Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 9
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sturla Geirsson, framkvæmdastjóri
fasteignafélagsins Rauðsvíkur, segir
talsvert framboð nýrra íbúða í mið-
borginni skapa kauptækifæri fyrir
þá sem vilja búa í miðbænum. Jafn-
framt sé fyrirséð að verðið muni
hækka á næstu árum, ekki síst vegna
hækkandi byggingarkostnaðar.
„Með auknu framboði geta kaup-
endur valið úr fjölbreyttum íbúða-
gerðum og staðsetningum innan
miðbæjarins. Fyrir seljendur táknar
þetta væntanlega að sala íbúða mun
taka heldur lengri tíma en ella. Við
erum engu að síður bjartsýnir og
teljum okkur vera með mjög góðar
íbúðir á góðum stað og á hóflegu
verði. Það eru margar hagkvæmar
og smærri íbúðir í þessu húsi,“ segir
Sturla og vísar til fjölbýlishússins
Hverfisgata 85-93.
Henta vel til fyrstu kaupa
„Meðal annars eru litlar og
skemmtilega hannaðar 2 herbergja
íbúðir fyrir einstaklinga eða pör.
Þetta eru íbúðir sem hefur ekki verið
boðið upp á til þessa og henta vel til
fyrstu kaupa,“ segir Sturla og bendir
á að framboðið vari ekki lengi.
„Þessi uppbygging í miðbænum er
í samræmi við stefnu Reykjavíkur-
borgar um þéttingu byggðar. Það
sést að þéttingarreitum í miðborg-
inni fer fækkandi og að mesta fram-
boðið næstu misseri verður væntan-
lega utan póstnúmers 101,“ segir
Sturla sem telur aðspurður að fram-
boð nýrra íbúða í miðborginni hafi
áhrif á verðið til lækkunar.
„Málið er að byggingarkostnaður
hefur hækkað verulega síðustu miss-
eri, bæði efni og vinna. Launahækk-
anir og gengisþróun vega þar
þyngst. Það hefur þannig myndast
hækkunarþörf til að mæta þessum
kostnaðarhækkunum. Ég tel að
þetta mikla framboð í miðborginni
hafi haldið aftur af hækkunum vegna
þessa aukna kostnaðar. Ég held líka
að verktakar geti á endanum ekki
annað en hækkað verðið, þótt erfitt
sé að átta sig á hvenær það gerist.“
Virða ekki hámarkshraðann
Fram kom í Morgunblaðinu á mið-
vikudaginn var að nýir íbúar við
Hverfisgötu vildu lægri hámarks-
hraða fyrir bílaumferð í götunni.
Sturla bendir aðspurður á að 30
km hámarkshraði sé á Hverfisgötu
milli Vitastígs og Barónsstígs.
„Gallinn er að það fara fáir eftir
því. Ég held að með aukinni íbúða-
byggð verði gerð aukin krafa um ör-
yggi og að farið sé eftir reglum um
umferðarhraða. Við erum t.d. að
skoða umferðarflæði út frá Hverfis-
götu í kringum þau hús sem við erum
að byggja, einkum við Vitastíg,“
segir Sturla og bendir á að íbúðaverð
sé allsstaðar í heiminum hærra í
miðborgum en í úthverfum.
„Verðmunurinn á Íslandi er senni-
lega með því minnsta sem gerist og
það kæmi mér ekki á óvart ef þessi
munur myndi aukast í framtíðinni.“
Morgunblaðið hefur síðustu ár
birt verðþróun seldra eigna í fjölbýli
í sex póstnúmerum í Reykjavík.
Tölur fyrir 1. fjórðung í ár benda
til að verðið sé að lækka í 101, 105 og
107 Reykjavík. Óvissa um framtíð
WOW air og í efnahags- og kjara-
málum litaði þá umræður.
Frá fyrsta ársfjórðungi 2013 til fyrsta fjórðungs 2019
PÓSTNR. 101 PÓSTNR. 105 PÓSTNR. 107 PÓSTNR. 109 PÓSTNR. 111 PÓSTNR. 112
Meðalkaupverð
á fermetra,
þús. kr.
