Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Side 22

Skessuhorn - 16.05.2007, Side 22
22 SSESSU'lflölBR] MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2007 Safiiar leikföngum frá fyrri tíð og undirbýr nýtt safii þeirra Ingi Hans Jónsson, forstöðumað- ur Sögumiðstöðvarinnar í Grundar- firði tekur sér ýmislegt fyrir hendur. Meðal áhugamála hans er söfnun leikfanga ffá árunum 1950 til 1960. ,Mest eru þetta upptrekt leikföng sem ég er að leita að. Sum af þeim leikföngum sem ég hef fengið í hendumar fæ ég gefins og svo hef ég líka keypt þau á netinu. Þetta eru leikföng sem leystu af hólmi leikföng sem komu á efrir homum og skelj- um, sem böm léku sér að áður fyrr og hafa verið notuð í margar aldir,“ segir Ingi Hans. Hann segist nú vera að setja upp kjörbúð að gömlum sið í Sögusafn- inu og það verði m.a. bamvæn búð þar sem börn geti leikið sér að þess- um leikföngum, en söfri á Islandi em ekki bamavæn segir hann. „Þessi leikföng vora aðallega notuð í jóla- gjafir hér á áram áður, en það er mikið af stelpuleikföngum ril, vegna þess að stelpunar fóra betur með leikföng sín en strákamir. Þeir höfðu þá áráttu að rífa allt f sundur," sagði Ingi Hans sposkur á svip og bætir reyndar við að hann sjálfur hafi ekki verið nein sérstök fyrirmynd í þeim efnum. „Hugmyndina um versltm fékk ég á gamalli mynd í safrii Bærings Cecilssonar. Bæring hafði tekið mynd í verslun Þórðar hér í Grund- arfirði. Var Þórður kallaður Jóla- sveinnirm vegna þess að hann kom með frilla poka af leikföngum fyrir hver jól á þessum tíma og vora böm- in fljót að ffétta af því þegar ný leik- föng vora komin í verslun Þórðar. Þetta er saga leikfanga sem má ekki gleymast. Þetta vora sterk leikföng og milrið notuð og era enn vinsæl þó komin sé önnur öld,“ sagði Ingi Hans Jónsson að lokum. af Ingi Hans með leikfóng sem voru vinsiel í kringum 1960. Hér heldur hann á DC-3 flugvél og á horðinu er gijmul, upptrekkt bringekja. Vilja anka silungsveiði í Borgarbyggð Silungsveiði í sveitarfélaginu Borgarbyggð var umræðuefni á opnum fundi atvinnu- og markaðs- nefridar sveitarfélagsins sem hald- inn var á þriðjudag í liðinni viku. Eins og fram hefur komið í Skessu- homi var tilgangur fundarins að kanna vilja og áhuga heimamanna á að auka möguleika á silungsveiði í sveitarfélaginu og um leið nýta bet- ur þau hlunnindi sem í þeim era fólgin. Atvinnu- og markaðsnefrid hefur um skeið verið að skoða þessa möguleika en segja má að hug- myndin sé komin ffá Sigurði Má Einarssyni hjá Veiðimálastofriun og einnig úr skýrslu Landsambands veiðifélaga um vannýtt tækifæri í silungsveiði. A fundinum fluttu þeir Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur og Magnús Olafsson, formaður sil- ungsveiðinefndar Landssambands veiðifélaga erindi og að þeim lokn- um vora umræður. Niðurstaða fundarins var sú að skipaður verður vinnuhópur til að kanna möguleika á að auka silungsveiði í Borgar- byggð. I þeim hópi verða fulltrúar landeigenda, Landssambands veiði- félaga, Veiðimálastofnunar, at- vinnu- og markaðsnefndar og hugsanlega frá Stangveiðifélagi Borgarness. Langflestir þeirra sem tóku til máls vora bjartsýnir á að hægt væri að auka verðmæti þeirrar auðlindar sem í silungnum felst. I Mýra- og Borgarfjarðasýslu einni era alls 260 stöðuvöm sem era stærri en 10 ha, þar af era 22 stærri en 100 ha. Um 55 þúsund