Morgunblaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2019 Stundum rata plötur tilmanns á óvenjulegan hátt.Maður getur verið að röltaframhjá kaffihúsi og ein- hver er að spila eitthvað spennandi þar inni sem hljómar alveg frábær- lega. Maður getur keypt plötu í búð af því að umslagið talaði á einhvern hátt til manns. Eða að maður mætir á tónleika með einni af sinni uppáhalds- hljómsveit nógu tímanlega til að ná að horfa á upphit- unarbandið, sem maður hafði aldrei heyrt á minnst áður. Þannig var það með mig og Thrill of confusion, en þeir hituðu upp fyrir Brain Police á Gauknum hinn 29. mars síðastliðinn. Ég varð heilluð af frammistöðu þeirra á tónleikunum og fór beint og náði mér í þeirra fyrstu plötu á geisladiski. Fyrstu hlustanir á henni voru mjög ánægjulegar því hún hljómar vægast sagt frábærlega. Þetta er gítarrokk, það er ekki spurning, og nóg er af grípandi riffum og köflum sem byggjast hárrétt upp svo maður er farinn að flösuþeyta áður en mað- ur veit af. Rödd Ragnars Breiðfjörð Guðmundssonar er líka töluverður hluti af þessum hljóm í bandinu sem er í senn myrkur, blúsaður og undir áhrifum frá stoner- og gruggrokki. Það merkilega sem gerist svo eftir nokkrar hlustanir, sem reyndar ger- ist iðulega hjá mér, er að textar fara að vera í stærra hlutverki í tónlist- inni. Þá eru eyru og heili búin að greina tónlistina og vilja nú vita hvort hún er um eitthvað. Það er því miður veikasti hluti þessa geisla- disks. Það er sérstaklega áberandi þegar hlustað er á plötuna í heyrn- artólum og reyndar hljómar hún ekki eins vel þannig. Hún er aug- ljóslega mixuð til að spila hátt í græjum og nýtur sín afskaplega vel þannig, rétt eins og hljómsveitin gerir á sviði. Krafturinn í gíturum, samspil liðsmanna á milli, hrá og til- finningarík rödd söngvarans, allt þetta virkar þegar hlustað er hátt og er ekkert endilega verið að rýna í texta. Við heyrnatólahlustun fær maður á tilfinninguna að textasmiður nái ekki að valda því að semja á ensku og sé að reyna að fanga tilfinningar sínar og fela bak við orð sem eru betur fallin til að syngja en til að koma skýrri hugsun frá sér. Og ekki misskilja mig, það eru greinilega al- vörutilfinningar þarna á ferð, en maður nær þeim bara ekki nógu vel. Það væri vel til íhugunar fyrir hljómsveitina að prufa að semja texta á íslensku og athuga hvernig það hljómaði. Uppáhaldslagið mitt á plötunni er „Break free“ en mörg önnur ná að hressa mann við og vekja. Einnig verð ég að minnast á tvö ósungin lög sem eru á plötunni, „Burning time“ og titillagið „Desolation“, en þau eru hvort á sinn hátt mjög áhugaverð og bera þess merki að þarna eru tón- listarpælarar á ferð sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Þessi plata er jú fyrsta plata sveit- arinnar og sem slík er hún nokkuð vel heppnuð, en maður finnur að þarna er pláss til að gera enn betur. Hins vegar er þetta tvímælalaust plata fyrir áhugafólk um grípandi rokk. Er best lætur fær hún mann til að hrista háls og haus og gleyma stað og stund og það er nú bara dá- góður árangur. P.s. Hún hentar vel með uppvaskinu! Hristingur Er best lætur fær plata Thrill of confusion gagnrýnanda til að hrista háls og haus og gleyma stað og stund. Dágóður árangur Geisladiskur Thrill of confusion – Desolation bbbmn Fyrsta plata Thrill of confusion kom út í lok síðasta árs og inniheldur átta lög. Í Thrill of confusion eru Ragnar Breið- fjörð Guðmundsson sem syngur og leik- ur á píanó, Þorkell Ólafsson sem leikur á gítar, Hrafn Ingason sem leikur á gít- ar, Jón Dan Jónsson sem leikur á bassa og Brynjar Ólafsson sem leikur á trommur. Hljóðritað, hljóðblandað og hljómjafnað í Stúdíó Paradís af Jóhanni Ásmundssyni og Ásmundi Jóhannssyni. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Heimsferð Maós nefnist sýning með verkum eftir Erró sem opnuð verð- ur í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsinu, í dag kl. 17. Listamað- urinn verður viðstaddur opnunina og afhendir Guðmunduverðlaunin, styrk úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, sem hann stofnaði til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. „Markmið sjóðsins er að styrkja listakonur og er framlag veitt til eflingar listsköpun þeirra. Viðurkenning úr sjóðnum er ein sú hæsta sem veitt er á sviði mynd- listar á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá safninu. Sýningarstjóri Heimsferðar Ma- ós er Danielle Kvaran. Á vef safns- ins segir um sýninguna: „Erró er einna fyrstur vestrænna listamanna til að tileinka sér goðsögn og mynd- ir af Mao Zedong. Á árunum 1972 til 1980 málaði Erró seríuna Chin- ese Paintings, meira en 130 mál- verk sem segja sögu hins mikla leiðtoga sem fer sigurför um heim- inn. […] Kínverska serían er skáld- skapur þar sem sviðsetning og nær- vera Maós á mismunandi stöðum er háðsleg vísun í bylgju Maóismans sem reið yfir hópa vestrænna lista-, mennta- og stjórnmálamanna í kjöl- far stúdentaóeirðanna í París í maí 1968. Hún hlutgerir í senn útóp- ískan framtíðardraum og ótta við heimsútþenslu kínversku menning- arbyltingarinnar. Það var Kín- verska serían sem gerði Erró þekktan í alþjóðlegu samhengi.