Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 Um tíma var ástæða til að óttast hörð átök á vinnumarkaði, með tilheyrandi verkföllum. Átök sem allir hefðu skaðast á, jafnt al- menningur sem at- vinnurekendur. Ekki síst þess vegna var gleðilegt þegar for- ystumenn launafólks og atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði náðu sam- an. Lífskjarasamningarnir gefa góð- ir vonir um að traustur grunnur til bættra lífskjara hafi verið lagður. Hið opinbera ætlar að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Fyrir þann sem þetta skrifar er sérstaklega ánægjulegt hve mikil áhersla var lögð á lækkun skatta og þá fyrst og fremst á lægstu launin. Þótt útfærsla á lækkun tekjuskatts einstaklinga sé ekki sú sem ég hef barist fyrir er hún með þeim hætti að allir njóta góðs af, ekki síst fólk með lægstu tekjurnar. Ástæða er til að ætla að lífskjara- samningarnir geti markað þáttaskil í kjarabaráttunni. Með svokölluðum hagvaxtarauka er komið á beinni tengingu milli svigrúms atvinnulífs- ins til launabreytinga og hækkunar launa. Ákvæði um launaauka vegna aukinnar framleiðni tryggir launa- fólki hlutdeild í ávinningi þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst. Með öðrum orðum: Það er verið að tryggja hlutdeild launafólks í hag- vexti í komandi framtíð. Þannig er samþætting hagsmuna atvinnu- rekstrar og starfsmanna aukin. Samningarnir leggja grunn að því að vextir haldi áfram að lækka og þar með aukast ráðstöfunartekjur heimila og fyrirtæki fá betra svig- rúm til að standa undir launahækk- unum. Ríkisstjórnin hefur heitið því að grípa til víðtækra aðgerða í hús- næðismálum, ekki aðeins að styrkja félagslegar íbúðir heldur ekki síður að gera fólki betur kleift að eignast eigið húsnæði. Þannig verð- ur fólki heimilt að nýta sér séreign (3,5%) skattfrjálst til íbúða- kaupa auk almenns séreignasparnaðar. Fyrir þá með lægstu launin Í öllum málflutningi, jafnt í aðdraganda og eftir að kjarasamn- ingar voru undirrit- aðir, lögðu forsvarsmenn atvinnu- rekenda og launafólks áherslu á kjarabætur til tekjulágs fólks. Breið samstaða væri á vinnumarkaði um að „launafólk með lágar tekjur hækki hlutfallslega meira í launum en þeir sem hærri laun hafa“. Mikilvægt er að þeir kjarasamn- ingar sem eftir er að ganga frá og þá ekki síst á opinberum vinnu- markaði rjúfi ekki þá samstöðu sem hefur náðst um bætt kjör þeirra sem lakast standa. Vítin eru til að varast þau. Geir Hallgrímsson, þá utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vék að stöðu þeirra sem lægstu launin hafa í um- ræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra í október 1983: „Allir stjórnmálaflokkar hafa á orði í umræðum sem þessum, að þeir vilji bæta hag hinna lægstlaun- uðu. Ég er sammála því, að það á að bæta hag hinna lægstlaunuðu, en ég leyfi mér að segja að engin röksemd í kjaramálum hefur verið jafn mikið misnotuð og einmitt þessi. Sannleik- urinn er sá, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að þeir sem hærri launin hafa og hinir með meðallaun vilja gjarnan skríða upp eftir bak- inu á hinum lægstlaunuðu og bera þá fyrir sig til þess að ná fram betri kjörum fyrir sjálfa sig. Það hefur yfirleitt mistekist að bæta kjör hinna lægstlaunuðu umfram aðra, vegna þess að hinir hafa aldrei sætt sig við það. Og staðreynd er, að þeir sem hafa lægstu launin sýna oft meiri þolinmæði og skilning á nauð- syn þess, að atvinnufyrirtækin fái tækifæri til að rétta við, en hinir sem við betri kjör búa.“ Geir var sannfærður um að „hinir lægstlaunuðu hafi fengið nóg af lýð- skrumi, þegar menn hafa á orði nauðsyn þess að bæta kjör þeirra en athafnir fylgja ekki orðum“. Vonandi höfum við öll lært á þeim 36 árum sem liðin eru frá því að Geir Hallgrímsson taldi nauðsyn- legt að setja fram harða gagnrýni á lýðskrum á vinnumarkaði og stjórn- málum. Meinsemd á vinnumarkaði Hagsmunir launafólks felast ekki aðeins í að tryggja hækkun launa, heldur ekki síður kaupmátt þeirra og miklu fremur kaupmátt ráðstöf- unartekna. En launin eru ekki allt. Heilbrigði vinnumarkaðarins er mikilvægur þáttur í bættum lífs- kjörum. Félagsleg undirboð á vinnumark- aði eru meinsemd sem atvinnulífið – atvinnurekendur og launafólk – verður að takast á við í samstarfi við stjórnvöld. Hér fara