Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 13. maí SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru.NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. maí Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á móti gestum tekur svarthvít ljós- mynd af konu sem horfir stolt í augu þeirra, með hendurnar á haglabyssu sem hvílir á herðum hennar og í snæri sem reyrt er um mittið hanga nýskotnar gæsir. Á annarri mynd má sjá konuna standa við heyrúllu og skjóta ör af boga, næsta ljósmynd sýnir hana nakta við tré sem á að fara að gróðursetja. Þetta eru nokkrar af mörgum ljósmyndum eft- ir Agnieszku Sosnowska, sem nær allar eru sjálfsmyndir, og getur að líta á áhrifaríkri sýningu, Goðsögn um konu, sem verður opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins í dag, laugardag, kl.14. Agnieszka Sosnowska er mennt- aður ljósmyndari frá Bandaríkj- unum sem flutti til Íslands fyrir 13 árum og býr ásamt íslenskum eig- inmanni í Hróarstungu á Héraði þar sem hún sinnir list sinni og kennir við Brúarskóla. Hún vinnur með stóra 4 x 5 tommu blaðfilmumynda- vél og segist festa á filmurnar veg- ferð lífs sem hún hvorki skipulagði né átti von á. Innblástur kveðst hún sækja „til kvenlega kraftsins sem hún upplifir á Íslandi“. Það er fengur að þessari sýningu og svo sannarlega kominn tími til að sérstakar sjálfsmyndir Agnieszku fái að sjást hér á landi með svo myndarlegum hætti en á síðustu misserum hafa þær vakið sífellt meiri athygli í erlendri ljósmynda- umræðu. Á myndunum birtist Ag- nieszka með kraftmiklum hætti víða í íslenskri náttúru en hún fer hægt yfir þessa dagana, styður sig við hækjur þar sem hún gengur milli verkanna á sýningunni en í vor datt hún illa á svelli heima á Jökuldal og mölbraut á sér ökklann. Agnieszka dásamar þátt sýningarstjórans, hins þekkta bandaríska hönnuðar og ljósmynda- rýnis Elizabeth Avedon, sem hjálp- aði henni að velja myndirnar og móta sýninguna „en það er allt önn- ur listgrein en það að taka mynd- irnar,“ segir hún. „Myndirnar eru allar frá þessum 13 árum sem hafa liðið síðan ég flutti hingað til lands. Við maðurinn minn, Rúnar Ingi, eig- um fátt sameiginlegt og ég hafði aldrei hugsað mér að flytjast hingað en það gerðist,“ segir hún og brosir. „Límið sem hefur haldið okkur sam- an er að við sóttumst bæði eftir lífs- mynstri sem byggðist á að búa og starfa í náttúrunni og okkur tókst það.“ Hún segir Rúnar Inga vera bóndason af Suðurlandi og hann hafi ekki frekar en hún þekkt nokkurn fyrir austan er þau fluttu þangað. „En síðan ég var lítil dreymdi mig um að búa í sveit og smám saman er- um við að læra á lífið. Þegar ég lýsi fyrir fólki hvar og hvernig við búum finnst því það oft ævintýralegt og rómantískt, en sú er ekki raunin!“ En fyrir austan hefur Agnieszka fundið myndheiminn sem hún vinn- ur með í verkunum. Og hefur þurft að læra ótal margt. „Læra tungu- málið, læra á menningarheiminn, eignast vini, og venjast algjörlega nýju lífi.“ Tenging við útburðinn Myndirnar allt í kringum okkur eru afar persónulegar, afhjúpandi jafnvel, sumar sárar, og Agnieszka segir að lífið hér hafi ekki alltaf verið auðvelt. „Ég sótti um styrk frá Þjóð- minjsasafninu til að vinna þessa myndröð sem ég kalla „Goðsögn um konu“ og satt best að segja brá mér mikið þegar ég fékk hann. Í umsókn- inni vitnaði ég í kvæðið „Móðir mín í kví, kví“ sem er úr Loðmundarfirði,“ og hún bendir á ljósmyndir sem eru teknar þar. „Ég tengdi mig við sagn- irnar um útburðinn því ég get sjálf ekki eignast barn. Ég vildi vinna með það hvað slík staðreynd getur reynt mikið á samband fólks, eins og hjónaband mitt.“ Hún segist hafa skoðað mikið af gömlu myndefni og hafa klæðst í sumum myndanna föt- um sem vísuðu til fyrri aldar hér á landi. Og hún keypti líka, á ebay- vefnum, barn; dýra og afar raun- verulega brúðu. „Þegar ég opnaði kassann þá var þarna alltof raun- verulegt barn. Ég lokaði kassanum aftur og fannst ég ekki geta sýnt það nokkrum. Ég held þessi börn séu gerð fyrir konur sem hafa misst börn, til að hjálpa þeim að venjast missinum. En ég kom svo með barn- ið til Íslands og tók meðal annars þessa mynd þarna af mér með það,“ segir hún og bendir á ljósmynd þar sem hún virðist vera að gefa brjóst.