Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 38
38 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
Pepsi Max-deild kvenna
Valur – Þór/KA......................................... 5:2
Staðan:
Valur 1 1 0 0 5:2 3
Breiðablik 1 1 0 0 2:0 3
Fylkir 1 1 0 0 2:1 3
HK/Víkingur 1 1 0 0 1:0 3
Stjarnan 1 1 0 0 1:0 3
Keflavík 1 0 0 1 1:2 0
KR 1 0 0 1 0:1 0
Selfoss 1 0 0 1 0:1 0
ÍBV 1 0 0 1 0:2 0
Þór/KA 1 0 0 1 2:5 0
Mjólkurbikar kvenna
Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð:
Augnablik – Álftanes ............................... 2:0
Grótta – Leiknir R.................................... 7:0
Grótta og Augnablik mætast í 2. umferð.
Afturelding – ÍR ....................................... 2:1
Afturelding mætir Grindavík.
3. deild karla
Vængir Júpíters – KV.............................. 1:2
England
Everton – Burnley ................................... 2:0
Gylfi Þór Sigurðsson fór af velli í uppbót-
artíma hjá Everton.
Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 69
mínúturnar hjá Burnley.
Staða efstu liða:
Manch.City 36 30 2 4 90:22 92
Liverpool 36 28 7 1 84:20 91
Tottenham 36 23 1 12 65:36 70
Chelsea 36 20 8 8 60:39 68
Arsenal 36 20 6 10 69:49 66
Manch.Utd 36 19 8 9 64:51 65
Wolves 36 15 9 12 46:44 54
Everton 37 15 8 14 52:44 53
Leicester 36 15 6 15 51:47 51
Watford 36 14 8 14 51:52 50
Pólland
Górnik Zabrze – Wisla ............................ 1:2
Adam Örn Arnarson kom inn á sem
varamaður á 82. mínútu hjá Górnik Zabrze.
Holland
Zwolle – PSV Eindhoven........................ 2:3
Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan
leikinn með PSV.
Ítalía
Juventus – Tórínó..................................... 1:1
Spánn
Sevilla – Leganés...................................... 0:3
Þýskaland
Mainz – RB Leipzig.................................. 3:3
KNATTSPYRNA
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Allt tekur enda um síðir. Meira að
segja úrslitarimma KR og ÍR. Liðin
mætast í síðasta sinn á þessu keppn-
istímabili í hreinum úrslitaleik um
Íslandsmeistaratitil karla í körfu-
knattleik í Frostaskjóli í kvöld. Stað-
an í rimmunni er 2:2 eftir fjóra úti-
sigra, merkilegt nokk. ÍR vann
fyrsta leikinn í Vesturbænum 89:83
en KR jafnaði í Breiðholtinu 86:73.
ÍR komst aftur yfir 89:86 og KR
jafnaði aftur 80:75 á fimmtudags-
kvöldið.
Áhuginn á leikjum liðanna er
geysilega mikill en tvö lið úr höfuð-
borginni hafa ekki fyrr tekist á eftir
að úrslitakeppni var tekin upp á Ís-
landsmótinu. Búist er við því að upp-
selt verði á leikinn, jafnvel strax í
forsölu. En svo því sé til haga haldið
þá glímdu þessi lið oft í mikilvægum
leikjum á áratugum áður. KR hefur
unnið Íslandsmótið síðustu fimm ár
og getur bætt því sjötta við sem er
ótrúleg frammistaða. Sigur í kvöld
yrði enn ein skrautfjöðrin í hatt KR-
inga því margir körfuspekingar eru
á því að deildin hafi aldrei verið jafn
sterk og í vetur.
„Alger forréttindi“
Morgunblaðið spurði afreksmann-
inn Jón Arnór Stefánsson, leikmann
KR, hvort það veitti honum ekki
mikla ánægju að taka þátt í úr-
slitarimmu þar sem andrúmsloftið
er jafn skemmtilegt og verið hefur?
„Það eru alger forréttindi að fá að
vera með í þessu. Auðvitað eru það
einnig forréttindi að vera ítrekað í
úrslitum eins og verið hefur hjá KR
síðustu árin. Ég finn til með þeim
liðum sem ekki hafa verið í úrslitum
eða í úrslitakeppninni síðustu ár. KR
er ofdekrað að vera í þessu ár eftir
ár því vanalega væru þetta alger for-
réttindi að komast í þessa stöðu. Á
milli leikja er reyndar alger dauði
því það er mjög erfitt að bíða á milli
leikja. Maður er eins og draugur
heima hjá sér. Maður er flögrandi
úti um allt, bíðandi eftir leiknum og
varla hægt að ná sambandi við
mann. En tilfinningin að spila leikina
sjálfa er ótrúlega góð,“ sagði Jón að
loknum fjórða leiknum. Jón Arnór
hefur marga fjöruna sopið og hefur
verið í sigurliði í Evrópukeppni fé-
lagsliða, lék úrslitaeinvígi á Ítalíu og
í undanúrslitum á Spáni gegn Barce-
lona og Real Madrid.
