Skessuhorn - 08.11.2006, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 8. NOVEMBER 2006
Náði lýðveldisstofiiuninni í smjörlíkiskassa
Rætt við hjónin á Kirkjubóli undir Akrafjalli
Góður dagur hjá Sigurjóni bónda á Kirkjubóli í Innri Akraneshreppi.
Undir Akrafjalli sunnanverðu
kúra bæirnir í gamla Innri - Akra-
neshreppnum. Þessir bæir tilheyra
nú Hvalfjarðarsveit eftir samein-
ingu sveitarfélaganna sunnan
Skarðsheiðar í vor. Þarna sunnan
undir Akrafjallinu er veðráttan
mildust í Borgarfirði, grænkar
fyrst á vorin og sumarfuglarnir
koma fyrst á þessar slóðir. Það er
því ekki nema eðlilegt að þarna búi
glaðlynt og jákvætt fólk. Þannig er
það að minnsta kosti á Kirkjubóli
þar sem hjónin Kristín Marísdóttir
og Sigurjón Guðmundsson eru
tekin tali.
Hittust á balli
í Brautartungu
Aðspurð um hvernig leiðir
þeirra Kristínar og Sigurjóns lágu
saman færist bros minninganna
yfir andlit beggja. Kristín, eða
Kiddý eins og hún er kölluð, hlær
glaðlega við og svarar: „Eg er fædd
27. maí árið 1944 og uppalin í
Reykjavík, í Arbæjarhverfinu og
undi mér lítil á bökkum Elliðaár.
Þá var venjan að koma krökkum í
sveit og vegna tengsla foreldra
minna við Snæfellsnesið var ég
mörg sumur í sveit í Hraunsfirði í
Helgafellssveit, alls í sjö sumur. Þá
var ég þrjú sumur hjá Agústi og
Guðrúnu í Múla við Isafjarðar-
djúp. Þar handmjólkuðum við
tvær, tuttugu kýr. Eg var svo sum-
arpart hjá Sigurði og Astu á
Laugabóli árið 1962, með þeim fór
ég hingað suður í Hreðavatnsskála.
Þeir voru uppeldisbræður Sigurð-
ur og Leopold í Hreðavatnsskála
og var því gist þar um nóttina.
Starfsfólkið þar fór á ball í Braut-
artungu í Lundarreykjadal og ég
komst með þeim. Þar sáumst við
Siggi fyrst. Hann var flinkur að
dansa og við spjölluðum dálítið.
Það gerðist ekkert annað.“ Enn
hlær Kiddý glaðlega. „Hann birtist
svo nokkrum dögum seinna suður í
Reykjavík og þar með hófst okkar
samvist. Við giftum okkur á Akra-
nesi vorið 1963 og settumst að hér
í gamla íbúðarhúsinu á Kirkju-
bóli.“
Tónlistín er
ánægjugefandi
Spurt er nánar um fjölskyldu-
hagi og hvaðan föðurnafn Kiddýj-
ar, Marís, kemur. „Við erum sjö
systkinin," svarar hún. „Móður-
bróðir pabba, Marís Guðmunds-
son, var landpóstur og varð úti
ásamt öðrum manni vestan við
Kerlingarskarð á Snæfellsnesi.
Pabbi var skírður Marís í höfuðið á
þessum frænda mínum. Pabbi var í
Karlakór iðnaðarmanna og sungu
þeir víða. Þeir þurftu m.a. að
syngja á Þingvöllum við lýðveldis-
stofnunina 1944. Þangað komst ég
mánaðargömul í smjörlíkiskassa.
Tónlistin er í okkur mörgum.
Þannig hef ég sungið í kirkjukórn-
um hérna frá 1963, nú í kórnum
sem syngur við athafnir í þremur
kirkjum; Innri Hólmskirkju, Leir-
árkirkju og Saurbæjarkirkju á
Hvalfjarðarströnd. Svo er ég að
læra á píanó, það eru orðin sex ár.
