Skessuhorn - 13.12.2006, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER2006
SÍ£ESSIÍH©12K1
Til minnis
Við minnum á leik Snæfells og
Skallagríms í körfunni klukkan
19:15 í íþróttamiðstöðinni í Borg-
arnesi. Allir á völlinn!
ujCjJ Ve^rhorfw
Það eru búnir að vera góðir dagar
í veðrinu að undanförnu að und-
anskildu rokinu sl. laugardag. Horf-
ur eru á þokkalegu veðri á næst-
unni en þó er hætta á lítilsháttar
snjókomu. Á fimmtudaginn er bú-
ist við norðaustlægri átt norðantil
en austlægri sunnantil, 8-13 m/s.
Víða snjókoma eða él, síst þó á
Vesturlandi. Frost 0 til 4 stig,
minnst við suðurströndina. Á
föstudag verður fremur hæg suð-
austlæg átt og víða snjókoma eða
él. Hiti um og yfir frostmarki, hlýj-
ast sunnantil. Á laugardag snýst í
norðlæga átt og léttir til sunnan-
lands, en él verður fyrir norðan.
Frystir um allt land. Á sunnudag
og mánudag verður hæg breytileg
átt, úrkomulítið og vfða talsvert
frost, einkum inn til landsins.
SpMrniruj viKi^nnar
í síðustu viku spurðum við á
Skessuhornsvefnum: „Hvað telur
þú að jólin í ár muni kosta á þínu
heimili?" Gefnir voru upp 8 svar-
möguleikar með mismunandi
verðbili. Niðurstaðan var þessi:
Kr. Hlutfall:
0-25 þúsund: 7,6%
26-50 þús: 10,7%
51-75 þús: 15,6%
76-100 þús: 17,8%
101-150 þús: 18,4%
151-200 þús: 14,5%
201-300 þús: 4,9%
Yfir 300 þús: 10,5%
í næstu viku er spurt: :
„Borðar þú skötu á
Þorláksmessu?"
Svaraðu án undanbragða á
www.skessuhorn.is
Vestlendiwjwr
viKi^nnar
Er ungur og
efnilegur tón-
listarmaður
og bóndi;
Viðar Guð-
mundsson á
Kaðalstöðum í
Borgarfirði.
Ástæðan: Það
má lesa um
viku í lífi hans hér aftar í blaðinu og
sannfærast um að hér er kjarnorku-
maður á ferðinni.
Jólatilboð
Mikið af eiturlyfjum fannst
í Borgarfirði og á Akranesi
Tvö óskyld fíkniefhamál komu
upp á sama tíma hjá lögreglunni í
Borgarnesi síðdegis á fimmtudag. I
öðru málinu var um að ræða ein-
stakling sem búsettur er í Borgar-
firði en í hinu tilvikinu var um par á
Akranesi að ræða. Þrír aðilar voru
handteknir og yfirheyrðir auk þess
sem lagt var hald á um 150 grömm
af hassi, um 100 grömm af efhi sem
talið er vera amfetamín auk meintra
stera og ýmissa annarra lyfja. Þá var
lagt hald á töluvert magn af skot-
færum, mest haglaskotum. Fólkið
hefur áður komið við sögu lögregl-
imnar vegna fíkniefiiamisferlis. Að
yfirheyrslum loknum aðfararnótt
föstudags var fólkinu sleppt.
Kalla þurfti út lögreglumenn á
bakvakt og lögreglumenn úr firíum,
vegna málsins. Auk þess voru kall-
aðir út tveir héraðslögreglumenn.
Alls voru 10 lögreglumenn frá
Borgarnesi að störfum vegna þess-
Efnin sem haldlögð voru t málunum tveimur.
ara mála. Þá naut lögreglan í Borg-
arnesi aðstoðar lögreglunnar á
Akranesi við húsleitina sem frarn
fór þar. Lögreglumenn frá Snæ-
fellsnesi komu einnig að rannsókn
málsins.
Annað málið kom upp eftir
ábendingu en hitt í hefðbtmdnu
eftirliti. í báðum tilvikum kom til
húsleitar í framhaldi af leit í bif-
reiðum viðkomandi. Tekið skal
fram að fíkniefnaleitarhundurinn
Tíri og umsjónarmaður hans, áttu
stóran þátt í því hversu vel tókst til
við húsleitirnar.
