Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2006, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 13.12.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 ^sunuiL i Oska skýrra svara samgönguráð- herra um uppbyggingu ökugerðis Afstöðumynd af hugmynd ad aksturs- kennslusvæði á Akranesi. Bæjarráð Akraness samþykkti í síðustu viku að óska skýrra svara Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra um fyrirhugaða uppbyggingu ökugerðis á Akranesi og hvort stað- ið verði við viljayfirlýsingu sem bæj- arfélagið stóð að ásamt ráðuneytinu um uppbygginguna. Forseti bæjar- stjómar segir skýringar starfsmanna ráðuneytisins ekki fulbiægjandi og því sé óskað skýrra svara ráðherra. Forsaga málsins er sú að 24. apríl í vor tmdirrituðu Okukennarafélag Islands og Akraneskaupstaður vilja- yfirlýsingu um stofiiun og rekstur aksturskennslusvæðis á Akranesi. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra undirritaði einnig yfirlýsing- una og staðfesti aðkomu ráðuneytis- ins að málinu. Atti hönnun svæðisins og starfsemi taka mið af væntanlegri reglugerð samgönguráðuneytisins um slfk kennslusvæði. Var áætlað að Akraneskaupstaður legði til 5-6 hektara lands undir starfsemina og var því líst að með uppbyggingu svæðisins rættist áratuga gamall draumur ökukennara. Eins og fram kom í fféttum Skessuhoms í september ákvað sam- gönguráðuneytið að efna til forvals vegna hugsanlegs reksturs ökugerð- is. Þá kom frarn í samtali við Berg- þór Olason þáverandi aðstoðar- mann samgönguráðherra að sam- kvæmt samkeppnislögum sé ekki leyfilegt að veita einkaleyfi eða sér- leyfi nema að undangengnu slíku forvali. Hann efaðist samt ekki um að Okukennarafélag Islands og Akraneskaupstaður hefðu ákveðið forskot vegna þess undirbúnings- starfs sem þar hefði verið unnið. Unnið hefur verið að undirbún- ingi málsins um langt skeið á Akra- nesi og hefur Olöf Guðný Valdi- marsdóttir arkitekt unnið að skipu- lagshugmyndum vegna uppbygg- ingarinnar. Gunnar Sigurðsson forseti bæjar- stjómar Akraness segir að þar sem skipulagsvinna sé langt komin sé komið að því að verja þurfi talsverð- um fjármunum til verksins. Því hafi þótt eðlilegt að leita eftir efndum ráðuneytisins á þeirri viljayfirlýsingu sem undirrituð var í vor. Því hafi tveir fulltrúar ráðuneytisins mætt til fundar við bæjarráð í síðustu viku, þau Karl Alvarsson skrifstofustjóri og Kristrún Birgisdóttir aðstoðar- maður ráðherra, og þau hafi skýrt sjónarmið ráðuneytisins. „Þær skýr- ingar vom að okkar mati ekki full- nægjandi og því höfum við nú óskað eftir skýmm svömm ráðherra um stöðu þessa verkefnis,“ segir Gunn- ar.HJ Landsbankinn með lægsta boð í bankaviðskipti Starfshópur sem fór yfir tilboð þau er bárust í bankaviðskipti Akraneskaupstaðar fyrir skömmu hefur komist að þeirri samhljóða niðurstöðu að tilboð Landsbank- ans á Akranesi sé lægst og leggur hópurinn til að teknar verði upp viðræður við bankann um við- skiptin. Tilboðin voru metin á gmndvelli talna sem gengið var út frá í einstaka þátmm tilboðsins, ávöxtunar á innlán út frá 80 millj- ónum króna meðalinneign á bankareikningi svo og að ekki þurfi að koma til skammtímafjár- mögnunar á samningstímanum heldur verði sú fjármögnun leyst með langtímalánum. Alit starfshópsins var kynnt á fundi bæjarráðs Akraness og var bæjarritara, fjármálastjóra og end- urskoðenda falið að gera tilboðs- gjöfum grein fyrir niðurstöðu til- boðsins. Sveinn Kristinsson bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar lagði ffam tillögu um að gengið yrði til samninga við Landsbankann. Sú tillaga var felld. