Morgunblaðið - 04.05.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2019
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við höfum haldið sambandi við ætt-
ingja okkar í Hollandi og gerum enn
sem og vini sem við eigum þar,“
segir Bernhard Þór Bernhardsson,
sviðsstjóri á viðskiptabankasviði Ar-
ion banka, sem skipaður hefur verið
aðalræðismaður Hollands á Íslandi.
Bernhard er 46 ára gamall og
stýrir vöruþróun og stafrænum við-
skiptum á sviði sínu í bankanum.
Hann kveðst stoltur af því að hafa
verið beðinn um að taka að sér þetta
heiðursembætti fyrir Holland þar
sem hann á rætur.
Bjarni Finnsson, fyrrverandi
kaupmaður í Blómavali, var aðal-
ræðismaður Hollendinga í um 20 ár.
Þegar hann ákvað að hætta benti
hann á Bernhard Þór sem hugsan-
legan eftirmann. „Það er verið að
horfa til tengsla við Holland, teng-
ingar inn í viðskipta- og menningar-
lífið á Íslandi og áhuga á að rækta
samband þjóðanna. Bjarni vissi að
ég er ættaður frá Hollandi og nefndi
mitt nafn,“ segir Bernhard.
Tilnefning hans var kynnt 30.
apríl þegar haldið var upp á hol-
lenska konungsdaginn hérlendis.
Konungsdagurinn er raunverulega
27. apríl og er afmælisdagur Wil-
lems-Alexanders, konungs Hol-
lands. Hollenska sendiráðið í Osló
var raunar með opið sendiráð hér
alla vikuna til að sinna erindum Hol-
lendinga hér.
Við þetta tækifæri var Bjarni
Finnsson sæmdur hollenskri orðu í
þakklætisskyni fyrir starf hans sem
aðalræðismanns.
Afinn frá Hollandi
Bernhard segir að starf aðalræð-
ismanns fari mikið eftir áhuga við-
komandi og dugnaði. Það snúist að-
allega um að reyna að efla tengsl
landanna. Dagleg störf við að þjóna
Hollendingum hér fara fram á ræð-
ismannsskrifstofu sem rekin er í
Reykjavík.
Afi Bernhards, Jóhannes Jónsson
[Jan Jansen], var hollenskur garð-
yrkjumaður sem flutti hingað til
lands árið 1939 til að miðla af þekk-
ingu sinni við uppbyggingu garð-
yrkjustöðva hér. Hann var verk-
stjóri á Syðri-Reykjum í
Biskupstungum en var á stríðs-
árunum kallaður í herinn og gegndi
herþjónustu í útlagahernum í Bret-
landi þar sem konungurinn og ríkis-
stjórnin sátu en landið var hernum-
ið af Þjóðverjum. Að styrjöldinni
lokinni kom Jan aftur til Íslands og
var lengi garðyrkjustjóri á Lauga-
landi í Borgarfirði eða þar til hann
og íslensk kona hans, Þuríður Jóns-
dóttir, stofnuðu eigin garðyrkjustöð,
Dalbæ á Kleppjárnsreykjum.
Tungumálið hjálpar
Bernhard segist hafa lært hol-
lensku sem barn og unglingur. For-
eldrar hans leyfðu honum og bróður
hans að dvelja hjá hollenskum vin-
um þeirra nokkrar vikur eitt sum-
arið og tóku í staðinn á móti börnum
þeirra. „Á árinu 1994 var ég eitt
sumar hjá þessari fjölskyldu til að
læra hollenskuna betur og undirbúa
mig fyrir háskólanám ytra.“ Ekki
varð úr námsdvölinni því hann kom
heim og fór í viðskiptafræði við há-
skólana á Bifröst og í Edinborg en
býr að hollenskukunnáttunni.
„Það hefur auðveldað tengslin við
ættingja og vini að tala málið. Svo
er það skemmtilegt og hefur veitt
mér innsýn í líf afa míns að geta les-
ið bréfin sem hann fékk frá fjöl-
skyldu sinni og sendi henni. Afa-
systir mín fann til dæmis mikið til
með honum út af þessum löngu og
erfiðu vetrum á Íslandi á sama tíma
og hún gladdist yfir því hversu virk-
ur hann var í félagslífinu en félags-
og menningarlíf var mun meira í
sveitum hér en hún átti að venjast
úti,“ segir Bernhard.
Heldur sambandi við ætt-
ingja og vini í Hollandi
Bernhard Þór skipaður aðalræðismaður Hollands
Á konungsdaginn Bjarni Finnsson, Bernhard Þór Bernhardsson og Tom
J.M. van Oorschot, sendiherra Hollands á Íslandi, á góðri stundu.
