Fréttablaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sighvatur
Arnmundsson
sighvatur@frettabladid.is
Það er
hættulegt til
lengri tíma í
lýðræðisríki
að almenn-
ingur treysti
ekki grunn-
stofnunum
lýðræðisins.
Gúndi á Bessastaði?
Forsetakosningar fara fram á
næsta ári og erfitt er að sjá að
nokkur eigi möguleika á að
velta Guðna Th. Jóhannessyni
úr sessi. Um áratuga skeið þótti
það ekki við hæfi að bjóða
sig fram gegn sitjandi forseta
en breyting hefur orðið á. Á
föstudag skoraði varaformaður
Íslensku þjóðfylkingarinnar
á Guðmund Franklín Jónsson,
hótelstjóra í Danmörku og
sérlegan utanríkismála gúru
Útvarps Sögu, til að bjóða sig
fram. Í kjölfarið stofnaði Guð-
mundur „læk-síðu“ á Facebook
sem vekur grunsemdir um að
kallinu verði svarað enda áður
sýnt embættinu áhuga.
Píratar í fortíðinni
Píratar eru f lokkur sem státar
sig af þekkingu á gangverki int-
ernetsins. Ungt fólk sem lifir og
þrífst í hinum stafræna heimi.
En þegar heimasíða f lokksins er
skoðuð mætti halda að maður
hefði óvart rambað inn á vefsafn
Háskóla Íslands. Þar er allt að
finna um frambjóðendur og
stefnumálin frá árinu 2017. Fyrir
áhugamenn um stjórnmálasögu
er þetta prýðileg upprifjun um
löngu horfna þingmenn eins og
Einar Brynjólfsson og Evu Pan-
dóru Baldursdóttur. Einnig er
skemmtilegt að rifja upp tveggja
ára gömul skuggafjárlög. En
fyrir tölvunördaf lokkinn
sjálfan er þetta í besta falli pín-
legt. kristinnhaukur@frettabladid.is
Ein áskorun hátækni- og hugverkafyrirtækja er að sækja hæfileikaríkt fólk með sérfræði-þekkingu á fjölbreyttum sviðum, og íslensk
fyrirtæki eru þar ekki undanskilin. Það er ekki að
ástæðulausu að fyrirtæki af ýmsum stærðum og í
fjölbreyttum atvinnugreinum eigi rætur sínar að
rekja til Íslands og að ný spretti upp hér á landi.
En til þess að bæði sprotar og stærri fyrirtæki
haldi áfram að vaxa og dafna, er öflugt hugvit og
ríkur mannauður nauðsynlegt. Að sama skapi er
fjölbreytileiki einstakur styrkleiki fyrir fyrirtæki,
ekki síst þeirra sem hugsa stórt – hvort sem það er
í markaðssókn eða uppfinningum. Samhliða því
að efla enn frekar þekkingu og færni ungs fólks og
þeirra sem eru nú þegar á atvinnumarkaði hér á
landi, getur aðgangur að alþjóðlegum mannauðs-
markaði verið stökkbretti fyrir íslensk fyrirtæki að
frekari vexti og verðmætasköpun.
Forsenda þess að laða að hæfileikaríka einstakl-
inga er að þessi markaður sjái Ísland sem ákjósan-
legan stað til búsetu og vinnu. Nýr vefur, Work
in Iceland, heildstæð upplýsingagátt á ensku er
framfaraskref á þeirri vegferð að efla samkeppnis-
hæfni hátækni- og hugverkaiðnaðar hér á landi. Á
vefnum er hægt að nálgast allar upplýsingar um það
ferli að flytja til Íslands vegna vinnu auk þess sem
kostir þess að búa á Íslandi eru reifaðir. Vefurinn
er liður í því mikilvæga verkefni að fá sérfræðinga
til landsins sem stuðla að enn frekari uppbyggingu
á innlendri þekkingu og getu, og áframhaldandi
nýsköpun á ýmsum sviðum, enda stendur fjöldi
íslenskra fyrirtækja frammi fyrir spennandi tæki-
færum til vaxtar og framfara í þágu samfélagsins.
Opnun þessarar nýju upplýsingagáttar er upp-
hafið að vegferð og samstarf atvinnulífsins og
stjórnvalda er einkar mikilvægt til að ná enn meiri
árangri á sviði hátækni- og hugverkaiðnaðar. Það
mun skila sér í auknum útflutningi á þessu sviði,
nýrri þekkingu í íslensku atvinnulífi, auknum fjöl-
breytileika og bættum lífskjörum.