Það er svo ánægjugefandi og svo
góð hvíld ffá amstri dagsins."
Átt böm í
skólanum í 32 ár
Talið berst að barnaláni þeirra
hjóna, en sjö eru þau og flest bú-
sett í nágrenni við þau. ,Já, mikil
farsæld eru blessuð börnin okkar
Sigga. María er elst, fædd 1964, þá
Sigurrós 1965, Ingibjörg 1970,
Pétur 1975, Unnur 1980, Guðjón
1981 og yngst er Kristín fædd
1987. Tónlistin hefur loðað við
nokkur þeirra, þannig leikur Krist-
ín á fiðlu, píanó og syngur líka. Oll
búa börnin okkar hér eða í ná-
grenninu, nema Ingibjörg sem býr
í Danmörku. Kannski dálítið
merkilegt að við Siggi erum búin
áð eiga börn í Heiðarskóla samtals
í 32 ár,“ segir Krisín.
Rigningarsumarið 2006
Viðmælanda er kunnugt um að
Kristín á Kirkjubóli hafi umsjón
með veðurathugunum fyrir Veður-
stofu Islands á Kirkjubóli. „Þetta
eru að verða áratugir, segir Kristín
og hlær við, „Nýliðið sumar verð-
ur að flokkast sem rigningarsumar.
Það var kalt vorið og engin sumar-
hlýindi fyrr en í september. Allur
fugl átti erfitt uppdráttar og varp
kríunnar fór algjörlega í vaskinn
hér í nágrenninu. Yfirleitt er mik-
ið af kríu hér um slóðir en hún
bara hvarf í vor og flestir aðrir
fuglar einnig. Ef heyskaparaðferð-
ir hefðu verið með sama hætti í
sumar sem leið og var fyrir 15-20
árum, hefði skapast vandræðaá-
stand í þessu héraði. Þrátt fyrir að
nú sé nánast allt hey rúllað, er víða
allt úr sér sprottið, bæði taðan og
háin.“
Heimakær bóndi alla tíð
Sigurjón Guðmundsson á
Klrkjubóli er fæddur á Kúludalsá
8. júlí 1937 og hefur alla tíð verið
við búskapinn. „Eg fór á Bænda-
skólann á Hvanneyri 1957 til 1959,
annars hef ég alltaf unnið við búið.
Eg var búinn að eignast Land
Rover jeppa þegar við Kiddý
kynntumst í Brautartungu. Það
kom ekki annað til greina en finna
hana aftur. Eg fór varla af bæ,
nema þá á ball. Það voru ekki svo
margir til að keyra á þessum tíma.
Jarðirnar hérna undir Akrafjallinu
eru ekki stórar. Flestir bændur
höfðu því dálitlar tekjur af sjósókn.
Hér á Kirkjubóli var grásleppu-
veiði talsverð og svo mikil laxveiði,
allt að tvö þúsund laxar yfir sumar-
ið. Þetta var í um 12 ár, svo voru
netin keypt upp. Við sinntum
þessu fyrst á pramma sem var róið,
en síðar fékk ég mér utanborðs-
mótor á prammann. Við vorum
búandi hér á Innra Hólmi pabbi
minn, Guðmundur Jónsson og ég.
Við keyptum svo Kirkjuból. Fyrst
það ég man var mjólkin flutt út á
Akranes. Þórður Asmundsson sá
um dreifinguna á Akranesi. Föður-
bróðir minn Þorgrímur á Kúlu-
dalsá sá um flutninginn á mjólkur-
brúsunum. Svo tók við mjólkur-
stöð á Akranesi, en síðan um 1965
hefur öll mjólk verið flutt til
Reykjavíkur. Við Kiddý bjuggum
með góðar kýr og dálítið af góðu
sauðfé. Arið 1975 sameinum við
svo búskapinn á báðum jörðunum.
Okkur lánaðist að búa hér góðu
búi og fylgdumst afar vel með þró-
un búnaðar í landbúnaði. Eg próf-
aði oft vélar fyrir Arna í Glóbus og
fór fjórum sinnum utan á hans
vegum að skoða vélar og verkfæri.