“ En myndirnar sem ég tók á þeim tíma fjalla annars um niðurbrot hjónabands okkar; ég sótti um skiln- að, fór frá Íslandi í ár, þetta var mjög erfitt. En Rúnar Ingi er besti vinur minn og ég kom aftur. Og byrjaði að hafa hann með í sumum myndanna, þótt hann sé ekkert mjög ánægður með það,“ segir hún og hlær. Bætir svo við að hún leyfi sér líka með auknum hætti að vera viðkvæm í sjálfsmyndunum. Að hafa eitthvað að segja Agnieszka segist bara kunna að vinna með sinni hægu blaðfilmu- tækni, sem henti frásagnarmáta hennar vel. Hún eigi reyndar staf- ræna vél en hún nái ekki tengingu við slíkt verklag. „Þegar ég lít í kringum mig hér þá held ég að ég hefði ekki hugsað verkin jafn vel út hefði ég notað stafræna vél, og um það hvað ég vildi segja með hverri mynd. Ég tek í mesta lagi sex filmu- blöð í hverri töku og vonast til að ein eða tvær myndanna verði í lagi.“ En hvenær gerði hún sjálfa sig að meginviðfangsefni sínu? „Það var árið 1989 og ég hef tekið sjálfsmyndir síðan.“ Hún segist hafa verið ung og illa að sér, aðeins 18 ára, er hún byrjaði í listrænu ljós- myndanámi í Massachusetts College of Art þar sem kunnir meistarar voru kennarar hennar, meðal annars Nicholas Nixon, Frank Gohlke og Barbara Bosworth. „Þetta voru kröfuharðir kennarar og ég lærði að vinna, að halda sífellt áfram og læra af mistökunum. Og ég lærði að hugsa um innihald myndanna, hvað skipti máli og hvað maður hafi að segja. Allir geta tekið ljósmyndir og margir gera það vel. En maður þarf að hafa eitthvað að segja…“ Og ljós- myndir Agnieszku fjalla um hana sjálfa, en um leið um manninn í stærra samhengi, einstaklinginn í náttúrunni og sambandið við aðra. Morgunblaðið/Einar Falur Goðsagnir „Maður þarf að hafa eitthvað að segja,“ segir Agnieszka sem er hér á sýningunni, við eitt verkið. Sjálfsmyndir og sögur af lífi  Agnieszka Sosnowska sýnir ljósmyndaverkefnið Goðsögn um konu í Þjóðminjasafninu  Vinnur markvisst með sjálfsmyndir  Hefur verið búsett á Héraði í 13 ár og tekið flestar myndirnar þar „Sýningin og bókin sem ég er að gefa út fjallar um kynlífsiðnaðinn í taí- lensku borginni Pattaya. Þegar ég kom til borgarinnar tók ég eftir af- neituninni sem virðist ríkja á ástand- inu þar. Pattaya er gjarnan talin vera höfuðborg kynlífsiðnaðarins í Asíu. Talið er að fimmti hver íbúi starfi í honum og 27.000 konur og karlar stundi vændi. 13 milljónir ferða- manna heimsækja borgina á ári,“ segir Óskar Hallgrímsson ljósmynd- ari, sem fagnar útkomu bókarinnar Hello, Love you forever í Gallerí Porti, að Laugarvegi 23b, í dag kl. 16. Samhliða sýnir Óskar verk úr bók- inni. Um er að ræða sölusýningu sem stendur til 16. maí. Óskar útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2015 sem grafískur hönnuður og hefur starfað í 15 ár sem ljósmyndari, hönnuður og kenn- ari. „Undanfarin fjögur ár hef ég ferðast um Suðaustur-Asíu og ljós- myndað mikið fyrir hjálparsamtök, aðallega í Indlandi og Víetnam. Á milli verkefna kem ég heim og fer á sjóinn,“ segir Óskar sem bendir á að vændis- og kynlífsiðnaðurinn sé stór í fátækari löndum heims. Í heimsókninni til Pattaya fann Óskar sig knúinn til þess að kafa að- eins undir þá glansmynd sem virðist ríkja af kynlífsiðnaðinum í Pattaya. „Það er enginn texti við ljósmynd- irnar á sýningunni, sem er með ráð- um gert. Ég mun heldur ekki halda neinar ræður um myndirnar. Ég vil hafa þær óræðar þannig að sýning- argestir geti sjálfir metið hvað sé að gerast á myndunum. Afneitunin og glansmyndin sem ríkir í hinu skrítna ástandi á Pattaya hefur aðra hlið og það eru fordómarnir. Einn vinur minn orðaði það svo að bókina mína sé hægt skoða annaðhvort með vatn í Með vatn í munni eða tár á hvarmi  Vændi- og kynlífsiðnaðurinn í Pattaya sýndur í myndum Óskars Hallgrímssonar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ljósmyndari Óskar Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.