Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 10
VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stéttarfélögin þurfa að beita sér á miklu fleiri sviðum samfélagsins en verið hefur síðustu árin. Eitt er að tryggja verkafólki mannsæmandi laun og að réttindi þess séu virt í hví- vetna. En við þurfum að vera virkari í mörgu fleiru, svo sem velferðar- málum í sinni víðustu mynd,“ segir Guðbjörg Kristmunsdóttir, nýr for- maður Verkalýðs- og sjómannna- félags Keflavíkur. „Í raun er fátt ef nokkuð í sam- félagi okkar sem er verkalýðshreyf- ingunni óviðkomandi. Hér á Suður- nesjum hefur fólki fjölgað mikið á undanförnum árum og senn mynd- ast hér húsnæðisskortur. Framboð á íbúðum á viðráðanlegu verði þarf að vera meira og þar mun verkalýðs- hreyfingin stíga inn með leiguíbúð- um sem Bjarg, húsnæðissamvinnu- félag ætlar að reisa. Sömuleiðis rennur okkur til rifja hvernig búið er að öldruðum, fólki sem margt var í félaginu okkar alla sína starfsævi. Verkefnin eru í raun óþrjótandi. “ Lítil þátttaka er umhugsunarverð Í mars síðastliðnum tók Guðbjörg Kristmundsdóttir við formennsku í VSKF, en hún leiddi framboðslista kjörstjórnar, sem var sá eini sem fram kom. Við formennskunni tók Guðbjörg af Kristjáni Gunnarssyni sem hafði verið í framvarðasveitinni í tæp þrjátíu ár. Alls eru í félaginu, sem nær yfir Reykjanesbæ, Garð og Voga, um 5.000 manns og um 70% þeirra starfa við flug- og ferðaþjón- ustu, meðal annars á Keflavíkur- flugvelli. Tæpur þriðjungur fé- lagsfólks er svo sjómenn eða ófaglært starfsfólk í iðnaði og ýms- um þjónustustörfum. Gjarnan sinnir þessum störfum fólk af erlendum uppruna, en það er um helmingur fé- lagsmanna. „Fólk frá útlöndum er satt að segja ekki mjög virkt í starfi félags- ins og því viljum við breyta. Fá raunar sem flesta til þátttöku, því það er umhugsunarvert að í at- kvæðagreiðslu um nýjan kjarasamn- ing á dögum tóku aðeins 7,8% fé- lagsmanna þátt – og rúmlega 81% samþykkti,“ segir Guðbjörg sem tel- ur lífskjarasamninginn sínu fólki að flestu leyti hagfelldan. „Gagnvart okkar viðsemjendum fórum við jafn langt og komast mátti. Gjaldþrot WOW air undir lok samningalotunnar þýddi að allir sem að borðinu komu urðu að breyta um áherslur, slá af ýtrustu kröfum og nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt. Að bæta stöðu þeirra sem lægst hafa launin var áherslumál og þar kom- umst við nokkuð áleiðis. Lægsti mánaðartaxtinn í okkar félagi hefur verið 267 þúsund krónur, en hækkar nú um 17 þúsund krónur. Með tekju- tryggingu ættu flestir því að ná 300 þúsund krónum á mánuði sem er áfangasigur, þó slíkar tekjur dugi fjölskyldum ekki til framfærslu. Að samkomulagið sem náðist milli verkalýðshreyfingarinnar, atvinnu- rekenda og stjórnvalda skuli nefnt lífskjarasamningur er ekki úr vegi. Þarna eru inni í breytunni mun fleiri atriði en áður hafa sést í kjarasamn- ingum, svo sem skattar, vaxtastefna, samkeppnishæfni atvinnulífsins, stytting vinnutímans og margt fleira.“ Viðbúið að harðni á dalnum Áhrifin af gjaldþroti WOW air segir Guðbjörg enn ekki að fullu komin fram. Fyrirtæki í ferðaþjón- ustunni hafi ekki sagt upp starfsfólki í neinum verulegum mæli, en haldi jafnframt að sér höndum við ráðn- ingu sumarstarfsmanna. „En við þurfum á næstu mánuðum að vera viðbúin því að eitthvað harðni á dalnum. Að undanförnu höfum við verið í samtali við fé- lagsþjónustuna í Reykjanesbæ, Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum, Virk - starfsendurhæfingu, heil- brigðisstofnunina hér og fleiri um að þétta velferðarnetið hér á svæðinu. Að sjálfsögðu tökum við þátt í því starfi; verkalýðsfélögin eiga að standa með sínu fólki. En við þurfum líka að vera sýnilegri og því þurfum við í VSFK að vera duglegri í vinnu- staðaheimsóknum og trúnaðar- mannakerfi okkar þarf að efla. Það verður verkefni haustsins hjá okkur í félaginu.