Skessuhorn - 13.12.2006, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006
^iUsunuu
Yfirtaki rekstur
Lífeyrissjóðsins
AKRANES: Stjóm Lífeyrissjóðs
Akraneskaupstaðar hefur ákveðið
að taka upp viðræður við Lífeyr-
issjóð starfsmanna sveitarfélaga
um þjónustu- og rekstrarsamn-
ing. Samningurinn taki til mót-
töku og skráningu iðgjalda,
skráningu réttinda, útreiknings-
og útgreiðslu lífeyris og annarra
þátta í starfsemi sjóðsins. I bókun
stjómarinnar segir að markmið
samstarfsins skuli verða „að veita
góða þjónustu, með áherslu á ör-
uggar upplýsingar, traustar ráð-
leggingar, gott viðmót og stuttan
svartíma". Stefnt er að því að yf-
irtakan fari ffam um áramótin.
-hj
Tveir teknir
skakkir undir
stýri
AKRANES: Tveir menn vora
handteknir á Akranesi um helg-
ina grunaðir um akstur undir
áhrifum fikniefha. Annar þeirra
var að auki grunaður um að hafa
neytt áfengis. Prófanir lögreglu-
manna gáfu til kynna að um am-
fetamíns- og kannabisneyslu væri
að ræða. Annar þessara manna
hefur tvívegis áður verið hand-
tekinn vegna gruns um akstur
undir áhrifum ólöglegra fikni-
efiia. Þau mál em hinsvegar það
nýleg að ekki er búið að gefa út
ákæra í þeim. -kh
Vilja bæta dans-
kunnáttu
BORGARBYGGÐ: Fræðslu-
nefiid Borgarbyggðar hefur tekið
jákvætt í ósk aðstoðarskólastjóra
Grunnskólans í Borgamesi um
að kannaður verði áhugi á að
ráða danskennara í fullt starf við
skóla sveitarfélagsins. Fræðslu-
nefiid stefhir að því að skoða
máhð frekar. Einnig óskaði að-
stoðarskólastjórinn eftir því að
kannað verði hvort ráða beri
námsráðgjafa að skólum sveitar-
félagsins. Ætlar nefndin að afla
frekari upplýsinga um kostnað
við námsráðgjöf og hugmyndum
um samstarf við Menntaskóla
Borgarfjarðar.
Deildir Geðhjálpar
stofiiaðar á landsbyggðinni
Margt var um manninn hjá Geð-
hjálp laugardaginn 2. desember sl.
þegar fulltrúar alls staðar að af land-
inu mættu og undirrituðu með
stjóm Geðhjálpar stofnsáttmála um
deildir félagsins á landsvísu. Við-
komandi stofnsáttmáli er grundvall-
aður á lögum Geðhjálpar og þeirri
stefimmótun er félagið setur sér.
I kjölfar söfhunar Kiwanishreyf-
ingarinnar á Islandi haustið 2004
sem bar yfirskrifrina „Rjúfum ein-
angrun geðsjúkra á landsbyggðinni“
rann til Geðhjálpar fjármagn sem
gerði félaginu m.a. kleift að undir-
búa stofnun landsbyggðadeilda.
Trúnaðarmenn Geðhjálpar á lands-
byggðinni hófu störf í byrjun árs
2006 í sjö landshlutum, m.a. hér á
Vesturlandi. Þessir sömu trúnaðar-
menn koma til með að fara fýrir
deildum Geðhjálpar hver á sínu
svæði til að byrja með.
Stefiit er að því að það fjármagn
sem safhast með yfirstandandi átaki
Sparisjóðanna; „Þú gefur styrk,“
gangi enn ffekar til að renna stoðum
undir þetta aðkallandi verkefni og
verður þá sérstaklega horft til ungs
fólks sem rekist hefur illa í kerfinu
og eða er „týnt“. Nánari upplýsing-
ar um átakið og þátttöku er að finna
á: www.sparisjodur.is
Geðhjálp sem stofnað var 9. októ-
ber 1979 er hagsmunasamtök allra
þeirra sem eiga, eða hafa átt, við
geðraskanir að etja, aðstandenda
þeirra og allra þeirra er láta sig geð-
málefiú varða á landsvísu. Félagið
hefur í gegnum árin starfað óform-
lega um allt land en nú hefur það
skref verið strigið að koma starfcemi
Geðhjálpar í fastari og markvissari
skorður á landsbyggðinni með
stofiiun sjö nýrra fastra deilda Geð-
hjálpar víðsvegar um landið.
