Morgunblaðið - 01.05.2019, Qupperneq 22
22 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
fyrir heimilið
VifturHitarar
LofthreinsitækiRakatæki
60 ára Guðrún er
Reykvíkingur, er með
cand.mag. próf í ís-
lensku og varði dokt-
orsritgerð sína í ís-
lenskum bókmenntum
árið 2011. Hún er sjálf-
stætt starfandi fræði-
maður og gaf út bókina Á hverju liggja
ekki vorar göfugu kerlingar, árið 2016.
Maki: Eiríkur Rögnvaldsson, f. 1955, pró-
fessor emeritus.
Sonur: Ingólfur Eiríksson, f. 1994.
Foreldrar: Ingólfur Pálmason, f. 1917, d.
1987, lektor í íslensku við Kennarahá-
skólann, og Hulda Gunnarsdóttir, f. 1917,
d. 2014, vaktkona á Kleppsspítala. Þau
voru búsett í Reykjavík.
Guðrún
Ingólfsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Málin hafa þróast þannig að þú ert
með puttann í næstum hverju sem er á þín-
um vinnustað. Einhver gefur þér undir fót-
inn.
20. apríl - 20. maí
Naut Við viljum öll stýra því hvernig aðrir
sjá okkur, en sjálfsþekking er trúlega eina
stjórntæki okkar. Þú færð fréttir sem koma
flatt upp á þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ekki um annað að ræða en
byrja á verkefni, þótt þú berir einhvern kvíð-
boga fyrir því. Einhver fer undan í flæmingi
við spurningar frá þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að leysa fjárhagslega
flækju sem upp hefur komið. Allt sem þú
lætur yfir þig ganga en er ekki viðunandi
dregur þig smám saman niður.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver náinn gæti veitt þér góð ráð
um ástarsambönd. Andstæðingar þínir
munu gefast upp og þá stendur þú uppi
með pálmann í höndunum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er ástæðulaust að láta smá-
munina vefjast fyrir sér. Mundu að fjöl-
skyldan fer ekki neitt, því er best að láta sér
lynda við hina.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er gott að hafa stjórn á öllum hlut-
um en nauðsynlegt að vita hvenær maður á
að sleppa hendinni af öðrum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú tekur það upp hjá þér að
vera í forsvari fyrir verkefni sem þú veist
ekkert um. Þú ert með hjartað í buxunum
en þetta mun allt fara vel.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Kláraðu það sem þú hefur
frestað, þannig færð þú svigrúm til þess að
hleypa meiri spennu í líf þitt. Vertu viss um
að allir fái það sem þeim ber.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þið ættuð ekki að láta aðra kúga
ykkur til að gera eitthvað sem ykkur er
þvert um geð. Í einkalífinu mun vinur koma
þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er nánast ekki hægt að
standast freistinguna að eyða peningum í
dag, gættu samt hófs. Nú er að hrökkva
eða stökkva í ástamálunum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þetta er góður dagur til þess að
gera ferðaáætlanir með félaga eða maka.
Nýttu frítímann til listsköpunar, í starf með
börnum eða bara til að skemmta þér.
Gestsdóttir, f. 5. janúar 1881, d. 13.
september 1954, húsfreyja á Siglu-
nesi. Marta og Gísli Gíslason voru
bræðrabörn.
Börn Mörtu og Gísla: 1) Gunnar
Hólm Gíslason, f. 31. maí 1938, d. 1.
febrúar 1939; 2) Guðrún Helga
Gísladóttir, f. 17. júlí 1940, sjúkra-
liði, búsett á Melum á Kjalarnesi; 3)
Fjölskylda
Eiginmaður Mörtu var Gísli
Gíslason, f. 9. maí 1910, d. 17. maí
2001, bóndi í Fit og á Hreggsstöðum
á Barðaströnd. Foreldrar hans voru
hjónin Gísli Marteinsson, f. 28.
ágúst 1887, d. 2. október 1969, bóndi
á Siglunesi á Barðaströnd, og Guðný
M
arta Þórðardóttir
fæddist 1. maí 1918
í Fit á Barðaströnd
og ólst þar upp, hún
átti 12 systkini og
var hún 6. í röðinni en þau eru öll
fallin frá, mörg þeirra langt fyrir
aldur fram.