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
Allar
fjölbýlis-
eignir
Án ný-
bygginga
2013, 1. ársfj. 323 307 282 282 297 297 213 213 218 200 230 230
2014, 1. ársfj. 370 350 300 300 321 321 216 216 229 229 259 259
2015, 1. ársfj. 397 375 345 333 351 351 257 257 256 255 283 283
2016, 1. ársfj. 459 452 371 371 375 375 286 286 301 300 313 312
2017, 1. ársfj. 510 509 458 459 452 458 354 354 354 354 379 379
2018, 1. ársfj. 554 543 474 474 469 468 365 365 372 372 402 402
4. ársfj. 553 528 491 485 512 508 371 371 379 379 415 415
2019, 1. ársfj. 546 519 464 461 508 508 392 380 394 394 425 425
Breyting frá
1. ársfj. 2013 69,1% 69,0% 64,7% 63,7% 71,3% 71,3% 84,2% 78,4% 80,4% 96,6% 84,4% 84,4%
Breyting frá
1. ársfj. 2018 -1,5% -4,5% -2,2% -2,8% 8,4% 8,6% 7,4% 4,1% 5,8% 5,8% 5,7% 5,7%
Breyting frá
4. ársfj. 2018 -1,3% -1,6% -5,5% -5,0% -0,7% 0,0% 5,8% 2,5% 3,7% 3,7% 2,3% 2,3%
Heimild: Þjóðskrá Íslands
Verðþróun seldra fasteigna í fjölbýli í sex póstnúmerum í Reykjavík
550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 1. ársfj. 2019
Póstnr. 109 550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 1. ársfj. 2019
Póstnr. 111 550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 1. ársfj. 2019
Póstnr. 112
550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 1. ársfj. 2019
Póstnr. 101 550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 1. ársfj. 2019
Póstnr. 105 550
450
350
250
150
þús. kr./m2
1. ársfj. 2013 1. ársfj. 2019
Póstnr. 107
323
546
213
392
282
464
218
394
297
508
230
425
Breyting frá 1. ársfj. ’18: -1,5%
Breyting frá 1. ársfj. ’18: 7,4%
Breyting frá 1. ársfj. ’18: -2,2%
Breyting frá 1. ársfj. ’18: 5,8%
Breyting frá 1. ársfj. ’18: 8,4%
Breyting frá 1. ársfj. ’18: 5,7%
Undanskilin kaup
stórs fasteignafélags
á fjölda eigna
Hækkunarþörf í miðborginni
Framkvæmdastjóri Rauðsvíkur, sem byggir á Hverfisgötu, segir laun og innflutt efni að hækka
Mikið framboð nýrra íbúða haldi niðri verði Íbúðaverð í þremur hverfum í borginni lækkar
Útsýni Myndin er tekin af svölunum á íbúð 506 á 5. hæð. Framkvæmdastjóri Sturla Geirsson stýrir uppbyggingunni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Borgarlíf Sýningaríbúð á 2. hæð á Hverfisgötu 85.
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Fyrirtæki til sölu
•Áhugaverð og arðsöm kvenfataverslun í Kringlunni, velta +100 mill.
•Sérhæft innflutningsfyrirtæki með tækjabúnað fyrir verktaka og
bændur, velta um 270 milljónir.
•Sérhæft innflutningsfyrirtæki með hús og húshluti.
•Áhugaverður veitingastaður í 101 Reykjavík.
•Gistiheimili í einu glæsilegasta húsi 101 Rvk., rekstur og fasteign.
•Þekktasti fish & chip staður Reykjavík, velta um 170 milljónir.
•Ísbúð í austurbæ Reykjavíkur, góður rekstur.
•Matvælaframleiðsluf., sem leggur áherslu á hollan mat, velta ~190 mill.
•Gistiheimilli á Suðurlandi með góða afkomu og góðar fasteignir.
•Verslun með innflutning á fæðubótaefnum.
Ráðgjafar / eigendur
Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA
Gsm. 8939855
Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA
Gsm. 8939370
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, segir að að venju séu miklar
annir á Alþingi framundan, en hann
telur að Alþingi ætti að takast að af-
greiða þau mál sem nauðsynlegt er
að afgreiða áður en kemur til þing-
hlés, snemma í júní.
„Ég hygg að það geti orðið góð
samstaða um að ljúka afgreiðslu
þeirra mála sem nauðsynlegt er að
afgreiða áður en Alþingi lýkur
stðrfum.
Þar nefni ég vitanlega afgreiðslu
fjármálaáætlunar og orkupakkans,
sem eru í raun fjögur þingmál,“
sagði Steingrímur í samtali við
Morgunblaðið í gær, þegar hann var
spurður hvort einhver mynd væri
komin á hvernig þinghaldi verður
háttað það sem
eftir lifir þessa
þings.
Steingrímur
bendir á að fjöldi
mála liggi fyrir til
umfjöllunar og af-
greiðslu á Al-
þingi. „Sum þess-
ara mála eru
dálítið viðamikil,
en það er ekki
endilega þar með sagt að þau þurfi
að verða mjög umdeild. Það eru mik-
ilvæg mál í vinnslu, eins og heilbrigð-
isstefna. Svo reikna ég með að við
reynum að afgreiða matvælamálið
fyrir þinglok,“ sagði forseti Alþingis.
Steingrímur segir að einhver mál
séu þess eðlis að himinn og jörð far-
ist ekki þó afgreiðsla þeirra bíði
haustsins, einfaldlega vegna þess að
þar sé eitthvað af málum sem ekki er
ætlað að öðlast gildi fyrr en um
næstu áramót.
Aðspurður hvort hann ætti von á
því að hann myndi setjast niður með
fulltrúum allra flokka og semja um
afgreiðslu þingmála og þinglok,
sagði forseti Alþingis: „Já, það stytt-
ist auðvitað í það að við förum að
hefja slík samtöl. Það er nú stundum
bara gert með því að forsætisráð-
herra og forseti þingsins hitta for-
menn allra flokka. Auðvitað er verið
að funda reglulega með þingflokks-
formönnum og formönnum nefnda.“
agnes@mbl.is
Þinglok að skýrast
Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis telur að góð sam-
staða geti tekist á þingi um afgreiðslu mikilvægustu þingmála
Steingrímur J.
Sigfússon