Skessuhorn


Skessuhorn - 08.11.2006, Side 17

Skessuhorn - 08.11.2006, Side 17
§2ESSUH©Bí; MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 17 Rætt um að endurgera fyrstu styttuna Stjórn Byggðasafnsins á Görðum hefur nú til skoðunar að endurgera styttu sem talin er hafa verið sú fyrsta sem sett var upp á Akranesi. Styttan stóð í skrúðgarði við Suð- urgötu en hvarf sjónum manna eft- ir að hún ffostsprakk og var hún talin glötuð. Nú hefur komið í ljós að brot hennar eru á Byggðasafni Akraness og nærsveita. Styttan er af konu með fisk og er eftir Guðmund ffá Miðdal og keypt og sett upp af kvenfélagskonum á Akranesi í lok 6. áratugarins eða byrjun þess sjö- unda. Að sögn Jóns Allanssonar, for- stöðumans Byggðasafnsins, mun Guttormur Jónsson þúsundþjala- smiður og starfsmaður safnsins skoða ásigkomulag styttunnar fljót- lega og meta hvort unnt verður að Börn virðajýrir sér styttuna góðu, líklega á sjöunda áratugnum. gera við hana. Til skoðunar er upprunalegu efni sem var einhvers hvort hún verði steypt í brons eða í konar skeljasandur. BGK T^rs/i/iúui^ Nýr tónlistarskóli Ég sat í meirihluta í síðastu bæjar- stjórn Akraness og þar vom margar ákvarðanir teknar. Auðvitað má spyrja hvort þær hafi allar verið rétt- ar, en alltaf reyndi maður samt að taka ákvarðanir með hagsmuni Akraness í huga. Ein af þeim ákvörðunum sem við tókum í lok kjörtímabilsins var að flytja bóka- safnið í nýtt húsnæði í verslunarhús- inu sem verið er að reisa á Stillholti. Okkur fannst passa vel að hafa versl- anir og bókasafn saman og vinnu- hópur úr öllum flokkum, sem skip- aður var á síðusta kjörtímabili, var einhuga um að ákjósanlegast væri að flytja safnið á eina hæð. Búið var að gera úttekt á hvað kostaði að laga núverandi húsnæði bókasafhsins og var það að lágmarki á milli 80 og 100 milljónir kr. að gera það upp svo það yrði gott og stæðist allar kröfur. Við keyptum nýja húsnæðið á 240 milljónir og hugsunin var að selja núverandi hús- næði bókasafnsins síðar. Um mitt ár vora svo bæjarstjórn- arkosningar og eins og bæjarbúar vita var skipt um meirihluta. Eitt af því fyrsta sem nýr meirihluti gerði var að breyta þessum ákvörðuntun og ákveða að setja ffekar tónHstar- skóla í húsnæðið á Stillholtinu. Húsnæði sem hentaði vel fyrir bóka- safnssal og herbergi fyrir fjarbúnað, Ijósmyndasafn, héraðsskjalasafn, geymslur og fleira er búið að ákveða að breyta í tónlistarsal og tónlistar- stofur. Tónlistarstofurnar verða gluggalausar og búast má við því að þau börn sem eru með innilokunar- kennd eigi eftir að líða illa þarna. Fólki með innilokunarkennd líður illa í gluggalausum herbergjum og er það viðbrigði ffá því sem nú er þar sem útsýni er úr öllum stofum. Ekki myndum við sætta okkur við það að skólastofurnar í grunnskól- unum okkar væru gluggalausar. Eig- tun við að gera minni kröfur um tónhstarskólann okkar? Eitthvað virðist vera erfitt að fá tölur um kosmað við að setja tónlistar- skólann í þetta húsnæði en aftur og aftur heyri ég að þetta muni kosta á milli 500 og 600 milljónir. Já á milli 500 og 600 milljónir! Því er mér spurn: Eru þetta réttar upphæðir? Af hverju er ekki byggður nýr fallegur tónlistarskóli fyrir þennan mikla pening? TónHstarhús með reisn. Mér finnst þetta mál að setja tónHst- arskólann í þetta húsnæði vera van- hugsað, dýrt og óhentugt. Því fyrr sem hætt er við þetta því auðveldara og betra. Ef núverandi meirihluti vill alls ekki sjá bókasafn í þessu hús- næði væri gáfulegast að selja það en ekki troða tónHstarskóla í húsnæði sem hentar engan veginn. Krafan er: Tónlistarskóli meií reisn. Agústa Friðriksdóttir ~f^e/i/i//i/ Leiðrétting vegna fréttar um útrýmingu minks á Snæfellsnesi, sem birtist á forsíðu Skessuhoms, 25. okt. síðastliðinn I ff étt sem birtdst á forsíðu Skessu- homsins 25. okt. sl., vom hafðar eff- ir mér upplýsingar um tilraunaverk- efni til útrýmingar minks. Þar gætti ákveðins misskilnings í fféttaflum- ingi og vil ég því koma eftirfarandi á ffamfæri: Umhverfisráðuneytið hef- ur ákveðið að hrinda af stað til- raunaverkefhi til svæðisbundinnar útrýmingar minks. Meginmarkmið þess er að meta hvort útrýming minks á stórum svæðum sé möguleg og hversu kostnaðarsöm hún sé. Tvö svæði hafa verið valin fyrir til- raunina, annars vegar við Eyjafjörð