Marta og Gísli maðurinn hennar
hófu búskap í Fit árið 1946. Fyrir
utan hefðbundinn búskap sótti Gísli
björg í bú á sjóinn, veiddi fisk og
stundaði töluvert selveiðar. Árið
1968 brann bærinn í Fit og engu
hægt að bjarga. Það sumar árið
1968, bjuggu þau í pínulitlum vega-
vinnuskúr og fengu tjald hjá Vega-
gerðinni og var þá oft mikil þröng á
þingi. Keyptu þau Hreggsstaði það
sama ár en tveimur árum seinna
varð aftur húsbruni. Kom sprenging
í miðstöðina og húsið brann um
haustið 1970. En þau gáfust ekki
upp og var allt endurbyggt og þá
flutti öll fjölskyldan aftur í litla
vegavinnuskúrinn og rétt fyrir jólin
það ár var flutt í húsið sem var reist.
Nokkur ár vann Marta við að
salta grásleppuhrogn í sveitinni og
vann í Sláturhúsinu í Stykkishólmi á
haustin í nokkur ár og hélt þá til hjá
Guðnýju dóttur sinni .
Þau hjónin, Marta og Gísli voru
ráðsmenn í Stóra-Langadal á Skóg-
arströnd einn vetur og þá var hún
farin að missa mjög mikið sjón en sá
um alla eldamennsku og þrif með
sóma. Marta hefur verið alveg blind
í yfir 27 ár en prjónar sokka eins og
enginn sé morgundagurinn.
Þau fluttu til Patreksfjarðar 1997
í litla húsið sem Elli bróðir hennar
gaf henni. Þau höfðu samt ávallt að-
setur á Hreggsstöðum á sumrin,
staðurinn var þeim svo kær þrátt
fyrir að þau væru hætt hefð-
bundnum búskap.
Marta bjó alein í sjö ár í litla hús-
inu sínu á Patreksfirði eftir að mað-
urinn hennar lést og eldaði sjálf og
þvoði þvott og sá um heimilið að öllu
leyti. Hún fór á Dvalarheimilið í
Stykkishólmi árið 2007.
Marta er léttlynd og mikill grín-
isti sem endurspeglar hennar háa
aldur. Það geislar af Mörtu, seiglan
og dugnaðurinn í henni er mikill og
hún gleður marga með söng sínum.
Marteinn Ólafur Þórður Gíslason, f.
7. febrúar 1943, sjómaður, búsettur í
Ólafsvík: 4) Ingibjörg Lilja Gísla-
dóttir, f. 26. desember 1948, hús-
freyja, búsett í Stykkishólmi; 5)
Aðalsteinn Gísli Þórarinn Gíslason,
f. 12. maí 1953, sjómaður, búsettur í
Garði; 6) Guðný Vilborg Gísladóttir,
f. 25. febrúar 1958, kokkur, búsett í
Marta Þórðardóttir, fyrrverandi bóndakona með meiru – 101 árs
Fjölskyldan Marta og Gísli ásamt börnum sínum heima í stofunni í Fit árið 1965.
Léttlynd og mikill grínisti
Hjónin Gísli Gíslason og Marta Þórðardóttir eftir Grænlandsför árið 1985.101 árs Mynd tekin um síðustu helgi.
50 ára Díana ólst upp
á Selfossi en býr í
Reykjavík. Hún er stíl-
isti og sölufulltrúi
Vogue fyrir heimilið –
húsgagnaverslun. Hún
lærði sölusálfræði hjá
Gucci á Ítalíu og hefur
þjálfað starfsfólk Gucci um alla Evrópu.
Börn: Árni Heimir Ingvarsson, f. 1987,
Mikael Þór Árnason, f. 2010, og Hera Rut
Árnadóttir, f. 2014.
Systkini: Guðmundur Árni, f. 1957, og
Sólveig Svava, f. 1959.
Foreldrar: Bjarni Ævar Árnason, f. 1939,
d. 1980, tækniteiknari, og Lóa Guð-
mundsdóttir, f. 1940, fv. tryggingasölu-
fulltrúi hjá Sjóvá, búsett á Selfossi.
Díana
Bjarnadóttir
Til hamingju með daginn
Hveragerði Hagalín Smári
Halldórsson fæddist 27.
ágúst 2018 kl. 9.25. Hann vó
3.586 g og var 52 cm langur.
Foreldrar hans eru Thelma
Lind Guðmundsdóttir og
Halldór Smárason.
Nýr borgari