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir að þrátt fyrir að tillaga Sveins hafi verið felld verði án efa gengið til samninga við Landsbankann. Meirihluta bæjar- ráðs hafi hins vegar þótt eðlilegt að kynna niðurstöðu starfshópsins fyrir þeim bankastofnunum sem gerðu bænum tilboð áður en formleg ákvörðun yrði tekin um framhaldið. Auk Landsbankans sendu Glitn- ir og KB banki inn tilboð í við- skiptin. HJ „Reyni að knúsa konuna inn á milliu Vika í lífi Viðars Guðmundssonar á Kaðalsstöðum Viðar að œfa kórinn í Stafholtskirlqu „Er nálgast jólin, lifiiar yfir öll- um, það er svo margt sem þarf að gera þá,“ segir í texta sem oft er sunginn á þessum árstíma. Það eru ekki bara húsmæður sem eru upp- teknar við allt sem á að gera fyrir jólin. Tónlistarfólk sem færir okkur ljúfa tóna á aðventunni er einnig önnum kafið. Blaðamaður Skessu- horns fylgdist með Viðari Guð- mundssyni á Kaðalsstöðum í Borg- arbyggð í eina viku. Viðar er org- anisti, undirleikari, kennari í Tón- listarskóla Borgarfjarðar og ekki síst bóndi. Vikurnar fram að jólum eru nokkuð þéttskipaðar svo minni tími gefst til að knúsa konuna og börnin tvö, Guðbjart og Unni Ernu sem eru í fyrsta sæti í lífi Viðars, en tím- inn í fjárhúsunum bjargar því. „Ég er í barneignafríi svo ég kenni bara þrjá daga í viku,“ byrjar Viðar spjalfið. „Eg geri þetta svona til að treina fæðingarorlofið. Þá get ég verið í minni kennslu út kennsluárið. Það er misjafnt hversu snemma ég vakna, eftir því hvað liggur fyrir, en fótaferð hjá mér er svona ffá klukkan 7-9 á morgnana. Og þegar mikið er í gangi, eins og núna, myndi ég ekkert muna frá því í gær ef mín elskulega sambýliskona Barbara Guðbjartsdóttir héldi ekki dagbók,“ segir Viðar og hlær. 1. desember „Föstudagurinn var bara róleg- ur,“ heldur Viðar áffam. „Eg er ekki að kenna á föstudögum svo dagur- inn byrjaði á ferð í fjárhúsin. Það er ) I ómetanlegt að hafa þessar stundir í húsunum inn á milli. Við förum saman fjölskyldan og njótum þess að vinna saman og vera innan um skepnurnar. Eftir hádegið var æfing á Mið-Fossum fyrir mikla opnun á stórri reiðhöll, daginn eftir. Þegar því var lokið fór ég á Byggðasafnið í Borgamesi til að spila á stein- hörpuna fyrir Pál á Húsafelli. Þar voru nokkrir vinir mættir sem ákváðu að heiðra hann. Frábær stund. Þegar ég kom heim fóram við að leita að nokkrum kindum sem voru að beiða, því Barbara ætl- aði að sæða þær. Þá var þessum degi lokið og ég gat meira að segja knús- að konuna aðeins.“ 2. desember „Laugardagurinn var jafnvel enn betri en föstudagurinn. Það var óvenjulega lítill flækingur á mér þennan dag. Við fórum í fjárhúsin fyrir hádegi, notalegt eins og alltaf. Svo var að drífa sig í sturtu og bruna að Mið-Fossum til að spila við opnun á reiðhöllinni. Það var mjög gaman. Um kvöldið gerði ég nokkuð sem lengi hefur staðið til en það var að mæta á tónleika hjá Kammerkórnum í Reykholtskirkju. Þetta var ljómandi gott og ágætt að breyta til að vera stundum áheyr- andi en ekki flytjandi." 3. desember „Sunnudaginn byrjaði ég á því að fara upp að Skarðshömrum með hundinn til að smala fyrir ábúendur þar til klukkan fjögur. Við feðgarn- ir, pabbi og ég, erum oft fengnir í svona vinnu. Þetta heldur manni í formi. Eftir smalamennskuna fór ég út á Akranes til að spila tmdir hjá stúlknakór. Kvöldið fór svo í rollu- stúss.