Morgunblaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 12
Varað við blóð-
baði í Venesúela
Guaidó sakaður um valdaránstilraun
Stjórn sósíalista í Venesúela sakaði í
gær leiðtoga stjórnarandstöðunnar í
landinu um tilraun til valdaráns og
sagði að herinn væri að brjóta hana á
bak aftur. Áður hafði Juan Guaidó,
sem hefur lýst sig þjóðhöfðingja
landsins, sagt að baráttan fyrir því
að koma sósíalistastjórninni frá völd-
um væri á „lokastigi“. Yfirmaður
hersins varaði við því að aðgerðir
stjórnarandstöðunnar gætu leitt til
blóðsúthellinga.
Fjölmiðlar birtu þriggja mínútna
myndskeið þar sem Guaidó og annar
leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Leo-
poldo López, sögðust njóta stuðn-
ings hermanna. López hafði verið í
stofufangelsi fyrir að hvetja til mót-
mæla gegn sósíalistastjórninni árið
2014 og sagði á myndskeiðinu að
hópur hermanna hefði frelsað hann
og lýst yfir stuðningi við stjórnar-
andstöðuna. Guaidó kvaðst einnig
njóta stuðnings „hugrakkra her-
manna“ í höfuðborginni Caracas.
Stjórn sósíalistans Nicolás Mad-
uro sagði að „fámennur hópur svik-
ulla hermanna“ hefði hafið valda-
ránstilraun í Caracas og herinn væri
að brjóta hana á bak aftur.
Guaidó er forseti þings Venesúela
og sakar Maduro um að hafa rænt
völdunum með kosningasvikum í
fyrra. Samtök Ameríkuríkja, Banda-
ríkjastjórn og Evrópusambandið
viðurkenndu ekki forsetakosning-
arnar og sögðu að þær hefðu ekki
verið lýðræðislegar. Frá því að
Guaidó lýsti sig þjóðhöfðingja lands-
ins þar til forsetakosningar fara
fram hefur hann hvatt herinn til að
styðja stjórnarandstöðuna. Yfir-
menn hersins hafa hingað til stutt
Maduro en andstæðingar stjórnar-
innar vona að herinn snúist á sveif
með þeim vegna óðaverðbólgu, raf-
magnsleysis og skorts á matvælum
og öðrum lífsnauðsynjum í landinu.
AFP
Barist Þjóðvarðliðar í átökum við
stjórnarandstæðinga í Caracas.
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019
295
Vinnuvettlingar
PU-Flex
Öflugar Volcan
malarskóflur
á frábæru
verði
frá 365
Ruslapokar 120L
Ruslapokar 140L
Sterkir 10/50stk
Greinaklippur
frá 595
695
Strákú
á tann
verði
Öflug
stungu-
skófla
Garðverkfæri í miklu úrvali
frá 995
Garðslöngur
í miklu úrvali
Fötur í
miklu úrvali
3.995
Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur,
balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar.........
Léttar og góðar hj
með 100 kg burðargetu
999Barna-
garðverk-
færi
frá 395
Ruslatínur
frá 295
Laufhrífur
frá 999
Laufsugur
7.495
Úðabrúsar
í mörgum stærðum
frá 995
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Akihito Japanskeisari sagði af sér
keisaradómi í gær og sonur hans,
Naruhito, kom til ríkis, varð þá 126.
keisari landsins. Þetta er í fyrsta
skipti í rúm 200 ár sem keisari segir
af sér í Japan.
Akihito er 85 ára gamall og hafði
fengið leyfi til að afsala sér keis-
aradómi eftir að hann hafði sagt í
sjónvarpsávarpi að hann gæti ekki
lengur gegnt skyldum sínum vegna
aldurs og heilsubrests. Hann flutti
síðasta ávarp sitt sem keisari við at-
höfn í keisarahöllinni í Tókýó í gær
og skilaði formlega veldistáknunum,
fornu sverði og helgum gimsteini.
Áður hafði Akihito skýrt áum sínum
og goðum sintotrúarinnar frá áform-
um sínum um að afsala sér keisara-
dómi við athöfn í keisarahöllinni.
Naruhito tók formlega við elsta
arfgenga þjóðhöfðingjaembætti
heimsins við tíu mínútna athöfn í
gær. Engin kona í keisarafjölskyld-
unni fær að vera viðstödd slíkar at-
hafnir í höllinni og eiginkona nýja
keisarans, Masako, var því ekki með
manni sínum á þessum sögulegu
tímamótum.
Vill breyta hefðunum
Naruhito er 59 ára og nam sagn-
fræði við Gukushuin-háskóla í Tókýó
og við Oxfordháskóla á Englandi.
