Morgunblaðið - 01.05.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þær virðast engan enda ætla að taka hremm-
ingarnar í sambandi við samgöngur til Eyja.
Hver dagur skiptir okkur máli. Það er svo áfall
þegar einhver flækja kemur varðandi afhend-
ingu skipsins,“ segir Berglind Sigmarsdóttir,
formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja
og eigandi Gott - veitingastaðar í Eyjum. Til-
efnið var frétt um að nýja ferjan myndi ef til
vill ekki koma til Vestmannaeyja vegna deilna
við pólsku skipasmíðastöðina.
Illa hefur gengið að dýpka í og við Landeyja-
höfn í vor og hefur Herjólfur enn ekki getað
notað hana. Ástandið er óvenju slæmt. Berg-
lind segir að fjöldi fólks hafi lagt í fjárfestingar
í ferðaþjónustu eftir að Landeyjahöfn kom.
„Það hafa orðið vonbrigði á vonbrigði ofan.
Við höfum aðeins örfáa
mánuði til að taka á móti
ferðafólki. Nóg er að gera
þá en þess á milli reyna
menn að lifa af og sumir ná
því ekki, því miður,“ segir
Berglind.
Afbókanir daglega
Berglind bætir því við að
munurinn á milli þess tíma
sem Herjólfur siglir í Land-
eyjahöfn og Þorlákshöfn sé eins og dagur og
nótt fyrir ferðaþjónustuna og einnig íbúana.
Hún segir ástandið alvarlegt þegar dregst að
opna Landeyjahöfn, eins og nú í vor. Afbókanir
berist daglega til gististaða og fyrirtækja sem
selja ferðir og afþreyingu og heilu hóparnir af-
bóki mat á veitingastöðum.
Hún segist hafa gert ráð fyrir því að Land-
eyjahöfn myndi opnast ekki seinna en 1. apríl í
vor og hagað mannaráðningum og rekstri í
samræmi við það. Fólkið hefur verið verkefna-
lítið á veitingastaðnum í mánuð.
Nú er stefnt að því að Herjólfur hefji sigl-
ingar í Landeyjahöfn á morgun.
Trygging framlengd
Nýr Herjólfur er tilbúinn í Póllandi en fæst
ekki afhentur vegna deilna um háa reikninga
fyrir aukaverk sem skipasmíðastöðin Crist
krefur Vegagerðina um. Í gærkvöldi átti
bankatrygging skipasmíðastöðvarinnar, nokk-
urs konar verktrygging upp á rúma 3 millj-
arða, að renna út og ekki bárust neinar upplýs-
ingar frá Póllandi um að hún yrði framlengd.
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi
Vegagerðarinnar, segir að Vegagerðin hafi
ekki átt neinn annan kost en að krefjast þess
að fá tryggingarfjárhæðina greidda út áður en
ábyrgðin rynni út. Síðdegis bárust pappírar
um framlengingu sem Vegagerðin er nú að
skoða. Innköllunin hefur þó ekki verið aftur-
kölluð og verður ekki fyrr en rætt hefur verið
við bankann, að sögn G. Péturs.
Ætlar engan enda að taka
Ládeyða í ferðaþjónustu í Eyjum á meðan ekki er siglt í Landeyjahöfn Starfsfólkið verkefnalítið
Gamla ferjan hefur siglingar Enn hnútur í samskiptum við skipasmíðastöðina um nýja skipið
Berglind
Sigmarsdóttir Ferja Nýr Herjólfur bíður tilbúinn í Póllandi.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tveir íslenskir sjómenn sem úr-
skurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald
í Finnmörku í Noregi vegna morðs-
ins á Gísla Þór Þórarinssyni á heimili
hans í þorpinu Mehamn aðfaranótt
laugardags verða yfirheyrðir hjá lög-
reglunni klukkan 10 í dag. Rann-
sókninni miðar vel, samkvæmt upp-
lýsingum lögreglu, og telur hún sig
hafa góðar vísbendingar um hvernig
málið er vaxið.
Sá sem grunaður er um verknað-
inn, Gunnar Jóhann Gunnarsson, var
úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald
og einangrunarvist í héraðsdómi
Austur-Finnmerkur í Vadsø.
Norska dagblaðið VG segir frá því
í netútgáfu sinni í gær og hefur eftir
talsmanni lögreglunnar að Gunnar
hafi viðurkennt þegar hann var hand-
tekinn á laugardag að hafa orðið
Gísla hálfbróður sínum að bana. Eins
og fram hefur komið áður virðist
hann einnig viðurkenna að hafa skot-
ið Gísla, þótt það hafi ekki verið ætl-
unin, í færslu á Facebook sem hann
sendi frá sér skömmu áður en hann
var handtekinn og bað fólkið sitt
jafnframt afsökunar. Sú færsla er
meðal sönnunargagna sem lögreglan
hefur aflað.
Mótmælir aðild að málinu
32 ára Íslendingur sem grunaður
er um aðild að málinu var úrskurð-
aður í viku gæsluvarðhald í héraðs-
dómi. Hann neitar allri ábyrgð á
morðinu og hefur áfrýjað gæsluvarð-
haldsúrskurðinum til áfrýjunardóm-
stóls.
