Skessuhorn - 13.12.2006, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006
..miim..
Hópurinn sem lítskrifaðist sl. fimmtudag.
Fyrsti hópurinn útskrifaður
úr námskeiðinu Aftur í nám
Á fimmtudag útskrifiiðust fyrstu
nemendurnir af námskeiðinu „Aft-
ur í nám“ sem miðar að því að
hjálpa fólki með les- eða skrif-
blindu að takast á við nám og starf
með aðstoð réttu tækninnar. Um
er að ræða námstækifæri sem
bauðst íbúum á Vesturlandi í fyrsta
skipti nú í haust. Mímir símenntun
samdi námsskrá fyrir námskeiðið
en Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
sá um framkvæmd verkefnisins í
samstarfi við Símenntundarmið-
stöðina á Vesturlandi.
Inga Dóra Halldórsdóttir er
framkvæmdastjóri Símenntunar-
miðstöðvarinnar. Við útskriffarat-
höfn sem haldin var í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á fimmtudag
sagði hún að í þessarri námsskrá,
Aftur í nám, væri sérstaklega horft
til fullorðinna með les- og skrif-
blindu. Námið er 95 kennslu-
stunda langt og er metið til allt að
7 eininga í framhaldsskóla. Mark-
miðin með því eru sér í lagi að
nemandi þekki eðli lesblindu sam-
kvæmt aðferðafræði Ron Davis,
þeir auki færni sína í lestri og bæti
sjálfstraust sitt til náms. Engin
formleg próf voru lögð fyrir nem-
endur, þess í stað gengið út ffá því
að leiðbeinandi hafi þá færni að
meta frammistöðu hvers nemenda.
Á námskeiðinu voru kenndar 4
námsgreinar, þ.e. íslenska, tölvu-
og upplýsingatækni, sjálfsstyrking
og Ron Davis þjálfun í 40 kennslu-
stundir sem er uppistaðan í þessu
námi. Ron Davis þjálfunin er ein-
staklingsmiðuð og var hver og
einn nemandi í eina viku með
Davisráðgjafa. Einnig var boðið
upp á náms- og starfsráðgjöf í lok
námskeiðsins.
I haust hafa 13 nemendur stund-
að þetta nám, 11 þeirra útskrifuð-
ust nú formlega og 2 ljúka námi
síðar í þessum mánuði. Alls voru
leiðbeinendur þrír á námskeiðinu,
Davis-ráðgjafar voru 6, auk verk-
efhastjórans sem var Erla Olgeirs-
dóttir.
Hindranir yfirstignar
Inga Dóra beindi orðum sínum
til útskriftarnemanna: „Lesblinda
hefur löngum verið talin feimnis-
mál og margir eiga miður góðar
minningar úr skóla sökum þessa;
tossaskapur, heimska, aumingja-
skapur - orð sem eru greipt í huga
margra sem flosnuðu upp úr skóla
vegna lesblindu. Sem betur fer
hefur umræðan opnast og viðhorf-
ið breyst, en það þýðir það ekki að
þar með sé björninn unninn. Les-
og skrifblinda verður alltaf til stað-
ar en það er ekkert til að skammast
sín fyrir. Eins og þið vitið sem haf-
ið stundað þetta nám undanfarnar
vikur er hægt að tileinka sér
ákveðnar aðferðir til að yfirstíga
hindranir tengdar les- og skrif-
blindu. Það er ekkert sem ekki er
yfirstíganlegt og hingað eru þið
komin.“
Hún þakkaði starfsmönnum
Stéttarfélags Vesturlands,
Verkalýðsfélags Akraness, Borgar-
byggðar og Akraneskaupstaðar auk
Fjölbrautaskóla Vesturlands vel-
vild í garð þessa náms og aðstoð
við að vekja athygli á því.