“ Vettvangur til áhrifa Guðbjörg Kristmundsdóttir kom til starfa í verkalýðshreyfingunni ár- ið 2012, það er á þjónustumiðstöð sem nokkur stéttarfélög settu á fót í Reykjanesbæ til að sinna fólki í at- vinnuleit. Þegar því verkefni lauk kom hún til starfa á skrifstofu VFSK – og valdist þar fljótt til trúnaðar- starfa. Var fyrst kjörin ritari stjórn- ar, þá varaformaður og við foryst- unni tók hún í lok mars sl. „Starf í verkalýðshreyfingunni er áhuga- verður vettvangur til þess að hafa áhrif á samfélagið,“ segir Guðbjörg sem er að mennt grunnskólakennari og námsráðgjafi og starfaði lengi sem slík. Er í grunninn landsbyggð- arbarn; bjó víða á Norður- og Aust- urlandi fyrr á árum og sinnti þar fjölbreyttum störfum. „Forystufólk í verkalýðsfélagi þarf af eigin raun að þekkja að- stæður umbjóðenda sinna. Sjálf þekki ég þetta vel; sem ung og ein- stæð móður á Siglufirði vann ég í rækjuvinnslunni á nóttinni og var svo við flökunarboðið í frystihúsinu fram að hádegi. Þannig sá ég mér og barninu mínu farborða og get því vel sett mig í spor fólksins sem vinnur erfið störf fyrir lág laun. Fyrir þessu fólki og hátíðisdegi þess – 1. maí – ber ég mikla virðingu.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Leiðtogi Gagnvart okkar viðsemjendum fórum við jafn langt og komast mátti við gerð lífskjarasamninganna, segir Guðbjörg Kristmundsdóttir. Mikilvægt að þekkja aðstæður félagsmanna  Nýr formaður VSFK  Stéttarfélögin verði virkari 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 VILTU TAKAVIÐ GREIÐSLUMÁNETINU? KORTA býður uppá fjölbreytta þjónustu sem hentar bæði minni og stærri fyrirtækjum. Kannaðu málið. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Vespa sem þrettán ára drengur ók á bifreið í Keflavík um síðustu helgi var án búnaðar sem takmarkar hraða við 25 km/klst. Nokkur brögð eru að því að slíkur búnaður sé fjar- lægður en breytingarnar leiða til þess að ökutækið kemst í annan flokk þar sem krafist er bifhjólaprófs og 15 ára lágmarksaldurs eða öku- skírteinis. Á vespunni sátu auk ökumannsins unga tveir félagar hans. Ekið var gegn einstefnu og á bifreið sem kom á móti. Til allrar mildi slasaðist eng- inn, hvorki ökumaður bifreiðarinnar né piltarnir. Atvikið var hins vegar tilkynnt forráðamönnum drengjanna og til barnaverndarnefndar í Reykja- nesbæ. Í grein Kolbrúnar G. Þorsteins- dóttur, sérfræðings í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, hér í blaðinu 16. apríl kom fram að vin- sældir léttra bifhjóla hafa aukist mik- ið hér á landi og sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Hjólin eru í tveimur flokkum og í hinum fyrri eru rafvespur, sem þykja þægilegur ferðamáti og líka gagnleg, umhverf- isvæn og skemmtileg tæki, ef þau eru notuð rétt. Þær ná ekki meiri hraða en 25 km/klst hvort sem þær eru raf- eða bensíndrifnar. Ökumaður verður að vera orðinn 13 ára en ekki er gerð krafa um bifhjólapróf. Ökumönnum er skylt skv. lögum að vera með hjálm. Ökumaður yngri en 20 ára má ekki aka með farþega á hjólinu. Forráðamenn barna eru ekki alltaf meðvitaðir um möguleikana á að breyta vespum svo þær komist hrað- ar en 25 km/klst. en mikilvægt þykir að þeir fylgist með þessu. Fram kemur í greininni að heimilt er að aka vespum á gangstétt, hjóla- stíg eða gangstíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþæg- indum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. Þar sem hámarkshraði þeirra er 25 km/klst er ekki mælt með því að þær séu notaðar í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst. – þótt það sé heimilt. Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka vespunni á hjólastígnum. Ef ökumaður þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum göngu- hraða. Slysahætta sé vespum breytt  Brögð að því að búnaður sem tak- markar hraða í vespum sé fjarlægður Morgunblaðið/Hari Á vespu Vespur geta verið sniðugur ferðamáti, en mikilvægt er að fylgja öllum reglum, sérstaklega að gæta að hámarkshraða sem er 25 km/klst. Vespur í umferðinni » Létt bifhjól sem eiga ekki að komast hraðar en 25 km/klst njóta síaukinna vinsælda með- al ungmenna hér á landi. » Sérstakur búnaður kemur í veg fyrir að ekið sé hraðar en við er miðað. » Brögð eru að því að bún- aðurinn sé fjarlægður, oftast án vitneskju forráðamanna ungmenna sem verða þá skaðabótaskyldir við tjón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.