Norska ríkisútvarpið NRK greindi
frá því í gær að maðurinn hefði verið
með aðalsökunaut í nærri fimm tíma
eftir morðið og þar til þeir voru báðir
handteknir í þorpinu Gamvik sem er
skammt frá Mehamn. NRK hefur
eftir verjandanum að maðurinn hafi
reynt að koma í veg fyrir morðið.
Talsmaður lögreglunnar sagði við
vefmiðilinn iFinnmark að talið væri
nauðsynlegt að hafa yngri manninn í
haldi í að minnsta kosti viku til að
skapa svigrúm fyrir lögregluna til að
greina aðdraganda atburðarins.
Unnið að vettvangsrannsókn
Lögreglan vinnur að rannsókn
málsins, meðal annars á morðstaðn-
um. Blóðsýni úr hinum handteknu
eru rannsökuð til að athuga hvort
þeir hafi verið undir áhrifum.
iFinnmark hefur eftir talsmanni
lögreglunnar að rannsóknin gefi
henni góðar vísbendingar um það
hvernig málið er vaxið.
Söfnun úti í Noregi
„Gísli Þór, hjartað mitt, svo blíður
og góður, heimsins besti kærasti og
stjúpfaðir. Allt
mitt.“ Þannig
hefst texti Elenu
Undeland, kær-
ustu Gísla Þórs
heitins. Hún
skrifar á Face-
book um söfnun-
arátak sem hún
hefur hleypt af
stokkunum svo
flytja megi jarð-
neskar leifar Gísla til Íslands þar sem
til stendur að leggja hann til hinstu
hvílu á Ísafirði.
„Gísli Þór var rifinn af okkur í einu
vetfangi á laugardaginn,“ skrifar
Elena.
Systkini hans og vinir á Íslandi
hafa einnig kynnt Facebook-söfnun í
sama tilgangi.
Ljósmynd/Visit Finnmark
Höfnin Mehamn er lítið friðsælt sjávarþorp í Finnmörku, nyrst í Noregi. Í sveitarfélaginu búa nærri 40 Íslendingar
og hafa þeir lagt mikið af mörkum við að byggja upp atvinnulífið í Gamvik og Mehamn eftir erfiðleikatíma.
Telja sig hafa góða
mynd af atburðinum
Yngri maðurinn áfrýjar úrskurði um gæsluvarðhald
Gísli Þór
Þórarinsson
Það styttist í undirritun samn-
inga samtakanna í samfloti
iðnaðarmanna og Samtaka at-
vinnulífsins. Kristján Þórður
Snæbjarnarson, formaður Rafiðn-
aðarsambands Íslands og tals-
maður samflotsins, staðfesti það í
gærkvöldi en tók fram að það
væri háð því að ekkert kæmi upp
á í ferlinu sem þá var í gangi.
„Þetta gengur alveg ágætlega.
Við erum búin að vera í texta-
vinnu,“ sagði Kristján Þórður.
Samninganefndirnar funduðu
sleitulaust í Karphúsinu hjá ríkis-
sáttasemjara frá því klukkan 11 í
gærmorgun og fram á kvöld.
Kristján sagði að ætlunin væri að
vera að eins
lengi kvölds og
þörf væri á.
Sex félög og
sambönd
standa að sam-
floti iðn-
aðarmanna í
þessum samn-
ingaviðræðum.
Þau eru Raf-
iðnaðarsam-
band Íslands, Samiðn, Grafía,
Matvís, Félag hársnyrtisveina og
VM - félag vélstjóra og málm-
tæknimanna. Um 13 þúsund fé-
lagsmenn eru í þessum sam-
tökum. johann@mbl.is
Styttist í undirritun
hjá iðnaðarmönnum
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
Stjórn útgerðarfyrirtækisins Sam-
herja og forstjóri þess, Þorsteinn
Már Baldvinsson, hafa kært fimm
stjórnendur Seðlabanka Íslands til
lögreglu vegna ætlaðra brota þeirra í
starfi. Þar er um að ræða Má Guð-
mundsson seðlabankastjóra, Arnór
Sighvatsson, fv. aðstoðarseðla-
bankastjóra, Ingibjörgu Guðbjarts-
dóttur, fv. framkvæmdastjóra gjald-
eyriseftirlits, Rannveigu Júníus-
dóttur, framkvæmdastjóra
gjaldeyriseftirlitsins, og Sigríði
Logadóttur aðallögfræðing.
Þorsteinn segir frá kærunni á vef
Samherja. Segir hann Seðlabankann
hafa hafnað formlegri beiðni Sam-
herja um sáttafund, „til að ákvarða
bætur og málalok vegna tilhæfu-
lausra aðgerða bankans gegn Sam-
herja sem staðið hafa í rúm sjö ár“.
Bendir hann á að þetta geri bank-
inn þrátt fyrir að formaður banka-
ráðs hafi tjáð Alþingi að hann teldi
slíkan sáttafund eðlilegan. Umboðs-
maður Alþingis hafi auk þess bent á
að bankinn ætti að hafa frumkvæði
að því að endurgreiða álagða sekt.
Kæra Seðlabankann