Morgunblaðið - 01.05.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 01.05.2019, Síða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 306.6 fmglæsilegteinbýlishúsásjávarlóðmeðeinstökuútsýni. Umeraðræðaarkitektahannaðfrábærlegavelstaðsetthús. Sérhannaðar innréttingar.Parketogflísar. Innbyggðvönduðlýsing. Húsiðvar teiknaðoghannaðafDavíðKristjániPitt,Svölu LárusdóttirogKristjániGarðarssyni. Nánariupplýsingarveita: SverrirKristinssonlg.fs.s.8618514,sverrir@eignamidlun,KjartanHallgeirsson, lg.fs.s.8249093, kjartan@eignamidlun.is, GRENSÁSVEGUR 11 SÍMI 588 9090 SKILDINGANES 40, 101 REYKJAVÍK Raforkulögin frá 2003 með fyrsta og öðr- um raforkupakka og svo núna þriðji orku- pakkinn gera ráð fyrir að raforkumarkaður verði settur upp á Ís- landi. Raforkumarkaðir um allan heim fylgja meg- inreglum framboðs og eftirspurnar. Þegar raforka er af skornum skammti og eftirspurn mikil þá hækkar verð, en hins vegar lækkar það ef mikil raf- orka er í framboði og eftirspurn lítil. Á raforkumarkaði eru greiðslur til raforkuframleiðanda annaðhvort samkvæmt uppgjörsverði (Pay-as- Clear) eða tilboðsverði (Pay-as-Bid). Með uppgjörsverði fá allir greitt sama verð fyrir orkuna en með til- boðsverði fær hver greitt í samræmi við sitt eigið tilboð. Raforkuviðskipti eru víðast hvar gerð upp á næsta-dags-markaði (Day-ahead-market) með uppgjörs- aðferð, en endanleg leiðrétting fyrir hverja klst. á innan-dags-markaði (Intra-day-market) sem oft er með tilboðsaðferð eins og nú tíðkast hér á landi með jöfnunarorku. Næsta-dags-markaður er lang- mikilvægasti hluti raforkumark- aðarins. Ef hann er vel hannaður og miðaður við staðbundnar aðstæður þá mun það sjálfkrafa leiða til starf- hæfs heildarmarkaðar. Raforkumarkaðir erlendis Raforkumarkaður á Bretlandi er talinn vel heppnaður og hefur verið notaður sem viðmið við hönnun á raforkumörkuðum um allan heim. Einnig getur verið gagnlegt fyrir okkur að miða við norska mark- aðinn, sem er hluti af Nord Pool- markaðnum. Norska raforkukerfið er líkt því íslenska hvað hlutdeild endurnýjanlegrar orku varðar, en það er nú þegar tengt við önnur lönd í margar áttir og að því leyti ólíkt okkar raforkukerfi. Raforkumarkaðurinn á Bretlandi er aðallega drifinn áfram af orkusölu samkvæmt skammtímajaðarkostn- aði, en einnig kemur til aflmarkaður, þar sem leitast er við að hafa ávallt tiltækt nægjanlegt reiðuafl vegna orkuöryggis. Á Bretlandi er þannig verslað bæði með orku og afl á markaði. Í Noregi á Nord Pool er um að ræða hreinan orkumarkað (energy-only-market) þar sem skammtímaverð er látið nægja sem aðalhvati til langtímafjárfestinga. Niðurgreiðslur á Bretlandi Á Íslandi hefur ekki tíðkast að greiða niður framleiðslukostnað hjá virkjunum sem framleiða græna orku úr endurnýjanlegum orkugjöf- um. Það hefur hins vegar verið gert erlendis t.d. á Bretlandi með svo kölluðum CfD-samningum (Cont- ract for Differences). Þannig á að hvetja til uppbyggingar á sólar- og vindorkuverum til að auðvelda og hraða uppbyggingu þeirra og minnka útblástur koltvísýrings- lofttegunda við raforkuframleiðslu. Meðal orkuframleiðenda hefur á undanförnum árum verið slegist um að komast á CfD-styrktarsamninga hjá breska ríkinu. Með lækkandi stofnkostnaði á sól- ar- og vindrafstöðvum hefur smám saman verið dregið úr styrkjum til þeirra og stefnir í að þeir leggist af á næstu árum. Sjálfseyðing á raforkumarkaði Hlutdeild endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu á Bretlandi var í lok