saman hagsmunir launafólks og hagsmunir atvinnurekenda, að minnsta kosti þeirra sem stunda sín viðskipti með heiðarlegum hætti. Fórnarlömb fé- lagslegra undirboða á vinnumarkaði eru mörg. Launamaðurinn sem svikinn er um rétt kjör, ríkissjóður sem með vélabrögðum verður af tekjum og atvinnurekandinn er stundar heiðarleg viðskipti en verð- ur undir í samkeppninni vegna óheiðarleika annarra. Heilbrigður vinnumarkaður er ein forsenda góðs samfélags. Þegar hafa verið stigin ákveðin skref í að takast á við meinsemd á vinnu- markaði en í tengslum við lífskjara- samningana hefur ríkisstjórnin heit- ið því að gripið verði til margvíslegra aðgerða gegn brota- starfsemi í atvinnulífinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráð- herra ferðamála, iðnaðar og ný- sköpunar, hefur þegar mælt fyrir frumvarpi þar sem tekið verður á sviksamlegu kennitöluflakki í at- vinnurekstri. Frumvarpið verður vonandi að lögum nú í vor. Ójöfnuður og misrétti Lífskjör ráðast ekki aðeins af því hversu margar krónur eru í launa- umslaginu eftir að skattar og gjöld hafa verið greidd. Lífskjörin ráðast ekki síður af því hvernig til tekst við alla stjórnsýslu hins opinbera, – hversu hagkvæm og góð þjónustan er. Með þetta í huga er erfitt að skilja hvers vegna forysta verka- lýðshreyfingarinnar beinir ekki sjónum sínum í auknum mæli að því hvernig hið opinbera stendur að verki við að veita landsmönnum þjónustu, sem við höfum ákveðið að veitt skuli og greitt að miklu leyti úr sameiginlegum sjóðum. Þetta á ekki síst við um heilbrigðisþjónustu. Allir landsmenn eru sjúkra- tryggðir og eiga að njóta nauðsyn- legrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Verulegir og oft alvarlegir brestir í heilbrigðiskerf- inu koma í veg fyrir að sjúkra- tryggðir njóti skilgreindra réttinda. Með stofnanavæðingu heilbrigðis- þjónustunnar er sú hætta raunveru- leg að til verði tvöfalt heilbrigðis- kerfi. Við þessu hefur sá er þetta skrifar varað ítrekað. Því miður hafa helstu talsmenn launafólks ekki tekið undir. Tvöfalt heilbrigðiskerfi, þar sem efnafólk getur nýtt sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og einkarekinna heilbrigðisfyr- irtækja án þess að þurfa að bíða mánuðum saman eftir bót meina sinna, verður fleygur í þjóðarsálina – leiðir til aukins ójafnaðar og mis- réttis. Gerir að engu sáttmála um að sameiginlega tryggjum við hvert öðru nauðsynlega þjónustu. Jafn- ræði í heilbrigðiskerfinu heyrir þar með sögunni til. Kerfið stokkað upp Í síðustu viku gerði ég að umtals- efni það flókna regluverk sem búið hefur verið til hér á landi, ekki síst um atvinnulífið. Við Íslendingar höfum gengið lengra en aðrar þjóðir í að regluvæða samfélagið. Reglu- byrðin er þyngri hér á landi en í helstu samkeppnislöndum, kostn- aðurinn er hærri og samkeppnis- hæfnin þar með lakari. Ætla má að árlegur kostnaður fyrirtækja við að framfylgja sífellt flóknari og strang- ari reglum hlaupi á tugum milljarða króna. Erfitt er að meta óbeinan kostnað vegna minni framleiðni, verri skilvirkni og lakari samkeppn- isstöðu. Beinn og óbeinn kostnaður við regluverkið og eftirlitskerfið er ekki aðeins borinn af eigendum fyr- irtækja heldur ekki síður af launa- fólki í formi lægri launa og af neyt- endum öllum sem þurfa að sætta sig við hærra verð á vöru og þjón- ustu. Dýrt og flókið kerfið hefur bein áhrif á verðlag, skuldir og tekjur launafólks. Uppskurður á opinberu eftirlits- kerfi – færri og einfaldari reglur – styrkir hag fyrirtækja og eykur möguleika til nýsköpunar. Störfum fjölgar, vöruverð lækkar og skatt- tekjur ríkisins aukast. Allir hagn- ast. Það er sameiginlegt hagsmuna- mál atvinnurekenda og launafólks að kerfið verði stokkað upp, fitan skorin í burtu og leikreglurnar ein- faldaðar. Ég óska launafólki um allt land til hamingju með daginn. Eftir Óla Björn Kárason » Það er sameiginlegt hagsmunamál atvinnurekenda og launafólks að kerfið verði stokkað upp, fitan skorin í burtu og leik- reglurnar einfaldaðar. