Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Side 14

Skessuhorn - 16.05.2007, Side 14
14 MIÐVTKUDAGUR 16. MAÍ 2007 §k)e£áiú'nK>M[ Háskóla- nám Búvísindi Hestafræði Náttúru- og umhverfisfræði Skógfræði og landgræðsia Umhverfis- skipulag Starfs- menntanám • Blómaskreytingar • Búfræði • Garðyrkju- framleiðsla • Skógur og umhverfi • Skrúðgarðyrkju- braut Umsóknarfrestur um skólavist fyrir skólaárið 2007- 8 er til 4. júní iO \ 5 Hvanneyri • 311 Borgarnes Sími 433 5000 www.lbhi.is Mælt með tillögum Kanon varðandi Brákarey Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar hefur samþykkt að mæla með því við sveitarstjórn að tillögur Kanon arkitekta um deiliskipulag í Brákarey verði sam- þykkt. Að sögn Björns Bjarka Þor- steinssonar forseta sveitarstjórnar verður tillaga nefndarinnar tekin fyrir á sveitarstjórnarfundi næst- komandi miðvikudag [í dagj og þá kemur í ljós hvort gengið verði til samninga við Kanon. „I tillögum arkitektanna er gert ráð fyrir bland- aðri byggð, bæði íbúðum, hóteli, menningarhúsi og fleiru. I þessum tillögum er ýtt undir sérstöðu eyj- arinnar. Hins vegar er þetta bara á Þrívíddarmynd af eyjunni skv. tillögu Kanon arkitekta. vinnslustigi og sem dæmi má nefna að það eru tíu eigendur að bygging- um í eyjunni, að sveitarfélaginu meðtöldu, svo að mörgu er að hyggja," sagði Björn Bjarki Þor- steinsson. A vef Borgarbyggðar og í Ráð- húsi sveitarfélagsins eru tillögur allra arkitektanna sýndar. I tillögum Kanon má sjá að gert er ráð fyrir byggingu við torg, raðhúsi með fimmtíu íbúðum, menningarhúsi allt að 1.500 fm. að stærð, strand- hóteli og útsýnisíbúðum. bgk Náttúrun'æðistofiiiin eklá í Borgarbyggð Umhverfisráðherra hefur fengið heimild frá ríkisstjórn Islands til að auglýsa eftir hentugu húsnæði til leigu fyrir Náttúrufræðistofnun Is- lands sem uppfyllir þörf stofnunar- innar fyrir almennan rekstur og vís- indasöfn. Ekki er talað um að það húsnæði verði í Borgarbyggð. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns buðu forsvarsmenn Borgarbyggðar húsnæði undir Náttúrufræðistofnun í byggðarlag- inu, nánar tiltekið á Hvanneyri. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að ekkert yrði af því að stofnunin sett- ist að í Borgarbyggð. Jónína Bjart- marz umhverfisráðherra hefur gef- ið það út að stofnunin yrði staðsett í Reykjavík og þessi auglýsing stað- festir það,“ sagði Páll. Náttúrufræðistofnun hefur nú aðsetur í Reykjavík og á Akureyri. Húsnæðisaðstaða stofnunarinnar er góð á Akureyri en í Reykjavík upp- fyllir hún ekki þær kröfur sem gera verður til starfsemi hennar. Stofh- unin er með aðstöðu fyrir allan al- mennan rekstur og sýningasafn að Hlemmi. Stofhunin flutti í húsnæð- ið til bráðabirgða en hefur verið þar síðan. Nú hefur ráðherra sem sagt fengið leyfi til að auglýsa eftir hent- ugu húsnæði, sem ekki veður í Borgarbyggð. bgk Hreinsunarátak í Grundarfirði Allar vöru að vera komnar á sína staði og verslunin tilbúin til opnunar á laugardaginn. Bónus opnar á Akranesi á laugardaginn Næstkomandi laugardag opnar Bónus nýja verslun við Þjóðbraut á Akranesi af svipaðri stærð og í Borgarnesi. Að sögn Þorsteins Böðvarssonar verslunarstjóra er verið að leggja lokahönd á allt. Búið að ráða starfsfólk, vörur að vera komnar á sína staði og verið að snyrta fyrir utan. „Við verðum með fullt af tilboðum í tilefni opnunar- innar og vonandi verður bara mik- ið að gera, því þannig viljum við hafa það,“ sagði Þorsteinn Böðv- arsson verslunarstjóri í samtali við