BGK
Hvalfj arðarstrandarhreppur með
hæstar tekjur á íbúa
Hvalfjarðarstrandarhreppur, sem
nú tilheyrir Hvalfjarðarsveit, hafði
mestar tekjur sveitarfélaga á Vest-
urlandi á hvem íbúa á síðasta ári ef
marka má samantekt í árbók sveit-
arfélaga sem kom út fyrir skömmu.
Helgafellssveit hefur hins vegar
minnstar tekjur á hvern íbúa. Tekj-
ur þess sveitarfélags em aðeins rúm
40% af tekjum Hvalfjarðarstrand-
arhrepps. Hér til hliðar má sjá lista
yfir skattekjur á íbúa hjá sveitarfé-
lögum á Vesturlandi.
Ekki lágu fyrir upplýsingar frá
Leirár- og Melahreppi og Saurbæj-
arhreppi. HJ
Sveitarfélag Ibúafjöldi Skatttekjur á íbúa
Hvalfjarðarstrandarhreppur... 147 489.476
Skilmannahreppur 214 454.168
Hvítársíðuhreppur 83 448.514
Skorradalshreppur 64 405.891
Kolbeinsstaðahreppur 102 403.422
Innri-Akraneshreppur 113 400.442
Dalabyggð 638 395.119
Borgarfjarðarsveit 732 365.259
Grundarfjörður 974 356.299
Stykkishólmur 1.165 337.579
Eyja- og Miklaholtshreppur... 137 334.606
Borgarbyggð 2.708 327.892
Akranes 5.782 298.750
Helgafellssveit 55 197.071
Sigurður Rúnar tekur við Norðurmjólk
Sigurður Rúnar Friðjónsson,
mjólkurbússtjóri MS í Búðardal
hefur verið ráðinn mjólkurbússtjóri
hjá Norðurmjólk á Akureyri og
tekur við því nýja starfi 1. janúar.
Sævar Hjaltason ffamleiðslustjóri
hjá MS í Búðardal tekur við starfi
Sigurðar Rúnars. Sigurður Rúnar
hefur starfað hjá mjólkurbúinu í
Búðardal frá 15. apríl 1977 og sat í
28 ár í sveitarstjóm í Búðardal.
Sigurður Rúnar segir ráðningu
sína til Norðurmjólkur hafa átt sér
skamman aðdraganda og tengist
þeim breytingum sem verða á
skipulagi mjólkuriðnaðarins um
áramótin en þá verður til rekstrar-
félag sem sjá mun um framleiðslu,
sölu og dreifingu mjólkurvara á
langstærstum hluta landsins. Mark-
miðið með þeim breytingum er að
auka hagræðingu í greininni. Að-
spurðtn hvort líta megi svo á að
með brotthvarfi hans úr Búðardal
fari vegur mjólkurbúsins þar
minnkandi segir hann svo alls ekki
vera og vísar til fréttar Skessuhorns
frá 31. október en þar sagði Guð-
brandur Sigurðsson forstjóri MS að
rekstur fýrirtækisins í Búðardal
verði áffarn ein af meginstoðum í
rekstri fýrirtækisins.
HJ
Tölvuþjónusta Vesturlands nýr
umboðsaðili Vodafone í Borgamesi
ur. Um er að ræða
sama hraða og
verð og er almennt
í boði á þjónustu-
svæði Vodafone.
Þá hefur Vodafone
einnig unnið að
því að efla GSM
kerfi sitt bæði í
Borgarnesi og ná-
grenni á þessu ári.
Borgarnes er ört
vaxandi bæjarfélag
og Vodafone legg-
ur mikla áherslu á
Eggert Herbertsson hjá TV og Vilhjálmur Sturla Eiríksson hjá
Vodafone handsala samkomulagið. I baksýn er gamli Vodafone
Tölvuþjónusta Vesturlands (TV)
er nýr umboðsaðili Vodafone í
Borgarnesi. Samstarf Vodafone og
Tölvuþjónustunnar mtm efla þjón-
ustu við viðskiptavini Vodafone í
bænum og nágrenni verulega, eins
og segir í fréttatilkynningu ffá fýr-
irtækjunum. Tölvuþjónusta Vestur-
lands mim bjóða sömu þjónustu og
vöruúrval og í verslunum Vodafo-
ne, svo sem úrval GSM símtækja,
ADSL endabúnað og ýmis konar
aukahluti. Þá veita starfsmenn
Tölvuþjónustunnar viðskiptavinum
góð ráð varðandi þann búnað og
tæki sem eru í sölu hjá Vodafone.
„Vodafone hefur lagt mikla
áherslu á að efla dreifikerfi sitt og
þjónustu í Borgamesi og nágrenni.