“ Heimsferð Maós opnuð í Hafnarhúsi Ádeila Ein myndanna 130 úr seríunni. Hér er Maó ásamt félögum í Osló. Birnir Jón Sigurðsson fór með sig- ur af hólmi í rafbókasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum, sem snýst um að finna nýja rödd í ís- lensku bókmenntalífi og var keppnin nú haldin í annað sinn. Skilyrði fyrir þátttöku er að höf- undur handrits hafi ekki gefið út fleiri en eitt prósaverk áður hjá at- vinnuforlagi og bárust alls níu handrit til dómnefndar. Dómnefnd skipuðu Silja Aðalsteinsdóttir, rit- höfundur og ritstjóri, Haukur Ingvarsson, skáld og doktorsnemi í bókmenntum, og Sigríður Rögn- valdsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, og komust þau að þeirri nið- urstöðu að smá- sagnasafnið Strá eftir Birni skyldi hljóta verðlaun- in. Strá kemur út bæði sem raf- bók og hljóðbók og má finna hana í vefversl- un Forlagsins á forlagid.is, Amazon og öðrum stöð- um þar sem rafbækur eru seldar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Forlaginu. Bar sigur úr býtum í rafbókasamkeppni Birnir Jón Sigurðsson Guðrún Guðmundsdóttir fékk við- urkenningu um liðna helgi fyrir að vera hundraðþúsundasti gesturinn sem komið hefur á Elly í Borgar- leikhúsinu. Sýningin var númer 212 í röðinni en nú eru aðeins átta sýn- ingar eftir því lokasýningin verður 15. júní. Það var Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem tilkynnti þetta í lok sýningar ásamt Ragnari Bjarnasyni sem tók lagið fyrir leik- húsgesti eftir að sýningu lauk. Hundraðþúsund- asti gestur á Elly Glöð Guðrún Katrín, Halldóra og Ragnar. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það er skemmtilegt fyrir stelp- urnar að takast á við þessi verk. Þær verða í allt öðrum stellingum og hlutverki og leyfist að leika sér meira en vanalega. Ætlunin er að halda í punginn sem er í lögunum,“ segir Þorvaldur Örn Davíðsson, stjórnandi dömukórsins Graduale Nobili, sem heldur tónleika í dag, 1. maí, í Langholtskirkju kl. 17 undir nafninu: Þú komst í hlaðið. Þar ætla 23 dömur á aldrinum 18 til 28 ára að hrista upp í hefðinni og flytja ein- göngu karlaslagara. „Karlmennskulög eru krefjandi og bjóða upp á vítt raddsvið. Það verður lítið mál fyrir dömurnar að klæða sig upp í karlmannsföt, finna sinn innri tenór og bassa en vera á sama tíma þær sjálfar. Þær munu ekki gefa karlakórunum neitt eftir,“ segir Þorvaldur sem stjórnað hefur kórnum í tvo vetur. „Kórinn hélt svipaða tónleika 2014 undir stjórn stofnanda kórsins, Jóns Stefánssonar organista, sem leit á Graduale Nobili sem krúnudjásnið í tónlistaruppeldi Langholtskirkju. Þeir tónleikar gengu glimrandi vel og vegna fjölda áskorana ákváðum við að endurtaka þá,“ segir Þorvald- ur. Hann segir að á dagskránni megi finna lög eins og „Brennið þið vitar“, „Hraustir menn“, Pílagrímakór Wagners og lokaverk óperunnar Tannhäuser, þar sem ungu pílagrím- arnir streyma inn. Þorvaldur telur að tónleikarnir verði eins og ferskur andvari inn í sumarið og hugsanlega stærsti viðburður kórsenunnar í sumar. Konur geta flutt karlalög Í tilefni þess að tónleikarnir eru haldnir 1. maí mun Graduale Nobili flytja Internasjónalinn, alþjóða- baráttusöng verkalýðsins, á tónleik- unum. Þorvaldur segir að stór hluti tón- listar sé helgaður karlmönnum og svo hafi verið í gegnum tíðina en það eigi ekki að standa í vegi fyrir því að öll kyn geti flutt tónlistina. Graduale Nobili var stofnaður ár- ið 2000 og hefur kórinn að sögn Þor- valdar séð um að frumflytja íslenska tónlist og nýjar útsetningar. Kórinn hefur gefið út nokkra diska og sung- ið með mörgum listamönnum, má þar nefna Björk og Fleet Foxes. Kraftur Hluti af dömunum í Graduale Nobili kominn í gírinn og tilbúinn að syngja af krafti á tónleikum í Langholts- kirkju 1. maí þar sem þær flytja m.a. Brennið þið vitar, Hraustir menn og fleiri tónverk fyrir karlaraddir. Ætla að halda pungnum  Graduale Nobili flytur eingöngu karlaslagara á tónleikum í dag Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Bandaríski kvik- myndaleikstjór- inn John Single- ton er látinn, 51 árs að aldri, af völdum hjarta- áfalls. Singleton hlaut mikla at- hygli og lof fyrir sína fyrstu kvik- mynd, Boyz N the Hood, sem frumsýnd var árið 1991 og hlaut Singleton tilnefningu til Óskars- verðlauna fyrir hana, fyrstur þel- dökkra leikstjóra. Fjallaði myndin um líf ungra blökkumanna í South Central í Los Angeles. Singleton skrifaði handrit kvikmyndarinnar út frá eigin minningum og fram- leiddi hana einnig. Auk kvikmynda leikstýrði Singleton sjónvarpsþátt- um og framleiddi. Leikstjórinn John Singleton látinn John Singleton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.