Upphaf að vegferð
Hilmar Veigar
Pétursson
forstjóri CCP
Guðbjörg Heiða
Guðmundsdóttir
framkvæmda-
stjóri Marels
á Íslandi
EKKERT
BRUDL
Sensodyne Tannkrem
2 tegundir 2x75 ml
Sensodyne
Tannkrem - 2x75
ml
kr./pk.598
Illa hefur gengið að endurheimta traust á stjórn-málum og Alþingi á þeim tæpu ellefu árum sem liðin eru frá hruninu. Þetta ætti að vera alþingismönnum ofarlega í huga í dag þegar þeir koma til setningar 150. löggjafarþingsins.Samkvæmt könnun Gallup sem gerð var
í febrúar síðastliðnum bera aðeins rúm 18 prósent
mikið traust til Alþingis. Á árunum fyrir hrun var
traustið yfirleitt í kringum 40 prósent en féll að vísu
niður í 29 prósent árið 2007. Svo virtist sem hlutirnir
væru á réttri leið og var traustið komið á sama stað
og 2007 í mælingu síðasta árs. Klaustursmálið og
eftirmálar þess gerðu hins vegar út um þær vonir að
hlutirnir væru að þróast í rétta átt.
Því þingi sem lauk formlega í byrjun síðustu viku
verður minnst fyrir umræður um þriðja orkupakk-
ann. Alls var rætt um málið í þingsal í rúmar 147
klukkustundir, en það eru tæp 17 prósent alls ræðu-
tíma þingsins, og ekkert mál í allri þingsögunni
hefur verið rætt lengur. Ekki skal gert lítið úr mikil-
vægi málsins en það er samt í engu samræmi við
allan þann tíma sem fór í umræðurnar. Staðan var
þannig um tíma að Alþingi var í raun óstarfhæft og
lét þingforseti meðal annars þau orð falla að völdum
hafi verið rænt af Miðflokksmönnum.
Ef takast á að endurvekja traust almennings á
Alþingi sem stofnun væri ekki úr vegi að dusta rykið
af rúmlega sex ára gamalli skýrslu sem þingið lét
Félagsvísindastofnun gera. Þar var rýnt í ástæður
lítils trausts til Alþingis. Helstu niðurstöðurnar fyrir
vantraustinu reyndust vera samskiptamáti og fram-
koma þingmanna, vinnulag á þingi og ómálefnaleg
umræða. Þessu er öllu hægt að breyta ef vilji er fyrir
hendi en því miður hefur lítið áunnist á þeim árum
sem liðin eru. Málþóf eru enn alltof tíð, virðing fyrir
pólitískum andstæðingum er oft á tíðum lítil sem
engin og það heyrir til algerra undantekninga að
þingmenn taki ábyrgð á mistökum sínum eða viður-
kenni þau. Þá þarf orðræðan, sem einkennist oft af
miklum gífuryrðum, að breytast.
Það er hættulegt til lengri tíma í lýðræðisríki að
almenningur treysti ekki grunnstofnunum lýð-
ræðisins. Alþingi fer ekki bara með löggjafar- og
fjárveitingarvaldið heldur gegnir einnig mikilvægu
eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904 en það
grundvallast á þeirri reglu að ríkisstjórn sitji í skjóli
meirihluta þings. Veruleikinn er hins vegar sá að
þingið stendur veikt gagnvart þeirri ríkisstjórn sem
situr á hverjum tíma. Það er þess vegna jákvætt skref
að í fjárlagafrumvarpinu sé gert ráð fyrir bættri
aðstoð við þingmenn og þingflokka sem og eflingu
sérfræðiaðstoðar við þingnefndir.
Þingmenn vita það jafn vel og aðrir að traust er
áunnið. Traust á Alþingi verður ekki aukið á einum
degi heldur þurfa þingmenn að sýna vilja í verki til
lengri tíma. Einhvers staðar þarf að hefja þá vegferð.
Dagurinn í dag er tilvalinn til þess.
Áunnið traust
1 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
0
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:1
5
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
B
-8
B
1
4
2
3
B
B
-8
9
D
8
2
3
B
B
-8
8
9
C
2
3
B
B
-8
7
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
9
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K