Þakklát fyrir tækifærið
Fyrir hönd nemenda sem nú út-
skrifast flutti Þórður Sigurðsson
stutta tölu. Sagði hann að hópur-
inn væri afar þakklátur fyrir það
tækifæri sem þeim hefði boðist
með aðgengilegu námi af þessu
tagi. „Það var vel tekið á móti okk-
ur og námið gerði okkur öllum
mjög gott. Þeir sem glíma við les-
eða skrifblindu hafa stundum verið
kallaðir „vitleysingjar," en það
erum við að sjálfsögðu ekki frekar
en annað fólk. Þetta nám hjálpaði
okkur verulega og opnaði nýjan
heim fyrir okkur öll. Takk fyrir
það,“ sagði Þórður.
MM
Kynhegoun unglinga
svipuð en fleiri reykja
Rannsóknin Heilsa og lífskjör
skólanema er íslenskur hluti al-
þjóðlegrar rannsóknar sem tmnin
er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðis-
stofmmarinnar (WHO). Háskólinn
á Akureyri og Lýðheilsustöð standa
sameiginlega að ffamkvæmd rann-
sóknarinnar. Allir almennir skólar
landsins sem hafa nemendur í 6. 8.
eða 10. bekk, að sérskólum undan-
skildum, tóku þátt í könnuninni en
þeir voru 166 talsins. Um 11.800
nemendur svöruðu og var svarhlut-
fall nemenda um 86%. Þegar rýnt
er í rannsóknina kemur m.a. ffam
að drengir á Vesturlandi reykja
meira en aðrir og að kynhegðun
unglinga við lok grunnskóla er
svipuð og annarsstaðar í Evrópu.
Kynhegðun svipuð
og í Evrópu
I rannsókninni voru allir nem-
endur í 10. bekk á Islandi í fyrsta
skipti spurðir nokkurra spurninga
um kynhegðun sína. Þar kemur
ffam að 28% stráka og 36% stúlkna
hafa haft samfarir við lok grunn-
skólans. Langflestir segjast hafa haff
samfarir við einstakhnga af gagn-
stæðu kyni, en þó segjast 2% stráka
og 0,5% stelpna hafa haft samfarir
við einstakling af sama kyni.
Þessar niðurstöður eru í sam-
ræmi við fyrri rannsóknir á kyn-
hegðun unglinga í Evrópu. Hlut-
fall íslenskra stráka sem hafa haft
samfarir við lok 10. bekkjar er ná-
lægt meðaltali stráka annarsstaðar
í Evrópu. Islenskar stúlkur eru
hinsvegar líklegri til að hafa haft
samfarir við lok 10. bekkjar en
stallsystur þeirra í flestu öðrum
Evrópulöndum.
Vestlenskir drengir
reykja mest
I könnuninni er spurt um dag-
legar reykingar hjá stúlkum og
drengjum og þar kemur fram að
drengir á Vesturlandi eru lang at-
kvæðamestir í þeim ósóma eða um
4,1%. Reykvískir drengir koma
þar á eftir með 3,5% en skynsam-
astir virðast vera norðlenskir
strákar, en 1,4% af þeim reykja
daglega. Stúlkur hér á Vesturlandi
koma betur út en 1,4% af þeim
reykja daglega meðan reykvískar
dömur strompa sig allhressilega,
eða 4,4% þeirra. Að meðaltali
reykja 2,7% unglinga daglega hér
á Vestulandi meðan reykvískir
unglingar eru hæstir með 4,1%.
KH
Tvær blokldr í
byggingu í Borgamesi
Tvœr nýjar blokkir eni í byggingu í Borgamesi.
Byggingafyrirtækin
Sólfell ehf og PJ bygg-
ingar ehf. eru nú með í
byggingu sitt hvora
blokkina í Borgarnesi
með samtals 25 íbúð-
um. Sigurður Guð-
mundsson hjá Sólfelli
sagði í samtali við
Skessuhom að íbúðir í
blokk Sólfells yrðu 14
talsins og að þær yrðu
væntanlega tilbúnar í
vor eða næsta sumar. Eitthvað hef-
ur verið tekið ffá af íbúðum í hús-
inu.
