Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
✝ Ástríður K.Kristjáns-
dóttir, eða Ásta
eins og hún vildi
láta kalla sig,
fæddist á Akureyri
17. júní 1965. Hún
lést 29. apríl 2019,
á Sjúkrahúsi
Akureyrar.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kristján Buhl, f.
13. júní 1930, d. 7. október
2007, og Margrét Viktoría
Magnúsdóttir, f. 20. desember
1929, d. 27. janúar 2015.
Ásta var næstyngst fimm
Birgi.
Einkadóttir Ástu er Sunn-
eva Dögg Ragnarsdóttir, f.
1990. Hennar maður er Bragi
Austfjörð, f. 1978.
Ásta ólst upp á Ytri-
Reistará í Arnarneshreppi.
Eftir grunnskóla flutti hún til
Akureyrar, þar sem hún starf-
aði meðal annars í kjörbúð, í
Súkkulaðiverksmiðjunni
Lindu, sem línumaður hjá Rar-
ik og í byggingarvinnu. Haust-
ið 1987 flutti Ásta til Reykja-
víkur og vann hjá Plastos til
ársins 1992. Þá flutti hún til
Akureyrar og fór að vinna
sem leiðbeinandi á Leikskól-
anum Iðavöllum og vann þar
til ársins 2014, en þurfti þá að
hætta vegna veikinda.
Útför Ástu fer fram frá
Möðruvallakirkju í Hörgárdal
í dag, 11. maí 2019, og hefst
athöfnin klukkan 14.
systkina. Systkini
Ástu eru 1. Lovísa
Signý Kristjáns-
dóttir, f. 1960.
Maður hennar er
Björn Einarsson, f.
1958. Þau eiga
þrjú börn: Mar-
gréti Ósk Buhl,
Einar Berg og
Kristján Breka. 2.
Magnús Krist-
jánsson, f. 1961. 3.
Hans Pétur Kristjánsson, f.
1962. 4. Hólmfríður B. Krist-
jánsdóttir, f. 1970. Maður henn-
ar er Eggert Rúnar Birgisson.
Þau eiga einn son, Kristján
Mig langar að minnast
Ástríðar (Ástu) Kristjánsdóttur,
eða Systu eins og hún var kölluð
af fjölskyldunni, í nokkrum orð-
um. Ég var svo lánsöm að kynn-
ast henni og Ytri-Reistarár-fjöl-
skyldunni allri í gegnum litla
bróður minn og mágkonu.
Við Systa hittumst iðulega í
Móasíðunni í afmælisboðum og
við önnur tækifæri þar sem stór-
fjölskyldan kom saman. Í boðun-
um hjá Lovísu og litla bróður var
mikið borðað og margt skrafað.
Þegar ég kynntist Systu var
Sunneva komin í heiminn. Þær
mæðgur tengdust sterkum bönd-
um í sinni litlu fjölskyldu, rétt
eins og við mamma í minni
bernsku. Ég fann því til sam-
kenndar með þeim mæðgum
Sunnevu og Systu.
Systa hafði notalega nærveru
og var hógvær í framkomu. Eig-
inleikar sem koma sér vel í starfi
með börnum, en hún starfaði á
leikskóla um árabil og á meðan
starfsþrek hennar leyfði. Þessar
línur úr ljóði Davíðs Stefánsson-
ar frá Fagraskógi gætu verið lýs-
andi fyrir framgöngu hennar:
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og
hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða
anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum – eins og þú.
Elsku Sunneva, Bragi, Lovísa,
litli bróðir, Margrét, Einar,
Kristján Breki, Maggi, Hansi,
Lilla, Eggert, Kristján Birgir og
aðrir nákomnir. Hugur minn er
hjá ykkur. Það er erfitt að sætta
sig við að Systa sé horfin úr þess-
um heimi svo allt, allt of fljótt, en
minningar um elskulega konu
lifa með okkur.
Hulda Steingrímsdóttir.