árs 2018 komin upp í 33,3% og eykst hraðfara. Með hækkandi hlutdeild endur- nýjanlegrar orku í raforkufram- leiðslunni, mest í sólar- og vind- orkuverum, hefur komið til þess að markaðsverð raforku lækkar. Þetta hefur verið kallað sjálfseyðing (cannibalisation) og hefur áhrif á markaðsverð til lækkunar. Til sam- anburðar gæti svona nokkuð gerst hjá versl- unarkeðju sem opnar of mörg útibú of nærri hvert öðru, sem fara síðan að stela við- skiptum hvert frá öðru. Óttast er að sjálfs- eyðing sólar- og vind- orkuvera í Bretlandi gæti lækkað verð á markaði þannig að á endanum muni raf- orkuframleiðendur ekki eiga nógan afgang til að greiða niður upp- haflega fjárfestingu. En neytendur njóta góðs af ástandinu. Raforkukerfið á Íslandi Á Íslandi er hlutdeild endurnýj- anlegrar orku í raforkuframleiðsl- unni nærri 100%. Um er að ræða vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Hérna á árum áður var nokkur framleiðsla í olíurafstöðvum en með stækkun kerfisins og auknu öryggi í rekstri hefur olíustöðvum verið ýtt út smám saman. Uppruni orkugjaf- ans er mismunandi. Hjá vatnsafls- virkjunum í veðurfari á yfirborði jarðar og hjá jarðvarmavirkjunum af 2.500 metra dýpi í iðrum jarðar og þar með óháð veðurfari. Ef annað orkuformið bregst þá er hitt jafnan til staðar. Þörf á varaafli í olíu- rafstöðvum vegna orkuöryggis minnkar. Samkvæmt þessu ættu Ís- lendingar að vera á bólakafi í sjálfs- eyðingu, en það er alls ekki raunin. Íslendingar hafa hannað sín eigin reiknilíkön fyrir rekstur raforku- kerfisins síðan á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Í þeim líkönum eru reiknuð út vatnsgildi (USD/MWh) með einföldu líkani þar sem tekið er tillit til rennslisraða og vatnsmiðl- ana. Þannig verða til markmið. Síð- an er reiknað út skuggagildi rekstr- ar (USD/MWh) með nákvæmara líkani þar sem að auki er tekið tillit til flöskuhálsa í flutningskerfinu, afl- takmarkana í virkjunum auk ann- arra afbrigða og takmarkana í kerf- inu. Að lokum myndast langtíma- jaðarkostnaður sem mætti taka tillit til við tilboðsgerð á markaði. Með þessu er tryggt að þarfir bæði til skamms tíma vegna rekstrar og til langs tíma vegna fjárfestinga séu jafnan til staðar í dæminu. Þetta er ekki gert á Bretlandi, í litlum mæli í Noregi vegna nálægðar við Evrópu en þarf að gera frá upp- hafi á Íslandi. Raforkumarkaðir Eftir Skúla Jóhannsson Skúli Jóhannsson » Í stað þess að aug- lýsa raforkuverð mun verð á raforku- markaði ráðast af sam- keppni og jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, neyt- endum til hagsbóta. Höfundur er verkfræðingur skuli@veldi.is Í fréttatíma RUV nú nýlega var sagt frá frétt frá kín- verska komm- únistaflokknum þess efnis að senda ætti 10 milljónir nemenda úr ungliðadeild flokksins til að fara á afskekktari svæði í Kína á næstu tveim- ur árum til þess m.a. að auka hæfni íbúa þar, breiða út siðmenningu og kynna íbúum vís- indi og tækni. Þetta er auðvitað hið besta mál fyrir kínversku þjóðina og vafalaust löngu tíma- bært. Það voru þessi orð, að breiða út siðmenninguna, sem urðu til þess að maður stakk við og fór að leiða hugann að þeim kínversku ferða- mönnum sem lagt hafa leið sína til Íslands. Því miður hefur orð- spor þeirra hér á Íslandi og fram- koma ekki verið til að hrópa húrra fyrir, þótt ætla megi að munur geti verið á, hvort heldur viðkomandi komi frá meginlandi Kína eða t.d. Taiwan. Vissulega eru undantekninganar líka til hvað framkomu þeirra varðar og ekki allir