tvö kvöld í Viku Símenntunar. Annar fyrirlesturinn verður í Grundarfirði mánudagskvöldið 25. september og hinn fyrirlesturinn verður miðvikudagskvöldið 27. september á Akranesi. Allt varð- andi Viku símenntunar verður auglýst nánar þegar nær dregur. Auk þess sem að framan er greint er vel á fjórða tug nemenda á Vesturlandi í fjarnámi og nýta sér aðstöðuna í námsverum, en fyrsti hópurinn sem stundaði sitt nám með þessum hætti útskrifaðist sl. vor. Fjarfundabúnaðurinn býður upp á marga möguleika og um að gera að afla sér upplýsinga um það sem býðst í fjarnámi. Af þessu má sjá að fjölbreytt og spennandi verkefni eru framundan hjá Símenntunarmiðstöðinni nú á haustönn og er fólk eindregið hvatt til að hafa samband og afla sér nánari upplýsinga um hvað er í boði. Inga Dóra Halldórsdóttir, fram- kvamdastjóri SMV Jfí & VINNUEFTIRLITIÐ Stillholt 18 - 300 Akranes - Sími: 431 2670 - Fax: 431 2025 Netfang: vinnueftirlit@ver.is - Heimasíða: vinnueftirlit.is Vinnueftirlit ríkisins starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að fækkun slysa, atvinnutengdra sjúkdóma og góðri líðan starfsmanna á vinnustað. Vinnueftirlitiö óskar að ráða eftirlitsmann til starfa á Vesturlandi Helstu verkefni eru: • Vinnuvéla- og tækjaeftirlit • Eftirlit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi í landbúnaði • Fræðsla, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Menntunar og hæfniskröfur: • Staðgóð tæknimenntun, t.d. vélfræði- eða iðnmenntun • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi sem þessu • Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla í tölvunotkun æskileg. Um er að ræða 100 % starf með staðsetningu á Akranesi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsþjálfun fer fram við upphaf starfs. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Vinnueftirliti ríkisins, Stillholti 18, 300 Akranesi fyrir 15. september nk. Umsóknareyðublað er ekki notað. Nánari uppiýsingar um starfið fásthjá Guðjóni Sólmundssyni umdæmisstjóra, skrifstofu Vinnueftirlitsins áAkranesi, s. 4312670 og 892 7593, (gsoi@ver.is), Hauki Sölvasyni deildarstjóra vinnuvéladeildar og Þórunni Svein-sdóttur deildarstjóra þróunar- og eftirlitsdeildar, s. 550 4600. Flligger Hörpuskin, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild BUREKSTRARDEILD c Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.