Fréttablaðið - 10.09.2019, Page 4

Fréttablaðið - 10.09.2019, Page 4
Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook 30% afsláttur á Heliosa hiturum HELIOSA hitarar henta bæði innan- og utandyra. Helstu kostir HELIOSA hitara eru: • Hitna strax • Með fjarstýringu • Vatnsheldir og menga ekki Flísabúðin 30 ÁRA 2018 Margar gerðir til á lager. Hvítir og svartir. STJÓRNMÁL Jón Gunnarsson þing­ maður og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, hafa þegar kynnt um framboð sitt til ritara Sjálfstæðisflokksins. Vala Pálsdóttir, formaður Landssam­ ba nd s Sjá lfst æðis­ k ven na , k a n na r nú landið meðal f l o k k s m a n n a og íhugar alvar­ lega að bjóða sig fram. Eyþór Arnalds, odd­ viti Sjálf­ stæðis­ manna í borg­ Stefnir í mikla baráttu um embætti ritara hjá Sjálfstæðisflokknum inni, íhugar einnig að bjóða sig fram, samkvæmt öruggum heim­ ildum blaðsins. Staða ritara í forystusveit Sjálf­ stæðisflokksins er laus eftir að Ás­ laug Arna Sigur björns dóttir tók við embætti dómsmálaráðherra en samkvæmt reglum flokksins getur ritari ekki setið sem ráðherra. Verður því kosið um nýjan ritara á f lokksráðs­ fundi Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið boðaður þann 14. september næstkomandi. – ósk Jón Gunnars son. Áslaug Hulda Jónsdóttir. Eyþór Arnalds. Vala Pálsdóttir 30% 25 20 15 10 5 ✿ Hvaða lista myndir þú kjósa ef kosið yrði nú? n Kosningar 2017 n 27. júní n 26. júlí n 9. september ANNAÐ n 2017 n 27. jún n 26. júl n 26. sept Sjálfstæðisflokkur 25,3% 22,6% 20,5% 21,5% Samfylkingin 12,1% 14,1% 14,4% 13,9% Miðflokkurinn 10,9% 9,8% 13,4% 12,9% Vinstri græn 16,9% 13,1% 12,9% 12,5% Píratar 9,2% 15,2% 12,3% 12,3% Viðreisn 6,7% 9,9% 10,6% 11,4% Framsóknarflokkur 10,7% 7,1% 8,2% 6,2% Flokkur fólksins 6,9% 4,3% 3,2% 4,0% Aðrir 1,5% 3,8% 4,6% 5,2% Kosið verður um nýjan ritara á flokksráðsfundi sem haldinn verður næstu helgi STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur með rúmlega tuttugu prósenta fylgi og fimm f lokkar koma svo í hnapp með um tíu til fimmtán prósenta fylgi. Athygli vekur að Framsóknar­ flokkurinn dregst aftur úr hinum flokkunum og mælist nú rétt ofan við fimm prósenta markið. Níu af hverjum tíu þeirra sem sögðust myndu kjósa Miðflokkinn segja orkupakkamálið í þinginu hafa haft mikil áhrif á sig. Tveir af hverjum þremur fylgismönnum Flokks fólksins segja hið sama, að atkvæðagreiðslan í þinginu hafi haft mikil áhrif á að þau velji þann f lokk. Því má segja að stuðnings­ menn þessara flokka séu mun meira að velta fyrir sér orkupakkanum en aðrir kjósendur. Þetta mál virðist ekki hafa nein stór áhrif á aðra flokka. Framsóknarf lokkurinn virðist ekki vera að ná vopnum sínum eftir nokkuð erfiða tíma þegar f lokkurinn klofnaði og Miðflokk­ urinn varð til. Framsókn mælist nú með 6,2 prósent fylgi og hefur ekki mælst svo lítill á landsvísu. Í síðustu könnun mældist f lokkurinn með rúmlega átta prósenta fylgi og tapar því tveimur prósentum. Til saman­ burðar fékk Framsóknarflokkurinn fylgi 10,7 prósenta landsmanna í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisf lokkurinn mælist með 21,5 prósenta fylgi. Hefur hann nú mælst milli 22,5 og 20,5 í þremur könnunum í sumar. Aftur á móti fékk hann 25,3 prósenta fylgi í kosningunum árið 2017. Samfylkingin mælist með um 14 prósenta fylgi og hefur það lítið hreyfst í síðustu þremur mælingum. Flokkurinn fékk 12 prósent í síðustu kosningum. Raunar má segja um Samfylk­ ingu, Vinstri græn, Miðflokk, Við­ reisn og Pírata að f lokkarnir raði sér í einn hnapp. Vikmörk f lokk­ anna gefa til kynna að ekki sé mark­ tækur munur á milli allra þessara fimm flokka. Viðreisn er sá flokkur sem hefur stækkað hvað mest. Nú mælist hann með 12,3 prósent fylgi Framsókn er komin í erfiða stöðu Umræðan um orkupakkann virðist ekki hafa áhrif á stóru myndina í íslenskum stjórnmálum. Viðreisn, Píratar og Samfylking hafa unnið með ágætum saman í stjórnarandstöðu og er líklegt að þessir flokkar reyni stjórnarsamstarf með öðrum flokkum eftir næstu kosningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Um könnunina: Könnunin var gerð 5. - 9. september. Send var könnun á könnunarhóp Zenter rann- sókna, 18 ára og eldri á Íslandi. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Úrtaksstærð var 2.100 og var svarhlutfall könnunarinnar 52 prósent. Lagðar voru allt að tvær spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmála- flokka. Allir voru spurðir hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Þeir sem svöruðu „Veit ekki,“ við þeirri spurningu voru næst spurðir hvaða flokk þeir væru líklegastir til að kjósa. og hefur tvöfaldað fylgi sitt á tveim­ ur árum. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 6,7 prósent. „Þessi mynd hefur verið að birtast upp á síðkastið þar sem fylgið dreif­ ist mjög jafnt milli margra f lokka. Nú er þing að hefjast og við munum halda áfram þeim málflutningi uppi Ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meiri- hluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex pró- senta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. sem við höfum verið kosin til,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylk­ ingarinnar. „Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta þing þróast þar sem við erum hálfnuð með kjör­ tímabilið. Því er ekki ólíklegt að flokkar horfi í kringum sig og máti hugmyndir sínar hver að öðrum.“ Ef fylgið á höfuðborgarsvæðinu er skoðað, þar sem búa um tveir af hverjum þremur íbúum landsins, kemur í ljós að að Framsóknar­ flokkurinn á virkilega undir högg að sækja. Hann mælist nú með 2,2 prósenta fylgi á svæðinu og mælast til að mynda Flokkur fólksins og Sósíalistaf lokkurinn með meira fylgi þar. Einnig breytist fylgi Miðflokks­ ins gríðarlega þegar aldur er skoð­ aður. Í hópnum 65 ára og eldri mælist Miðf lokkurinn með 22 prósenta fylgi. Hins vegar mælist flokkurinn aðeins með 1,3 prósenta fylgi í yngsta aldurshópnum, átján til 24 ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, for­ maður Framsóknarf lokksins, gaf ekki kost á viðtali í gær þegar eftir því var leitað. sveinn@frettabladid.is 1 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B B -A 3 C 4 2 3 B B -A 2 8 8 2 3 B B -A 1 4 C 2 3 B B -A 0 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.