Fréttablaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 1 0 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Besta verðið með áskrift Kynntu þér spennandi leikár á borgarleikhus.is ÍÞRÓTTIR Frjálsíþróttasamband Íslands, FRÍ, hefur þurft að afþakka mótshald í Laugardalnum og nýlega hafa orðið slys í lendingu í stangar- stökki vegna skorts á rými og frá- gangi við lendingarsvæði. Það er ekki aðeins KSÍ sem berst fyrir nýjum keppnisvelli. Í Laugardal er einnig að finna íþróttahöll sem stenst ekki alþjóð- lega staðla og er á undanþágu og FRÍ vill fá nýjan keppnisvöll enda er frjálsíþróttaaðstaða í Laugar- dal óboðleg að mati Freys Ólafs- sonar, formanns sambandsins. „Okkar krafa er að hafa átta brauta völl í Laugardal. Ég á von á því að það sé betra fyrir báða aðila að vera með sitthvorn völlinn.“ Nánar er fjallað um aðstöðuleysið í íþróttum dagsins. – bb / sjá síðu 10 Slysahætta og mót afþökkuð Freyr Ólafsson, formaður FRÍ. STJÓRNMÁL Samþykkt þriðja orku- pakkans á Alþingi þann 2. septem- ber síðastliðinn virðist ekki hafa haft mikil áhrif á hið pólitíska landslag sem hefur verið að teikna sig upp síðustu mánuði. Sjálfstæðisf lokkurinn mælist stærstur og er eini f lokkurinn með yfir 20 prósenta fylgi. Fimm flokkar fylgja í hnapp á eftir en Framsókn virðist eiga erfiðara uppdráttar. Í nýrri könnun sem Zenter rann- sóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is 5. til 9. september síð- astliðinn, þremur til sjö dögum eftir að þingið samþykkti orkupakkann, kemur í ljós að aðeins kjósendur Miðf lokksins, Sósíalistaf lokksins og Flokks fólksins, telja orkupakk- ann skipta miklu máli um hvað þeir myndu kjósa. Níu af hverjum tíu þeirra sem sögðust myndu kjósa Miðflokkinn segja orkupakkamálið í þinginu hafa haft mikil áhrif á hvaða flokk þeir myndu kjósa. Að sama skapi telja tveir af hverjum þremur fylg- ismanna Flokks fólksins hið sama, að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi haft mikil áhrif á að þau velji þann flokk. Þessir f lokkar eru hins vegar ekki að bæta stórkostlega við sig fylgi á milli kannana og því líklegt að málið breyti ekki landslaginu. Framsóknarf lokkurinn virðist vera að dragast aftur úr hinum f lokkunum á þingi, utan Flokks fólksins sem hefur ekki mælst með þingmann í nokkuð langan tíma. Framsóknarf lokkurinn mælist nú með 6,2 prósentustig og er það tveimur prósentustigum minna en í síðustu mælingu og fjórum pró- sentustigum minna en hann var með í síðustu kosningum þegar f lokkurinn fékk 10,7 prósent atkvæða. Einnig virðist hann vera að hverfa af höfuðborgarsvæðinu, mælist þar aðeins með um tveggja prósenta fylgi þar sem flestir íbúar landsins búa. Verði niðurstöður næstu alþingis- kosninga  í samræmi við þessa könnun fækkar flokkum á þingi um einn og ríkisstjórnin fellur. Því er líklegt að þingveturinn, sem hefst í dag, verði nokkuð harð- ur og þingmenn takist mikið á um stóru málin áður en kosið verður, líklegast, vorið 2021. – sa / sjá síðu 4 Stóra myndin breytist ekki þrátt fyrir orkupakkann Framsóknarflokkurinn á undir högg að sækja samkvæmt nýrri könnun Zenter rannsókna og mælist nú með rétt rúmlega sex prósenta fylgi. Meðal annarra flokka stendur fylgið að mestu í stað. Ríkisstjórnin myndi falla yrðu þetta niðurstöður kosninga. Þing kemur saman í dag þegar kjörtímabilið er hálfnað. Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu voru einbeittir á lokaæfingunni fyrir leikinn gegn Albaníu sem fram fer í Elbasan klukkan 18.45 í kvöld að íslenskum tíma. Fyrir leikinn er Ísland í þriðja sæti riðilsins í undankeppni EM 2020 með jafnmörg stig og Frakkland og Tyrkland og leikurinn í kvöld því afar mikilvægur upp á framhaldið. MYND/HAFLIÐI BREIÐFJÖRÐ 6,2% prósenta fylgi mælist Fram- sóknarflokkurinn með í nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið 1 0 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B B -8 B 1 4 2 3 B B -8 9 D 8 2 3 B B -8 8 9 C 2 3 B B -8 7 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.