Fyrirtækið hefur meðal annars
komið upp öflugu ADSL kerfi í
bænum og býður nú ADSL plús og
ADSL extra, sem felur í sér allt að
því 14 Mb/s hraða fýrir netnotend-
að veita þessum leigubíllinn.
byggðarkjarna bestu þjónustu sem
völ er á, Vodafone hefur fjölgað
GSM sendum og boðið hraðari
ADSL þjónustu sem tryggir Borg-
nesingum fullkomnustu síma- og
netþjónustu sem völ er á,“ segir
Vilhjálmur Sturla Eiríksson, deild-
arstjóri umboðssölu Vodafone.
Tölvuþjónusta Vesturlands er
með starfsemi í Borgarnesi og á
Akranesi. Fyrirtækið bíður lausnir
í tölvu- tækni og fjarskiptamálum
fýrir fýrirtæki á einstaklinga. Hjá
fýrirtækinu starfa nú 7 manns.
MM
Ungur maður
lést
STYKK3SHÓLMUR: Banaslys
varð á Stykkishólmsvegi við af-
leggjarann að Stykkishólmsflug-
velli aðfararnótt sl. föstudags.
Okumaðurinn, sem var rúmlega
tvímgur, var einn í bílnum þegar
slysið varð. Mikil hálka og ísing
hafði myndast á veginum og lík-
legt tahð að biffeiðin hafi runnið
til og hafnað á ljósastaur. Vegfar-
andi sem kom að slysinu
skömmu síðar hafði samband við
lögreglu en tahð er að maðurinn
hafi látist samstundis. Maðurinn
hét Valtýr Guðmimdsson, til
heimihs að Amatúni 5 í Stykkis-
hólmi. Hann var fæddur 21. júh'
árið 1984. Valtýr var ókvæntur
og bamlaus. -mm
Vmnuslys
á leikskóla
BORGARNES: Vinnuslys varð
sl. föstudag á leikskóla Borgar-
byggðar við Skallagrímsgötu í
Borgamesi þegar kona, sem jafn-
framt er leikskólastjórinn, féh af
stól og hlaut höfuðhögg. Slysið
bar að með þeim hætti að konan
var að skipta um pera í ljósi.
Stóllinn sem hún stóð á rann til
með þeim afleiðingum að hún
féll og skall með höfuðið í ofhi. I
fyrstu var talið að um alvarlegt
slys væri að ræða þar sem hún
missti sjón í fyrstu. Betur fór en á
horfðist og er hún útskrifuð af
spítala og á góðum batavegi.
-mm
Skráning
verslunarsögu
BORGARNES: Menningar-
nefhd Borgarbyggðar hefur lagt
til við byggðaráð að veitt verði
fjármunum til þess að afla, skrá-
setja og flokka heimildir er varða
verslunar- og byggðarsögu Borg-
arness. Tilefnið er að á næsta ári
verður 140 ára verslunarafrnæli í
Borgamesi. Nefhdin vill að ekki
síst verði lögð áhersla á að taka
viðtöl við íbúa sem era vel kunn-
ugir sögunni. Heimildimar verði
síðan varðveittar í því augnamiði
að gefið verði út veglegt rit um
sögu Borgarness að 10 áram
hðnum. Þá vill nefndin að staðið
verði fýrir „einhvers konar uppá-
komu í tdlefhi afmæhsins á af-
mælisárinu," eins og segir í bók-
im nefhdarinnar. -hj
TM lægst
tryggingar
STYKKISHOLMUR: Bæjar-
ráð Stykkishólmsbæjar hefur
samþykkt að taka tilboði Trygg-
ingamiðstöðvarinnar í tryggingar
sveitarfélagsins en ákveðið var
fýrir skömmu að leita tilboða í
tryggingamar. Tilboð TM var að
upphæð rúmar 2,9 milljónir
króna auk ágóðahlutdeildar. Sjó-
vá bauð tæpar 3,7 mihjónir króna
ogVIS bauð rúmar 3,7 milljónir
króna. Að sögn Þórs Amar Jóns-
sonar, bæjarritara í Stykkishólmi
var kostnaður við tryggingar
sveitarfélagsins á síðasta ári um
3,2 mihjónir króna þannig að um
nokkum spamað er að ræða fýrir
sveitarfélagið. Sá spamaður eykst
ef ágóðahlutur verður greiddur.
Stykkishólmsbær var með trygg-
ingar sínar hjá TM samkvæmt
samningi frá 1. janúar 2004 en
honum var sagt upp í september.
-hj