Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2006, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 13.12.2006, Blaðsíða 19
 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 19 Tiltits- og ábyrgðarleysi í umferðinni Margmenning í Borgarbyggð lýsingar og ráðgjöf um ýmis málefni. I lok desember verður haldið jólaball, þar sem margt skemmtilegt verður gert til dægradvalar með fólld af erlendum upp- runa sem fer ekld til síns heimalands um jólin. Um þessar mundir er stærsta verk- efnið að safiia saman nöfiium á þeim er- lendu íbúum sem einnig tala ensku eða íslensku, til hjálpar við þýðingar, svo hægt verði að ná til sem flestra íbúa í Borgarbyggð og nágrenni með upplýs- ingar um það sem er á döfinni. Guðrún Vala Elísdóttir og Asa S. Haróardóttir Þann 22. janúar næstkomandi verður formlega stofhað félagið Margmenning í Borgarbyggð. Markmið félagsins verða m.a. að auðvelda erlendum íbúum svæðisins að aðlagast með því að halda utan um nauðsynlegar upplýsingar á einum stað, en á hinn bóginn að smðla að víðsýni íslenskra íbúa með því að gera þeim kleift að kynnast hinum fjöl- mörgu menningarheimum þeirra er- lendu íbúa sem nú þegar búa á svæðinu. Til stuðnings verkefhinu er RKI - Borgarfjarðardeild og Alþjóðahús í Reykjavík. Einnig hefur verið og verður leitað leiðsagnar hjá fjölmenningarfé- laginu Rótum á Isafirði. A Islandi hefur údendingum fjölgað ört á undanfömum árum og búa um 14 þúsund erlendir íbúar á landinu eða um 4,6% allra íbúa. Gera má ráð fyrir að í Borgarbyggð sé hlutfall erlendra íbúa svipað og á landsvísu, ef ekki hærra. Hér býr fólk ffá Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, Póllandi, Rússlandi, Ungverjalandi, Þýska- landi, Filippseyjum og Taílandi svo eitthvað sé nefnt. Ibúamir eiga það sameiginlegt að hafa sest hér að til skemmri eða lengri búsetu og em fjarri heimalandi sínu, ættingjum og vinum. Hér eiga þeir heimih og atvinnu og em hluti af samfélagi okkar. I haust hefur verið „opið hús“ á sunnudögum á vegum Margmenningar í Safnahúsi Borgarfjarðar. Tilgangurinn með opnu húsi hefúr fyrst og fremst ver- ið félagslegur, til þess að erlendir íbúar hafi samastað til að hittast, kynnast og eiga samvemstund. Undirritaðar hafa ennff emur verið á staðnum og veitt upp- Á síðustu missemm hafa orðið mörg slys á Suðurlands- og Vesturlands- vegi. Mjög mikil umræða hefur fylgt í kjölfar þessara slysa og verið ýtt við stjómvöld- um að gera eitthvað í öryggismálum samgangna á vegunum ffá höfuðborg- inni. Annað mál tengt þessum slysum langar mig til að fjalla um hér. Það er tillideysi vegfarenda sem leið eiga hjá slysstöðum. Á dögunum var mjög alvar- legt slys á Suðurlandsvegi þar sem tvennt lést. í fféttum kom fram að kom- ið hefði tíl handalögmála milli vegfar- enda og lögreglunnar þegar þeir fyrr- nefndu reyndu að ryðjast inn á vettvang slyssins. Þegar spurningum var beint að lögreglu var svarið að þetta væm algeng viðbrögð hjá vegfarendum sem vildu komast leiðar sinnar og átmðu sig ekki á lokun vega í kjölfar svona atburða. Núna á sunnudagskvöldið gerðust álíka atburðir í kjölfar banaslyss við Þingvallaafleggjara. Samkvæmt fféttum þá lentu bæði þeir sem komu fyrst að slysinu og lögregla í vandræðum með aðra vegfarendur. Áður en lögregla mætti á staðinn var fólk að ryðja sér leið í gegnum slysstaðinn til að komast leið- ar sinnar. Seinna þegar lögregla hafði lokað staðnum og búið var að flytja slas- aða á brott