Skessuhorn - 06.09.2006, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
23
Vesturlandsmót kvenna í golfi
Hið árlega Vesturlandsmót
kvenna í golfi var haldið síðastlið-
inn laugardag á Hamarsvelli í
Borgarnesi. 42 konur tóku þátt í
mótinu frá Borgarnesi, Akranesi,
Stykkishólmi og Grundarfirði. Því
miður mættu engar frá Ólafsvík.
Mótið var þrískipt; sveitakeppni,
einstaklingskeppni og keppni um
titilinn Vesturlandsmeistari
kvenna. Sveitakeppnina unnu
Mostrakonur frá Stykkishólmi,
Katrín Pálsdóttir, einnig úr
Mostra, vann einstaklingskeppn-
ina og Vesturlandsmeistari varð
Þuríður Jóhannsdóttir í Golfklúbbi
Borgarness.
Verðlaunin á mótinu voru mjög
vegleg; skartgripir og snyrtivörur
ásamt ýmsu öðru, en aðalstyrkt-
araðilar voru Úr og Gull í Hafnar-
firði og heildverslanirnar Halldór
Jónsson, Forval og Terma, en
ýmsir fleiru styrktu einnig mótið.
Vinningshafar kampakátir að móti loknu.
Að móti loknu komu konurnar
saman í klúbbhúsi Golfklúbbs
Borgarness í verðlaunafhendingu,
mat og gleðskap og skemmtu
þær sér hið besta enda einróma
sátt um að mótið hefði lukkast vel
í alla staði og ekki síst væru verð-
laun sérlega vegleg. -KÓP
Aðsókn hefur aukist
á leiki ÍA frá þvf í fyrra
Þrátt fyrir að aðsókn á leiki í
úrvalsdeild karla í knattspyrnu
hafi aðeins minnkað frá þvi í
fyrra þá jókst aðsókn á bæði
heima- og útileiki Skagamanna í
fyrstu 15 umferðum leiktíðarinn-
ar. Eftir 15 umferðir hafa alls
mætt rúmlega 82 þúsund manns
á völlinn en í fyrra höfðu rúmlega
83 þúsund manns mætt á sama
tíma. í ár hafa tæplega 8.700
manns mætt á heimaleiki ÍA eða
tæplega 1.100 gesti á leik að
meðaltali. (fyrra mættu rúmlega
7.400 manns á heimaleiki liðsins
á sama tíma eða rúmlega 1.060
gestir á leik.
Það sem af er leiktíðinni hafa
mætt tæplega 9.100 gestir á úti-
leiki ÍA eða um 1.300 vallargestir
á leik. í fyrra höfðu á sama tíma
mætt tæplega 7.100 vallargestir
á útileiki liðsins eða tæplega 900
manns á leik. Það sem af er móti
hafa Skagamenn leikið fyrir aug-
um flestra vallargesta á móti liði
FH í Kaplakrika en þá voru um
2.400 manns mættir á völlinn.
Flest mættu á Akranessvöll þeg-
ar liðið lék á móti KR en þá
mættu rúmlega 1.330 manns á
heimavöll Skagamanna.
SO
Með undirskrift úr
skattskýrslu á sokkunum
Helga Viðarsdóttir framkvæmdastjóri Trico afhendir Gauta sérmerktu sokkana.
Trico hf. á Akranesi hefur í
gegnum árin unnið með textíl á
ýmsum sviðum en óneitanlega er
fyrirtækið með lengsta reynslu í
sokkaframleiðslu. Nú snýst starf-
semi fyrirtækisins mest um
sokkaframleiðslu og framleiðslu á
öryggisfatnaði. Fyrirtækið, sem
stofnað var fyrir 1950, framleiðir
„venjulega" sokka, sérmerkta
sokka og sérhannaða sokka fyrir
Össur - stoðtækjagerð. Fram-
leiðsla sérmerktra sokka hefur
aukist á undanförnum árum, ekki
síst fyrir íþróttafélög. Forsvars-
mönnum fyrirtækisins fannst því
við hæfi að framleiða sokka fyrir
Gauta Jóhannesson hlaupara,
sem hefur staðið sig vel á hlaupa-
brautinni undanfarið.
