Skessuhorn - 08.11.2006, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006
^■usunuu:
íbúar vel
undirbúnir
SNÆFELLSNES: Gott hljóð
var í lögreglunni á Snæfellsnesi
eftir liðna óveðurshelgi. Ibúar á
norðanverðu Snæfellsnesi
höfðu undirbúið sig vel fyrir
veðrið þannig að ekki var mikið
af lausamunum á ferð. Mestar
skemmdir urðu á mannvirkjum
í Grundarfirði, eins og fram
kemur á bls. 6. Vegurinn á milli
Ólafsvíkur og Hellissands var
lokaður um tíma vegna sjó-
gangs og aurs sem gekk upp á
veginn. -bgk
Tuttugu buðu í
vegagerð
UXAHRYGGIR: Tuttugu fyr-
irtæki buðu í gerð 9,7 km kafla
Uxahryggjavegar frá Tröllhálsi
að Kaldadalsvegi og byggingu
20 metra langrar steinsteyptrar
brúar á Sandvatnskvísl. Um er
að ræða 6,5 metra breiðan mal-
arveg. Kostnaðaráætlun Vega-
gerðarinnar var að upphæð
rúmar 129 milljónir króna.
Lægsta tilboðið barst frá Borg-
arvirki ehf. að upphæð tæpar 79
milljónir króna eða einungis
rúmlega 61% af kostnaðaráætl-
un. Hæsta tilboðið barst frá
Burkney ehf. að upphæð rúmar
180 miiljónir króna eða rúm-
lega 39% yfir kostnaðaráædun.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir
20. október 2007.
Tillaga um
háskólasetur
endurflutt
AKRANES: Þingmenn Vinstri
hreyfingarinnar græns fram-
boðs, þau Jón Bjarnason og
Kolbrún Halldórsdóttir, hafa
lagt að nýju fram á Alþingi til-
lögu til þingsályktunar um
stofnun háskólaseturs á Akra-
nesi. I tillögunni segir að Al-
þingi álykti að fela mennta-
málaráðherra að hefja undir-
búning að stofnun háskólaset-
urs á Akranesi með áherslu á
iðn- og tæknigreinar auk al-
mennra grunngreina háskóla-
náms. Ráðherra geri Alþingi
grein fyrir undirbúningsstarf-
inu og tillögum sínum fyrir 1.
mars 2007. Þetta er í þriðja sinn
sem tillaga þessi er lögð ffarn á
Alþingi. I fyrri skiptin hefur
hún ekki náð ffarn að ganga.
-hj
Satfn-
nátt-
kjólarnir
komnir
|j
KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESl
SÍMI431 1733 & 861 1399
Tvö störf tapast í Búðardal við
flutning pantanaþjónustu MS
Pantanaþjónusta MS í Búðardal
hefur verið flutt til höfuðstöðva
fyrirtækisins í Reykjavík og þurfa
þeir sem vilja vörur ffá fyrirtækinu
í Búðardal að hafa samband suður.
Jafiiffamt hefur afgreiðsla pantana
verið flutt suður. Nokkrir við-
skiptavina MS, sem haft hafa sam-
band við Skessuhom, hafa látdð í
ljós óánægju með þetta nýja fyrir-
komulag og telja það nú tíma-
frekarara að fá til sín vörur ffá MS í
Búðardal.
Að sögn Sigurðar Rúnars Frið-
jónssonar mjólkurbússtjóra MS í
Búðardal var gerð sú breyting að
pantanamóttaka og pantanatiltekt
var flutt suður til MS. Hins vegar er
öllum mjólkurvömm enn keyrt út
frá Búðardal eins og var og fólk fær
vömrnar sínar, næstum því á sama
tíma að hans sögn. „Þessi breyting
hefur fallið í grýttan jarðveg hér
um slóðir, sérstaklega af því að við
höfum verið að standa okkur vel í
þessu og eins hitt að við þessa
breytingu töpuðust tæplega tvö
störf hjá stöðinni,“ sagði Sigurður
Rúnar.
