Morgunblaðið - 01.05.2019, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019
Elsku mamma,
dagurinn sem ég
kveið svo mikið fyrir
rann upp aðfaranótt
11. apríl þegar þú
kvaddir okkur. Hugur minn reik-
ar aftur í tímann allt frá því að ég
man fyrst eftir mér úr Kópavog-
inum þar sem við litla fjölskyldan
bjuggum og litla systir ekki fædd.
Þú varst alltaf að kenna mér og
segja mér frá um lífið á svo
ógleymanlegan hátt að minning-
ar mínar um þig eru mér svo ljós-
lifandi enn í dag, alveg frá því að
ég var fjögurra ára aldri, og er
ein þeirra sú að ég sem lítill ung-
ur drengur var í rimlarúmi á litla
heimili okkar og átti það til að
stanga rimlana úr rúminu á nótt-
unni til að reyna að komast upp í
heitt og notalegt rúm þitt og
pabba og finna öryggið sem ég
fann alltaf hjá þér, elsku mamma
mín.
Árið 1966 kaupa foreldrar mín-
ir nýja íbúð í Árbæjarhverfinu og
fæ ég mitt sérherbergi, en ennþá
þótti mér gott að fá að skríða upp
í rúm foreldra minna og liggja við
hlið mömmu ef ég var veikur og
finna væntumþykju mömmu þar
sem hún leyfði mér að hjúfra mig
upp að sér. Mamma var stórkost-
leg kona eins og allir vita sem
henni kynntust og sögðu mínir
æskuvinir við mig að mamma mín
væri frábær og töluðu oft við
hana, enda gaf mamma sér alltaf
tíma þó mikið væri að gera hjá
henni. 1966 fæddist foreldrum
mínum dóttir, litla systir mín,
sem ég tók eiginlega að mér strax
enda treysti mamma mín mér
ungum syni sínum alveg 100%
fyrir henni enda unnu foreldrar
mínir mjög mikið en mamma var
mjög atorkusöm saumakona og
afkastaði á við þrjár.
Foreldrar mínir unnu þá við
húsgagnabólstrun og saumaskap
og kom svo sá tími að þau stofn-
Sigurjóna
Haraldsdóttir
✝ SigurjónaHaraldsdóttir
fæddist 14. desem-
ber 1942. Hún lést
11. apríl 2019.
Útför hennar fór
fram í kyrrþey.
uðu sitt eigið fyrir-
tæki, Z-Húsgögn.
Í mörgum frí-
stundum yfir sum-
artímann ferðuð-
umst við fjölskyldan
saman um landið og
var mamma sérlega
dugleg að kenna
mér að þekkja nöfn
staða og kennileita.
Þrátt fyrir að ég,
sonur hennar, færi
svolítið ótroðnar slóðir í prakk-
araskap sem mamma komst alltaf
að þá skammaðist hún ekki í mér
heldur gerði mér ljóst á sinn móð-
urlega hátt að svona gerði maður
ekki, útskýrði frekar fyrir mér
hlutina á sinn einstaka hátt. Ég
var alltaf mikill mömmustrákur
og við treystum hvort öðru og átt-
um margar góðar samræður okk-
ar á milli í mikilli einlægni.
Mamma var mér stoð og stytta
og gaf mér mörg og góð ráð. Árin
liðu og við upplifðum fjölmargt
skemmtilegt saman, svo margar
góðar og fallegar minningar sem
ég mun alla tíð muna og jafnvel
segja börnum mínum og barna-
börnum frá.
Mamma, ég sakna þín en
minning mín um þig lifir með
mér. Eitt langar mig að nefna
sem mér finnst lýsa mömmu ein-
staklega vel, hversu gegnheil hún
var og gaf svo ósegjanlega mikið
frá sér. Hún hugsaði alltaf fyrst
um aðra áður en hún gaf sér tíma
fyrir sjálfa sig.
Ó, elsku mamma mín, ég sakna
þín svo mikið.
Að lokum vil ég senda pabba,
Hallborgu systur og fjölskyldu,
fjölskyldu minni, einlægar sam-
úðarkveðjur nú þegar við sjáum á
eftir ástkærri eiginkonu pabba,
móður okkar, ömmu og lang-
ömmu. Minningin lifir.
Þinn sonur,
Haraldur Örn Arnarson.
Ég hitti fyrst tengdamömmu á
haustdögum 1984 þegar ég og
Haraldur byrjuðum að rugla
saman reytum. Jóna var mér
virkilega góð og drukkum við
ófáa kaffibollana saman og var
gott að tala við hana. Það var oft
tekið upp tólið og hringt í Jónu,
og var þá spjallað að lágmarki í
klukkustund.