Skessuhorn. bgk í næstu viku, dagana 21. - 25. maí verður hreinsunarátak í Grundarfirði. Starfsmenn áhalda- húss munu fara um bæinn og hirða rusl í sorppokum eða snyrtilega umbúið sem staðsett verður við lóðamörk. Bæjarbúar eru hvattir til þess að fjarlægja alla hluti sem hætt er að nota og eru ónýtir. Jarðvegs- gámur hefur verið staðsettur á Gi- lóseyrum fyrir ofan íþróttavöllinn. Þangað er hægt að fara með og losa gróðurúrganginn úr garðinum. Aðgengi að gáminum er auðvelt og hægt er að sturta beint úr kerrum í hann. A vef Grundarfjarðarbæjar kemur fram að talsvert hefur borið á því að möl úr innkeyrslum berist inn á götur bæjarins sem verða heldur ósnyrtilegar yfir að líta. Þar að auki skemmir mölin malbikið og gerir holur í það. Umráðamenn fasteigna sem þetta á við um, eru hvattir til þess að bæta úr þessu eins og mögulegt er. Innan skamms verður tilbúið ffá- lagssvæði við Hjallatún þar sem verður unnt að fá geymda hluti sem viðkom-andi eru ekki að nota en vilja ekki farga gegn gjaldi. I tilefni af átakinu verður gámastöðin í átaksvikunni opin til kl. 19.00 frá mánudegi til föstudags. kóp Meiri fiskafii í apríl en í fyrra Fiskafli í nýliðnum apríl var 120.663 tonn sem er rúmlega 36 þúsund tonnum meiri afli en í apríl 2006 en þá var aflinn 84.383 tonn. 32 þúsund tonna aukning kolmunnaafla vegur þyngst í aukn- ingu afla milli ára. Einnig var meiri botnfisksafli í apríl 2007 en í apríl 2006. Bomfisksaflinn í apríl 2007 var 51.167 tonn sem er tæplega 4 þúsund tonna aukning frá apríl í fyrra þegar botnfisksaflinn 47.375 tonn. Þorskafli var nánast sá sami nú og í apríl í fyrra eða rúmlega 17 þúsund tonn. Hinsvegar jókst ýsu- afli um 2 þúsund tonn milli ára og sama gildir um karfann. Heildarafli íslenskra skipa á árinu var kominn í tæplega 603 þúsund tonn í lok apr- íl 2007 en það er 129 þúsund tonn- um meiri afli en á sama tíma á síð- asta ári þegar heildaraflinn janúar - apríl var rúmlega 473 þúsund tonn. Aukning í afla milli ára er vegna meiri loðnu- og kolmunnaafla í ár. Nú þegar fjórir mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu eru eftirstöðvar botnfisksaflamarks meiri en á sama tíma á síðasta fiskveiðiári. Vekur þar sérstaka athygli að meiri afla- heimildir eru eftir í þorski þrátt fyr- ir að úthlutað var minna aflamarki í ár en á síðasta fiskveiðiári. Einnig vekur athygli slakur afli af grálúðu. Nánast ekkert hefur veiðst af rækju það sem af er ári. Aðeins hafa fjórir bátar verið á rækjuveiðum þar til í síðustu viku þegar nokkrir bátar til viðbótar fóru að reyna fyrir sér. kóp Þórisniðjastræti fær að halda gömlum heitum sínum Hús við götuna Tröð í Reykholti, sem sumir nefna Þórisniðjastræti eftir niðjum Þóris Steinþórssonar sem margir byggðu sér hús við þessa götu, fá að halda sínum gömlu heitum samkvæmt nýlegri samþykkt byggðaráðs Borgar- byggðar. Að sögn Páls S. Brynjars- sonar, sveitarstjóra var fyrir ríflega tveimur árum sett inn heiti á áður nefnda götu og húsin því númeruð við hana í fasteignamati, eins og víðast hvar er. Nú hefur sr. Geir Waage sem beneficiator í Reyk- holti sótt um að húsin fái að nota sín upprunalegu nöfn. Til gamans má geta þess að við götuna standa meðal annars Lyngholt, Þórsham- ar, Brennubær, Smiðjuholt, I véum og Lulluhús sem verða nú þannig skráð hjá Fasteignamati ríkisins. bgk Séra Geir Waage stendur hér viSfi'œðsluskilti um skógrækt í Reykholti sem stendur neðst við húsin í Þórisniðjastrteti.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.