reyndu vegfarendur aftur að ryðja sér leið í gegnum vettvang slyss- ins. Þetta vil ég kalla hámarks ósvífhi og tíllitsleysi. Þegar búið er að hlúa að slös- uðum og koma þeim í læknishendur hefst annar þáttur viimu á slysstað en það em rannsóknir. Mæla þarf og at- huga allan vettvanginn og búa tíl vand- aðar skýrslur. Almenningur hefur ekki gefið lögreglunni neinn afslátt í gegn- um tíðina þegar kemur að því að meta þeirra vinnubrögð. Þvert á móti em það forsíðufféttir ef lögreglan hugsanlega misstígur sig í verkum sínum. Ekkert tíllit er tekið til aðstæðna þegar dóm- stóll götunnar kveður upp dóm sinn yfir lögreglumönnum. 1 áðumefiidum um- ferðarslysum er lögreglu og þeim sem veita fyrstu hjálp gert erfitt fyrir við störf sín. Aðstæður á slysstað em und- antekningarlaust erfiðar þar sem hver sekúnda og hvert handbragð geta skipt sköpum. Rannsóknir á slysstað em mjög mikilvægar ekki bara til að leiða í ljós hvað gerst hefur heldur líka til lærdóms hvemig betur er hægt að gera í ffamtíð- inni. Fyrir mér er það ekki nema hálf lausn að tvöfalda vegi og gera mislæg gatnamót ef tíllitsemi og ábyrgð vegfar- enda ætlar að ferðast um á moldarstíg- um og kindargötum. Valdimar Sigurjónsson. Höfundur er tíður vegfarandi um Vesturlandsveg. Allt heimsinsfolk! Málefni innflytjenda hafa verið nokk- uð í brennideplinum upp á síðkastíð. Ég fagna því og vona að þessi umræða sé undanfari skýrrar og skynsamlegrar stefhumótunar í málefnum innflytjenda. Ég má jafnffamt tíl með að leggja faein orð í belg því mér virðist það gleymast á köflum í þessari tæknilegu umræðu, sem að verulegu leyti er borin uppi af vísunum í lög, reglugerðir, prósentur og samþykktír ýmiskonar, að „innflytjend- ur“ og „útlendingar“ eru bara fólk einsog ég og þú. Nú tel ég mig hafa nokkuð góða þekldngu á málefhum þessa fólks, bæði hef ég kynnst údendingum og málefh- um þeirra í gegnum störf mín fyrir Rauða krossinn og auk þess bjó ég með hópi innflytjenda ffá Affíku í údöndum (Bredandi) og hef því upphfað þessi „vandamál" af eigin raun. Ég er hjartan- lega sammála um að hér sé á ferðinni mál sem þarf að huga vandlega að, við þurfum að læra af mistökum annarra þjóða og gera eitthvað í málinu fýrr en seinna. Ef við lámm kyrrt liggja nú og leyfum að spíra þeim ffæjum sundrung- ar og tortryggni sem sáð hefur verið upp á síðkastíð og skiptir fólki í „okkur“ og „hina“, getur reynst erfitt að snúa tíl baka. Fyrst og síðast verðum við ævin- lega að hafa það í huga að þessi umræða snýst um fólk, og flest held ég að við getum sameinast um hið fomkveðna; aðgát skal höfð í nærveru sálar. Oskastaðan væri auðvitað sú að al- þjóðasamfélagið gætí búið þannig um hnúta að fólk þyrftí ekki að grípa til þeirra örþrifaráða að flytja, kannski heimsálfa á milh, í leit að betra lífi, einsog innflytjendur undantekningarlít- ið eru að gera. Þá væri þetta „vandamál" nánast úr sögunnu, því fæstír sem koma hingað yfirgefa heimalandið af því að þeir hafa svo sterka löngun til þess að setjast að á Islandi, þó það eigi kannski við um einhverja. Fátækt, óstöðugleiki í stjómarfari, styrjaldir og bágar lífsað- stæður almennt em helstu ástæður þess að fólk rífur sig upp tíl þess að reyna að öðlast betra líf í ókunnu landi. Þetta er rótin að vandanum sem við stöndum ffammi fyrir, og á honum berum við Is- lendingar ábyrgð tíl jafns við annað fólk í heiminum. Þennan vanda getum við Islendingar þó ekki leyst einir og sér og næstbestí