Morgunblaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019
Í kjarasamn-
ingum almenna
vinnumarkaðarins
var gerður tíma-
mótasamningur,
svokallaður lífs-
kjarasamningur.
Þar var samið um
að laun hækkuðu
um ákveðna krónu-
töluhækkun sem
tryggi hinum lægst
launuðu verulega
kjarabót. Samið var
til langs tíma. Hinir
hærra launuðu fá
þannig lægri pró-
sentuhækkun en
þeir verst settu.
Þetta er sanngjarnt
þar sem launamun-
ur var orðinn mikill.
Nú er bara að
vona að opinberir
starfsmenn fari
sömu leið en noti
ekki prósentuhækk-
anir til að hækka þá
betur settu enn
meir og auka þannig launamun.
Hvað fá eldri borgarar?
Nú er það stóra spurningin
hvaða áhrif hafa kjarasamningar á
stöðu eldri borgara sem byggja
sínar tekjur fyrst og fremst á
Tryggingastofnun. Eins og allir
vita hafa eldri borgarar ekki neina
beina aðkomu að kjarasamningum.
Eldri borgarar áttu heldur ekki
aðild að þeim hópi sem sat með
stjórnvöldum.
Að sjálfsögðu kemur það mörg-
um eldri borgurum til góða ef
skattbyrði léttist hjá þeim lægst
launuðu.
Samkvæmt leikreglum stjórn-
vala þurfa eldri borgarar að bíða
til næstu áramóta til að fá ein-
hverja leiðréttingu sinna launa.
Samkvæmt niðurstöðu síðustu ár
hafa greiðslur TR ekki
hækkað í samræmi við
launaþróun í landinu.
Eldri borgarar hafa
þannig sífellt dregist
atftur úr.
Hækka þarf
greiðslur um sömu
krónutöluhækkun
Alþingi þarf að taka
þá einföldu ákvörðun
að greiðslur TR til
eldri borgara hækki
um sömu krónutölu og
samið var um í kjara-
samningum. Það er
réttlætismál. Þannig
bætum við kjör þeirra
lægst launuðu meðal
eldri borgara. Þeir
sem betur eru settir
fá þá lægri prósentu-
tölu.
Nú er búið að semja
til næstu ára um það
hvenær krónutölu-
hækkanir eiga að
koma til framkvæmda.
Alþingi þarf að sam-
þykkja að þau tíma-
mörk breyti kjörum
eldri borgara.
Hvað gera stéttarfélögin?
Forystumenn stéttarfélaganna
sögðu í aðdraganda samninga að
þeir myndu berjast fyrir hag
eldri borgara. Hvað varð um bar-
áttuna? Stéttarfélögin hefðu get-
að neitað að skrifa undir nema
það væri tryggt að eldri borgara
fengju sömu krónutöluhækkun.
Það virðist því miður gleymast
allt of oft að eldri borgarar voru
í stéttarfélögum og greiddu ára-
tugum saman félagsgjöld til síns
stéttarfélags. Við eigum það því
inni að stéttarfélögin hafi okkur
með á sínum baráttulista. Það
ættu menn að hafa í huga á bar-
áttudeginum 1. maí.
Eldri borgarar
fái sömu krónu-
töluhækkun
Eftir Sigurð
Jónsson
»Hvað varð
um barátt-
una? Stéttar-
félögin hefðu
getað neitað að
skrifa undir
nema að tryggt
væri að eldri
borgarar fengju
sömu krónu-
töluhækkun.
Höfundur er eldri borgari.
Sigurður Jónsson
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Stéttmeð stétt!
V E R K A LÝ Ð S R Á Ð S J Á L F S TÆ Ð I S F L O K K S I N S
1.maí kaffi
Verkalýðsráðs
1. maí vöfflukaffiVerkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins verður haldið
íValhöll við Háaleitisbraut 1,
miðvikudaginn 1. maí, kl 14:00-16:00
að lokinni kröfugöngu og útifundi.
Kristinn Karl Brynjarsson,
2. varaformaður Verkalýðsráðs
býður gesti velkomna ogValgerður
Sigurðardóttir borgarfulltrúi flytur stutt
ávarp í tilefni dagsins.
Allir velkomnir!
Í nýliðnum kjara-
viðræðum gerði verka-
lýðshreyfingin kröfu
um verulegar launa-
hækkanir, einkum til
hinna lægst launuðu.
Veigamikil rök voru
hækkun húsnæð-
iskostnaðar á höf-
uðborgarsvæðinu, en
hann hefur á und-
anförnum árum hækk-
að langt umfram aukningu kaup-
máttar. Sífellt stærri hluti þess sem
kemur upp úr launaumslaginu fer í
húsnæðiskostnað. Leigjendur og þeir
sem eru að kaupa íbúð í fyrsta skipti
hafa fundið mest fyrir hækkuninni,
sem er einkum til komin vegna skorts
á íbúðarhúsnæði. Eftirspurnin hefur
vaxið hraðar en framboðið. Sér-
staklega er skortur á ódýrum litlum
íbúðum. Margumtöluð þétting byggð-
ar á höfuðborgarsvæðinu á einnig
verulegan þátt í hækkun húsnæð-
iskostnaðar.
Útspil stjórnvalda um ýmsar að-
gerðir til lækkunar húsnæðiskostn-
aðar áttu sinn þátt í að liðka fyrir því
að samningar næðust. Eftir er að
taka afstöðu til ýmissa tillagna um úr-
bætur og útfæra þær nánar, en þó er
ljóst að úrbætur ríkisvaldsins snúa
meir að eftirspurnarhliðinni en fram-
boðshliðinni. Gera verður þá kröfu til
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
að tryggt verði nægilegt framboð á
ódýrum lóðum þar sem unnt er að
byggja ódýrt húsnæði.
