Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 1. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  110. tölublað  107. árgangur  „ÉG VIL HELST VERA ÚTI ALLAN DAGINN“ TEREM-KVARTETTINN DIDDÚ OG ÓLI KJARTAN GESTASÖNGVARAR 50BJÖRK Í BRENNHOLTI 12 Eurovision er lífsstíll allt árið þótt þunglyndi leggist yfir aðdáendur rétt yfir sumarmánuðina, að sögn Laufeyjar Helgu Guðmundsdóttur, lögfræðings hjá Alþingi, en rætt er við hana í Sunnudagsmogganum. Laufey er nú stödd í Ísrael á sinni níundu Eurovision-keppni. Hún er Eurovision-grúppía númer eitt og sefur varla í maí fyrir spenningi. „Tveimur vikum áður en æfingar hefjast sef ég svona þrjá tíma á nóttu. Ég þarf að sinna minni venju- legu vinnu og undirbúa það sem þarf fyrir Eurovision,“ segir Laufey sem fer á vinnustaði og kynnir Eurovisi- on. „Ég er að breiða út fagnaðar- erindið og kynna Eurovision- samfélagið. Eitt árið sat einn þriðji hluti ríkisstjórnarinnar á kynningu hjá mér en ég lít svo á að ég sé að undirbúa Ísland fyrir það að vinna. Þá er gott að einhver í ríkisstjórn- inni viti að þetta kostar tvo milljarða og að þau séu með einhverja hug- mynd um hvernig þetta gangi fyrir sig,“ segir hún og brosir. Eurovision er lífsstíll  Laufey Helga Guðmundsdóttir er Eurovison-grúppía Morgunblaðið/Ásdís Grúppía Laufey Helga Guðmunds- dóttir sefur ekki í maí fyrir spenningi. Kátar kynjaverur settu svip sinn á mannlífið í Reykjavík í gær – svo sem þessi strumpur sem var á vappi við Snorrabrautina. Sá ræddi landsins gagn og nauðsynjar við vegfarendur – þá sjálfsagt veðr- áttuna og orkupakkann – þar sem menn stóðu und- ir mynd af glóandi eldgosi. Morgunblaðið/Eggert Strumpur í eldgosi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þrír fyrrverandi starfsmenn Félags- bústaða, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, segja erfið samskipti við Auðun Frey Ingvarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Félagsbústaða, hafa átt þátt í að þeir hættu störfum hjá fyrirtækinu. Þeir hafi kvartað undan framkomunni en fengið lítil við- brögð hjá stjórn og stéttarfélögum. Sæmundur Ás- geirsson starfaði hjá Félagsbústöð- um í tæpa tvo ára- tugi. Hann telur að framkoma Auð- uns Freys kunni að flokkast undir einelti. Fyrirtækið hafi haft vitneskju um andleg veikindi sín en ekkert gert. Sveinn Gunnarsson starfaði hjá Félags- bústöðum í um hálfan annan áratug. Hann segir Auðun Frey hafa stöðugt gert lítið úr störfum sínum. Hann hafi leitað til geð- læknis sem hafi talið framkomuna einelti. Var bent á að ræða við stéttarfélagið Þriðji starfsmaðurinn, sem óskar nafn- leyndar, kallaði eftir eineltisrannsókn hjá stjórn Félagsbústaða. Stjórnin hafi hins vegar vísað honum á stéttarfélag. Auðun Freyr baðst undan viðtali vegna málsins en heimilaði að birt yrði grein hans í Morgunblaðinu í dag vegna fyrri fréttar blaðsins um málið. Þar fjallar hann m.a. um óánægju hjá hluta starfsmanna. Kvörtun- um ekki svarað  Starfsmenn Félags- bústaða bentu á vanda Hætti í fyrra » Auðun Freyr varð fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða í desember 2013. » Hann lét af störfum í fyrra- haust eftir um- ræðu um fram- úrkeyrslu við viðhaldsverkefni. MÓlga innan Félagsbústaða … »20-21,30  Verktakafyrirtækið Ístak til- kynnti í lok febrúar sl. að það hefði sagt upp alls 56 starfsmönnum. Nú hefur Ístak fengið tvö stór verkefni á skömmum tíma og því hefur fyrir- tækið að stærstum hluta dregið þessar uppsagnir til baka. Þetta staðfestir Karl Andreassen, fram- kvæmdastjóri Ístaks. Í byrjun maí skrifuðu Vegagerðin og Ístak undir samning um tvöföldun Reykjanes- brautar í Hafnarfirði. Samnings- upphæðin var rúmir 2 milljarðar króna. Þá tilkynnti menntamála- ráðuneytið í þessari viku þá ákvörðun að ganga að tilboði Ístaks um byggingu Húss íslenskunnar. Hljóðaði tilboð Ístaks upp á 4,5 milljarða króna. »6 Ístak dregur flestar uppsagnir til baka Reykjanesbraut Tvöföldun undirbúin. „Það er óforsvaranlegt að sam- þykkja þriðja orkupakkann án þess að það liggi fyrir hvað gerist á orkumarkaði á Íslandi þegar sæ- strengur hefur verið lagður og orkusalan hefst.“ Þetta segir Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, í að- sendri grein sem birt er í Morg- unblaðinu í dag. „Það hefur eitt og sér engan til- gang að við ráðum því hvort sæ- strengur verði lagður ef orku- markaðsmálin verða um leið tekin úr okkar höndum þegar sala hefst um sæstreng,“ segir Sturla enn- fremur í grein- inni og segir hann að þessari spurningu verði ráðherrar að svara áður en lengra verður haldið ,,enda virðist Lands- virkjun gera ráð fyrir lagningu sæstrengs svo sem sjá má á heimasíðu félagsins,“ seg- ir í grein Sturlu. »27 Óforsvaranlegt að sam- þykkja orkupakkann Sturla Böðvarsson  Agnes M. Sig- urðardóttir, biskup Íslands, telur ótækt að Alþingi sam- þykki frum- varpið um þung- unarrof óbreytt. Þetta kemur fram í aðsendri grein biskups í blaðinu í dag. Agnes segir tvennt sérstaklega um- hugsunarvert. Annars vegar sú breyting á hugtakanotkun sem lögð er til, þar sem hugtakið þungunar- rof er nú notað í stað fóstureyð- ingar. ,,Hið nýja hugtak vísar á engan hátt til þess lífs sem sann- arlega bærist undir belti og er vísir að nýrri mannveru,“ skrifar hún. Þá gagnrýnir Agnes breytinguna á tímaramma þar sem lagt er til að þungunarrof verði heimilt fram að 22. viku meðgöngu. Nýjar tillögur veki grundvallarspurningar um mannhelgina og framgang lífs hér í heimi. »27 Ótækt að sam- þykkja óbreytt Agnes M. Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.