Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2006, Síða 13

Skessuhorn - 08.11.2006, Síða 13
. in... MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 13 Þorpið Jambiani á Zanzibar leitfremur hrijrlega út, en hótelið var allt annars eílis. aðinn. Enda er margt fólk þama ekki eins dökkt og víðast hvar í Afr- íku. Eitt eiga íbúarnir þó sameigin- legt, þeir em afar yndislegir og vin- samlegir, þér líður vel í návist þeirra. Greinilegt að mannelska þeirra er mikil. Eitt er nokkuð merkilegt: Ef látið er renna úr baðkari er snúning- urinn á vatninu öfugur og sama gild- ir með þau fáu stjörnumerki sem ég þekki, þau vom öll á hvolfi. Mér skilst að þetta sé svona þegar komið er yfir miðbaug.“ Borgfirðingar á Mont Blanch Fannar Freyr segist vera búinn að ákveða að næsta vor gangi hann á Mont Blanch. „Það fjall er töluvert lægra en Kilimanjaro. Helst vildi ég safna hópi saman héðan af landinu til að fara. Nú skora ég bara á Borg- firðinga að hafa samband við mig og slást í hópinn. Gaman væri að fara bara með Islenskum fjallaleiðsögu- mönnum. Þeir myndu þá sjá um alla ferðina, frá upphafi til enda. Þeir hafa skipulagt ferðir á þetta fjall áður. Hinsvegar er þar ís svo eitt- hvað þarf ég að æfa mig í því að nota exi og brodda fyrir það.Til þess að æfa sig er kannski bara nóg að fara á Hvannadalshnjúk. Eg las það í blaði að þeir sem kæmust þangað kæmust á Mont Blanch. Eg tek hann bara um hvítasunnuna og athuga málið.“ Tindamir sjö Fannar Freyr segist að lokum stefna á að ganga á tindana sjö, eins og Haraldur Örn gerði. Hæsta tind í hverri álfu. „Nú er búið að kveikja á bakteríunni fyrir alvöm og það væri geggjað að reyna, sagði Fannar Freyr að lokum. Blaðamaður gengur út, smitaður af eldmóði og áhuga viðmælenda síns. Kannski verður það til þess að hann taki upp betri siði og fari að hreyfa sig. BGK Eldvamarklæðnaður afhentur Slökkviliði Akraness Á æfingu hjá Slökkviliði Akraness í síðustu viku var afhentur nýr klæðnaður til afnota fyrir slökkvi- liðsmenn. Um er að ræða sérstakan eldvarnarfatnað sem fyrirtækið Trico á Akranesi framleiðir. Fatn- aður þessi sem samanstendur af sokkum, innanundirbuxum og nær- skyrtu hefur verið í þróun um margra ára skeið, fyrst af ffum- kvöðlinum Viðari Magnússyni í Trico, sem lést fyrir nokkmm ámm síðan. Auk þess að vera mjög hlýr er sérstaða þessa fatnaðar fólgin í hversu brunaþolinn hann er. Innri famaðurinn er prjónaður úr þriggja Tœkifiei'ið var notað og stillt sér uppjyrir myndatöku. I slökkviliSinu eru skráðir 26, en þessir voru mættir á æfiingu sl. fimmtudag galvaskir og glerfiínir. Slökkviliðsmennirnir Jens og Símon tóku sig vel út þegar þeir prófuðu nýju klæðin. laga þræði sem er eldtefjandi og leiðir hita mjög illa. Efnið andar og veldur engum ofnæmisviðbrögðum né skilur eftir sig eitrandi efhi á húð við háan hita. Þrótm hans var frá upphafi í nánu samstarfi við stór- iðjuver þar sem unnið er með bráðna málma og þar sem hætta gemr skapast vegna eldglæringa og/eða hita af ýmsum toga. Famað- urinn er af þeim sökum víða notað- ur hjá bæði slökkviliðum, í álverk- smiðjum og víðar. Trico á Akranesi styrkir Slökkvilið Akraness með hluta kosmaðar. MM Vitiindarvakning RKI á Akranesi gegn fordómum Síðustu misserin hefur hópur ör- yrkja á