Skessuhorn


Skessuhorn - 16.05.2007, Side 26

Skessuhorn - 16.05.2007, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 2007 SSESStíHQBiJ f^etininn^ Byggjum nýja kirkju Akraneskirkja var vígð 23. ágúst árið 1896 eða fyrir nær 111 árum og hefur þjónað hlutverki sínu með sóma enda eitt fegursta guðshús sem á Islandi stendur. Á þessum langa notkunartíma hefur henni verið vel við haldið, gerðar hafa verið endurbætur á henni t.d. byggt við hana skrúðhús árið 1965, skipt um kirkjuturn árið 2002 og leitast hefur verið við að breyta ekki upp- runalegu útliti hennar og er það vel. Akraneskirkja rúmar tæplega 200 manns í sæti, þar af eru um 50 sæti á efri hæð og dugar því vel í þeim athöfnum þar sem gestir kirkjunnar eru ekki fleiri. Hinsvegar eru á hverju ári nokkr- ar útfarir í Akraneskirkju sem eru mjög fjölmennar og getur þá fjöldi gesta orðið á bilinu 500-600, þá er Akraneskirkja auðvitað þétt setin og einnig safnaðarheimilið Vina- minni þar sem að sett er upp að- staða fyrir þá gesti sem ekki komast fyrir í kirkjunni. Undirritaður vill því varpa þeirri spumingu til sóknarnefndar Akra- neskirkju hvort að ekki sé rétt að fara að huga að byggingu nýrrar kirkju sem að rúmað getur þann fjölda syrgjenda sem að sækja útfar- ir hér á Akranesi. Greinarhöfundur gerir sér grein fyrir að þó svo að hafist yrði handa við byggingu nýrrar kirkju á þessu ári þá verðum við að gera okkur að góðu þá að- stöðu sem að við búum við í dag í nokkur ár enn og leggur því til að safnaðarheimilið verði enn betur útbúið fyrir syrgjendur. Salur safn- aðarheimilisins verði notaður sem fyrsti valkostur (ekki anddyrið) og þar verði hægt að sjá fleiri sjónar- horn frá útförinni, t.d. flytjendur tónlistar og hljóðkerfi yrði endur- hannað og endurnýjað. Greinarhöfundur hefur verið meðlimur í athafnakór Akranes- kirkju undanfarin ár og vill bera lof á starfsfólk Akraneskirkju sem hef- ur unnið frábært starf við oft á tíð- um þröngar aðstæður. Halldór Hallgrímsson Akranesi ~f*enninn—. Framsóknarflokkurinn fékk skýr skilaboð firá kjósendum Kosningaúrslitin era einstaklega skýr skilaboð kjósenda til Fram- sóknarflokksins og forystu hans. Þegar fækkar um 5 þingmenn þeir fara úr 12 í 7 og formaður flokksins og ráðherra flokksins ná ekki kjöri þá ættu skilaboðin að vera alveg skýr. Hugmyndir um áffamhald- andi samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn við þessar aðstæður eru fráleit- ar. Framsóknarflokkur er m.a. að tapa fylgi vegna þess að áherslur Sjálfstæðisflokksins hafa verið ráð- andi í samstarfinu. Samstarf við VG eru út í hött. Formaður VG og fleiri í þeim flokki hafa notað hvert tækifæri sem boðist hefur á liðnu kjörtíma- bili til þess að ausa svívirðingum yfir Framsóknarflokkinn og for- ystumenn hans. Framsókn á enga samleið með því fólki. Fyrir kosningar og á kosninga- nóttina talaði formaður flokksins alveg skýrt, m.v. horfur um niður- stöðu kosninganna væri þátttöku Framsóknarflokksins í ríkisstjórn lokið. Við þetta á að standa. Verði það ekki gert hefur forysta flokks- ins endanlega sagt skilið við gras- rótina og kjósendur. Að horfast ekld í augu við skila- boð kjósenda er upphafið af enda- lokum Framsóknarflokksins. Flokkurinn á að vera utan stjórnar, vera í stjórnarandstöðu. Nú er tími til þess að horfa til baka, meta stöð- una, skipuleggja starf flokksins og stefnu. Undirbúa flokkinn til nýrr- ar sóknar þar sem markið verði sett á að ná aftur 12-15 þingmönnum. Höfundur hefur lengst af stutt Framsóknarflokkinn og hefur trú á stefnumálum hans. Borgamesi 15. maí 2001. Guðsteinn Einarsson Borgamesi. Slökkvibúnaður fyrir þyrlur afhentur Landhelgisgæslunni Landhelgis- gæslan hefur fengið búnað til að nota í þyrlum Landhelgisgæsl- unnar sem er sér- staklega hannaður til að slökkva gróðurelda. Um er að ræða sér- hannaða fötu sem notuð er í þess- um tilgangi. Hiín rúmar alls 2000 lítra af vatni. Brunamálamálastofn- un hafði ffumkvæði að því fyrir nokkru að kaupa þennan búnað og óskaði eftir liðsinni Skógræktar ríkisins, Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Landhelgis- gæslunnar. Úr varð að þessar stofnanir skiptu með sér kostnaðin- um og hefur búnaðurinn verið af- hentur Landhelgisgæslu Islands. Að sögn Björns Karlssonar, brunamálastjóra hafði Brunamála- stofnun forgöngu um að láta þýða kennslubók um viðbrögð