Skessuhorn - 13.12.2006, Blaðsíða 9
^Btssunuk. <
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006
9
Sveitarstjóri Dala-
byggðar gerir athuga-
semd við svör Sivjar
Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri
Dalabyggðar gerir alvarlegar at-
hugasemdir við svör Sivjar Frið-
leifsdóttur heilbrigðisráðherra á
Alþingi við fyrirspurn Björgvins G.
Sigurðssonar um fjölda hjúkrunar-
rýma á landinu skipt efrir sveitarfé-
lögum. Eins og frarn kom í frétt
Skessuhorns er landinu skipt upp í
þjónustuhópa og eru þeir 43 á
landinu. I svari ráðherra kom fram
að flest væru hjúkrunarrýmin í
þjónustuhópi Dalabyggðar sem
nær yfir Dalabyggð og Reykhóla-
hrepp. Þar eru rýmin 48 talsins eða
49,5 á hverja þúsund íbúa. A land-
inu öllu eru rýmin hins vegar 2.554
eða 8,5 á hverja þúsund íbúa.
Gunnólfur segir að framsetning
ráðherra sé afar villandi. I Dala-
byggð séu starfandi tvö hjúkrunar-
heimili með algjörlega aðskylda
markhópa. Annars vegar sé það
Dvalarheimilið Silfurtún með 7
hjúkrunarrými ætluð til öldrunar-
þjónustu og hins vegar sé það
Hjúkrunarheimilið Fellsendi með
28 hjúkrunarrýmiun sem séu sér-
hæfð fyrir miðaldra og aldraða geð-
sjúklinga sem koma frá landinu
öllu. Þau rými séu ekki á nokkurn
hátt ætluð íbúum Dalabyggðar og
þjónustuhópur aldraðra í Dala-
byggð og Reykhólahreppi hafi ekk-
ert með innlagnir þar að gera. Að
auki nefnir Gunnólfur að á Fells-
enda séu ekki nema 18 rými nýtt
því glæsileg viðbygging hafi ekki að
fullu verið tekin í notkun. Þá er
Hjúkrunar- og dvalarheimilið
Barmahlíð starfrækt í Reykhóla-
hreppi með 13 hjúkrunarrýmum.
Því séu samtals 48 rými í þessum
tveimur sveitarfélögum en aðeins 7
þeirra nýtist íbúum í Dalabyggð.
Því séu rýmin í Dalabyggð rúmlega
10 á hverja þúsund íbúa en ekki
49,5 eins og skilja mátti á svari ráð-
herra.
„Svona er auðvelt að leika sér
með staðreyndir til að fela raun-
veruleikann án þess að segja á
nokkurn hátt frá þörfinni eins og
hún er sannleikanum samkvæmt"
segir Gunnólfur. Þá segir hann að
Dvalarheimilið Silfurtún í Búðar-
dal hafi sótt um að fá 8 dvalarrým-
um þar breytt í hjúkrunarrými
vegna brýnnar þarfar í sveitarfélag-
inu og því geti staðreyndir sem
settar eru fram á Alþingi á verulega
villandi hátt spillt fyrir framgangi
þeirrar umsóknar.
HJ
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
QruratersjMu 44 - 350 Ound«<)öf Mr • Sfc* «30 6400
FRAMHALDS-
SKÓLAKENNARAR
Laus er til umsóknar heil staða þroskaþjálfa eða sérkennara við Fjölbrautaskóla
Snæfellinga. Um afleysingu er að ræða frá 1. janúar 2007 til 31. maí 2007.
Starfið felst í kennslu á starfsbraut og umsjón með nemendum brautarinnar.
Einnig er laus til umsóknar staða frönskukennara í hlutastarf
(u.þ.b. 25% starfshlutfall).
Samkvæmt 17. gr. laga nr. 86/1998 um lögverndun á starfsheiti og
starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra
þurfa umsækjendur að hafa kennsluréttindi á framhaldsskólastigi.
Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi Kennarasambands Islands
og fjármálaráðherra.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga tók til starfa í ágúst 2004. Skólinn er leiðandi í
breyttum kennsluháttum og skipulagi skólastarfs á framhaldsskólastigi, m.a.
með hagnýtingu upplýsingatækni í staðbundnu námi, dreifnámi og fjarnámi.
Hugmyndafræði skólans gerir ráð fyrir einstaklingsmiðuðu námi í opnum
rýmum með áherslu á hópa- og verkefnavinnu.
Leitað er að starfsfólki sem hefur áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi í
kennsluháttum og í nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa
borist Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara, Grundargötu 44, 350
Grundarfirði eða á netfangið gudbjorg@fsn.is í síðasta lagi 27. desember
2006. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar má finna á vef skólans www.fsn.is eða hjá
skólameistara (sími: 864-9729 netfang: gudbjorg@fsn.is).
Skólameistari
Jólatré ■ fílbúnar leiðisgreinar
verða til sölu í húsi Björgunarfélags Akraness, að Kalmansvöllum 2
w w w