Skessuhorn - 13.12.2006, Blaðsíða 1
Kveikt var ájólatrénu í Búðardal sl. fimmtudag og voru margir heimamenn viðstaddir, jajht ungir sem aldnir. Einnig voru rauSkhedd-
ir og skeggjaóir jirar áferS seni glöddu yngri kynslóSina. Eftir jólatréstendrun og tilheyrandi dans var boðið upp á kajfi, siíkkulaði og
piparkökur í Dalabúð. Böm úr grunnskólanum sungu við undirspil og skemmtu. Ljósm. BAE
Mun lengri „Spölur“
Viðræður við Spöl um tvöföldun Vesturlandsvegar
Meðal
efnis:
• Nýtt hverfi
fyrir 50+.....Bls. 7
• Tónleikar í gíg
Grábrókar....Bls. 22
• Vilja djákna
til starfa....Bls. 4
• Enn skal sagan
rituð.......Bls. 24
• Aftur í nám...Bls. 6
• Um kynhegðun
unglinga......Bls. 6
• Skallagrímur áfram
í bikarnum...Bls. 23
• Ökugerði ekki
öruggt?......Bls. 14
• Víða tjón
í óveðri.....Bls. 24
• Jólalokun leikskóla
afstýrt.....Bls. 10
• Annasamt ár
lögreglu.....Bls. 16
• Bílver opnar
þjónustuhús...Bls. 10
• Barist um
tilboðin......Bls. 10
• Slök meðal-
eínkun.......Bls. 18
» Vilja úr
héraðsnefnd...Bls. 4
• Reynír að knúsa
konuna.......Bls. 14
• Landsbankinn bauð
lægst........,BI$, 14
• Nýtt hús Björgunar-
félagsins....Bls. 23
• Framkvæmdastjóri
þriggja félaga .Bls, 22
ATLANTSOLIA
Dísel *Faxabraut 9.
Illlllllll «111(1 lllllll III
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi ákvað á fundi sínum í
gær að skipa viðræðuhóp til að
ræða við forsvarsmenn Spalar, sem
rekur Ilvalfjarðargöngin, að taka
þátt í endurbótum á vegakerfi
Vesturlands. Er þar fyrst og fremst
verið að horfa til tvöföldunar Vest-
urlandsvegar, alveg frá Reykjavík
að Bifröst í Borgarfirði. Þar á
meðal er tvöföldun Hvalfjarðar-
ganganna.
Að sögn Sigríðar Finsen, for-
manns stjórnar SSV, gerir Vaxtar-
samningur Vesturlands reyndar
ráð fyrir tvöföldun að Hvalfjarðar-
göngum að sunnanverðu en þrem-
ur akgreinum frá norðanverðum
Hvalfjarðargöngum og að Bifröst.
Hinsvegar segir hún að það verði
væntanlega skoðað í viðræðunum
við Spöl hversu langt menn horfa
fram á veginn.
Sigríður segir ekkert liggja fyrir
um hvaða áhrif samstarfið við Spöl
hefði á frekari gjaldtöku á þessari
leið eða í hvaða formi hún yrði.
Það eigi eftir að ræða og útfæra.
„Það sem við sjáum með þessu
er að það er fysilegur kostur að
leita eftir samstarfi við aðila sem
hafa reynslu af stórframkvæmdum
á sviði vegagerðarmannvirkja og
rekstri þeirra. Við teljum að hugs-
anleg aðkoma Spalar að tvöföldun
Vesturlandsvegar geti flýtt fyrir
þessum framkvæmdum. Þetta er
alveg óháð umræðunni um Suður-
landsveg að undanförnu. Þetta eru
mál sem brenna á okkur óháð því
hvað aðrir eru að hugsa og þörfin
er brýn. Það er gífurleg umferðar-
aukning á þessari leið og við meg-
um ekki glejtma því að þetta er
leiðin norður í land og vestur á
firði," segir Sigríður í samtali við
Skessuhorn.
GE
Jólablað
Skessuhoms
í næstu viku
A miðvikudag í næstu viku
kemur jólablað Skessuhorns út
og er það að vanda jafnframt
síðasta tölublað ársins og það
stærsta. Vinnsla blaðsins stendtxr
nú sem hæst. Vegna stærðar þess
verðum við að biðja þá sem
koma þurfa að efni í blaðið að
skila því inn í síðasta lagi fyrir
næstu helgi. Jafnframt verða
auglýsendur sem hyggjast nýta
sér blaðið að panta og senda inn
efni í auglýsingar í síðasta lagi á
hádegi föstudaginn 15. desem-
ber.
Meðal efnis í jólablaðinu má
nefha fjölda viðtala, úrslit í jóla-
sögu- og myndasamkeppni
grunnskólabarna, kveðjur úr
héraði, myndagátu, krossgátu,
veglegt vísnahorn, fréttaannál
líðandi árs og m.m. fleira.
MM
s
Agúst
Einarsson
næsti rektor
á Bifröst
Stjórn
Háskólans
á Bifröst
h e f u r
ákveðið að
ganga til
samninga
við Agúst
Einarsson
prófessor
við Háskóla íslands um að hann
tald við starfi rektors við skól-
ann. Takist samningar mun
hann taka við starfinu af Bryn-
dísi Hlöðversdóttur sem tók við
starfinu tímabundið þegar Run-
ólfur Agústsson sagði því lausu.
Auk starfa við Háskóla Islands
var Agúst um tíma alþingismað-
ur og var framkvæmdastjóri
Hraðfrystistöðvarinnar í
Reykjavík.
HJ