við gróð- ureldum en Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag ís- lands fjármagnaði útgáfu bókarinnar. Bókin verður not- uð verður til að mennta viðbragðs- aðila um slökkvi- starf þegar gróður- eldar eiga sér stað og er ætlunin að gera sérstakt átak í fræðslu hvað þetta varðar. I haust mun svo sænskur sérfræðingur koma til landsins og halda námskeið fyrir þyrluáhafnir og stjórnendur slökkviliða á landi um hvernig best sé að nýta búnaðinn til að slökkva gróðurelda. Björn Karlsson brunamálastjóri segist vera mjög ánægður með samstarfið við stofiianirnar sem að- stoðuðu við kaup á búnaðinum enda er mikilvægt, sérstaklega í ljósi eldanna á Mýrum í fyrra, að slíkur búnaður sé til staðar hjá Landhelgisgæslunni. mm Söfhuðu fyrir RKI Þessar duglegu stelpur héldu tombólu í Borgamesi jýrir skömmu og söfiiðu 3351 kr. Af- rakstrinum var skilað til Borgarfjarðardeildar Rauða Kross Islands til góðra verka. Stöllumar heita Guðrún Hildur Hauksdóttir og Erla Björk Kristjánsdóttir. mm f*mninn^~ Hvemig gekk í samræmdu prófunum og hvað svo? Eftir álags- tímá sam- ræmdu próf- ana er nú á m ö r g u m h e i m i 1 u m ákveðinn léttir en um leið mikil eft- irvænting um einkunnir og náms- mat að lokinni 10 ára grunnskóla- göngu barnsins. Nemendur hafa nú aukið valfrelsi í námi í samræmi við áhuga og framtíðaráform sem byggir á einkunnum eða námsmati sem miðast oftast við þá vinnu sem þeir hafa lagt í námið. Varðandi af- rit af prófum þá er hægt að fá Ijósrit af prófaheffinu með svörum nem- andans. Foreldrar þurfa að fara inn á namsmat.is og ná þar í eyðulað sem þeir skrifa undir og senda Námsmatsstofhun. Nú í byrjun maí eru nemendur að fá bréf með leiðbeiningum frá menntamála- ráðuneyti ásamt veflykli sem veitir þeim persónulegan aðgang að inn- ritun í framhaldsskóla sem fer ffarn 14. maí til 11. júní. Reglugerðar- dagurinn á því hvenær einkunnir á samræmdum prófum eigi að vera tilbúnar er 2. júní. Foreldrar/forráðamenn nemenda 10. bekkjar fá einnig bréf frá ráðu- neytinu með upplýsingum um inn- ritunina. Til að sækja um er hægt að nýta allar tölvur með netaðgangi, til dæmis í grunn- og framhaldsskól- um segir í fréttatilkynningu frá Menntamálaráðuneytinu. Umsækj- endur sem luku grunnskólanámi árið 2006 eða fyrr þurfa að sækja sér veflykil á menntagatt.is. Þann 14. maí var opnað fyrir rafræna innrit- un á skólavef menntamálaráðuneyt- is, www.menntagatt.is Allar umsóknir um nám í dag- skóla eru rafrænar. Sótt er um á netinu og berast umsóknirnar beint til upplýsingakerfa framhaldsskól- Við útfyllingu umsóknar er fram- haldsskóli valinn ásamt skólum til vara, sem og námsbraut og önnur þjónusta sem er í boði í einstökum skólum. Nemendur 10. bekkjar geta breytt eða afturkallað umsókn- ir allt þar til lokað verður fyrir skráningu á miðnætti mánudaginn 11. júní 2007. Frá og með 15. júní geta umsækjendur opnað umsóknir sínar aftur og fylgst með afgreiðslu þeirra. Geti skóli ekki orðið við umsókn verður hún send í skóla sem nemandi valdi til vara. Þegar allar umsóknir hafa verið afgreiddar fá nemendur bréf með upplýsing- um um afgreiðsluna. Nemendur þurfa að staðfesta veitta skólavist með greiðslu innritunargjalds. Nú hafa nemendur góðan tíma til að ganga frá umsóknum og nýir möguleikar opnast til að tengja inn- ritunina við námsráðgjöf. Akveðin inntökuskilyrði eru fyrir náms- brautir í framhaldsskóla og er nauð- synlegt að foreldrar fari vel yfir um- sóknirnar með börnum sínum og lesi vel yfir bréfið frá ráðuneýtinu. Ef nemendur eru mjög óvissir um sitt námsval eða vilja fá nánari upp- lýsingar um námsframboð eða um- sóknarferlið er gott fyrir þá að snúa sér til námsráðgjafa. Þá er gott fyr- ir foreldra að setjast niður með unglingum sínum og ræða mögu- leikana og áhugasvið þeirra. Fyrir foreldra barna sem nú vora að ljúka 9. bekk og þurfa að ákveða sig fyrir næsta skólaár inn hvaða samræmd próf þeir ætla að taka og um valfög í 10. bekk er vert að benda foreldrum á að kynna sér hvað er í boði og hafa samráð við námsráðgjafa í grunnskólunum. Einnig er hægt að fá ýmsar upplýs- ingar um samræmd próf á www.namsmat.is. Gott er að gera þetta með góðum fyrirvara, helst strax að hausti. Þannig geta foreldr- ar lagt sig fram um að styðja böm sín þegar þau huga að framtíð sinni. Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.