einstaklingar steyptir í sama mótið. Ótrúlegar frásagnir hafa heyrst af því hvernig fjöldi Kínverja hef- ur hegðað sér og orðið um leið sér og þjóð sinni til skammar með framkomu sinni. Iðulega hefur verið kvartað yfir hrikalegri um- gengni þeirri og sóðaskap á hót- elum og öðrum gististöðum sem þeir starfsmenn gististaðanna sem vinna við herbergisþrif gætu lýst nánar. Einnig hefur verið kvartað yfir því, að einstakir hlutir hverfi af hótelherbergjum, svo sem koddar. Nú síðast að Kínverjarnir, sem einhverjir í ferðaþjónustunni hafa viljað skilgreina sem frummenn í um- gengnisháttum og varla húsum hæfa, séu meira að segja farnir að eyðileggja hrað- suðukatla á hótelher- bergjunum með því að taka upp á því að sjóða núðlur í þeim. Ekki færum við Ís- lendingar að sjóða saltfiskbita í hrað- suðukötlunum á hót- elum erlendis. Fararstjórar hafa margir kvart- að yfir því að þeir láti illa að stjórn í skipulögðum ferðum og geri oft og tíðum nákvæmlega það sem þeim sýnist, oft með frekju og yfirgangi, frekar en að hlýða fyrirmælum fararstjóranna. Eig- endur bílaleiga sem og rútubíl- stjórar hafa einnig kvartað yfir slæmri meðferð á bílunum og um- gengni um þá. Þá hefur heyrst að einstaka aðilar í ferðaþjónustunni vilji ekki lengur eiga nokkur við- skipti við kínverska ferðamenn af framangreindum ástæðum vegna slæmrar reynslu af þeim í þessum efnum. Hún er þó ekki eingöngu bundin við Ísland, heldur gildir það sama um víða veröld. Má sem dæmi vitna í hinn heimsþekkta enska ferðafrömuð og pistlahöf- und, Jeremy Clarkson, sem sagði m.a. þetta í grein, sem birtist í Sunday Times 14. apríl sl. og er hér í ísl. þýðingu. Í fyrirsögninni stóð „Kínverskir ferðamenn verða að fara að læra mannasiði“. Þá sagði í greininni m.a. þetta: „Á ferðum mínum hef ég hitt marga leiðsögumenn, þjóna og búðareig- endur, en enginn þeirra hafði neitt gott um kínversku ferða- mennina að segja“. Ekki voru lýs- ingarnar beint fallegar, sem nefndar voru því til útskýringa í þessari grein. Með vísan til framanritaðs hlýt- ur þetta að vera áhyggjuefni fyrir stjórnvöld í kínverska alþýðu- lýðveldinu, þessu stórveldi, hvern- ig staðan er í þessum efnum. Engri þjóð getur staðið á sama, hvernig þegnar þeirra hegða sér á ferðalögum erlendis og hvaða orð- spor fer af framkomu þeirra þar. Ekki myndum við Íslendingar þola það, að landar okkar hegðuðu sér með þessum sama hætti á ferðalögum erlendis, enda myndu ísl. stjórnvöld þá væntanlega reyna að grípa inn í til að siðvæða Íslendingana, ef það væri neyð- arbrauðið. Framkomu sem hér hefur verið lýst yrði aldrei hægt að líða, enda stendur okkur Ís- lendingum alls ekki á sama um það, hvað íbúar annarra þjóða halda um okkur verandi siðuð þjóð að okkar mati. Það sama ættu kínversk stjórnvöld að hafa í huga svo kínverskir ferðamenn eyðileggi ekki út á við það já- kvæða, sem tekist hefur að byggja upp í Kína. Vonandi tekst þeim þeirra vegna að bæta siðvæð- inguna í landinu, eins og stefnt er að með þessu mikla átaki kín- verskra stjórnvalda, a.m.k hvað þennan þáttinn varðar. Við Ís- lendingar sem og aðrar þjóðir myndum þá væntanlega njóta góðs af því framtíðinni, þannig að viðhorfið til kínverska ferðamanna myndi breytast til batnaðar frá því sem það er í dag. Kínverskir ferðamenn Eftir Jónas Haraldsson »Engri þjóð getur staðið á sama, hvernig þegnar þeirra hegða sér á ferðalögum erlendis og hvaða orð- spor fer af framkomu þeirra þar. Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.