Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Hraðbankar sem bjóða bæði upp á út- tektir og innlagnir hafa fengið góðar móttökur hjá viðskiptavinum og þjón- ustan gengið mjög vel, en upp hafa komið einstaka dæmi þar sem inn- lagnir gengu ekki sem skyldi. Það sé fylgifiskur þessarar tækni og þekkt hjá öllum bönkum, en reynt sé að leysa slík tilvik strax. Þetta segir Haraldur Guðni Eiðs- son, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, í samtali við Morgun- blaðið. Tilefnið er reynsla viðskipta- vinar sem blaðið ræddi við og ætlaði að leggja peninga inn á reikning í gegnum hraðbanka. Þegar hraðbank- inn var búinn að taka við peningunum komu upp skilaboð þar sem sagði að ekki hefði tekist að leggja inn á reikn- inginn. Viðkomandi var vinsamlegast beðinn um að taka kortið sitt, en pen- ingarnir sátu eftir í hraðbankanum. Starfsmaður bankans var til að- stoðar við innlögnina þegar atvikið átti sér stað og gat því staðfest atvik- ið, en viðskiptavinurinn hafði annars ekki neitt í höndunum um að þetta hefði gerst. Upphæðin var í kringum 400 þúsund krónur, en bankinn lagði 300 þúsund krónur inn á reikninginn og ætlaði svo að hafa samband þegar búið væri að gera upp hraðbankann, sem gæti tekið einhverja daga. Viðskiptavinurinn vissi ekki ná- kvæmlega hversu há fjárhæðin var sem ætluð var inn á reikninginn, en þótti ljóst að erfiðara hefði verið að fá botn í málið ef starfsmaður hefði ekki orðið vitni að atvikinu. Þess vegna hefði viðskiptavininum verið trúað að um svo háa upphæð hefði verið að ræða, sem gagnrýndi þó að geta ekki haft umráð yfir eigin peningum í ein- hverja daga. Um undantekningu að ræða Haraldur segir að það séu undan- tekningartilfelli að ekki sé hægt að sannreyna strax hvaða upphæð var lögð inn. Þá þurfi að bíða eftir að hraðbankinn sé gerður upp og þá gæti viðskiptavinur þurft að bíða í einhverja daga eftir niðurstöðu. „Hins vegar er í slíkum tilfellum mögulegt að koma til móts við við- skiptavininn sem undirritar yfirlýs- ingu þar sem fram kemur sú upphæð sem viðkomandi var, eða telur sig hafa verið, að leggja inn og bankinn leggur þá upphæð inn á reikning við- komandi. Yfirlýsingin felur jafnframt í sér að viðskiptavinurinn heimilar bankanum að leiðrétta upphæðina reynist munur á þeirri upphæð sem bankinn leggur inn á viðkomandi og upphæðinni sem í raun var lögð inn í gegnum hraðbankann,“ segir Harald- ur. Hann undirstrikar að þjónustan hafi þó gengið mjög vel og hafi fengið góðar viðtökur. Peningar viðskiptavinar sátu eftir í hraðbankanum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hraðbankaviðskipti Í dag bjóða margir hraðbankar upp á bæði úttektir og innlagnir á reikning.  Vandræði með innlögn í hraðbanka eru ekki algeng  Tæknin þó ekki óskeikul Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylk- ingarinnar, mun snúa til baka úr leyfi frá störfum á Alþingi í dag. Ágúst fór fyrst í tveggja mánaða leyfi í lok síð- asta árs eftir að hann fékk áminningar frá trúnaðarnefnd flokksins vegna framkomu sinnar í garð konu í byrjun síðasta sumars. Hann áreitti hana kynferðislega og þegar hún hafnaði honum ítrekað fór hann særandi orðum um hana. Í febrúar tilkynnti Ágúst að hann færi í framhaldinu í veik- indaleyfi. