Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 56
40-50% afsláttur af þessum völdu vörum. Jakkaföt með vesti frá -verð nú kr. 47.988 -verð áðu Jakkaföt frá -verð nú kr. 35.988 -verð áð Stakir jakkar frá -verð nú kr 23 988 / 29 988 -verð áður Stakar buxur frá -verð nú kr. 11.988 -verð áð Yfirhafnir frá -verð nú kr. 29.988 -verð áð . . . u kr 3 u r Selkórinn heldur tónleika á morgun kl. 16 í Seltjarnarneskirkju og verða á efnisskránni ýmis íslensk og er- lend sönglög tileinkuð ástinni og gleðinni, auk nokkurra enskra madrígala. Stjórnandi Selkórsins er Oliver Kentish og meðleikari á píanó Dagný Björgvinsdóttir. Miða- verð er kr. 2.500 og boðið verður upp á kaffi og konfekt í hléi. Selkórinn syngur um ást og gleði LAUGARDAGUR 11. MAÍ 131. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Hinn 19 ára gamli Kolbeinn Þórð- arson stal senunni í 3:1-sigri Breiðabliks á Víkingi R. í 3. umferð úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær- kvöld. Kolbeinn skoraði fyrstu tvö mörk Blika í leiknum og hefur skor- að þrjú mörk það sem af er leiktíð. Halldór Orri Björnsson skoraði tvö mörk fyrir FH í dramatískum sigri á KA og Stjarnan vann HK 1:0. »48 Nítján ára senuþjófur í sigri Breiðabliks Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir pí- anóleikari flytja tvær sónötur eftir Grieg og Prokofief, auk Le Grand Tango eftir Piazzolla, á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á morgun kl. 16. Segja þær verkin bæði kraft- mikil og litrík og að þær hafi lengi haft hug á að leika þau saman. Auð- ur og Anna eiga margra ára sam- vinnu að baki og eru nú um mundir að leggja lokahönd á upp- tökur fyrir geisladisk með ís- lenskri fiðlutónlist frá ár- unum 1940- 2010. Flytja kraftmikil og lit- rík verk í Norðurljósum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Fríða Birna Þráinsdóttir og Guðmundur Á. Guðlaugsson tóku við rekstri Esjuskálans í Grundarhverfi á Kjalarnesi fyrir skömmu með það að leiðarljósi að þjónusta Kjalnes- inga, Kjósverja og aðra vegfarendur sem best. „Við byrjuðum til dæmis að bjóða upp á heita kjötsúpu allan daginn og nú þegar erum við með fasta viðskiptavini sem koma í súpu í hádeginu og fá sér svo smurt brauð hjá okkur síðdegis,“ segir Fríða. Heimafólk fyrir íbúana Olís hóf rekstur eldsneytisstöðv- arinnar og söluskálans 2006. Vegna kaupa Haga á Olís á liðnu ári var fé- laginu gert að selja nokkrar sjálfs- afgreiðslustöðvar fyrir eldsneyti. Atlantsolía keypti stöðina og sölu- skálann á Kjalarnesi og í byrjun apr- íl síðastliðins gerðu hjónin samning til fimm ára um að reka skálann. Þau stofnuðu og eiga fyrirtækið Esju- grund og opnuðu verslun í versl- unarmiðstöðinni Hólagarði í Breið- holti fyrir um ári. „Við tókum allt í gegn áður en við opnuðum verslunina í Hólagarði og höfðum sama hátt á hér,“ segir Fríða. Hún segir að þjónustulundin hafi haft mest að segja um að fara út í reksturinn í Grundarhverfi, þar sem þau hafa búið í 25 ár. „Við hlust- um á það sem íbúarnir vilja og fram- kvæmum óskirnar jafnt og þétt með auknu vöruúrvali,“ segir hún. Fyrir tíma Olís á staðnum var þar söluturn og veitingastaðurinn Staupasteinn í sumarbústað við hlið- ina. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fara út í svipaðan rekstur en Fríða segir að þau hafi áhuga á því að bjóða upp á grillaðan mat. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum og reynum að bregðast við þeim eins vel og við get- um. Áður en grillið verður að veru- leika þarf ýmis leyfi ásamt töluverð- um breytingum og því getur það tekið tíma.“ Skálinn er opinn frá klukkan átta á morgnana til átta á kvöldin, en til kl. tíu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Á laugardögum og sunnu- dögum hefjast viðskiptin klukkan níu. „Við erum sveigjanleg í þessu sem öðru og ef við finnum fyrir áhuga og þörf á því að hafa opið lengur gerum við það.“ Esjuskálinn er eina verslunin í hverfinu og þar má fá sitt lítið af hverju. Brauð og bakkelsi forbakað hjá Myllunni er bakað alla morgna, boðið er upp á mjólkurvörur og ný- lenduvörur, heitar pylsur og gos- drykki, þurrkublöð, olíur og fleira fyrir bíla, leikföng og blómvendi. Hjónin eru með sex starfsmenn og þar á meðal eru dætur þeirra, Reg- ína 13 ára og Rósmarý 19 ára, en hún lýkur stúdentsprófi í vor og verður verslunarstjóri í sumar áður en hún byrjar í kennaranámi. „Það er svo gaman að láta krakkana vera með því þeir gera öðruvísi hluti og hafa aðrar hugmyndir en þeir sem eldri eru,“ segir Fríða. Morgunblaðið/RAX Esjuskálinn Fríða Birna Þráinsdóttir tekur á móti gestum á Kjalarnesi með bros á vör. Súpa í hádeginu og ný- smurt brauð síðdegis  Brydda upp á nýjungum í Esjuskálanum á Kjalarnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.