Islend- inga stunda stangaveiði að ein- hverju marki og um 5.000 útlend- ingar koma til landsins árlega, gagngert til silungsveiða. mm B0RGARBYGGÐ Samþykkt deiliskipulags fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59, Borgarnesi, Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 8. mars 2007, deiliskipulag fyrir Borgarbraut 55, 57 og 59, Borgarnesi. Tillagan var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn sveitarstjórnar. Deiliskipulagið var samþykkt með þeirri breytingu að hámarksvegghæð bygginga á lóðunum var lækkuð lítilsháttar og takmörk sett á hæð lyftuhúss. Hámarkshæð (salarhæð) annarra hæða en þeirrar fyrstu og þeirrar efstu var lækkuð lítillega og hámarkshæð (salarhæð) efstu hæða var hækkuð lítillega. Einnig var samþykkt að Kveldúlfsgata, á kaflanum frá Kjartansgötu að Borgarbraut, verði mjókkuð í 7,5 m í stað 6 m og kveðið var á um að Borgarbraut, á kafla frá Dvalarheimili að Böðvarsgötu, verði ekki mjórri en 7,5 m. Skipulagsstofnun hefur afgreitt deiliskipulagið. Frekari upplýsingar gefur forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. 5 Hverjum þeim sem telur rétti sínum hallað með samþykkt þessari er heimilt { að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, sbr. 8. i gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Kærufrestur er einn mánuður * frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Borgarnesi 15.05.2007 Sveitarstjóri Borgarbyggðar Brúin í dag, hlaðni bogin sést vel. Brúin yfir Bláskeggsá 100 ára Vegagerðin hefrir unnið kostnað- armat vegna lagfæringa og breyt- inga á brúnni yfir Bláskeggsá í Hvalfirði. Brúin var byggð árið 1907 og á því 100 ára afmæli um þessar mundir. Gert er ráð fyrir að kostnaður við verkið verði 9,5 milljónir kr. I matinu kemur fram að um óhefðbundið verkefni sé að ræða og engin venjuleg einingaverð gildi um það. Starfshópur hefur fjallað um málefrii brúarinnar en í honum situr Arnheiður Hjörleifs- dóttir fyrir hönd Hvalfjarðarsveit- ar, ásamt fulltrúa Vegagerðarinnar og Fornleifaverndar ríkisins. Ein milljón var lögð í verkið á fjárlög- um og Hvalfjarðarsveit hefur einnig samþykkt að styrkja það. Vonast er til að hægt verði að lag- færa brúna á afmælisárinu. Brúin var byggð árið 1907 sem breiður bogi á undirstöðum úr hlöðnu grjóti. Boginn var jarðfyllt- ur til að vegurinn héldi jafnri hæð )dir brúna og steyptar hliðar utan á hann til að halda jarðfyllingunni á honum. Brúin var í notkun til árs- ins 1951 en þá var vegurinn færður niður að sjó. Lengi vel var talið að hún væri elsta járnbenta stein- steypta brúin á landinu, en við rannsókn sumarið 2006 kom í ljós að engin járnalög eru í eldri hluta bogans. kóp Brúin fljótlega eftir að hún var reist. Horftyfir Bláskeggsá. B0RGARBYGGÐ STARF UMSJÓNARMANNS Á GÆSLUVELL Starf umsjónarmanns gæsluvallarins að Skallagrímsgötu 7 er laust til umsóknar. Um er að ræða 50% starf í einn mánuð, við gæslu og umönnun 2ja til 6 ára barna, skv. reglum um gæsluvöllinn. | Gæsluvöllurinn verður opinn eftir hádegi frá 16. júlí til ] 10. ágúst. í Æskilegt er að umsækjandi hafi uppeldismenntun eða mikla reynslu og góð meðmæli úr sambærilegum störfum. Umsóknarfrestur er til 25. maí 2007. Nánari upplýsingar veitir fræðslustjóri, í síma 433-7100 eða á netfanginu asthildur@borgarbyggd.is.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.