Hann kvæntist Masako, sem er 55
ára, fyrir 26 árum eftir að hún hafði
tvisvar sinnum hafnað bónorði hans
vegna þess að hún treysti sér ekki til
að ganga í hjónaband með krón-
prinsi Japans því að hún taldi að það
myndi skerða sjálfstæði hennar og
frelsi um of. Naruhito hefur sagt að
hann vilji að keisari Japans gegni
„nýjum skyldum“ sem hæfi betur
nútímanum og hefur gagnrýnt hefð-
irnar og lífshættina sem keisara-
fjölskyldan hefur þurft að temja sér.
Sú gagnrýni er einkum rakin til þess
að konu hans hefur veist erfitt að
laga sig að lífinu í keisarahöllinni.
Nýju keisarahjónin eiga eitt barn,
Aiko prinsessu, sem fæddist árið
2001.
Japanskeisari var sviptur pólitísk-
um völdum þegar Japönum var færð
stjórnarskrá eftir síðari heimsstyrj-
öldina en hann gegnir því hlutverki
að vera sameiningartákn japönsku
þjóðarinnar. Akihito var ellefu ára
og táraðist þegar faðir hans, Hiro-
hito keisari, tilkynnti uppgjöf Jap-
ana í heimsstyrjöldinni í sögulegu
útvarpsávarpi. Seinna lagði Akihito
sitt af mörkum til að bæta tengsl
Japans við önnur lönd eftir styrjöld-
ina, m.a. með því að viðurkenna að
Japanar hefðu valdið grannríkj-
unum miklum þjáningum í stríðinu.
Fyrri keisarar komu sjaldan fram
opinberlega og Akihito breytti þeirri
hefð. Hann hefur notið mikilla vin-
sælda í Japan fyrir að votta fólki
samúð sína þegar það á um sárt að
binda, m.a. vegna náttúruhamfara.
126. keisari Japans stígur til ríkis
Fyrsta afsögn
keisara í Japan í
rúmar tvær aldir
Akihito
1956
Ljósmyndir: AFP
Nóv. 1952
Athöfn í tilefni
af því að hann
hafði náð
lögræðisaldri og
varð krónprins
1953
Var viðstaddur krýningu
Elísabetar 2. drottningar
í Bretlandi í fyrstu
utanlandsferð sinni
og heimsótti síðan
13 önnur lönd
23. febr. 1960
Eldri sonur hans,
Naruhito krón-
prins, fæddist
1959
Kvæntist Michiko
Shoda, varð fyrsti
krónprinsinn til að
giftast konu sem var
ekki aðalborin
2016
Flutti sjónvarpsávarp
þar sem hann gaf til kynna
að hann vildi fá að segja
af sér keisaradómi
30. apríl 2019
Sagði af sér keisaradómi
og Heisei-tímabilinu lauk
Æskuárin
Var fluttur í
sveitasetur
Japanskeisara
í síðari
heimsstyrjöldinni
Ágrip af ævi 125. keisara Japans
Hann viðurkenndi í
sögulegri ferð til Kína
að Japanar hefðu valdið
kínversku þjóðinni
„miklum þjáningum“
Jan. 1989
Varð keisari Japans
eftir að faðir hans,
Hirohito, dó
Keisaratíð hans
var nefnd Heisei (að
öðlast frið) og hann
verður nefndur Heisei
keisari eftir að hann deyr
1992
1965
Yngri sonur hans,
Akishino prins,
fæddist
2011
Keisarahjónin áttu sögulegan
fundmeð fólki sem lifði af
mannskæðan jarðskjálfta
og flóðbylgju 11. mars
23. des. 1933
Fæddist, var fimmta
barn Hirohitos
keisara og Nagako
keisaraynju
Lauk
námi við
Gakushuin-
háskóla í
Tókýó
AFP
Nýr keisari Hjónin Masako og Naruhito í keisarahöllinni í gær.
Sögulegar afsagnir
» Akihito keisari bætist í hóp
eins páfa, tveggja konunga og
einnar drottningar sem hafa
sagt af sér á síðustu árum.
» Benedikt 16. páfi sagði af
sér í febrúar 2013 og var það
fyrsta afsögn páfa af heilsu-
farsástæðum í 700 ár.
» Beatrix Hollandsdrottning
sagði af sér í apríl 2013, 74 ára
að aldri.
» Í júlí sama ár afsalaði Albert
2. sér konungdómi í Belgíu, 79
ára gamall, vegna veikinda.
» Jóhann Karl Spánarkon-
ungur sagði af sér 2014, 76 ára
að aldri.