Jóna var kona sem hélt fjöl-
skyldunni saman. Alltaf kom hún
hlaupandi ef eitthvað þurfti að
gera og var tilbúin að hjálpa með
það sem hún gat, en átti mjög erf-
itt með að þiggja aðstoð sjálf.
Eitt sem oft var talað um var
þegar hún fór með Kristjönu átta
ára í klippingu án þess að spyrja
okkur og létt klippa hana stutt,
einhverja tískuklippingu. Ég
minnist þess ekki að hafa sagt
neitt en það sauð á mér. Á seinni
árum var oft talað um þetta og ég
hlæ að þessu í dag, því hárið vex
aftur.
Jóna og Örn ásamt dóttur
þeirra og maka hennar reistu sér
sumarbústað í Grímsnesinu og
var mikið gróðursett og alltaf var
Jóna að hlúa að gróðrinum. Jóna
gleymdi engum. Gestrisin var
hún og tjaldaði öllu til þegar gest
bar að garði, og fuglarnir fengu
epli.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Takk fyrir allt elsku Jóna.
Þín tengdadóttir,
Björg Stígsdóttir.
Elsku amma mín.
Orð fá því ekki lýst hversu
mikið þín er saknað. En ég er
óendanlega þakklát að hafa átt
þig að ömmu, þær gerast nefni-
lega ekki betri og ég er svo hepp-
in að fá að taka það með mér í
veganesti. Ég átti nefnilega
ömmu af bestu gerð, ég lærði svo
margt af þér. Maður verður að
sjá spaugilegu hliðina og við verð-
um að hlæja. Því annars, hver er
tilgangurinn?
Vegna þíns óþrjótandi styrks
urðu margir sigrar í þínu lífi. Mér
er það mikil huggun þegar við
Jóna systir komum til þín daginn
áður en þú kvaddir að þú varst al-
veg söm við þig, þú spjallaðir heil-
mikið, brostir og tókst utan um
okkur. Það skyldi engan undra að
þeir sem hittu þig einu sinni,
vildu hitta þig aftur. Þú varst
nefnilega einstök og stórbrotin
kona og ég er svo stolt að fá að
kalla þig ömmu mína.
Minningin um þig lifir áfram.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ástarkveðja,
Kristjana.
Amma var frábær og skemmti-
leg og alltaf til í fjörið og gestrisin
eins og ömmu var von og vísa,
gjafmild bæði við börn sín, barna-
börn og eiginmanninn sinn. Eins
var amma skemmtileg og stríðin.
Eitt sinn fórum við, ég og amma, í
bæinn og fórum út að borða.
Amma gaf mér fyrsta töfradótið
mitt í einni bæjarferð okkar. Við
gróðursettum tré við sumar-
bústaðinn hennar og afa austur í
Grímsnesi. Við ferðuðumst oft
saman og það var alltaf gaman.
Takk fyrir allt, elsku amma, þú
ert ljós gleðinnar og það er erfitt
að kveðja þig. Minning mín um
þig lifir alltaf.
Þitt barnabarn,
Atli Már.
Elsku Jóna frænka mín er fall-
in frá.
Frá því að ég man eftir mér
var Jóna alltaf til staðar. Hún var
síkát, hláturmild og alltaf í góðu
skapi. Hún vildi allt fyrir alla
gera. Ég á yndislegar barnæsk-
uminningar frá því að við syst-
urnar heimsóttum þau Jónu og
Örn í Dalselið. Jóna frænka átti
fallegasta Sylvaniu-hús sem ég
hef nokkurn tímann séð og það
fóru ófáar klukkustundirnar í leik
í því húsi. Alltaf fylgdi kaka og
kók með heimsóknunum og ekki
furða að við systurnar nutum
þess að koma til Jónu frænku. Á
unglingsárunum var svo hægt að
nálgast tugi Vikublaða heima hjá
Jónu og ég sat iðulega í sófanum
og las eins mikið og ég komst yfir
á meðan mamma og Jóna spjöll-
uðu. Þá eru ónefndar sólríku
stundirnar í sumarbústaðnum
þeirra Jónu og Arnars sem við
heimsóttum reglulega.
Jóna frænka gekk okkur syst-
kinunum í ömmustað. Hún kom
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
(Ómar Ragnarsson)
Hún amma mín er fallin frá,
þessi dugmikla og góða kona.
Oft var kátt á heimili ömmu og
hlátursköstin ófá. Hún kunni að
gera svo skrýtin hljóð með munn-
inum, enginn gat gert það betur.
Þegar maður kom í Melgerðið
var amma mjög fljót að finna til
kaffi og rosalega gott meðlæti, –
hún var búin að baka pönnsur með
sykri eða þá vöfflur áður en maður
vissi af.
