Morgunblaðið - 01.05.2019, Side 25

Morgunblaðið - 01.05.2019, Side 25
VALUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Valur tryggði sér á sunnudaginn sig- ur á Íslandsmóti kvenna í hand- knattleik í sautjánda skipti þegar liðið lagði fráfarandi Íslandsmeist- ara í Fram að velli á Hlíðarenda. Valur sigraði 3:0 í úrslitarimmunni sem var stærri sigur en flestir bjuggust við enda Fram-liðið ekki árennilegt með fjölda landsliðs- kvenna og sigursælan þjálfara. Á einum áratug hefur Valsliðið fimm sinnum orðið Íslandsmeistari en þó voru liðin fimm ár frá síðasta sigri þess á Íslandsmótinu. Valur lét ekki nægja að vinna Ís- landsmótið heldur varð einnig deild- ar- og bikarmeistari. Ekki er því neinn vafi á því að liðið var það sterkasta á Íslandi í vetur. Í fyrra komst liðið í úrslitarimmuna en tap- aði þá fyrir Fram eftir spennandi rimmu. Síðasta áratuginn hafa þessi Reykjavíkurlið mæst hvað eftir ann- að í úrslitum. Sigur Fram í fyrra var sá eini í þessum rimmum en Valur vann allar hinar úrslitarimmurnar á móti Fram. Skömmu eftir að Íslandsmótinu í fyrra lauk samdi Valur við þær Lovísu Thompson, Söndru Erlings- dóttur, Írisi Björk Símonardóttur og Alinu Molkovu. Greinilegt var að Valur ætlaði sér að gera betur en lið- ið missti á hinn bóginn Díönu Sat- kauskaite og Línu Melvik Rypdal. Þjálfarinn Ágúst Jóhannsson var þó snemma kominn með í hendurnar þann leikmannahóp sem hann vildi hafa. Sá sjöundi hjá Önnu Í liði Vals eru þrír leikmenn sem fengu sitt handboltauppeldi í Gróttu og voru í stórum hlutverkum þegar Grótta sigraði tvö ár í röð, 2015 og 2016. Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir sem reyndist Val vel í vetur, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem áður hefur unnið þrefalt með Val og Lovísa Thompson. Sú síðastnefnda fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli í meist- araflokki þótt hún sé einungis tvítug að aldri. Rétt er að taka fram að hún hefur átt stóran þátt í öllum þeim sigrum og skoraði eftirminnilegt sig- urmark Íslandsmótsins fyrir Gróttu aðeins 15 ára gömul árið 2015. Ferill Lovísu í meistaraflokki hefur farið af stað með þeim hætti að nú styttist væntanlega í að hún reyni fyrir sér erlendis. Standi hugur hennar til þess á annað borð. Anna Úrsúla hefur verið afar sig- ursæl á þessum áratug bæði með Val og Gróttu. Varð hún nú Íslands- meistari í meistaraflokki í sjöunda skipti og í fimmta skipti með Val. Anna var í firnasterku Valsliði með Hrafnhildi Skúladóttur og fleiri kempum áður en hún fór aftur í upp- eldisfélag sitt á Seltjarnarnesinu eins og áður var komið inn á. Var hún hjá Val 2010-2014 og gekk aftur í raðir félagsins í janúar 2018. Anna var geysilega mikilvæg fyrir miðju í sterkri vörn Valsliðsins í vet- ur. Vörn sem tókst að halda vel aftur af landsliðskonunum í Fram í úr- slitarimmunni. Valur lagði grunninn að sigrinum í úrslitarimmunni með sterkum varnarleik og fyrir aftan stóð Íris með alla sína reynslu. Oftar en einu sinni minntust leikmenn Fram á Írisi í viðtölum sem segir nokkuð um hennar nærveru á vell- inum. Íris var síðasta púslið í púslu- spilinu en hún hafði tekið sér frí frá handboltanum. Hún er ekki nema 31 árs gömul sem er enginn aldur fyrir markvörð. Sá fyrsti hjá Ágústi Ágúst Jóhannsson hefur sett svip sinn á handboltaíþróttina hérlendis um langa hríð. Af þeim sökum kann það að hafa komið einhverjum á óvart að titillinn var hans fyrsti Ís- landsmeistaratitill sem þjálfari. Þeg- ar Valur varð bikarmeistari í vetur þá var það fyrsti bikarmeistaratitill Ágústs í nítján ár. Gerði hann kvennalið Vals að bikarmeisturum nokkuð óvænt árið 2000. Þá 23 ára gamall. Lið sem spila