Morgunblaðið - 01.05.2019, Side 23
DAGBÓK 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019
Borgarnesi; 7) Árdís Lára Gísladótt-
ir, f. 4. júní 1963, liðstjóri í skóla, bú-
sett í Njarðvík. Barnabörn Mörtu
eru 21, barnabarnabörn eru 39 og
barnabarnabarnabörn eru 5.
Systkini Mörtu voru Marteinn
Ólafur Þórðarson, f. 10. apríl 1904,
d. 17. apríl 1904; Ólafía Ástríður
Þórðardóttir, f. 22. júlí 1907, d. 18.
maí 1993; Guðrún Elísa Þórð-
ardóttir, f. 8. apríl 1908, d. 2. mars
1982; Gísli Þórðarson, f. 14. apríl
1910, d. 3. september 1948; Aðal-
steinn Þórðarson, f. 3. ágúst 1912, d.
27. apríl 1945; Lilja Sigurrós
Þórðardóttir, f. 17. ágúst 1915, d. 11.
nóvember 1945; Lára Þórðardóttir,
f. 30. júní 1919, d. 22. nóvember
1955; Elías Þórðarson, f. 7. október
1921, 11. desember 2000; Kristján
Hákon Þórðarson, f. 1. desember
1922, d. 14. desember 1975; Þór-
arinn Fjeldsted Þórðarson, f. 15.
desember 1923, d. 27. júlí 1951; Ár-
dís Þórðardóttir, f. 27. desember
1924, 15. janúar 1925.
Foreldrar Mörtu voru hjónin
Þórður Valdimar Marteinsson, f. 1.
maí 1879, d. 7. maí 1929, bóndi í Fit
á Barðaströnd, og Ólafía Ingibjörg
Elíasdóttir, f. 26. september 1885, d.
1. ágúst 1970, húsfreyja í Fit.
Marta
Þórðardóttir
Valgerður Jónsdóttir
húsfreyja á Efra-Vaðli
Jón Einarsson
bóndi á Efra-Vaðli
á Barðaströnd
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Skriðnafelli
Ólafía Ingibjörg Elíasdóttir
húsfreyja í Fit
Elías Ólafsson
bóndi á Skriðnafelli
Guðrún Bjarnadóttir
húsfreyja í Ytri-Múla og á
Skriðnafelli
Ólafur Bjarnason
bóndi í Ytri-Múla og á
Skriðnafelli á Barðaströnd
ón Guðbjartur Elíasson
bóndi á Skriðnafelli
JValgerður ElinborgJónsdóttir húsfreyja
á Skriðnafelli
Guðrún
Þórðardóttir
húsfreyja á
Patreksfirði,
í Flatey og
Kópavogi
Nói Alexander
Marteinsson fv.
bifreiðarstjóri,
búsettur
á Örkinni í
Tálknafirði
Þórður
Marteinsson
bóndi í Holti á
Barðaströnd
Halldóra Gísladóttir
húsfreyja á Klúku og í Trostansfirði
Þórður Sigurðarson
bóndi á Klúku í
Fífilstaðadal og í
Trostansfirði, V-Barð.
Ólafía Ástríður Þórðardóttir
húsfreyja á Grænhóli
Friðgerður Marteinsdóttir
úsfreyja á Skjaldvararfossi
á Barðaströnd
h
Gunnar
Guðmundsson
bóndi á
Skjaldvararfossi
Marteinn Erlendsson
bóndi á Grænhóli á Barðaströnd
Valgerður Jónsdóttir
húsfreyja á Hamri, síðar
í Haga á Barðaströnd
Erlendur Runólfsson
bóndi á Hamri á Barðaströnd
Úr frændgarði Mörtu Þórðardóttur
Þórður Valdimar Marteinsson
bóndi í Fit á Barðaströnd
skoðið úrvalið á facebook 20%
afsláttur
1.-5. maí
Sumarglaðningur
ÁLNAVÖRUBÚÐINNI
HVERAGERÐI 1.-5. maí
20% afsláttur af öllum vörum nema lopa og leikföngum
Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu
okkar og fengið sent hvert á land sem er.
Opið: mánudaga -laugardaga frá 10 - 18 sunnudaga frá 11 - 17
OPIÐ Í DAG
1. maí
frá kl. 10-18
„ER EKKI NÓGU AUÐMÝKJANDI AÐ LÁTA
ÖRYGGISVERÐINA FYLGJA HONUM ÚT?”
„VIÐ SKULUM BYRJA AFTUR FRÁ ÞEIM
STAÐ ÞEGAR ÉG SAGÐI „FÁÐU ÞÉR SÆTI”.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... litlir snúðar og
sætabrauð.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER SJÁLFS
MÍNS HERRA
ÉG GAF SJÁLFUM
MÉR FRÍ Í DAG
KLUKKAN ER ORÐIN
MARGT … FRÖKEN, VILTU
FYLGD HEIM?
VISSULEGA! ER
LANGT HEIM TIL
ÞÍN?
HJÁLP!
Davíð Hjálmar í Davíðshaga seg-ir frá því á Leir á sunnudag að
hann hafi gengið upp í Hlíðarfjall, –
það var sól og hlýtt og fuglarnir
sungu.
Sólin hátt í heiði brann,
hlógu söngvaþrestir.
Af mér flot og fita rann;
fjórar brúttólestir.
Sigmundur Benediktsson yrkir
„Litla sumarvísu“ og segir gaman
að rifja upp hagkveðlingaháttinn:
Signir beðin sólin rjóð
sumri léði geislaflóð,
magna gleði lífsins ljóð
Lóan kveður dýrðaróð.
Hér er „Óður til ættjarðarinnar“
eftir Ingólf Ómar og skýrir hann
tilurð kvæðisins þannig: „Nú þegar
allt er að vakna til lífsins og vorið
er loksins komið finnst mér tilvalið
að kveða óð til ættjarðarinnar:“
Ég elska þig og tigna foldin fríð
fjöllin þín og dali, byggð og heiðar,
og gróðurlag sem prýðir holt og hlíð
og hraunið grátt og jökulþústir breiðar.
Blessuð sértu fold um ár og aldir
og auðgist lýði gengi trú og þor,
svo þínum frama tryggð og hagsæld
haldir
þá hlotnast oss að feta gæfuspor.
Umferðin í Reykjavík varð Gústa
Mar að yrkisefni þar sem hann ók
Sæbraut/Reykjanesbraut á leið í
Hafnarfjörð:
Sveitamaður ekur um
illa þetta fílar.
Áfram gana á götunum
geðveikt margir bílar.
Ráðvillt fólkið æðir um
er að fara á taugunum.
Stjórnlaust ger á götunum
glatað hefur sönsunum.
Í umferðinni er ég strand
angri helst vil gleyma.
„Nú er horfið Norðurland
nú á ég hvergi heima.“
Sigmundur Benediktsson sagðist
skilja Gústa Mar mjög vel:
Óttinn við brenglaða ökumenn rís
og allir þar virðast á glóðum.
Í dóphausaborginni dauðinn er vís
og drífðu þig burt af þeim slóðum!
Og að lokum gamall húsgangur:
Mér er illt í mínum haus,
mest af þreytu og lúa.
Maður enginn mæðulaus
má í heimi búa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Söngvaþrestir og
umferðin í Reykjavík