en hins vegar á Snæfellsnesi. Megin- hluta fjármagnsins sem sett hefur verið til hliðar fyrir verkefinið verður varið til útrýmingarinnar en þó verður hluta veitt til rannsókna. Rannsóknahluti verkeffdsins er ffamkvæmdur af Náttúmstofu Vest- tulands, sem á í góðri samvinnu við Náttúraffæðistofnun Islands og Há- skóla Islands varðandi skipulagn- ingu og úrvinnslu rannsókna. Meg- inhluti þeirra fer ffam á Snæfellsnesi á þessu ári og því næsta. Þar verður stærð minkastofnsins rnetin áður en átakið hefst, fylgst verður með af- drifum minka í vetur og árangur út- rýmingarátaksins á næsta ári metinn. Bæði á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð verður aflanum safiiað saman og hann rannsakaður. Af þesstun sök- um verður ekki greitt fyrir skott veiddra minka á þessum svæðum, heldur aðeins ef veiðimenn skila heilu hræi til Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi. A SnæfeHsnesi verður boðið upp á að sækja hræ til veiði- manna verði þess óskað en í Eyja- firði mun veiðistjómunarsvið Um- hverfisstofnunar taka á móti hræj- Útrýmingarherferðin sjálf er í höndum Umhverfisstofnunar og umsjónarnefndar umhverfisráðu- neytisins. Aætlað er að herferðin hefjist á svæðtuium tveim í vor og standi í allt að þrjú ár. Menja vtm Schmalensee, Náttúrustofu Vesturlands Kristinn ogjónas á tónleikum Tónlistarfélags Borgai'íjarðar Fimmtudagskvöldið 16. nóvem- arfélags Borgarfjarðar. ber halda þeir Kristinn Sigmunds- son og Jónas Ingimundarson ljóða- tónleika í Reykholtskirkju og hefjast þeir kl. 20.30. A tónleikunum flytja þeir tvo ljóðaflokka; Vier Ernste Gesange op. 121 eftir Johannes Brahms og Songs of Travel eftir Ralph Vaughan Williams, sönglög effir Francesco Paolo Tosti o.fl. Tónleikamir era á vegum Tónlist- Allir era velkomnir á tónleikana meðan hús- rúm leyfir. Verð að- göngumiða er 1500 krónur fyrir aðra en fé- laga í Tónlistarfélagi Borgarfjarðar og ókeypis er fyrir börn í fylgd með fullorðnum. (fréttatilkynning) Jónas Ingimundarson Kristinn Sigmundsson Með hverjum keyptum Champignon DETOX FORMULA fyigir Milk Thistle frítl með Champignon DETOX + FOS og Spirulina Vega Milk Thistle Léttir undir hreinsunarferli likamans meðan birgðir endast LYFJA Vega inniheidur ekki: Matarlím (gelatfna) né tilbúin aukefni, litarefni, bragðefni, rotvarnarefni, kom, hve'rti, glúten, sykur, sterkju, salt, ger eða mjólkurafurðir. Norræn bókasafnavika: í Ijósaskiptunum Bókasafni Akraness - Svöfusal, mánudaginn 13. nóv. kl. 18-19 Morðið í norðri Lesið upp úr Grafarþögn eftir Arnald Indriðason. Magnús V. Benediktsson les. Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum. .* Félagsfundur í Norræna félaginu í Svöfusal Ferðasaga frá Bamble: Bergþóra, Eva, Fríða og Kristinn segja frá ungmenna- móti sem þaulöku þátt i sl. haust ásamt ungmennum frá vinabæjum Akraness. ^ 'rál • * *- *’$$$ ' Léttar veitingar - Lukkuþottur ^SJáðu tvær fiugur í einu Bókasafn Akraness - Norræna félagið á Akranesi c * r Hjúkrunarheimilið Fellsendi, Miðdölum í Dalasýslu Óskum eftir starfsfólki til framtíðarstarfa og til afleysinga. Lausar stöður Hjúkrunarfrœðingur óskast til afleysinga sem fyrst þar til í janúar 2008. Um er að rœða 100% stöðu. Lausar framtíðarstöður Sjúkraliðar. Starfsfólk við aðhlynningu. Starfsfólk við rœstingar. Nýlega var tekið í notkun nýtt hjúkrunarheimili samkvœmt nýjustu kröfum. Heimilið er byggt fyrir 28 heimilismenn þar sem allir búa í einbýli og með sér snyrtingu. Hjúkrunarheimilið þjónar einstaklingum sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. H|úkrunarheimilið Fellsendi er sjólfseignarstofnun og hefur verið starfrœkt fró árinu 1968 og er staðsett í fallegu umhverfi og býr yfir góðum heimilisbrag um 20 km. frá Búðardal og um 1 20 km. frá Reykjavík. Oskað er eftir starfsfólki sem er tilbúið að starfa með núverandi starfsmönnum að skipulagningu og þróun nýs heimilis. Vinnutími og starfshlutfall eftir samkomulagi. Umsóknir óskast merktar Hjúkrunarheimilið Fellsendi, Fellsenda, 371 Búðardal. Nánari upplýsingar veita Asta S. Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri í s. 434 1230, netfang asta@fellsendi.is og Theódór S. Halldórsson framkvœmdastjóri í s. 896 2818, netfang tsh@hbh.is * s *

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.