öfluga vörn í hand- knattleik eiga ávallt möguleika. Ágúst skipulagði mjög góða vörn hjá Valsliðinu eins og áður segir þar sem Anna og Gerður Arinbjarnar voru gjarnan fyrir miðju. Hildur Björns- dóttir, Lovísa og Díana Dögg Magn- úsdóttir eru einnig góðir varn- armenn. Segja má að sú síðastnefnda hafi sprungið út hjá Val bæði í vörn og sókn. Valur var með góða blöndu leik- manna. Anna, Íris Björk og Íris Ásta Pétursdóttir kunna allar að vinna titla og studdu því vel við öfluga unga leikmenn eins og Lovísu, Söndru, Díönu og Ragnhildi Eddu Þórðardóttur sem allar eiga sjálf- sagt eftir að spila marga landsleiki með tíð og tíma. Valsliðið var sannfærandi í allan vetur og tapaði aðeins þremur leikj- um af tuttugu og einum í deilda- keppninni. Allir tapleikirnir voru gegn Fram og fyrir úrslitarimmuna var því spurning hvernig Valsliðið kæmi út á móti Framliðinu. En Vals- konur sneru taflinu við í úr- slitarimmunni og unnu alla þrjá leik- ina gegn Fram. Sá fimmti hjá Val síðasta áratuginn  Óhemjusterkt varnarlið  Góð blanda yngri og reyndari leikmanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigursælar Valskonurnar Íris Ásta Pétursdóttir og Hildur Björnsdóttir lyfta Íslandsbikarnum á Hlíðarenda. ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa Ef ævintýri ÍR-inga lýkur með því að liðið landi Íslandsmeist- aratitlinum í körfubolta í fyrsta sinn í 42 ár munu eflaust ein- hverjir KR-ingar benda á og rifja upp dómaramistökin í lok þriðja leiks í fyrrakvöld. Mistök dómara og leikmanna eru nánast óhjá- kvæmilegur hluti af íþróttum en mistök í lok mikilvægra leikja gleymast síður. Það er alveg ljóst að Helgi Már Magnússon átti að fá að taka tvö vítaskot í lok venjulegs leiktíma eftir að brotið var á hon- um. Það sem mönnum finnst kannski sárast við ranga nið- urstöðu í þessu máli er sú stað- reynd að myndbandstækni var notuð. Frábær dómari kemst að þeirri niðurstöðu að breyta rétt- um dómi í rangan. Mjög svipað atvik varð í und- anúrslitum bikarkeppninnar í handbolta karla í mars, þegar rangur dómur varð niðurstaðan eftir myndbandsáhorf dómara sem hjálpaði Val að komast í framlengingu gegn Fjölni, þar sem Valur vann svo sigur. Ég held að mörgum Fjöln- ismönnum hafi þá liðið eins og þar hafi bitnað á þeim að vera „litla“ liðið gegn stórveldinu. Það er þá kannski einhver huggun fólgin í því að sjá stórveldi KR, sigurvegara Íslandsmótsins síð- ustu fimm ár í röð, lenda í sams konar mótlæti. Auðvitað er málið einfaldlega það að jafnvel bestu menn geta gert mistök. Sérstaklega þegar púlsinn er í hæstu hæðum. Ef dómarar spenntust ekki upp eins og aðrir þegar komið væri að ög- urstundu í háspennuleikjum væri það vegna þess að þeir hefðu ekki áhuga á íþróttinni. Ef þeir hefðu ekki áhuga væru þeir ekki að dæma, og þá væri lítið gaman að þessu. Svona mistök eru samt grafalvarleg. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Grindavík, Þróttur úr Reykjavík, Njarðvík, Fjölnir og Keflavík tryggðu sér í gærkvöld sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Stefán Birgir Jó- hannesson skoraði tvö marka Njarðvíkur sem vann Fram 3:1 í framlengdum leik í Safamýri og Aron Jó- hannsson gerði tvö marka Grindavíkur í 4:1 sigri á Aft- ureldingu. Keflavík vann nauman sigur á 3. deildar liði Kórdrengja, 1:0, og Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði tvívegis fyrir Fjölni í 3:1 sigri á ÍR. Í dag lýkur 32ja liða úrslitunum með tíu leikjum og þar ber hæst við- ureign Vals og FH á Hlíðarenda klukkan 16.30. ÍBV tek- ur á móti Stjörnunni í öðrum úrvalsdeildarslag. vs@mbl.is Naumur sigur Keflvíkinga Guðmundur Karl Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.