kosturinn er þá að sýna samhug og mannúð og leggja okkur ffam við að að- stoða fólk við að aðlagast þegar það kemur tíl okkar í leit að betra liff. Það er ekki svo ýkja erfitt því þegar grannt er skoðað eigum við svo ótrúlega margt sameiginlegt, hvaðan sem við komum. Til dæmis vonina um gæfuríkt líf og þörfina tíl þessa að vera rnetinn að verð- leikum og stjóma eigin Kfi. Það er sjálfsagt að gera kröfur tíl út- lendinga, til dæmis um að þeir læri ís- lensku og aðlagist því samfélagi sem hér er, en haldi ekki í hefðir sem brjóta í bága við það sem samfélag okkar stend- ur fyrir. En við verðum þá líka að sjá tíl þess að umhverfið bjóði upp á raunhæfa möguleika fyrir údendinga til þess að uppfylla þær kröfur sem við gemm tíl þeirra. Þá er ekki síður mikilvægt að við leggjum okkur fram við að kynnast bak- grunni fólksins sem hingað flytur og taka tillit tíl hans. Gleymum því ekki að þeir dómar sem við fellum um fólk sem við ekki þekkjum eða skiljum em for- dómar og sem slíkir vel hugsanlega byggðir á misskilningi og augljóslega á vanþekkingu. Farsæl aðlögun údend- inga að nýju samfélagi hlýtur að grund- vallast á gagnkvæmri virðingu, og það ættí að vera okkur öllum í hag að aðlög- un fólks af erlendum uppruna sé farsæl. Að lokum vil ég benda á að fjölgun údendinga á ísalandi hefúr ekki bara haft neikvæðar alfleiðingar og „vanda- mál“ í för með sér. Þetta fólk hefúr auðgað menningu okkar og samfélag á ýmsa lund, til dæmis matarmenningu og tónhstarlíf. Því skulum við ekki gleyma. Ég vil líka benda á að víða er unnið gott starf í þágu údendinga á ís- landi, auk þess sem údendingamir sjálf- Akraneskaupstaður Auglýsing um lausar lóðir Akraneskaupstaður auglýsir lausar 6 einbýlishúsalóðir fyrir hús á einni hæð í 1. áfanga Skógahverfis. Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar í feb. 2007. Lóðirnar eru augiýstar með eftirfarandi skilmálum: a) Lóðunum verður úthlutað til einstaklinga sem eru 18 ára og eldri og hafa ekki fengið úthlutað lóð á Akranesi eftir 1. janúar 2003. b) Umsækjandi skal leggja fram með lóðarumsokn sinni skriflega staðfestingu frá lánastofnun um greiðslugetu og mögulega lánafyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðrar húsbyggingar. Viðmiðunarfjárnæð skal vera kr. 25,0 millj. c) Við úthlutun lóðanna verður dregið úr hópi umsækjenda og þeim í útdráttarröð heimilað að velja þá lóð sem laus er. Þeir sem öðlast valrétt verða síðan boðaðir til fundar þar sem lóðaval fer fram. Þeir sem þá ekki mæta eða senda fulltrúa sinn með skriflegt umboð teljast hafa fallið frá umsókn sinni. d) Að öðru leyti gilda vinnureglur um úthlutun byggingalóða á Akranesi sem samþykktar voru á funai bæjarráðs Akraness þ. 27. feb. 2003. Umsóknarfrestur er t.o.m. 29. des. 2006 SviÖsstjóri tækni- og umhverfissviðs ir sinna fjöl- breyttum og dýrmætum verkefnum í samfélagi okk- ar. Því skulum við ekki heldur gleyma. Fé- lagasamtök, einsog Rauði kross íslands svo eitt dæmi sé tekið, hafa mörg hver áttað sig á nauðsyn þess að grípa til aðgerða og sinna þessum málaflokki vel. En heild- aryfirsýn og skýra stefhumótun vantar - það stendur vonandi tíl bóta. Anna Lára Steindal ■tfandxmiðað skart t.d. mypidir TVc4 , bákamerki ‘Dýrfiiina úgffiiuiur gidl&miðiv ag &kartgrípafiömmðir &ímar: 862 6060 - 464 3460 Sáhistaður: Skallagrímur- Snæfell Föstudaginn 15. des. kl. 19:15 í Borgarnesi ALLIRÁ VÖLLINN!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.