Ingibjörg
Þorbergsdóttir
✝ Ingibjörg Þor-bergsdóttir
fæddist 14. sept-
ember 1928. Hún lést
16. apríl 2019.
Útför Ingibjargar
fór fram 26. apríl
2019.
Amma var oftast
með rúllur í hárinu
og auðvitað var
slæða utan um allar
rúllurnar.
Þegar við bjugg-
um í Svíþjóð kom
amma oft í heim-
sókn og bjó hjá
okkur. Eitt sumarið
buðu amma og afi
mér að koma í heim-
sókn, fékk ég 10 ára
að fara alein á milli landa og bjó
hjá ömmu og afa sumarpart.
Minningin um góða ömmu mun
alltaf lifa og fylgja mér.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Júlía Sif Guðjónsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SVAVA ÁRNÝ JÓNSDÓTTIR,
Baðsvöllum 7, Grindavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 20. apríl.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 3. maí klukkan
14. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
Slysavarnadeildina Þórkötlu.
Benóný Þórhallsson
Þórhallur Ágúst Benónýsson
Sigríður Fjóla Benónýsdóttir Hólmar Már Gunnlaugsson
Berglind Benónýsdóttir Ómar Davíð Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HREINN SUMARLIÐASON
kaupmaður og fv. formaður
Félags matvörukaupmanna,
Erluhólum 5,
lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð,
Borgarnesi, 16. apríl.
Útför hans fer fram í Áskirkju föstudaginn 3. maí klukkan 13.
Sigurlína Hreinsdóttir
Ágústa Hreinsdóttir Sigurður Ómar Sigurðsson
Jóna Magga Hreinsdóttir Elvar Ólafsson
barnabörn og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BRYNJA EDDA JÓHANNESDÓTTIR
JENSEN,
fyrrverandi húsfreyja á Rauðavík
á Árskógsströnd,
lést mánudaginn 23. apríl á Hrafnistu í
Reykjavík. Jarðsett verður frá Stærri-Árskógskirkju
laugardaginn 4. maí klukkan 11.
Valgerður Sólrún Sigfúsd. Sveinn Gunnlaugsson
Hjalti Örn Sigfússon Aðalheiður Helgadóttir
Jóhannes Sigfússon Katrín Steinsdóttir
Brynjar Haukur Sigfússon Svanhildur Sigfúsdóttir
Aðalsteinn Svanur Sigfússon Signý Sigurðardóttir
Aðalheiður Ósk Sigfúsdóttir Lúðvík Áskelsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, systir, amma og langamma,
LILJA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Þorfinnsgötu 2,
lést miðvikudaginn 24. apríl á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Útför hennar fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 8. maí
klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin, kt. 580690-2389,
banki 0515-26-24303.
Steinþór Ingvarsson
Sigurður I. Steinþórsson
Gunnar Steinþórsson Ágústa Valdimarsdóttir
Jónas Sigurðarson Þóranna Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, sonur, stjúpsonur,
bróðir og mágur,
GÍSLI BIRGISSON,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 24. apríl.
Útför hans fer fram frá Seljakirkju
þriðjudaginn 7. maí klukkan 13.
Arnór Blær, Sóley Bára, Aron Darri
Guðfinna Gísladóttir
Birgir Georgsson Dong Qing Guan
Jóhann Birgisson
Georg Birgisson
Viktor Blær Birgisson
Steindór G. Corrigan Marica Corrigan
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGEBURG GUÐMUNDSSON,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis að Austurvegi 16,
Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu,
Hafnarfirði, sunnudaginn 28. apríl.
Útför hennar fer fram frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 13. maí
klukkan 14.
Guðmundur Karl Tómasson Kristrún Bragadóttir
Haraldur Tómasson Guðný Birna Sæmundsdóttir
Róbert Tómasson Linda B. Guðmundsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
íbúi á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli,
áður Kotmúla, Fljótshlíð,
lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli
fimmtudaginn 25. apríl.
Útför fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð
laugardaginn 4. maí klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á dvalarheimilið Kirkjuhvol.
Sigríður I. Magnúsdóttir Jón Þ. Óskarsson
Guðmundur Magnússon Helga Pálsdóttir
Einar Magnússon Benedikta Steingrímsdóttir
Hanna Magnúsdóttir Bjarni S. Hjálmtýsson
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
VIGDÍS GUÐFINNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn
26. apríl. Útförin fer fram frá Fella- og
Hólakirkju fimmtudaginn 9. maí klukkan 15.
Marta Loftsdóttir Gunnar Jóhannsson
Svava Loftsdóttir Ásmundur Kristinsson
Pétur Guðfinnsson
barnabörn og barnabarnabörn