Gauti er nýkominn til landsins
en hann hefur stundað nám í
læknisfræði í Umeá í Svíþjóð und-
anfarin ár. Þar hóf hann að hlaupa
fyrir alvöru enda aðstaðan þar til
fyrirmyndar. Það voru enda hæg
heimatökin fyrir hann því á há-
skólasvæðinu er stærsta íþrótta-
aðstaða í Norður Evrópu. Gauti
hefur alla tíð hlaupið í sokkum frá
Trico og ber þeim vel söguna.
„Þetta eru mjög góðir sokkar og
það er talað um það hjá okkur
hlaupurunum. Þeir eru mjúkir og
hafa reynst mér mjög vel.“
Ákveðið var nýlega að prjóna
undirskrift Gauta í sokkana sem
síðan voru sendir út til hans í Sví-
þjóð. Það var ekki vandalaust að
finna undirskriftina hér heima og
endaði það á því að faðir hans,
sem er endurskoðandi, fann hana
á gamalli skattskýrslu. Gauti
hleypur því um með undirskrift úr
skattaskýrslu á sokkunum.
Gauti æfir með Ungmenna-
sambandi Borgfirðinga, en hann
er nýkominn aftur á skrið eftir
beinbrot í aðdraganda smáþjóða-
leikana í Andorra í fyrra sem hélt
honum frá keppni. í fyrra keppti
hann á Evrópumeistaramóti í Ma-
drid og setti þar íslandsmet í 800
metra hlaupi. Það met var slegið í
vetur og er mikill hugur í honum
að ná því aftur, nú í sérmerktum
sokkum frá Trico.
-KÓP
Bikarinn aftur í Grundarfjörð
Síðastliðin laugardag var hald-
in seinnihluti hinnar árlegu vina-
bæjarkeppni golfklúbbanna
Mostra í Stykkishólmi og Vestarr
í Grundarfirði þar sem keppt er
um Ræderbikarinn svokailaða.
Að þessu sinni fór keppnin fram
á Víkurvelli. Á myndinn er Rík-
harður Hrafnkelson að afhenda
Ásgeiri Ragnarssyni bikarinn
góða.
SK
www.kjolur.is
Sími 525 8383
Jóhanna Lind Pálsson,
Gunnlaugsgötu 10,
Borgarnesi,
verður 90 ára
1 l.september nk.
því tilefni tekur Jóhanna
og fjölskylda hennar á
móti gestum sunnudaginn
10. september,
frá 15:00 til 18:00, í
Félagsmiðstöðinni Óðal (gamla
V
Samkomuhúsið), Borgarnesi.y
www.skessuhorn.is
Akraneskaupstaður
Skilastaða
Leikskólinn Garðasel auglýsir eftir traustum og áhuga-
sömum starfskrafti í skilastöðu. Viðkomandi þarf að vera
orðinn 18 ára og geta hafið störf sem fyrst.
Vinnutími er kl. 15:30 /16:00 - 17:30.
1 Upplýsingar gefur Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri,
I / síma 431 2004 eöa 431 2034.
pgv
GLUGGITIL FRAMTÍÐAR
ENGIN MÁLNINGAVINNA
HV0RKI FÚÍ NÉ RYÐ
FRÁBÆR HITA 0G HUÓÐEINANGRUN
FALLEGT ÚTLIT
MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR
ÖRUGG VIND- 0G VATNSÞÉTTING
PGV ehf. sérhaefir sig í smíði glugga,
hurða, sólstofa og svalalokanna úr
PVC-u
Öllum framleiðsluvörum PGV fylgir
10 ára ábyrgð
Gluggarnir eru viðhaldsfríir og á
sambærilegum verðum og gluggar
sem stöðugt þarfnast viðhalds
PGV ehf. i Bæjarhrauni 6 i 220 Hafnafjörður i Sími: 564 6080 i Fax: 564 60811 www.pgv.is