Skessuhorn - 08.11.2006, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 2006
A tíndinum gerist eitthvað sem er ólýsanlegt
Rætt við Fannar Freyr Bjarnason ungan fjallgöngumann í Borgarnesi
Fyrir flest okkar er nóg að ganga á
Hafnarfjal! eða jafnvel Bauluna til að
geta sagt síðar við bömin; „sjáið
tindinn, þarna fór ég, fjöllunum
ungur eiða sór ég.“ En fyrir Fannar
Frey Bjamason er það ekki svo. I
febrúar á þessu ári ákvað hann ásamt
tveimur félögum sínum að ganga á
Kilimanjaro en nafnið þýðir á Swa-
hili, hið skínandi fjall og er hæsta
fjall Tansaníu og er í Affíku. Blaða-
maður Skessuhorns brá sér í heim-
sókn tdl Fannars Freys sem býr í
gamla kaupfélagshúsinu í Borgarnesi
tdl að heyra meira um þessa ferð,
hvort þyrfri ekki margra ára undir-
búning til að ná á tindinn?
„Eg hef aldrei verið kjurr,“ byrjar
Fannar. )rAlltaf haft mjög gaman af
því að vera úti í náttúrunni, býst við
að ég sé náttúmbam. Þegar ég var
yngri fór ég á íþróttamót og kom
alltaf heim með eitthvað af gulli.
Margir reyndu að fá mig til að æfa,
en ég hafði ekki tíma eða þolinmæði
í það. Áður en ég varð tvítugur lenti
ég í slysi á snjósleða. Ætlaði bara að-
eins að skreppa í smá bunu. A tíma-
bili var tvísýnt um hvort ég yrði
lamaður fyrir neðan mitti. Kannski
var það mitt eðlislæga góða form
sem hjálpaði mér þar, ég veit það
ekki. Svona slys breyta manni samt
og lífið verður öðravísi á efrir. Eg
var heppinn, því miður gildir það
ekki um alla. Þessi hkami sem við
höfum er alveg ótrúlegt verkfæri.
Annars er ég fæddur og uppalinn í
Vopnafirði og bjó þar til 21 árs ald-
urs er ég fór og lærði smíðar.“
Flottir tækjasalir
fyrir sunnan
„Svo tók ég þátt í keppninni um
Herra Austurland. Það var alveg
eins í gamni. Mér sjálfum tíl
mestrar furðu, vann ég bara. Þá
var mér boðið að koma suður
og taka þátt í stóm keppninni,
Herra Island. Keppendur áttu
að æfa sig í tækjasal til að vera í
sem bestu formi. Eg fór bara
einu sinni í salinn. Mig langaði
svo að sjá hvemig hann væri.
Við áttum ekkert svoleiðis fyrir
austan. Enda verða tíu ár í vor
ffá því að þessi keppni var hald-
in og margt breyst síðan. En ég
varð í þriðja sæti og það er svo
sem ágætt. Eg hef alltaf haft
gaman af því að ögra sjálfum
mér og öðmm, kannski fór ég í
keppnina þess vegna,“ segir
Fannar Freyr.
Veiðidella
, »Ég er enn sífellt á hreyfingu. Fannar£aUamaíur,
A sumrin er ég leiðsögumaður
við laxveiðiár. Hef verið mikið í Selá
í Vopnafirði og víðar, m.a. Hauka-
dalsá í Dölum. Og nú er ég kominn
í Borgarfjörðinn, hver veit nema ég
fái vinnu við leiðsögn hér. Ég er því
alltaf á hreyfingu, upp og niður hóla
og hæðir. Hef gengið mikið á fjöll,
farið að veiða og þess háttar. Svo
vinn ég við smíðarnar á vetram, eða
fer á sjóinn. Reyndar á ég að vera á
bát núna. Hann var sendur tdl Pól-
lands í mars í lengingu. Þar kviknaði
í skápinu. Vonir stóðu tdl að hægt
væri að fara á veiðar í júní eða júlí.
Nú er hinsvegar kominn nóvember
og kannski hefst það að fara í
pmfutúr fyrir jól.“
Asía kom öllu af stað
Fannar Freyr segist hafa verið á
ferðalagi í Asíu í desember og janúar
sl. og þá hafi ferðabakterían í honum
fyrst kviknað af alvöra. „Við gistum
m.a. í tjöldum. Þetta var alveg ó-
gleymanleg ferð og eftír hana varð
ekki aftur snúið. Ferðabakterían var
kveikt fyrir alvöra. Þegar ég kom
heim þá varð ég að finna aðra ferð
og Kilimanjaro varð fyrir valinu.