Þétting byggðar við Borgarlínu
Í svæðisskipulagi höfuðborg-
arsvæðisins er lögð mikil mikil
áhersla á þéttingu byggðar. Einna
lengst á að ganga í Reykjavík, þar
sem segja má að þétting byggðar eigi
að verða aðallega þar sem byggðin er
þéttust fyrir, þ.e. vestan Elliðaáa. Á
auðum randsvæðum höfuðborg-
arsvæðisins, þar sem töluvert er af
ódýru landi sem er kjörið fyrir upp-
byggingu ódýrra íbúða, er hins vegar
ekki gert ráð fyrir mikilli uppbygg-
ingu. Ofuráhersla er lögð á þéttingu
byggðar meðfram samgönguásum
Borgarlínu. Til þess að
þær áætlanir gangi upp
þarf sums staðar að rífa
eldra húsnæði og
byggja í staðinn fjöl-
býlishús. Í ofanálag er
reiknað er með að
leggja svokölluð inn-
viðagjöld á nýbygg-
ingar við Borgarlínu til
að fjármagna hana að
hluta. Þessi einstreng-
ingslega þétting byggð-
ar ásamt innviðagjöld-
um mun leiða til enn
frekari hækkunar húsnæðis-
kostnaðar á höfuðborgarsvæðinu.
Erlend dæmi
Víða erlendis hefur verið ráðist í
þéttingu byggðar meðfram mikil-
vægum samgönguásum almennings-
flutningakerfis í þeim tilgangi að
fjölga farþegum. Yfirleitt hefur það
gefið góða raun hvað varðar fjölgun
farþega á viðkomandi leiðum strætó/
lesta. Þar eð höfuðborgarsvæðið er
bílaborg er fróðlegt að skoða hvernig
til hefur tekist í BNA, þar sem flestar
borgir eru bílaborgir. Til að bregðast
við síversnandi umferðarástandi hafa
samgönguyfirvöld í BNA lagt aukna
áherslu á almenningssamgöngur.
Samhliða því hefur sums staðar verið
lögð meiri áhersla á þéttingu byggðar
meðfram lestarleiðum og veigamikl-
um strætóleiðum. Það hefur gjarnan
leitt til hærra húsnæðisverðs og telja
sumir að það geti flæmt tekjulægsta
fólkið yfir á randsvæði, þar sem hús-
næðiskostnaður er lægri. Þá yrði eftir
hlutfallslega fleira tekjuhærra fólk,
sem notar síður almenningsflutn-
ingakerfið.
Í BNA hefur á síðustu áratugum
verið lögð aukin áhersla á að hamla
gegn dreifingu byggðar á borgar-
svæðum. Sem dæmi má nefna að í
Oregonríki eru skipulagsyfirvöld
borgarsvæða skyldug að nota
byggðamörk (Urban Growth Bo-
undary) í svæðisskipulagi. Stærsta
borgarsvæðið í Oregon er Portlands-
væðið með yfir 2 milljónir íbúa. Þar
virðist þétting byggðar komin úr hófi
fram með þeim afleiðingum að hús-
næðisskortur og hátt íbúðaverð er
mjög alvarlegt vandamál. Meðalverð
íbúða á svæðinu er um 43 milljónir
ISK, sem er um 90% yfir landsmeð-
altali fyrir BNA. Scott Beyer, blaða-
maður hjá Market Urbanism Report,
fjallar um þetta í grein sinni „Port-
land’s Urban Growth Boundary: A
Driver of Urban Sprawl“. Hann telur
að markmið skipulagsyfirvalda á
Portlandsvæðinu geti hæglega snúist
upp í andhverfu sína, þ.e. stuðlað að
aukinni dreifingu byggðar. Máli sínu
til stuðnings bendir hann á að tölu-
verður hluti þeirra sem vinna á Port-
landsvæðinu búi utan þess, jafnvel í
allt að 140 km fjarlægð frá svæðinu.
Hvað er til ráða?
Það er engin von til þess að opin-
berir sjóðir eða lánakerfi geti til
lengri tíma niðurgreitt húsnæði eða
veitt húsnæðislán á hagstæðum kjör-
um fyrir almenna launþega í svo
miklum mæli að kaupmáttur skerðist
ekki. Auk þess snúa slíkar aðgerðir
að eftirspurnarhliðinni og eru
tvíeggjaðar þar eð þær geta hæglega
leitt til meiri eftirspurnar eftir hús-
næði og þar af leiðandi til enn frekari
hækkunar húsnæðiskostnaðar.
Eina raunhæfa lausnin til lengri
tíma er að tryggja nægilegt framboð á
ódýru húsnæði á höfuðborgar-
svæðinu. Til að svo megi verða þarf að
breyta svæðisskipulagi höfuðborgar-
svæðisins. Byggja verður í auknum
mæli á jaðarsvæðum, jafnvel að ein-
hverju leyti utan núverandi byggða-
marka svæðisskipulags. Það er skárra
en að fólk sem stundar vinnu á höf-
uðborgarsvæðinu neyðist í auknum
mæli til að flytja til fjarlægari sveitar-
félaga á suðvesturhorninu til þess að
fá húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Gæta verður hófs
við þéttingu byggðar
Eftir Þórarin
Hjaltason » Þessi einstrengings-
lega þétting byggð-
ar ásamt innviðagjöld-
um mun leiða til enn
frekari hækkunar hús-
næðiskostnaðar á höf-
uðborgarsvæðinu.
Þórarinn Hjaltason
Höfundur er umferðarverkfræðingur
og MBA.
thjaltason@gmail.com