BGK
Norðurál greiðir hæst gjöld
lögaðila á Vesturlandi
Norðurál ehf. á Gmndartanga
greiðir hæstu gjöld lögaðila á Vest-
urlandi vegna ársins 2005 eða rúm-
ar 79,2 milljónir króna. Soffanías
Cecilsson hf. í Grundarfirði greiðir
hins vegar hæsta tekjuskatt fyrir-
tækja eða rúmar 30,2 milljónir
króna. Hér að neðan má sjá lista
yfir hæstu greiðendur í heild og
lista yfir þau fyrirtæki sem greiddu
hæsta tekjuskatt fyrirtækja.
Þess má geta að hlutafélög greiða
18% tekjuskatt en sameignarfélög
greiða 26% tekjuskatt.
______________________m_
Töluverðar breytingar á fylgi
flokkanna í Norðvesturkjördæmi
Framsóknarflokkur, Frjálslyndi
flokkurinn og Samfylkingin tapa
nokkm fylgi en Sjálfstæðisflokkur-
inn og Vinstri hreyfingin-grænt
ffamboð bæta við sig fylgi frá síð-
ustu þingkosningum samkvæmt
könnun sem Capacent Gallup gerði
dagana 31. ágúst til 28. september á
fylgi flokkanna í Norðvesturkjör-
dæmi. Alls vom 2.584 spurðir og
var svarhlutfall 61%.
Samkvæmt könnuninni fengi
Framsóknarflokkurinn í Norðvest-
urkjördæmi fylgi 16% kjósenda nú
en í kosningunum 2003 hlaut
flokkurinn fylgi 21% kjósenda.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi nú 34%
fylgi og bætir talsverðu við sig því
flokkurinn hlaut 29,6% fylgi í síð-
ustu kosningum. Frjálslyndi flokk-
urinn fær 9% fylgi nú en fékk
14,2% í síðustu kosningum, Sam-
fylkingin fengi 18% fylgi nú en
hlaut 23,2% í síðustu kosningum.
Vinstri hreyfingin-grænt framboð
fengi nú 23,1% fylgi en fékk 10,6%
í síðustu kosningum.
I apríl á þessu ári birti Capacent
Gallup síðast könnvm á fylgi flokk-
anna í Norðvesturkjördæmi. Þá
fékk Framsóknarflokkurinn 14%
atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn
33%, Frjálslyndi flokkurinn 4%,
Samfylkingin 32% og Vinstri
hreyfingin-grænt framboð 16%.
Sumarið hefur því verið Samfylk-
ingunni afar erfitt í Norðvestur-
kjördæmi ef marka má þróun milli
þessara kannana. A sama hátt má
segja að það hafi verið Frjálslynda
flokknum og Vinstri grænum gjöf-
uh. HJ
Hæstu greiðendur opinberra gjalda:
1. Norðurál ehf....................................................kr. 79.241.996
2. Akraneskaupstaður................................................kr. 64.657.224
3. Lofforka Borgamesi ehf..........................................kr. 52.933.401
4. Heilbrigðisstofhun Akraness...........................kr. 49.919.064
5. Soffanías Cecilsson hf..........................................kr. 45.909.372
6. íslenska járnblendifélagið.......................................kr. 37.495.723
7. KG Fiskverkun ehf................................................kr. 30.241.725
8. Hvalur hf........................................................kr. 29.282.100
9. Límtré-Vírnet ehf................................................kr. 26.248.638
10. Borgarbyggð....................................................kr. 25.467.427
Hæstu greiðendur tekjuskatts:
1. Soffamas Cecilsso hf............................................kr. 30.213.056
2. Hvalur hf., Hvalfirði............................................kr. 26.422.582
3. KG fiskverkun ehf................................................kr. 20.728.098
4. Nes hf. Grundarfirði.............................................kr. 16.395.150
5. Loftorka Borgarnes ehf...........................................kr. 14.817.966
Tillögur um nýtdngu húsa í Brákarey
Vinnuhópur Borgarbyggðar
vegna húseigna sveitarfélagsins í
Brákarey hefur skilað af sér skýrslu
um notkunarmöguleika fasteigna
þar. Um er að ræða húseignirnar
sem Borgames kjötvörur vom í, en
eins og kunnugt er flutti fyrirtækið
nýverið starfsemi sína í nýtt hús-
næði ofan Sólbakka. Tillögur að
nýtingu húseignanna ná aðeins til
1. júní 2007 þar sem skipulagsferli
er að fara í gang um ffamtíðar-
skipulag í Brákarey. Ástand hús-
anna er mjög misjafnt, sumsstaðar
afar bágborið og því er einungis
lögð til nýting á litlum hluta hús-
anna.