Nú hefur dóttir okkar Sigurrós og
hennar maður tekið við búskapn-
um á báðum jörðunum.“
Frásögn Sigurjóns er hér studd
inngripi frá Kiddýju, því Sigurjón
gengur ekki lengur heill til skógar.
Með Alzheimer
Viðmælandi kemur nú öðru
hverju að Kirkjubóli eftir langt hlé.
Sigurjón þekkir viðmælandann og
við eigum oft gott spjall um liðna
tíð. Það leynir sér þó ekki að
stundum bregst minni hans og
snerpan er ekki eins og áður var.
„Það eru núna fjögur ár síðan stað-
fest var að Siggi væri með
Alzheimer sjúkdóminn. Svona eft-
ir á að hyggja er víst að sjúkdómur-
inn hefur byrjað að trufla daglegt
líf okkar fyrir löngu. Þegar Siggi
var 55- 56 ára fór að bera á þreytu
og það fór að verða erfitt fyrir
hann að skipuleggja tíma sinn. Við
áttum annríkt saman við búskap og
börn og fórum nánast aldrei af bæ,
utan þess að fara hringinn þegar
Siggi var sextugur. I dag þarf hann
rólegt umhverfi og þolir illa há-
vaða í margmenni, þó það séu allt
fjölskyldumeðlimir,“ segir Kiddý.
Hún heldur áfram: „Líðan Sigur-
jóns er breytileg frá degi til dags.
Stundum líður dagurinn og allt
gengur eðlilega fyrir sig en stund-
um er hann afleitur og þarf mikinn
stuðning. Þessar sveiflur á líðan
hans standa oft tvo, þrjá daga í
einu. Best líður honum hér heima
þar sem hann þekkir allt umhverf-
ið. Hann veit sjálfur allt um þenn-
an sjúkdóm, hvenær hann er slæm-
ur og eins þegar koma góðir kaflar.
Hann hætti að keyra á síðasta ári.
Verst er að hann missir lystina.
Það er afar mikilvægt að ræða um
og skilja þennan sjúkdóm. Oll fjöl-
skyldan þarf að taka þátt í því,“
segir Kiddý.
Dálítið aukaverkefni
„Við ætlum að vera hér í þessu
húsi sem við á sínum tíma byggð-
um okkur,“ heldur hún áfram.
„Það er nóg að gera hér, sinna
garðinum betur, viðhaldi hússins
og svo hef ég dálítið aukaverkefni."
Nú hlær Kiddý, dálítið leyndar-
dómsfull. „Siggi smíðaði góðan
reykkofa hér austan við og þar
reyki ég kjöt, búin að gera það í
mörg ár. Vinir og kunningjar og
reyndar stundum vandalausir, hafa
komið með eitt og annað sem hef-
ur þurft að reykja, þá pækla ég það
fyrir þá og reyki. Þetta hefur
reynst fínasta kjöt.“
Það er eins og við manninn
mælt. Það rennur bíll í hlaðið og
Kiddý fer út og tekur á móti kjöti í
reyk. A meðan sitjum við Sigurjón
í eldhúsinu og spjöllum. Kiddý
kemur aftur inn og er varla sest
þegar annar bíll rennur í hlað.
Meira kjöt í reyk. Það leynir sér
ekki að nú styttist til jóla.
Kirkjuhól undir hlíóum Akrajjalls skammtfrá þar sem Hvaljjarðargöng koma upp und-
an sjónum.
-
Kristín húsjreyja að verka lax. Allt aö tvö þúsund laxar veiddust t netin yjir sumarið og
gert var út á pramma, jýrst róið en síóar meó utanborósmótor.
Erfitt hejúr reynst aó ná allri jjölskyldunni saman á mynd. Hér erujrá vinstri: Sigur-
jóm, Guójón, Pétur, Kristín, Unnur og Kristín. A myndina vantar Maríu, Sigurrós og
Ingibjörgu.