Við pöntuðum okkur ferðina í febr-
úar og svo hafði málið eðlilegan far-
veg. Við fengum að vita hverjir yrðu
með okkur í hópi sem innihélt tólf
manns. Við voram þrír frá Islandi,
einn ffá Ástralíu, einn ffá Bandaríkj-
unum og hinir vora Bretar. Flogið
var til London, þaðan tdl Nairobi og
að lokum á flugvöll við Kilimanjaro.
Með þessum hópi era þrjátíu og m'u
fylgdarmenn, leiðsögumenn og
burðarmenn. Og það sem daprast er,
þeir sem vinna erfiðustu vinnuna,
burðarmennirnir, þeir fá lægstu
launin. Það er um þúsund krónur
fyrir hverja sex daga ferð. En fjallið
er mikil tekjulind fyrir þá sem þarna
búa. Daginn efrir að við komum var
haldið af stað. Fyrstu búðimar eru í
2.700 metra hæð, næstu í 3.500
metram, þær þriðju í 4.330 metra
hæð og síðustu búðimar í 4.700
metram. Tindurinn sjálfur er svo í
5.895 metra hæð.
Skaust á Hafnarfjall
Þrátt fyrir að tindurinn sé þetta
tæplega 6 þúsund metra hár segist
kappinn ekkert hafa undirbúið sig
sérstaklega fyrir ferðina. „Eg trimm-
aði svolítið í Haukadal í vor þegar ég
var að vinna við breytingu á veiði-
húsinu, svo skaust ég upp á Hafhar-
fjall og var klukkutíma að því. Þá
ákvað ég að formið væri nógu gott.
A Kilimanjaro þarf ekkert að nota í-
saxir, brodda eða þess háttar svo
enga æfingu þurfti í því. Isinn hefur
hopað það mikið að þess gerist ekki
þörf. Það er meira segja verið að tala
um að efrir 5-10 ár verði hann jafh-
vel horfinn. Eg sá myndir af fjallinu
nokkrum dögum áður en við fórum
út og það er ótrúlegt hvað jökulinn
hefur minnkað mikið undanfarin
Háfjallaveikin
Margir þeir sem fara í fjallgöngur
af þessari stærðargráðu finna mikið
fyrir svokallaðri háfjallaveiki. Hún
getur lagst á lungu og orðið lífs-
hættuleg. „Það er ekkert samhengi á
milli þess í hversu góðu formi ein-
staklingur er, hvort hann fær há-
fjallaveiki eða ekki. Sá sem er í bestu
formi getur alveg eins orðið veikur.
Ég heyrði sagt frá því í sumar að ef
einhver væri ekki sjóveikur fengi
Fannar Freyr á hœsta punkti íAfríku; Uhuru Peak í 5895 metra hæð.
hann ekki þessa veiki, en veit svo
sem ekkert hvað til er í því. Eg var
hins vegar nokkuð heppinn. I um
þrjú þúsund metrum, fann ég aðeins
fyrir henni. Þau einkenni sem ég
fékk vora væg og besta lýsingin sem
ég get gefið á þeim er eins og að vera
þunnur. En efrir það var ég bara
ótrúlega góður. I svona mikilli hæð
verður maður að passa upp á allar
hreyfingar, þær mega ekki vera of
hraðar. Sem dæmi má maður ekki
beygja sig snöggt eða snúa sér hratt.
Enda er gengið ótrúlega rólega. Eg
er vanur að hlaupa og hreyfa mig
hratt en þarna passaði bara að gera
það ekki. Mér fannst þetta gott við
þessar aðstæður.“
Fyrirheitna landið
Fannar heldur áfram lýsingunni af
fjallgöngunni bröttu: „Það er erfitt
að sofa þegar maður er kominn upp
í svona mikla hæð. Súrefnisleysið
gerir það að verkum að engum
djúpsvefni er náð og þetta verða bara
fuglsblundar sem fólk fær. Síðustu
nóttina gat ég lítið sofið. Bæði var ég
spenntur fyrir síðasta áfanganum og
svo voram við komin upp í nærri
fimm þúsund metra hæð. Það er
ekki fyrr en síðustu tvo dagana sem
við þurftum að klæðast hlýjum föt-
um og eins var með ólíkindum hvað
mikill gróður var þarna hátt uppi.
Það var eiginlega ekki fyrr en í nærri
4000 metra hæð sem komin var
eyðimörk. Næstsíðasti áfanginn
heitir Gilmans point. Þá voru
þyngstu sporin efrir, upp á toppinn.
