Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 Næstu vikurnar hafa fjölmörg ungmenni og aðstandendurþeirra víða um land ástæðu til að gleðjast yfir stúdents-prófi og öðrum áföngum á öllum skólastigum. Að bakiliggur mikil vinna nemenda og kennara í skólum lands- ins. Orðið stúdent er eitt fjölmargra tökuorða í íslensku á merking- arsviði skóla og lærdóms með rætur í latínu. Hingað bárust orðin oftar en ekki með viðkomu í öðrum germönskum mál- um. Athyglisverðast í þeirri sögu allri þykir mér hvern- ig orð af því tagi breyttust og löguðu sig að viðtöku- málinu. Í orðinu stúdent er í ís- lenskunni undantekning- arlaust aðaláhersla á fyrsta atkvæðinu, STÚdent, enda þótt þýskan og danskan leggi áherslu á seinna at- kvæðið: stuDENT. Og Færeyingar segja með sama hætti stúDENTur. Íslenskan er oft sögð mikið beygingarmál og þá er vísað til hinna fjölskrúð- ugu beygingarendinga. Nefnifallsending í karl- kynsnafnorðum er oftast (u)r eða i, og bætist gjarna við tökuorð í karlkyni sem innlimuð eru í okkar tungu. Þannig bættist ur við part svo að úr varð partur. Skáhöll braut, á dönsku rampe, verður í íslensku ýmist rampi eða rampur. En töku- orðið stúdent var einhverra hluta vegna undanþegið nefnifallsend- ingu þegar það hlaut inngöngu í orðabækurnar íslensku. Á það jafnt við um skráðu og formlegu orðabækurnar sem hin ósýnilegu orða- söfn í huga málnotenda: Þetta heitir sem sé hjá okkur í eintölu stúd- ent – engin nefnifallsending sýnileg. En færeyskan gaf engan slíkan afslátt eins og sjá mátti hér á undan: stúdentur. Langt er síðan mér var bent á að orðið útskrift (við námslok) þætti ekki eins vönduð íslenska og orðið brautskráning; og að betra væri að tala um að brautskrá nemendur en útskrifa þá. Orðafar með út- skrifa á traustan bakhjarl í málsögunni þar sem benda má t.d. á að í Fjölni (1839) er talað um „að útskrifa menn úr heimaskóla“, og út- skrifa er einnig þekkt í sömu merkingu frá 18. öld, en fyrir þann tíma helst í merkingunni að rita eða afrita. Eitthvað veldur því að mér þykir meira til þess koma að tala um brautskráningu en útskrift; orðið brautskráning hefur í minni vitund hátíðlegri blæ sem hæfir tilefninu. Viðhorf til orðanna útskrift og útskrifa hefur eflaust litast af því að danska hefur verið talin bein fyrirmynd (udskrive, væntanlega í merkingunni að strika yfir einhvern í nemendaskrá). Sé litið í dansk- ar orðabækur sést að orðið er í nútímadönsku einkum haft um það þegar meðferð lýkur á sjúkrahúsi (sú merking þekkist einnig í ís- lensku) en eingöngu gömul dönsk dæmi er þar að finna um braut- skráningu úr skóla. Færeyingar nota einnig útskrivaður í merking- unni „heimsloppin av sjúkrahúsi“. Ég óska öllum nemendum, hvort heldur þeir „útskrifast“ eða „brautskrást“ í vor, til hamingju með áfangann! Brautskráning og útskrift Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Tungutak Útskrift eða brautskráning? Ungmennin gleðjast á þessum tímamótum. Umræður um orkupakka 3 halda áfram að yfir-gnæfa umræður um aðra þætti samfélags-mála. Það er skýr vísbending um að máliðvekur sterkar tilfinningar og snýst um ann- að og meira en lögfræðileg álitaefni. Kannski eru það mestu mistök þeirra forystumanna í stjórnmálum, sem mest láta að sér kveða í þessu máli um þessar mundir, að hafa ekki áttað sig á því. Eins og gjarnan verður í okkar litla og lokaða sam- félagi, þegar tilfinningamál eru á ferð, fara slíkar um- ræður stundum út fyrir mörk hófsemdar og skynsemi, stóryrðin taka við og