Svipaða sögu hafði Pétur Jóns-
son hjá PJ byggingum að segja. I
blokkinni sem hann er að byggja
verða 11 íbúðir sem tilbúnar verða
heldur síðar, eða næsta sumar eða
haust. Hjá honum er einnig búið
að taka eitthvað ffá af íbúðum.
Allar blokkaríbúðirnar eru til sölu
hjá fasteignasölu Inga Tryggva-
sonar.
BGK
PISTILL GISLA
Glötuð hugmynd
Ég fékk í gær stórkostlega
hugmynd að efni í pistil. Svo
góða hugmynd að ég réði
mér ekki fyrir tilhlökkun að
setjast við skriftir. Gallinn var
hinsvegar sá að áður en til
þess kæmi þá gleymdi ég
þessari snilldarhugdettu og
þó líf mitt lægi við þá get ég
ómögulega rifjað það upp.
Það eina sem ég man er að
þarna var ég í andartak með í
kollinum eitthvað sem tví-
mælalaust hefði orðið tíma-
móta pistill. Þetta er líka af-
skaplega óþægileg tilfinning
að vita að maður hefur loks-
ins fengið góða hugmynd eft-
ir öll þessi ár en hefur ekki
hugmynd um hver hún var.
Þetta er svipað og þegar mað-
ur vaknar skælbrosandi í full-
vissu þess að mann hafi verið
að dreyma hreint dásamlegan
draum en hann er gjörsam-
lega þurrkaður út. Þetta er
líka svipað og að eiga
súkkulaði í læstum skáp og
lykillinn er týndur eða þá að
eiga fullan pakka af sígarett-
um en engan eld. Þetta er
með öðrum orðum djöful-
legt!
Það er líka til að bæta gráu
ofan á svart að ég er ekki með
neitt plan B. Það hefði
svosem sloppið að tapa af
þessari stórkostlegu hug-
mynd ef ég ætti á lager aðra
miðlungsgóða til að henda
inn í staðinn. Því er því mið-
ur ekki að heilsa. Ekki svo að
skilja að það sé vandamál að
finna eitthvað til að tuða yfir.
A hverjum degi eru vel á ann-
að hundrað hlutir sem fara í
taugarnar á mér. Sem opinber
starfsmaður verð ég t.d. alltaf
svolítið frústeraður þegar ég
les um menn sem hafa tutt-
ugu eða þrjátíu milljón krón-
ur í laun á mánuði en auðvit-
að er það bara öfund. I ein-
hverju blaðinu las ég hvar rit-
að hafði verið í hneykslunar-
tón um fótboltamenn sem
væru á forstjóralaunum. I
raun finnst mér þó enn
hneykslanlegra ef forstjórar
eru á fótboltamannalaunum
en það þýðir víst ekki að þusa
yfir því.
Það fer líka töluvert í taug-
arnar á mér að aka eftir göt-
um og vegum í gegnum salt-
skafla sem vissulega eru settir
þar af góðum hug. Engu að
síður lendi ég ffekar í því að
renna til í saltinu en
hálkunni. Einhvernveginn at-
vikast það líka alltaf þannig
að sjötíu prósent af þessu salti
endar utan á bílnum hjá mér
þannig að ég hef ekki undan
að dæla hundrað köllum í
bílaþvottasjálfsalanum í Borg-
arnesi sem n.b. er eini bíla-
þvottamöguleikinn sem þar er
í boði. Engu að síður er þó
skárra að vera með skítugan
bíl í Borgarnesi heldur en bil-
aðan því bílaverkstæðum er
ekki þar til að dreifa. Þar eru
hinsvegar hárgreiðslustofur í
öðru hverju húsi sem þjónar
mínum hagsmunum lítt.
Það eru hinsvegar rétt að
koma jól þannig að það er
ekki við hæfi að vera með ein-
hverja grefilsins geðvonsku
einn daginn enn. Því var það
kannski eins gott að ég
gleymdi því um hvað ég ætl-
aði að skrifa.
Gísli Einarsson,
búinn að gleyma