Tindurinn heitir Uhura Peak og út-
sýnið er óviðjafnanlegt. Kilimanjaro
er hæsta frístandandi fjall í heimi og
því er ótrúlegt að horfa í kringum sig
þegar upp er komið. Við settum
auðvitað íslenska fánann á toppinn
og voram alveg undrandi á því að
enginn annar í hópnum skyldi vera
með fána með sér.“
Jörðin er hnöttótt
Hann segist hafa upphfað það að
sjá af toppi fjallsins að jörðin virðist
hnöttótt. „Þeir höfðu rétt fyrir sér
þessir gömlu sem sögðu það í trássi
við allar aðrar kenningar," segir
Fannar og brosir. ,Alaður sér alveg
þegar beygjan kemur áður en ystu
brún sjóndeildarhrings er náð.
Reyndar er fjallið eldgígur og sumir
vilja meina að þar geti orðið mikil
sprenging eins og varð í St. Helenu
um árið. Það er líka sagt að sá sem
gekk á tindinn fyrst, hafi gengið á
það sjö sinnum áður en að hann
uppgötvaði að um gíg væri að ræða.
Það er með vilja að fólk er látið
ganga upp í dagrenningunni. Töffar
náttúrunnar eru óviðjafnanlegir
þegar sólin er að koma upp og lýsir
allt umhverfið. Þessu er bara ekki
hægt að lýsa með orðum, þú verður
að vera staddur þarna til að skilja
þetta.“
Á tindinum í íslenskri
lopapeysu
Hann segir að þegar upp á topp-
inn hafi verið komið hrærist undar-
legar tilfinningar í brjósti. „Gífur-
legur fögnuður braust út yfir því að
hafa náð takmarkinu. Föðurbróðir
minn var einn úr hópnum. Hann
hafði dreymt um að ganga á þetta
fjall síðan hann var smá polli. Hon-
um leið stórfenglega. Svo upplifir
maður líka svona sigurtilfinningu og
líður eins og kóngi í ríki sínu. Búinn
að skynja sál fjallanna, kyrrðina og
þessa ró sem er yfir öllu. Svo er
maður þreyttur líka, þannig að úr
þessu verður einhver blanda sem orð
fá alls ekki líst. En hún er góð. Og
þegar ég stóð þama um morguninn
þá fór ég bara að gráta. Gleði og
yndisleg tilfinning hríslaðist tun mig
allan. Eg held að það sé þessi tilfinn-
ing sem fær menn til að ganga á fleiri
fjöll, vinna aðra og stærri sigra. Og
við vorum í íslenskum lopapeysum
sem amma prjónaði og hún sveik sko
alls ekki. Það var gott að vera í henni
á toppnum."
Innan við helmingur
kemst alla leið
A þeim tíma sem hópur Fannars
Fres var á ferðinni á fjallinu vora lík-
lega um 60-70 manns þar á ferðinni.
„Og einn lét lífið, því miðtu-, og
komst ekki alla leið. Þótt fjallið sé
ekki tæknilega erfitt þá er það samt
staðreynd að innan við 50% af þeim
sem reyna uppgöngu, komast alla
leið. A leiðinni niður var einn félagi
minn farinn að finna veralega fyrir
háfjallaveikinni. Þegar við voram
komnir í næsmeðstu búðimar var
hann orðinn það veikur að ekkert vit
var í öðra en að halda áffam. Eg segi
því að við höfum farið þetta, upp og
niður, á fimm dögum, en hinir sex,“
segir Fannar og skellihlær. „En þeg-
ar við komum í bílinn sem flutti okk-
ur á hótelið þá var ég búinn að vaka
í 33 klukkutíma og ganga 53 kíló-
metra, að því meðtöldu að ganga á
tindinn. Það var svo sem allt í lagi,
þar til ég steig út úr bflnum, heim
við hótel. Fyrstu skrefin vora ótrú-
lega erfið. Það var eins og gleymst
hefði að smyrja alla liði.“
Þar sem fátæktin
er mest er
mannelskan mest
„Við voram búnir að ákveða að
fara til eyjarinnar Zanzibar eftir fjall-
gönguna til að hvfla okkur. Mynd-
irnar af ströndinni vora lyginni lík-
astar þegar við vorum að skoða þetta
hjá ferðaskrifstofunni. Hreinn, blár
sjór og allt svo flott. Við voram
keyrðir af flugvellinum á hótelið og
leist ekkert á það sem við sáum.
Þama er gífurleg fátækt. Húsin hálf-
kláruð og bara allt ömurlegt. Það er
eins gott að alltaf sé heitt á þessum
slóðum. En svo kom maður bara í
annan heim, við hótelið. Sá heimur
er ekki ædaður innfæddum. Þama
var líka mikil þrælasala í gamla daga
og okkur var sýnt húsið, Africa hou-
se, þar sem kaupendurnir sátu og
völdu úr þá einstaklinga sem þeim
leist best á, áður en þeir fóra á mark-
Kilimanjaro í öllu stnu veldi.