Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2006, Side 1

Skessuhorn - 08.11.2006, Side 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 45. tbl. 9. árg. 8. nóvember 2006 - Kr. 400 í lausasölu Meðal efnis: • LMÍ úr útgáfustarfi ....Bls. 24 • Of fáir í löggæslu í Borgarnesi...Bls. 10 • Fyrirmyndarbú á Sveitateiti....Bls. 8 • Hjónin á Kirkjubóli...Bls. 14 • Norðurál skatthæst......Bls. 4 • Snæfell á toppnum.......Bls. 23 • Fylgissveiflur flokkanna......Bls. 4 • Jólabasarar ....Bls. 16 • Borgfirskar tískudrósir...Bls. 22 • Töluvert tjón í óveðri......Bls. 6 • Saltfisksvinnsla í Hólminum.......Bls. 8 • Mengun innan marka.........Bls, 9 • Veiðimálastofnun í hættu.........Bls. 9 • íbúar á mölinní........Bls. 8 • Fannar fjallgöngu- garpur........Bls. 12 • Fréttir frá Malawí.......Bls. 18 • Bæjarráð vill Grunnafjörð....Bls. 10 I ATLANTSOLIA Dísel ‘Faxabraut 9. Mikinn suðvestan hvell geríi sl. sunnudag með úrkomu og hávaðaroki. Vindhraði fór allt upp í 50 metra á sekúndu í hviðum þegar mest var og vari einna hvassast á Fróðárheiði á Snæfellmesi. Ekki urðu slys áfólki í veðurhamnum en tjón á mannvirkjum varð tals- vert, einkum í Grundatfirði og Búðardal, eins og lesa má nánar um á bls. 6. A myndinni er Ólafur B Ólafsson, björgunarsveitarmaður í Grundarfirði við stötf í sfómstöð sl. sunnudagsmorgun. Björgunarsveitarmenn víða í landshlutanum unnu mikið og gott starfvið að forða tækjum og mannvirkjum frá skemmdum. Ljósm. Sverrir Hörð viðbrögð við flottrolls- veiðum á sfld við SnæfeHsnes A myndinni má sjá hversu nálægt landi hin stóru stldveiðiskip draga troll sín, „eða nán- ast inni í kálgörðunum hjáfólki, “ segir Alexander Kristinsson, formaður Snœfells. Snæfell, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi, hefur mótmælt harð- lega þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráð- herra að heimila síldveiðar í flottroll á grunnslóð við Snæfells- nes. Formaður félagsins segir und- arlegt að stærstu verksmiðjuskip landsmanna þurfi að veiða í kál- görðum Snæfellinga. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur falið bæjar- stjóra að ræða málið við sjávarút- vegsráðherra. I reglugerð sem sjávarútvegsráð- herra gaf út á dögunum eru veiðar á íslenskri sumargotssfld heimilaðar í flottroll út af Snæfellsnesi í 12 klukkustundir á sólarhring frá kl. 20-08 til áramóta. Nokkur af stærstu skipum flotans hafa verið að veiðum á svæðinu meðal annars Engey RE, Baldvin Þorsteinsson EA, Vflhelm Þorsteinsson EA og Hákon EA. Stjóm Sæfells samþykkti ályktun þar sem meðal annars segir að ákvörðunin um að heimila veiðarn- ar sé ábyrgðarlaus innrás í við- kvæmt lífríki Breiðafjarðar. Með henni sýni ráðuneytið lítilsvirðingu við þau sjónarmið sem sjómenn við Breiðaíjörð hafa haft „að Breiða- fjörður sé griðland fyrir skaðræð- isveiðarfæmm sem engu eira líkt og flottroll er,“ segir orðrétt í ályktun- inni. Alexander Kristinsson, formaður Snæfells segir þessa ákvörðun ráð- herra forkastanlega. Með henni sé verið að hverfa aftur til fortíðar þegar togarar, innlendir sem er- lendir, veiddu uppí allar fjörur við landið. Hann segir að á þeim slóð- um sem flottrollsveiði var heimiluð nú séu meðal annars gjöful ýsumið smábáta sem gera út á línu. Þær veiðar leggist af á meðan stærstu skip landsmanna athafni sig á svæð- inu. „Það er afar dapurlegt að á sama tíma og ekki virðist hægt að selja sfld skuli útgerðir stærstu skipa þjóðarinnar sjá það eitt í stöðtmni að veiða sfld nánast inni í görðum á Snæfellsnesi. Eg óttast mjög það fordæmi sem þarna er gefið og ef Hagkaup opnar í Borgamesi Akveðið hefur verið að Hag- kaup opni sérverslun við Digra- nesgötu í Borgarnesi snemma á næsta ári og eru framkvæmdir við viðbyggingu við Bónushús- ið hafhar. Geirabakarí sem rek- ur bakarí og konditori í húsinu mun flytjast um set í suðurenda nýbyggingarinnar. I samtali við Gunnar Inga Sigurðsson, framkvæmdastjóra Haga kom fram að í nýbygg- ingnunni, sem verður um 600- 700 fermetrar að grunnfleti, verða hinar og þessar sérvörur sem Hagkaup leggur áherslu á, svo sem dömu- og herrafatnað- ur, barnaföt og snyrtivörur. Gunnar Ingi sagði að þetta væri eins konar tilraunaverkefni hjá Högum en taldi að verslan- irnar Bónus og Hagkaup gætu vel þrifist í þessari nálægð og myndu mjög líklega njóta góðs hvor af annarri. Flæði fólks til og frá Borgarnesi er mikið og áskorun fýrir fyrirtækið að mæta aukinni umferð með frek- ari þjónustu. Ráðgert er að opna 1. mars nk. og eru fram- kvæmdir við bygginguna hafnar af fullum krafti. KH/ljósm. BGK fram heldur sem horfir verður ára- tuga barátta fyrir verndun grunn- slóðar að engu orðin.“ Málið kom til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar Snæfellsbæjar í síðustu viku og var bæjarstjóra falið að ræða málið við sjávarútvegsráð- herra. Ekki náðist í Kristinn Jónas- son bæjarstjóra þar sem hann er staddur erlendis. HJ lllll lillllillllllllil 1

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.