“ 4. desember „Mánudagurinn var þokkalegur, hvað varðar verkefni. Ég fór í fjár- húsin um morguninn. Svo fór ég að keyra fé sem hafði heimst daginn áður, til þeirra sem það áttu. Seinni partinn kíkti ég upp að Fróðastöð- um til að æfa með Unni og Astu Þorsteinsdætrum á steinhörpuna hans Páls á Húsafelli. Þær áttu að spila á hana með Freykjukórnum næsta föstudag [síðasta föstudag]. Þetta var skemmtilegt verkefrii. Um kvöldið var æfing í Reykholtskirkju. Þar er sameiginlegur kór að æfa fyr- ir tónleika Sparisjóðs Mýrasýslu sem verða 14. desember. Eg er und- irleikari hjá þeim.“ 5. desem- ber „Um morgun- inn fór ég að láta draga naglana úr hendinni á mér. Eg handar- brotnaði í haust og hef verið með nagla þar til í dag. Núna er ég að verða helv... góður. Svo fór ég að kenna og var við það til að verða þrjú. Skaust svo og keyrði eina heimkeyrslu á skólabörnum fyrir Jón Krist- leifsson á Sturlu Reykjum. Eftir það var mál að hitta Snorra á Fossum og hafa æfingu með honum. Eftir kvöldmatinn fór- um við síðan báðir á kóræfingu í Stafholti, þar sem ég er organisti og hann söngmaður.“ 6. desember „Byrjað á því að kenna í Tónlist- arskólanum í Borgarnesi. Svo þurfti ég aðeins að æfa mig fyrir jarðarför úti á Akranesi, en klukkan fimm átti ég að vera kominn upp í Bifföst til að spila í kveðjuhófi til heiðurs Runólfi Agústssyni ffáfarandi rekt- or. Það var tveggja tíma dinner spil. Venjulega er kóræfing með karla- kómum Söngbræðrum á miðviku- dögum, hún var færð til, svo ég gat farið út á Hvalfjarðarströnd til að ganga ffá ráðningu minni sem org- anisti í þremur kirkjum í prestakalli sr. Kristins Sigurþórssonar. Eg kem einnig til með að sjá um kórinn. Þetta verður nú bara eitthvað ffam á næsta sumar. 7. desember „Byrjaði á því að mæta í Tónlist- arskólann og kenna þar. Effir að heim var komið, gafst tími til að sinna búverkunum ögn. Eg fór og keyrði skít á tún og gaf svo kindun- um mínum. Við vorum saman í þessu fjölskyldan. Um kvöldið var æfing með systrunum á Fróðastöð- um og einnig Önnu Sólrúnu Kol- beinsdóttur á Stóra-Asi. Þær ætla allar að spila á steinhörpuna.“ 8. desember „Við tókum eiginlega vitlausa viku,“ segir Viðar skellihlægjandi, „þessi sem er að líða hefur verið óvenjulega róleg. En dagurinn í dag er kannski nokkuð dæmigerður, sérstaklega fyrir þennan árstíma. Eg var kominn út á Akranes klukk- an tíu í morgun til að æfa mig fyrir jarðarför sem þar var í dag. Klukk- an 12 var æfing þar með Jóhanni Friðgeir Valdimarssyni stórtenór, Raggi Bjarna kom klukkan 12:45. Við vorum skotfljótir, hann er pí- anisti sjálfur svo það var ekkert mál. Upp úr eitt mætti svo sönghópur- inn Vocal Mascularis og við æfðum þar til ég byrjaði að spila kl. 13:30. Eftir útförina fór ég upp í Borgar- nes þar sem ég mætti í söngtíma kl. 16. Eg er í söngtímum einu sinni í viku. Maður getur alltaf á sig blóm- um bætt. Svo þegar við erum búin hér, þarf ég að æfa mig og fer síðan á æfingu með karlakórnum Söng- bræðrum, sem er eins og ég sagði áðan, er venjulega á miðvikudög- um. Eg er undirleikari hjá þeim.“ Blaðamanni er hollast að hypja sig. Búinn að stela nóg af tíma Við- ars sem á effir að kíkja á einhverjar útsetningar og æfa sig, áður en far- ið verður á æfingu með Söngbræðr- um. Vika í lífi Viðars er sannarlega erilsöm, þrátt fyrir að hann segi að hún hafi verið ein af þeim rólegu. Skessuhorn óskar þessum mús- íkalska bónda, smala, skólabílstjóra, söngstjóra, organista, tónlistar- nema, kórstjóra og fjölskylduföður alls hins besta. BGK Viðar Guómundsson og Barbara Guðbjartsdóttir skima eftir fé í Þverárrétt í haust. I baksýn má m.a. sjá ritstjóra Skessuhoms.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.