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Ágúst að hann hafi undanfarna mánuði þurft að end- urskoða líf sitt og sækja sér fag- lega aðstoð vegna áfengisvanda sem hafi verið meiri en hann átt- aði sig á. „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna van- mátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð ann- arra,“ segir Ágúst í færslu sinni. Ágúst Ólafur Ágústsson snýr aftur til þingstarfa Ágúst Ólafur Ágústsson Opnaðar verða göngugötur í miðborg Reykja- víkur í dag. Göngugöturnar verða opnar frá 1. maí til 1. októ- ber næstkom- andi og verður útfærslan með svipuðu sniði og undanfarin ár á meðan unnið er að varanlegu göngusvæði. Segir frá þessu í til- kynningu frá Reykjavíkurborg. Göngusvæðin eru eftirfarandi: Laugavegur og Bankastræti frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaða- strætis og Laugavegar, Póst- hússtræti milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis og Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti. Göngugötur opnaðar í miðborginni í dag Laugavegur Lokað verður fyrir bíla. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com Þorsteinn Hermannsson, samgöngu- stjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, staðfestir í sam- tali við Morgunblaðið að ekið hafi ver- ið á barn á gangbraut á Hringbraut við Bræðraborgarstíg á föstudaginn langa. Mikil umræða varð um um- ferðaröryggi á sömu slóðum eftir að keyrt var á þrettán ára stúlku á gatnamótum Hringbrautar og Meist- aravalla 9. janúar síðastliðinn. Þor- steinn segir að í kjölfar fyrra slyssins hafi verið samþykkt að lækka há- markshraða úr 50 kílómetra hraða niður í 40. Segir hann að lögreglu- stjóri hafi þegar auglýst breytinguna í Stjórnartíðindum og að stefnt sé á að setja upp skilti með breyttum há- markshraða í maí. „Í leiðinni ætlum við að setja upp hraðavaraskilti sem blikka ef þú ekur of hratt,“ segir Þor- steinn. Einnig segir hann að sam- þykkt hafi verið að lýsing á svæðinu verði bætt og gönguleiðir gerðar meira áberandi. Vonast hann til þess að þessar breytingar verði kláraðar á árinu. Þorsteinn segir að fleiri breyt- ingar séu í bígerð á næsta ári en þá er á dagskrá að skipta út öllum umferð- arljósabúnaði á Hringbraut frá hring- torginu við Þjóðminjasafnið og vestur úr. Segir hann umferðarljósin komin á tíma en ekki er hægt að samtengja ljós af þessari gerð eins og hægt er á nýrri ljósum. Segir hann ekki á dag- skrá að bæta við eiginlegum hraða- hindrunum á svæðinu. Til standi þó að gera breytingar á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar og rætt hafi verið um að setja þar upp- hækkanir til að freista þess að draga þar úr hraða. „Við höfum séð fyrir okkur að þegar búið verði að breyta þessum aðaðalgatnamótum munum við fara í sambærilegar aðgerðir á öll- um öðrum gatnamótum, til dæmis við Bræðraborgarstíg.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hætta Tvö slys á börnum hafa orðið í umferðinni á Hringbraut á árinu. Ekið á barn á Hringbraut  Breytingar í bígerð í kjölfar slysa Arion banki vinnur nú að því að breyta verklagi ef upp koma tilvik þar sem innlagnir í hraðbanka ganga ekki sem skyldi. Ýmislegt getur valdið því að innlögn gangi ekki, t.d. seðlar sem eru of illa farnir, erlendir seðlar inn- an um íslenska og bréfaklemmur utan um seðlana. Slík vandamál eru þekkt víða og fylgifiskur þessarar tækni, en stefna bankans er að geta brugðist hraðar við ef upp koma slík mál. „Við erum að breyta verklagi þessa dagana og upp- færa hugbúnað hraðbankanna þannig að betri upplýs- ingar liggja fyrir sem mun fjölga þeim tilfellum sem við getum leyst strax. Þá verður jafnframt hægt að leysa flóknari mál í síðasta lagi daginn eftir,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Vinna nú að breyttu verklagi INNLAGNIR Á REIKNING Í GEGNUM HRAÐBANKA Haraldur Guðni Eiðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.