tónninn verður allt að því fjand- samlegur. Það hefur gerzt að undanförnu en um leið vakið áhugaverðar spurningar sem sjálfsagt er að ræða. Um síðustu helgi komst útgefandi Fréttablaðsins að þeirri niðurstöðu að helztu andstæðingar þess að þingið samþykkti orkupakka 3 væru „gaml- ir sviðsljóssfíklar“ og þótt svo sterk orð væru ekki notuð í umræðum í Silfri RÚV um sömu helgi mátti þó greina pirring hjá yngra fólki í garð öldunganna, sem látið hafa til sín taka. Varaformaður Sjálfstæð- isflokksins var þó kurteisari, þegar hún lýsti hinum sömu, sem „hetjum lyklaborðsins“. Nú er það að vísu svo, að þeir sem veita hópi eins og Orkunni okkar forystu eru fólk á „bezta aldri“, Frosti Sigurjónsson og Elinóra Inga Sigurðardóttir. Við, öld- ungarnir, erum meðreiðarsveinar. En þótt einhverjir hafi lesið út úr fyrrnefndri orðanotkun fordóma í garð hinna öldruðu er það engu að síður rétt, að það er meira um það en var fyrir hálfri öld að aldraðir stjórn- málamenn og aldraðir áhugamenn um stjórnmál taki þátt í dægurumræðum um málefni lands og þjóðar. Hvað ætli valdi? Sennilega er það tvennt. Annars vegar lifir fólk leng- ur og er heilsuhraustara. Hins vegar er þátttaka í sam- félagsumræðum auðveldari vegna tilkomu nýrra sam- skiptamiðla. Svo einungis séu nefndir einstaklingar úr forystusveit Sjálfstæðisflokksins á fyrri árum (þar sem greinarhöf- undur þekkir bezt til) er umhugsunarvert hversu marg- ir þeirra náðu ekki sjötugsaldri. Það á við um Bjarna eldri Benediktsson, Jóhann Hafstein, Birgi Kjaran, Geir Hallgrímsson, Magnús Jónsson frá Mel og Eyjólf Kon- ráð Jónsson. Ólafur Thors og Ingólfur Jónsson frá Hellu komust yfir sjötugt og Auður Auðuns hátt á níræðis- aldur. Nú lifir fólk lengur og er virkara. Og það er að ein- hverju leyti skýring á því að það er meira um það en áð- ur að þeir sem eldri eru haldi áfram þátttöku í þjóð- félagsumræðum. Þá má velta því fyrir sér, hvort það er á einhvern hátt óþægilegt og réttlæti pirring í þeirra garð frá þeim sem yngri eru. Ekki virðist það vera svo í öðrum löndum í okkar heimshluta. Það er athyglisvert að sumt af því fólki sem nú er mest um rætt í tengslum við framboð í næstu for- setakosningum í Bandaríkjunum er komið verulega á áttræðisaldur. Þegar Winston S. Churchill tók að sér forystu fyrir Bretum í síðari heimsstyrjöldinni var hann 66 ára gamall og 71 árs þegar henni lauk. Hann varð forsætisráðherra á ný 1951 þá 77 ára gamall og lét af störfum 81 árs. Þegar Konrad Adenauer varð fyrsti kanslari Vestur- Þýzkalands árið 1949 var hann 73 ára og lét af því emb- ætti 87 ára. Varla geta önnur lögmál átt við á Íslandi en í nálægum löndum að þessu leyti, þ.e. að fólk á þessum aldri sé fært um að sinna slíkum störfum? En vafalaust er eitthvað til í því, sem ung forystukona í Sjálfstæðis- flokknum hafði orð á í grein hér í blaðinu fyrir skömmu, að hún upplifði „yfirlæti“ í tali hinnar öldruðu sveitar, í umræðum sínum við eldra fólk. Það þarf ekki endilega að vera meðvitað heldur lýsir það undrun á þekkingarleysi yngri kynslóða um liðna tíð. Hvernig ætli sögukennslu sé eiginlega háttað í skólum landsins? Eða er við stjórnmálaflokkana sjálfa að sakast? En svo er auðvitað ljóst að hinir nýju samskiptamiðlar gera fólki á öllum aldri, þar á meðal hinum öldnu, þátt- töku í samfélagsumræðum auðveldari. Nú þarf ekki ann- að en setjast við lyklaborðið. Og þá vaknar þessi spurn- ing: er einhver ástæða til að amast við því að aldraðir, eins og aðrir aldursflokkar, nýti sér