Kevin Capers brotinn
ÍR-ingar hafa náð eins miklu út úr
úrslitakeppninni og mögulegt er ef
horft er til leikjafjölda. Allar þrjár
rimmur þeirra hafa farið í fimm leiki
og spilar liðið því fimmtán leiki eða
eins marga og hægt er. Til sam-
anburðar má nefna að leikirnir í
Dominos-deildinni voru tuttugu og
tveir á mörgum mánuðum. Leik-
menn ÍR voru allir leikfærir þar til í
gær þegar í ljós kom að Kevin Ca-
pers er handleggsbrotinn, eins og
nánar er fjallað um á mbl.is. Er það
gríðarleg blóðtaka fyrir ÍR.
Ekki hefur það gerst fyrr að lið
hafi spilað fimmtán leiki í úrslita-
keppninni. Lengi vel voru rimm-
urnar í 8-liða úrslitum mest þrír
leikir en um tíma var reyndar NBA-
fyrirkomulag í úrslitarimmunni og
þurfti þá að vinna fjóra leiki til að
verða Íslandsmeistari. Núverandi
fyrirkomulag tók gildi 2014.
Árið 1995 spilaði Grindavík þrett-
án leiki í úrslitakeppninni og er lík-
lega það lið sem kemst næst ÍR í
leikjafjölda í úrslitakeppninni.
ÍR unnið fjóra útileiki í röð
Eins og frægt er orðið hefur ÍR
sérstakt lag á því að vinna útileikina.
Gerði það tvívegis gegn Njarðvík,
Stjörnunni og nú gegn KR. Hefur
ÍR unnið fjóra útileiki í röð. Starfs-
maður Árvakurs, sem er fyrrverandi
leikmaður í efstu deild í körfunni,
gantaðist með það í Hádegismóum í
gær að KR myndi ef til vill bjóðast
til að spila oddaleikinn á heimavelli
ÍR í Breiðholtinu.
Verður þetta í tólfta sinn frá 1985
sem oddaleik þarf um titilinn. Síðast
gerðist það þegar KR pakkaði
Grindavík saman árið 2017.
Verða teitin í
Vesturbæ eða
í Breiðholti?
ÍR-ingar búnir að setja leikjamet
Oddaleikur um titilinn í tólfta sinn
Morgunblaðið/Hari
2:2 Helgi Magnússon KR og Sigurður Þorsteinsson ÍR kljást.
Everton hafði betur gegn Burnley
er liðin mættust í næstsíðustu um-
ferð ensku úrvalsdeildarinnar í
gærkvöldi, 2:0. Everton byrjaði
leikinn af miklum krafti og var
með verðskuldaða 2:0-forystu í
hálfleik. Ekkert var skorað í seinni
hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson lék
fram að uppbótartíma með Ever-
ton og átti stóran þátt í fyrra
marki liðsins. Jóhann Berg lék
fyrstu 69 mínúturnar fyrir Burn-
ley. Everton er með 53 stig í átt-
unda sæti og Burnley með 40 stig í
fimmtánda sæti.
Everton vann
Íslendingaslaginn
AFP
Sterkur Gylfi Þór Sigurðsson
spilaði vel fyrir Everton í gær.
Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn
Birgir Finnsson er kominn til upp-
eldisfélagsins Fylkis sem láns-
maður frá enska B-deildarfélaginu
Brentford til 1. júlí og er kominn
með leikheimild. Kolbeinn er 19 ára
gamall miðjumaður og hafði leikið
kornungur níu leiki með Fylki í
efstu deild áður en hann fór til
Groningen í Hollandi í ársbyrjun
2016. Þaðan fór hann til Brentford
á síðasta ári og leikur þar með
varaliði félagsins. Kolbeinn lék
fyrstu tvo A-landsleiki sína fyrir Ís-
lands hönd í janúar. vs@mbl.is
Kolbeinn með
Fylki til 1. júlí
Ljósmynd/Fylkir
Lánaður Kolbeinn Birgir Finnsson
verður með Fylki næstu vikurnar.
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Undanúrslit, annar leikur:
Valur – Selfoss ...................................... 31:32
Staðan er 2:0 fyrir Selfoss. Þriðji leikur á
Selfossi á mánudagskvöld.
Ljóst er að í það minnsta eitt lið utan efstu deildar kemst
í átta liða úrslitin í bikarkeppni karla í knattspyrnu í ár.
Suðurnesjaliðin Keflavík og Njarðvík, sem bæði leika í 1.
deild, drógust saman í gær en þá var dregið til sextán
liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Þrjú lið úrvalsdeildar, hið minnsta, munu falla úr
keppni. Breiðablik og HK mætast í nágrannaslag í Kópa-
vogi, FH fær Akranes í heimsókn og Víkingur í Reykja-
vík tekur á móti KA.
Völsungur, sem leikur í 2. deild, fær KR-inga í heim-
sókn en með KR leika Húsvíkingarnir Pálmi Rafn
Pálmason og Aron Bjarki Jósepsson.
Vestri úr 2. deild er einnig í sextán liða úrslitum en þarf að fara suður til
Grindavíkur. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, þjálfaði Grindvíkinga
1991-1992 og aftur árin 2002 og 2003.
ÍBV fær fyrstudeildarlið Fjölnis í heimsókn og fyrstudeildarlið Þróttar í
Reykjavík tekur á móti Fylki. Leikið verður 29. og 30. maí. vs@mbl.is
Suðurnesjalið í 8-liða úrslit
Bjarni
Jóhannsson