Þær hugmyndir sem hópurinn
nefnir em meðal annars að skrif-
stofur á jarðhæð og annarri hæð
verði leigðar út þar sem þær era tril-
búnar til notkunar. Þá segir að eld-
hús og starfinannaaðstöðu á jarð-
hæð mætti leigja út undir mynd-
lista- og handverksnámskeið. Kjall-
arinn yrði nýttur fyrir unglinga í
sveitarfélaginu, jafnt stúlkur sem
drengi eins og segir í tillögunni.
Ekki er gert ráð fyrir kostnaði
vegnar þeirrar starfsemi í bili. Eins
mætti nýta rými í kjallara sem
geymslu fyrir Safnahús Borgar-
íjarðar. Starfsmaður eignasjóðs
mun væntanlega hafa umsjón og
lyklavöld að þessum byggingum.
BGK
Nýr húsvöiður
Klife
ÓLAFSVÍK: Rekstramefnd
félagsheimihsins Khfs í Ólafsvík
hefur ráðið Unni Emanúelsdótt-
ur í starf húsvarðar félagsheimil-
isins. Staðan var auglýst laus til
umsóknar á dögunum og vora
umsækjendur þrír. Auk Unnar
sóttu Sigurður Gíslason og Krist-
ín Björk Karlsdóttir um starfið.
-hj
Selta oUi
eldglæringum
HVALFJARÐARSTRÖND:
Slökkvilið Akraness var kallað að
Brennimel á Hvalfjarðarströnd sL
sunnudag vegna eldglæringa sem
þar sáust í spennivirki, líklega
vegna seltu. Slökkviliðsmenn
höfðu strax samband við Lands-
net og biðu þar til menn fr á fyrir-
tækinu kæmu á staðinn til að af-
tengja. Ekki þótti ráðlegt að að-
hafast neítt fyrr þar sem tun há-
spennumannvirki er að ræða.
Eldurinn slokknaði af sjálfu sér
en um útleiðslu í spenni utandyra
var að ræða. Hann verður yfirfar-
inn og settur á sinn stað á ný.
Engar rafmagnstruflanir urðu á
svæðinu vegna þessa. -bgk
Frá lögreglunni
BORGARNES: Fjöratíu öku-
menn vora teknir fyrir of hraðan
akstur í umdæmi lögreglunnar í
Borgamesi í liðinni viku. Sex
umferðaróhöpp urðu, öll minni-
háttar en smávegis meiðsl í
tveimur. Eirm var tekin fyrir ölv-
un við akstur og afskipti vora
höfð af eiturlyfjum en engin kæra
lögð ffarn. -bgk
58% nemenda
FVA heimamenn
AKRANES: Áfangastjóri Fjöl-
brautaskóla Vesturlands hefur
tekið saman gögn um nemenda-
hóp skólans á haustönn 2006.
Þann 16. október vora 590 nem-
endur í skólanum, þar af eiga 344
(eða 58%) lögheimili á Akranesi,
201 (eða 34%) á öðrum stöðum á
Vesturlandi og 45 (eða 8%) utan
Vesturlands. Piltar eða karlar era
318 (eða 54% nemenda) og stúlk-
ur eða konur era 272 (eða 46%).
Af nemendum era 442 (eða 75%)
sem era fæddir 1987 eða seinna.
Nemendur sem fæddir era 1986
eða fyrr og luku því grunnskóla
fyrir meira en fjórum árum era
148 (eða 25%). Nemendur skipt-
ast þannig á námsbrautir að 274
(46%) era á stúdentsbrautum;
120 (20%) era á iðnbrautum; 61
(10%) era á öðram starfsmennta-
brautum eða á listnámsbraut; 119
(20%) er á almennri námsbraut; 6
(1%) era á starfsbraut fyrir fati-
aða. 10 nemendur (2%) era erm í
grannskóla en nema einstaka
áfanga í Fjölbrautaskólanum
samhhða námi í 9. eða 10. bekk.
Kynjaskipting er nokkuð misjöfii
eftir námsbrautum þar sem 59%
nemenda á bóknámsbrautum era
konur eða stúlkur og 96% nem-
enda á iðnbrautum eru piltar eða
karlar.
-mm
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími; 433 5500
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DACA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn,is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is
Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhom.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is