Akranesi komið vikulega saman í húsi Rauða kross íslands - Akranesdeildar og stutt þannig hver við annan. „Nú er Rauði krossinn að skipuleggja ýmis verk- efhi undir kjörorðinu „Byggjum betra samfélag,“ en um er að ræða hóp sjálfboðaliða sem hefur valið sér það hlutverk að beita sér gegn hvers kyns fordómum og smðla að vitundarvakningu um mikilvægi þess að allir íbúar í okkar annars ágæta bæ fái að njóta sín á eigin for- sendum. Á Akranesi býr fjölbreytt flóra fólks og til þess að öllum líði vel þarf að smðla að gagnkvæmri virðingu manna og kvenna á milli,“ segir Anna Lára Steindal, verkefh- isstjóri hjá RKI á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Anna Lára segir að á morgun, fimmtudaginn 9. nóvember ætli hópurinn að standa fyrir umfangs- miklu verkefni sem kallast „Gegn fordómum“ og felst í því að heim- sækja stofnanir og verslanir á Akra- nesi og bjóða fólki að þrykkja hand- arfar sitt á dúk og taka þannig tákn- ræna afstöðu gegn fordómum. „Þetta er hður í Vökudögum. Hóp- urinn verður á ferð um Akranes með dúkinn svo sem flestum gefist kosmr á að taka þátt. Leikurinn hefst kl. 9:40 á sal Grundaskóla þar sem 10. bekkingar skólans ásamt elstu börnunum í leikskólunum Vallarseli og Garðaseli hitta hópinn og fá tækifæri til að taka þátt í verk- efninu. Þaðan verður farið í Brekkubæjarskóla þar sem þau hitta 10. bekk og elstu börnin í leikskól- anum Teigaseli klukkan 10:30.1 há- deginu verða þau síðan á sal Fjöl- brautaskóla Vesmrlands og þaðan liggur leiðin í matsal og síðar and- Anna Lára Steindal er verkefnisstjóri hjá RKI á Akranesi. dyri Sjúkrahúss Akraness. Milli kl. 17 og 18 staldrar hópurinn við fyrir utan verslun Einars Ólafssonar og þaðan liggur leiðin í Bæjarþingsal- inn að Stillholti 16 - 18 þar sem bæjarstjórn og starfsfólki Akranes- kaupstaðar gefst kostur á að þrykkja handarfar sitt á dúkinn. MM SKESSUHORN Aðventublað Skessuhorns - kemur út 29. nóvember - Ákveðið hefur verið að miðvikudaginn 29. nóvember verði gefið út sérstakt aðventubiað Skessuhorns. Þessu tölubiaði verður dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi í ríflega 6500 eintökum. Þema blaðsins verður aðventan, jólaundirbúningur og fjölbreytt efni því tengt. Þetta er upplagt tækifæri fyrir t.d. verslanir sem hafa á boðstólnum jólatengda gjafavöru, föndurvörur, þjónustu eða hvaðeina sem tengist jólum og undirbúningi að koma sér á framfæri. Auglýsing í þetta sérblað er því besti mögulegi kostur verslana og þjónustuaðila til að kynna vörur og þjónustu í landshlutanum og hvetja íbúa til að versla í heimabyggð. Skessuhorn býður fyrirtækjum birtingu bæði auglýsinga og fréttatengt efnis í þetta aðventublað. Endilega hafið því samband með góðum fyrirvara t.d. ef þið viljið fá Ijósmyndara, blaðamann eða auglýsingasala frá okkur í heimsókn. Panta þarf auglýsingar í þetta blað tímanlega, eða í síðasta lagi fimmtudaginn 23. nóvember. Allar góðar hugmyndir um efni og efnistök í blaðið eru vel þegnar. Nánari upplýsingar veitir Magnús Magnússon, ritstjóri og Katrín Óskarsdóttir, auglýsingastjóri í síma 433-5500. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á skessuhorn@skessuhorn.is Með góðri kveðju, Starfsfólk Skessuhorns SKESSUHORN

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.