Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 1. M A Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 110. tölublað 107. árgangur
„ÉG VIL HELST
VERA ÚTI
ALLAN DAGINN“ TEREM-KVARTETTINN
DIDDÚ OG ÓLI KJARTAN GESTASÖNGVARAR 50BJÖRK Í BRENNHOLTI 12
Eurovision er lífsstíll allt árið þótt
þunglyndi leggist yfir aðdáendur
rétt yfir sumarmánuðina, að sögn
Laufeyjar Helgu Guðmundsdóttur,
lögfræðings hjá Alþingi, en rætt er
við hana í Sunnudagsmogganum.
Laufey er nú stödd í Ísrael á sinni
níundu Eurovision-keppni. Hún er
Eurovision-grúppía númer eitt og
sefur varla í maí fyrir spenningi.
„Tveimur vikum áður en æfingar
hefjast sef ég svona þrjá tíma á
nóttu. Ég þarf að sinna minni venju-
legu vinnu og undirbúa það sem þarf
fyrir Eurovision,“ segir Laufey sem
fer á vinnustaði og kynnir Eurovisi-
on.
„Ég er að breiða út fagnaðar-
erindið og kynna Eurovision-
samfélagið. Eitt árið sat einn þriðji
hluti ríkisstjórnarinnar á kynningu
hjá mér en ég lít svo á að ég sé að
undirbúa Ísland fyrir það að vinna.
Þá er gott að einhver í ríkisstjórn-
inni viti að þetta kostar tvo milljarða
og að þau séu með einhverja hug-
mynd um hvernig þetta gangi fyrir
sig,“ segir hún og brosir.
Eurovision er lífsstíll
Laufey Helga Guðmundsdóttir er Eurovison-grúppía
Morgunblaðið/Ásdís
Grúppía Laufey Helga Guðmunds-
dóttir sefur ekki í maí fyrir spenningi.
Kátar kynjaverur settu svip sinn á mannlífið í
Reykjavík í gær – svo sem þessi strumpur sem var á
vappi við Snorrabrautina. Sá ræddi landsins gagn
og nauðsynjar við vegfarendur – þá sjálfsagt veðr-
áttuna og orkupakkann – þar sem menn stóðu und-
ir mynd af glóandi eldgosi.
Morgunblaðið/Eggert
Strumpur í eldgosi
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þrír fyrrverandi starfsmenn Félags-
bústaða, sem rætt er við í Morgunblaðinu
í dag, segja erfið samskipti við Auðun
Frey Ingvarsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra Félagsbústaða, hafa átt
þátt í að þeir
hættu störfum hjá
fyrirtækinu. Þeir
hafi kvartað undan
framkomunni en
fengið lítil við-
brögð hjá stjórn
og stéttarfélögum.
Sæmundur Ás-
geirsson starfaði
hjá Félagsbústöð-
um í tæpa tvo ára-
tugi. Hann telur
að framkoma Auð-
uns Freys kunni
að flokkast undir
einelti. Fyrirtækið
hafi haft vitneskju
um andleg veikindi sín en ekkert gert.
Sveinn Gunnarsson starfaði hjá Félags-
bústöðum í um hálfan annan áratug. Hann
segir Auðun Frey hafa stöðugt gert lítið
úr störfum sínum. Hann hafi leitað til geð-
læknis sem hafi talið framkomuna einelti.
Var bent á að ræða
við stéttarfélagið
Þriðji starfsmaðurinn, sem óskar nafn-
leyndar, kallaði eftir eineltisrannsókn hjá
stjórn Félagsbústaða. Stjórnin hafi hins
vegar vísað honum á stéttarfélag.
Auðun Freyr baðst undan viðtali vegna
málsins en heimilaði að birt yrði grein
hans í Morgunblaðinu í dag vegna fyrri
fréttar blaðsins um málið. Þar fjallar hann
m.a. um óánægju hjá hluta starfsmanna.
Kvörtun-
um ekki
svarað
Starfsmenn Félags-
bústaða bentu á vanda
Hætti í fyrra
» Auðun Freyr
varð fram-
kvæmdastjóri
Félagsbústaða í
desember 2013.
» Hann lét af
störfum í fyrra-
haust eftir um-
ræðu um fram-
úrkeyrslu við
viðhaldsverkefni.
MÓlga innan Félagsbústaða … »20-21,30
Verktakafyrirtækið Ístak til-
kynnti í lok febrúar sl. að það hefði
sagt upp alls 56 starfsmönnum. Nú
hefur Ístak fengið tvö stór verkefni
á skömmum tíma og því hefur fyrir-
tækið að stærstum hluta dregið
þessar uppsagnir til baka. Þetta
staðfestir Karl Andreassen, fram-
kvæmdastjóri Ístaks. Í byrjun maí
skrifuðu Vegagerðin og Ístak undir
samning um tvöföldun Reykjanes-
brautar í Hafnarfirði. Samnings-
upphæðin var rúmir 2 milljarðar
króna. Þá tilkynnti menntamála-
ráðuneytið í þessari viku þá
ákvörðun að ganga að tilboði Ístaks
um byggingu Húss íslenskunnar.
Hljóðaði tilboð Ístaks upp á 4,5
milljarða króna. »6
Ístak dregur flestar
uppsagnir til baka
Reykjanesbraut Tvöföldun undirbúin.
„Það er óforsvaranlegt að sam-
þykkja þriðja orkupakkann án
þess að það liggi fyrir hvað gerist
á orkumarkaði á Íslandi þegar sæ-
strengur hefur verið lagður og
orkusalan hefst.“ Þetta segir
Sturla Böðvarsson, fyrrverandi
ráðherra og forseti Alþingis, í að-
sendri grein sem birt er í Morg-
unblaðinu í dag.
„Það hefur eitt og sér engan til-
gang að við ráðum því hvort sæ-
strengur verði lagður ef orku-
markaðsmálin verða um leið tekin
úr okkar höndum þegar sala hefst
um sæstreng,“
segir Sturla enn-
fremur í grein-
inni og segir
hann að þessari
spurningu verði
ráðherrar að
svara áður en
lengra verður
haldið ,,enda
virðist Lands-
virkjun gera ráð
fyrir lagningu sæstrengs svo sem
sjá má á heimasíðu félagsins,“ seg-
ir í grein Sturlu. »27
Óforsvaranlegt að sam-
þykkja orkupakkann
Sturla
Böðvarsson
Agnes M. Sig-
urðardóttir,
biskup Íslands,
telur ótækt að
Alþingi sam-
þykki frum-
varpið um þung-
unarrof óbreytt.
Þetta kemur
fram í aðsendri
grein biskups í
blaðinu í dag.
Agnes segir tvennt sérstaklega um-
hugsunarvert. Annars vegar sú
breyting á hugtakanotkun sem lögð
er til, þar sem hugtakið þungunar-
rof er nú notað í stað fóstureyð-
ingar. ,,Hið nýja hugtak vísar á
engan hátt til þess lífs sem sann-
arlega bærist undir belti og er vísir
að nýrri mannveru,“ skrifar hún.
Þá gagnrýnir Agnes breytinguna á
tímaramma þar sem lagt er til að
þungunarrof verði heimilt fram að
22. viku meðgöngu. Nýjar tillögur
veki grundvallarspurningar um
mannhelgina og framgang lífs hér í
heimi. »27
Ótækt að sam-
þykkja óbreytt
Agnes M.
Sigurðardóttir