Morgunblaðið - 01.05.2019, Side 8

Morgunblaðið - 01.05.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 Í áratug var Osama bin Ladenefstur á lista yfir eftirlýsta menn. Oft bárust fréttir um það að leiðtogi hreyfingarinnar sem stóð fyrir mesta hryðjuverki sög- unnar væri loks allur.    Gerðar höfðuverið loft- árásir á staði þar sem nær öruggt var talið að bin Laden væri á ferð. Deilt var um það hvort stuðnings- menn Osama dreifðu þessum andlátssögum, til að draga úr leit, eða leyniþjónustumenn sem vantaði vísbendingar og vildu að bin Lad- en styngi upp höfðinu til að gefa fylgjendum von.    Hvað sem því líður er hitt stað-reynd að bin Laden tók að senda spólur með boðskap sínum á arabískan ljósvaka til að stappa stálinu í liðið. Og Bandaríkin og bandamenn hertu þegar leitina. Hún bar loks árangur.    Nú er það al-Baghdadi, æðstileiðtogi ISIS, sem minnir á sig. Hann sendi frá sér mynd- bandsspólu og hefur hríðskota- byssuna hjá sér svo minnir á fyrr- nefndan foringja.    Bandaríkjamenn og fleiri, þarmeð taldir Rússar, hafa margoft gefið til kynna að al- Baghdadi hafi særst, jafnvel dáið í árásum þeirra. Miðað við það var mesta furða hversu vel hann leit út, rétt eins og hann væri nýkom- inn af sólarströnd.    Rétt eins og bin Laden nefndihann nýliðnar fréttir til að sýna að upptaka væri ný. Nú herð- ist leitin. Kannski byrjað á sólar- ströndum. Abu Bakr al-Baghdadi Séð þetta áður STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Heitara var í apríl í Reykjavík en nokkurn tímann áður. Sömu sögu er að segja um Stykkishólm og hitinn á Akureyri jafnar fyrra met. Fyrri met á þessum stóðum voru flest frá árinu 1974. Kemur þetta fram í færslu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings á Facebook. Einar hefur þá fyrirvara að síðasti dagur mánaðarins var ekki liðinn þegar hann tók stöðuna og eftir sé að yfirfara allar skráðar mælitölur á Veðurstofunni. En stóra myndin liggi fyrir. Meðalhitinn í Reykjavík er um 6,4 gráður. Er það 3,5 stigum yfir með- allagi. Fyrra metið var 6,3 C, frá 1926 og 1974. Meðalhitinn í Stykkis- hólmi verður annaðhvort 5,7 eða 5,8 stig, 4 stigum yfir meðallagi. Er það talsvert yfir fyrra meti sem var 5,4 C sett 1974. Hitinn á Akureyri er um 6,8 stig, 5 stigum yfir meðallagi. Stefnir í að þar verði metið frá 1974 jafnað. Þetta gerist þótt mánuðurinn hafi ekki byrjað sérstaklega vel. Hiti var um eða undir frostmarki fyrstu þrjá dagana í apríl með snjómokstri og hálkuvörn á vegum. Síðan hlýnaði með sunnanátt svo um munaði. Frá 12. apríl hefur meðalhiti á láglendi verið lengst af 7-8 stig. helgi@mbl.is Hitametin frá árinu 1974 slegin  Meðalhitinn í Reykjavík var í apríl um 6,4 stig og um 6,8 stig á Akureyri Morgunblaðið/Valli Reykjavík Borgarar njóta sumars og sólar á Austurvelli. Hestamenn víða um land bjóða gest- um heim á degi íslenska hestsins sem er í dag, 1. maí. Fólki er boðið í heimsókn í hesthús til að kynna sér allt sem hrossum og hestamennsku viðvíkur. Þá er efnt til myndbanda- samkeppni í tilefni dagsins sem er á slóðinni www.facebook.com/ horsesoficeland Meðal atburða dagsins í dag er sýning á vegum Hestamannafélags- ins Spretts og Landbúnaðarháskól- ans sem verður Kjóavöllum efst í Kópavogi. Þar verður teymt undir börnum kl. 15.30. Hestamanna- félagið Skagfirðingur á Sauðárkróki heldur sýninguna Æskan og hest- urinn í reiðhöllinni Svaðastöðum kl. 13. Geysisfélagar á Hellu bjóða á æskulýðssýningu Geysis, í Rang- árhöllinni kl. 11 og Hörður í Mos- fellsbæ stendur fyrir sýningu í reið- höll Harðar kl. 14.00. Í Sleipnishöllinni á Selfossi komast börnin á bak frá kl. 12.30-14.30 og á Sörlastöðum í Hafnarfirði er sýning sem hefst kl. 13.00. Á laugardag standa hestamanna- félögin á höfuðborgarsvæðinu: Fák- ur, Hörður, Máni, Sprettur og Sörli sameiginlega fyrir sýningunni Æsk- an og hesturinn í TM-reiðhöllinni hjá Fáki í Víðidal, Reykjavík. Tvær sýningar verða haldnar, kl. 13 og 16. Þar koma fram efnilegustu hesta- menn landsins og sýna afrakstur vetrarstarfsins og er óhætt að segja að sýningin sé hápunktur vetr- arstarfsins hjá ungum knöpum. Verkefnið Horses of Iceland var stofnsett 2015 til að auka verðmæta- sköpun í tengslum við íslenska hest- inn og styrkja ímynd hans. Íslands- stofa sér um framkvæmd verkefnisins og starfar með verkefn- isstjórn sem skipuð er fulltrúum bænda, hestamanna, stjórnvalda og margra fleiri. Margt í boði á degi íslenska hestsins  Fjölbreyttar sýningar og börnin komast á hestbak Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hestaferð Við förum bara fetið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.