Þrátt fyrir mörg sameiginleg
verkefni er lúta að málefhum geð-
GEÐHJÁLP
fatlaðra á landsbyggðinni em þarfir
og aðstaða mismunandi efrir land-
svæðum og þess vegna telur Geð-
hjálp mikilvægt að heimafólk sé í
forsvari fyrir félagið á hverju svæði
fyrir sig. Jafnffamt er það mjög
brýnt að raddir fólks með geðrask-
anir og aðstandenda þeirra heyrist
alls staðar af landinu í þeirri viðleitni
að bæta hag hlutaðeigandi.
Frekari upplýsingar um starfeemi
Geðhjálpar á Vesturlandi má finna á
vefcíðu félagsins: www.gedhjalp.is
MM
Hólmfiíðiir til starfa hjá Borgarbyggð
Byggðaráð Borgar-
byggðar hefur heimilað
Páli S Brynjarssyni sveit-
arstjóra að ganga til
samninga við Hólmffíði
Sveinsdóttur um að hún
taki að sér tímabundin
verkefni fyrir sveitarfé-
lagið. Verkefnin em tví-
þætt. Annars vegar mark-
aðs- og kynningarmál
hins nýja sveitarfélags og
hins vegar innleiðing ýmissa nýj-
unga í stjómsýslu sveitarfélagsins.
Hólmffíður starfar í dag sem sér-
ff æðingur á Rannsóknamiðstöð Há-
skólans á Bifföst og er formaður
starfsmannafélags
Hákólans og fer í
leyfi ffá störfum sín-
um við skólann. Hún
tekur við hinu nýja
starfi uppúr áramót-
um þegar hún hefur
lokið þeim verkefn-
tun sem hún vinnur
nú að á Bifföst. Þetta
er ekki í fyrsta sinn
sem hún kemur að
störfum fyrir Borgarbyggð. Má þar
nefna að hún var verkefhastjóri sam-
einingarnefndar þeirrar er lagði
gnmninn að sameiningu sveitarfé-
laganna er í vor mynduðu Borgar-
byggð hina nýrri. Hólmffíður er
stjómsýslufræðingur að mennt og
að hennar sögn leggjast þessi nýju
verkefni afar vel í hana enda séu
möguleikar hins nýja sveitarfélags
gríðarlega miklir og spennandi að fá
tækifæri tdl að vera með í að gera
gott sveitarfélag enn betra.
Eins og fram kom í fréttum
Skessuhoms var starf markaðs- og
menningarfulltrúa auglýst laust til
umsóknar í vor. Atta manns sóttu
um stöðuna en sveitarstjórn hætti
við ráðningu. Síðar var ráðinn
starfsmaður tímabundið í starf
menningarfulltrúa.
Hjf
Mikill munur á brottfialli
nema efitír skólum
Brottfall nemenda úr skólum á
framhaldsskólastigi á Vesturlandi er
mjög misjafht að því er kemur ffam
í svari Þorgerðar Katrínar Gunn-
arsdóttur menntamálaráðherra á
Alþingi við fyrirspurn Björgvins G.
Sigurðssonar alþingismanns Sam-
fylkingarinnar. Björgvin óskaði svar
við því hvert hafi verið brottfall
nemenda úr íslenskum ffamhalds-
skólum á síðasta ári.
I svari ráðherra em lagðar ffam
tölur sem unnar vom af Hagstofu
íslands og sýna hlutfall þeirra nem-
enda í dagskóla sem hurfu ffá námi
frá hausti 2004 til hausts 2005. í
heildina telst brottfallið 16,4%
meðal dagskólanemenda á þessu
tímabili. Brottfall karla er 18,2%
og kvenna 14,6% og brottfall í bók-
námi var 13,2% en í starfenámi var
brottfallið 22%.
Brottfall er mjög mismunandi
milli skóla. Haustið 2004 hófu 132
nemendur nám við Fjölbrautaskóla
Snæfellinga en 36 þeirra töldust
hafa fallið úr námi og er hlutfallið
því 27,3%. Á sama tíma hófu 609
nemar nám við Fjölbrautaskóla
Vesturlands en 89 þeirra hurfu ffá
námi eða 14,6%. I Landbúnaðarhá-
skólanum á Hvanneyri hófu 35
nemar nám en 4 þeirra hurfu ffá
námi eða 11,4% nemanna. I Við-
skiptaháskólanum á Bifföst hófu 47
nemar nám og aðeins 4 þeirra
hurfu ffá námi eða 8,5%.