stjórnarskrárbund- inn rétt sinn til að tjá skoðanir sínar? Þeir búa yfir reynslu og þeir búa yfir þekkingu sem hefur orðið til á löngum tíma. Er kannski ákveðið „yfirlæti“ fólgið í því, að telja sig ekki þurfa að nýta þá reynslu – (segir sá sem hvatti til „kynslóðaskipta“ í Sjálfstæðisflokknum fyrir meira en hálfri öld!). Og svo er náttúrlega á það að líta að hin aldna sveit hefur kosningarétt þar til yfir lýkur. Eða er það ekki rétt skilið að það sé eftirspurn eftir þeim atkvæðum? Það er svo eins konar aukaafurð þess pirrings sem gætir í garð eldri samherja að fótgönguliðar ráðherranna eiga erfitt með að fóta sig á því, hvað er við hæfi í svona skoðanaskiptum og hvað ekki, hvort sem er á fundum eða samskiptamiðlum. Og þar er komið að því, sem að var vikið hér fyrir skömmu, að skoðanaágreiningur á milli pólitískra samherja getur orðið bæði persónulegur og stundum jafnvel fjandsamlegur. Pólitísk saga allra flokka, bæði gamalla og nýrra, á okkar tímum sýnir hve miklar hættur eru í því fólgnar. Í pólitísku starfi lýðræðislegra flokka í lýðræðisríki verður að koma skýrt fram að skoðanaskipti og tjáningarfrelsi eru ekki bara orð og sýndarmennska. Er ekki rétt skilið að það sé eftirspurn eftir atkvæðum hinna öldruðu? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Er ástæða til að amast við „hetjum lyklaborðsins“? Tómas Piketty, helsti spekingurjafnaðarmanna um þessar mundir, hefur miklu meiri áhyggjur af auðmönnum en fátæklingum. Hann vill ekki aðeins dalina upp, heldur líka fjöllin niður, eins og Jón Trausti hefði orðað það. Í bók sinni, Fjármagni á 21. öld, víkur Piketty að feigðarför farþegaskipsins Titanic árið 1912 og segir, að stéttaskipt- ingin um borð hafi endurspeglað stéttaskiptinguna í Bandaríkjunum. Þótt hinn ógeðfelldi Hockley hafi verið hugsmíð James Camerons, hefði hann getað verið til. Líking Pikettys er hæpin. Far- þegar um borð í skipi hafa keypt miða hver á sitt farrými, svo að segja má, að þeir verðskuldi hver sinn stað. Líklega voru miðarnir á þriðja farrými á Titanic einmitt ódýrari, af því að gestirnir á fyrsta farrými greiddu hátt verð fyrir sína miða. Farþegar á skipi geta sjaldn- ast flust milli farrýma. En í Banda- ríkjunum fyrir 1914 braust fjöldi manns með dugnaði og áræði úr fá- tækt í bjargálnir, eins og dæmi margra örsnauðra innflytjenda sýndi. Hinn ógeðfelldi Hockley var ekki til. Hann var hugsmíð. En margir raunverulegir auðmenn voru farþeg- ar á Titanic. Tveir þeirra, Benjamin Guggenheim og John Jacob Astor IV, neituðu að fara um borð í björg- unarbáta, fyrr en allar konur og börn hefðu komist þangað. Báðir fórust með skipinu. Ida og Isidor Strauss, sem áttu vöruhúsakeðjuna Macy’s, voru einnig farþegar. Ida neitaði að stíga niður í björgunarbát án manns síns. Hún vildi eins og Bergþóra forðum heldur deyja í faðmi manns síns. Fátækur skipverji, George Sym- ons, varð hins vegar alræmdur, þeg- ar honum var falin umsjá björg- unarbáts, sem tók fjörutíu manns. Hann hleypti þangað sex öðrum skipverjum og fimm farþegum af fyrsta farrými, en lagði síðan frá. Fátækir menn þurfa ekki að vera betri en ríkir. Manngæska skiptist eftir öðru lögmáli en andstæðurnar auður og ekla. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Piketty um borð í Titanic Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla DUCA Model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 83 Verð 395.000,- L 215 cm Leður ct. 25 Verð 585.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.