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Kjarabarátta nýrra tíma Gleðigjafi eða ekki Sitt sýnist hverjum um starann, sem er spörfugl og upprunninn í Evrópu og Asíu en finnst víðar. Eggert Öll viljum við búa við góða heilsu og þegar aldur færist yfir þarf að hlúa enn betur að heilsunni en áður. Það var að minnsta kosti niðurstaða samráðs vel- ferðarráðs við eldri Reyk- víkinga. Annað meginþema úr samráðinu var mik- ilvægi þess að hafa eitthvað gefandi fyrir stafni og að viðhalda eigin getu til at- hafna daglegs lífs sem lengst. Því valdi velferðarráð heitið „Ald- ursvæn og heilsueflandi borg“ á stefnu í málefnum, eldri borgara og nú í apríl 2019 samþykkti velferðarráð aðgerða- áætlun í málefnum eldri borgara, byggða á þessari sömu stefnu. Aukin lífsgæði Í aðgerðaáætluninni er lögð áhersla á fimm meginþætti sem eiga að stuðla að meiri lífsgæðum eldri borgara; félagsauð, matarþjónustu, sérhæfða aðstoð vegna heilabilunar, sérhæfð teymi um heima- þjónustu og mannauð. Með mannauð í þessu sambandi er verið að ræða um eldri borgararana sjálfa sem eru mik- ilvægur þáttur í mannauði Reykjavíkur og því mikilvægt fyrir okkur öll að standa vel að innleiðingu þessarar stefnu. Aukin þjónusta Með aðgerðaáætluninni er tryggt að þjónusta við eldri borgara verður veru- lega aukin á næstu misserum sem og upplýsingaflæði til þeirra. Þetta er m.a. gert með sérhæfðum þjónustufulltrúa, aukinni miðlun upplýsinga og útgáfu og fleiri tækifærum til virkni og þátttöku í félagsstarfi, útiveru, menningu og heilsu- eflingu. Hér er vert að nefna frí- stundakort eldri borgara sem hægt er að nálgast og veitir gjald- frjálsan aðgang að öllum listasöfnum í eigu Reykja- víkur, sundlaugum og bóka- söfnum. Heilsuefling og félagsstarf Ýmsir aðilar vinna að heilsueflingu aldraðra á Ís- landi. Sveitarfélögin leika hér stórt hlutverk því sam- kvæmt lögum skulu þau tryggja öldruðum aðgang að félags- og tómstunda- starfi. Þjónustumiðstöðvar aldraðra, sem ýmist geta starfað sjálf- stætt eða í tengslum við aðra þjónustu, skulu tryggja öldruðum félagsskap, nær- ingu, hreyfingu, tómstundaiðju, skemmt- un og heilsufarslegt eftirlit. Þá getur þátttaka í félagsstarfi komið í veg fyrir einmanaleika og dregið úr fylgifiskum hans, svo sem áfengis- og vímu- efnaneyslu. Heimahjúkrun og næring Í Reykjavík er heimahjúkrun og fé- lagsleg heimaþjónusta rekin sem sam- einuð heimaþjónusta og innan þess teym- is er endurhæfing í heimahúsi og heimkeyrsla á máltíðum. Endurhæfing- arteymið hefur sannað mikilvægi sitt fyr- ir þá eldri borgara sem þurfa að þjálfa færni í heimilisverkum til að mynda. Nú hefur næringarfræðingur verið ráðinn til að starfa með teyminu til að tryggja að skimað verði sérstaklega eftir næringar- ástandi fólks í heimahúsi þar sem það er mikilvægt að vera vel nærður til að við- halda færni og lífsgæðum. Innleiða á næringarviðmið Landlækn- isembættisins í máltíðaþjónustu velferð- arsviðs og tryggja á aðgengi að innihaldi og næringu máltíða. Aukin heldur verður meiri sérhæfð þjónusta veitt eldri borg- urum sem þurfa á aðstoð að halda í heimahúsum og í þjónustuíbúðum aldr- aða. Heilabilaðir fá meiri þjónustu Elliglöp og gleymska geta átt sér margvíslegar orsakir og margt hægt að aðstoða með. Sett verður á laggirnar sér- stakt þverfaglegt teymi sem þjónustar þennan hóp fólks. Við ætlum að opna nýja dagdvöl fyrir þennan hóp og fé- lagslegan stuðning heima til þess að koma í veg fyrir eða seinka flutningi á hjúkrunarheimili. Þekkingaröflun Að lokum verður lögð áhersla á aukna þekkingu í öldrunarþjónustu m.a. með því að komast að því hvað eldri borgarar telja að hverfi þurfi að innihalda til að há- marka lífsgæði þeirra sem íbúa. Þá verða framkvæmdar reglulegar þjónustukann- anir meðal eldri borgara til að tryggja að þjónustan þróist í samræmi við vænt- ingar notenda. Sýn Reykjavíkurborgar er að eldri borgarar eigi að ráða sér sjálfir og að öll aðstoð skuli taka mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og öll- um sé gert kleift að lifa því lífi sem þeir kjósa. Með samþykkt aðgerðaráætlunar velferðarráðs í málefnum eldri borgara eru stigin mörg mikilvæg framfaraskref sem tryggja munu meiri lífsgæði í borg- inni og risavaxið framfaraskref fyrir Reykjavik, sem heilsueflandi og aldurs- væna borg. Eftir Heiðu Björg Hilmisdóttur Heiða Björg Hilmisdóttir » Þjónusta við eldri borgara verður verulega aukin. Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. hbh@reykjavik.is Aldursvæn og heilsueflandi borg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.