HJ
Gamla slökkvistöðin í Búðardal fjarlægð
Um daginn var loks fylgt eftir 20
ára samþykkt sveitarstjórnar Búð-
ardals um að fjarlægja gömlu
slökkvistöð bæjarins sem undir það
síðasta var farin að þjóna hlutverki
áhaldahúss og gekk undir nafninu
„Skúrinn.“ Húsið sem var síðan
1963 var ffekar orðið lýti fyrir bæj-
arfélagið og því var ákveðið að
fjarlægja það. Verktakar voru
fengnir til þess að losa húsið af
grunninum og flytja það þangað
sem það mun þjóna hlutverki
geymsluhúss á sveitabæ innan hér-
aðsins.
KH/ljósm. BAE
Húsið komið á bíl oe á leið út í sveit.
Leigubm á ný í Borgamesi
Um þarsíðustu mánaðamót hóf
Sigurgeir Þ. Bjarnason rekstur
leigubíls í Borgarnesi. Er hann eini
starfandi leigubíllinn í bænum, en
skortur hefur verið á þessari þjón-
ustu um nokkra hríð.
í samtali við Skessuhorn sagði
Sigurgeir að í akstrinum væri síg-
andi lukka. Menn væra vanir því að
þurfa að kvabba á vinum og ætt-
mennum þegar farið væri út á lífið.
Nú væri sú tíð á enda og lítrið mál
að hringja effir leigubíl. Allir þeir
sem hefðu notið þjónusm hans
hingað til væra mjög ánægðir með
ffamtakið og ef ffam héldi sem nú
horfði væri hann bjartsýnn á sum-
arið. BGK
Ahrif sjávar-
útvegsstefim
ALÞINGI: Sigtnjón Þórðarson
alþingismaður Frjálslynda
flokksins hefur lagt ffam á Al-
þingi fyrirspurn til sjávarútvegs-
ráðherra um áhrif sjávarútvegs-
stefnu stjómvalda á laun sjó-
manna og lífskjör á landsbyggð-
inni. Kallar hann efrir svömm
um það hvort stefrran hafi smðl-
að að hærri launum sjómanna og
betri lífckjörum á landsbyggð-
inni. Hafi það gerst vill þingmað-
urinn vita með hvaða hætti það
hefur gerst. -hj
Banaslys á Vest-
urlandsvegi
UMFERÐIN: Einn maður lést í
árekstri tveggja bfla á Vestur-
landsvegi norðan við gatnamót
Þingvallavegar um klukkan 17:30
á sunnudag. Annar maður slasað-
ist í árekstrinum en harui er ekki
talinn í lífehætm. Vesturlandsvegi
var lokað í báðar áttir í rúmlega 2
klukkustundir á meðan rannsókn
slyssins stóð yfir og mönnunum
var bjargað úr bflunum. Nú hafa
29 manns látrið lífið í alls 26
banaslysum í umferðirtni á þessu
ári. -mm
Heimaleikur
ársins!
Næstkomandi fösmdagskvöld
mætast Vesturlandshðin Skafla-
grímur og SnæfeU í einum mest
spennandi leik tímabilsins í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik.
Leikurinn, sem hefst klukkan
19:15, verður spilaður í „Fjós-
inu,“ Iþróttamiðstöðinni í Borg-
amesi. Fyrir leikinn eru hðin í
efsta og næstefeta sæti deildar-
innar. SnæfeU er á toppnum með
16 stig og Skallagrifnur með 14,
jafhmörg stig og KR sem er í
þriðja sæti.
Ástæða er til að hvetja aUa áhuga-
sama körfuboltaunnendur hvort
sem þeir eru af Snæfellsnesi,
Borgarftrði eða Borgamesi til að
fjölmenna á leikinn og hvetja sína
menn til dáða. Vafalaust verður
hart tekist á, eins og alltaf þegar
liðin mætast. -mm
LÁTTO
OKKUR
FÁ
ÞAÐ
ÓÞVEGIÐ
Efnalaugin Múlakot ehý
Borgarbraut 55
310 Borgarnesi
Sími 437 1930