Afgangur af rekstri A- og B-hluta
bæjarsjóðs Hafnarfjarðarbæjar á
síðasta ári var 1.129 milljónir króna
þrátt fyrir fjár-
festingar og óhjá-
kvæmilegar lán-
tökur á árinu.
Skuldaviðmið
sveitarfélagsins
er komið niður í
112% og hefur
ekki verið lægra í
25 ár. Ársreikn-
ingur bæjarins
fyrir síðasta ár
var samþykktur á
fundi bæjarstjórnar sl. fimmtudag.
Ársreikningurinn sýnir sterka
fjárhagsstöðu, segir í frétt frá Hafn-
arfjarðarbæ. Heildartekjur voru
3,6% yfir áætlun eða 926 millj. kr.
Veltufé frá rekstri var 3.863 millj.
kr. eða 14,4% af heildartekjum.
Fjárhagsáætlun 2018 gerði ráð fyrir
799 millj. kr. rekstrarafgangi sem er
verulega betri niðurstaða en vænst
var. Niðurstaða fyrir A-hluta var já-
kvæð um 490 millj. kr. meðan áætlun
gerði ráð fyrir 213 millj. kr. afgangi.
Betri niðurstaða skýrist meðal ann-
ars af hærri skatttekjum.
Yfir áætlunum
„Skuldaviðmiðið heldur áfram að
lækka og rekstrarniðurstöður eru
heilt yfir jákvæðar og yfir áætl-
unum. Ábyrg fjármálastýring und-
anfarin ár hefur styrkt undirstöður
rekstrar í sveitarfélaginu og gert
það betur í stakk búið til að takast á
við efnahagslegar áskoranir og þau
verkefni sem framundan eru,“ er
haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur
bæjarstjóra.
Rekstur málaflokka var í takt við
fjárhagsáætlun en helstu frávik má
rekja til hækkunar vistunargjalda,
aukins kostnaðar í málefnum fatlaðs
fólks og aðkeyptrar kennsluþjón-
ustu. Fjárfest var á árinu fyrir 5,3
milljarða kr. í innviðum og þjónustu.
Stærstu framkvæmdirnar voru
bygging nýs skóla í Skarðshlíð fyrir
liðlega tvo milljarða króna og hjúkr-
unarheimilis fyrir 850 millj. kr.
Framkvæmdir vegna íþróttamann-
virkja á Ásvöllum, Kaplakrika og við
Keili námu alls um 696 millj. kr.
Lán tekin og önnur greidd
Keyptar voru félgslegar íbúðir
fyrir 457 millj. kr. og endurbætur á
St. Jósefsspítala kostuðu um 113
millj. kr. Um einn milljarður króna
fór í framkvæmdir við gatnagerð,
m.a. við Reykjanesbrautina. Sam-
hliða hefur auknu fjármagni verið
varið til fræðslu- og frístundamála
og fjölskylduþjónustu sveitarfé-
lagsins. Slegin voru lán vegna ým-
issa verkefna og mála fyrir tæpa
fjóra milljarða króna. Greiðslur
langtímaskulda námu alls 1,6 millj-
örðum kr. eða um 200 millj. kr. um-
fram afborganir skv. lánasamn-
ingum. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hafnarfjörður Horft eftir Reykjanesbraut. Íbúar í bænum eru nú 29.799.
Staðan er sterk og
skuldirnar lækka
Rekstur Hafnarfjarðarbæjar í jafnvægi
Rósa
Guðbjartsdóttir
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Lilja Dögg Al-
freðsdóttir,
mennta- og
menningar-
málaráðherra,
kynnti frumvarp
til laga um breyt-
ingu á fjölmiðla-
lögum nr. 38/
2011 á ríkis-
stjórnarfundi í
gær. Það snýr að
stuðningi við einkarekna fjölmiðla.
Hjá mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu fengust þær upplýs-
ingar að fjölmiðlafrumvarpið hefði
verið samþykkt á fundi ríkisstjórn-
arinnar. Nú mun það ganga til
þingflokka stjórnarflokkanna. „Að
baki frumvarpinu er viðamikil
vinna sem unnin hefur verið í góðu
samráði milli flokkanna,“ sagði í
svari ráðuneytisins.
Ekki fengust upplýsingar um
hvaða breytingar hefðu verið gerð-
ar á frumvarpinu frá þeim drögum
sem lögð voru fram til kynningar.
Fjölmiðla-
frumvarp
afgreitt í
ríkisstjórn
Lilja
Alfreðsdóttir
Kynnt þingmönn-
um stjórnarflokka