Nú hefur vinkona mín kvatt
þetta líf. Um huga minn þjóta
minningabrot frá ýmsum ævi-
skeiðum, eins og perlur á lífsfest-
inni.
Ég sé fyrir mér tvær feimnar
litlar stelpuskottur með langar
fléttur, um margt ólíkar. Þarna í
litla herberginu á Reistará með
rósóttu gardínunum og blómstr-
andi pottaplöntunum í gluggan-
um var upphafið að ævilangri
vináttu. Við tókum hvor annarri
með kostum og göllum. Við vor-
um vinkonur.
Þú varst árinu eldri og þar
með varstu aðeins á undan mér í
lífinu. Þú fórst á undan mér í
Hjalteyrarskóla, ég beið heima
eftir að verða sjö ára svo ég gæti
farið með vinkonu minni með
Júllarútu í skólann.
Þú fórst líka á undan mér á
heimavistarskólann á Þelamörk
þegar við vorum unglingar. Ég
kom á eftir og að sjálfsögðu vor-
um við herbergisfélagar, það
kom ekkert annað til greina. Þú
fluttir líka á undan mér í kaup-
staðinn en ég kom á hæla þér og
að sjálfsögðu leigðum við saman.
Það kom ekkert annað til greina.
Svo kom að því að hleypa
heimdraganum og flytja til
höfuðborgarinnar. Það kom ekk-
ert annað til greina en flytja
saman suður á Aragötuna. Eftir
nám og störf í borginni fluttum
við báðar norður aftur. Það kom
ekkert annað til greina. Við vor-
um vinkonur.
Þú varst líka á undan mér að
verða mamma. Eignaðist auga-
steininn þinn hana Sunnevu og
ég var viðstödd enda kom ekkert
annað til greina. Við vorum vin-
konur.
Við eignuðumst fjölskyldur.
Árin liðu og við þroskuðumst og
það sama má segja um vináttu
okkar. Hún varð dýpri, traustari
og umburðarlyndari með árun-
um. Við vorum vinkonur.
Við lékum saman, við sungum
saman, við glöddumst saman, við
syrgðum saman, við reiddumst
saman, við fyrirgáfum saman, við
gengum saman, við ferðuðumst
saman, við elduðum saman, við
borðuðum saman, við dönsuðum
saman, við hlógum saman, við
grétum saman, við töluðum sam-
an, við þögðum saman, en um-
fram allt stóðum við saman, allt-
af, alla tíð.
Núna sit ég eftir með tár á
hvarmi og djúpa sorg í hjarta en
um leið fyllist ég þakklæti að
hafa upplifað sanna fölskvalausa
vináttu með þér. Þú varst mikil
mannkostamanneskja, trygg-
lynd, traust, hjartahlý og hrein-
lynd. Ég þakka þér samfylgdina í
lífinu. Það voru forréttindi að
vera vinkona þín.
Fyrir margt löngu gáfum við
hvor annarri loforð – að passa
upp á hvor aðra þar til yfir lyki.
En yfir lyki átti bara ekki að
koma svona fljótt. Eins og stund-
um áður í lífinu ferðu á undan
mér, í þetta skiptið yfir á annað
tilverustig. Þegar minn tími
kemur fylgi ég í kjölfarið. Það
kemur ekkert annað til greina.
Við erum vinkonur.
Sjáumst aftur, Ásta mín.
Vinkona mín
sem brosir
stór og falleg
hjá sólinni í apríl
Þú ert sú sem horfir
í fegurðarátt
meðan hlýjan læðist
í augu þín og hár
Vinkona mín á himninum
á morgun springur sólin í maí út
og gægist um endalaust hnappagatið
á blússunni þinni.
Vinkona mín
(Steinunn Sigurðardóttir)
Sunnevu, systkinum Ástu og
fjölskyldum þeirra sendi ég mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Hanna Rósa.
Í dag kveðjum við kæran
vinnufélaga til margra ára. Ásta
hóf störf í leikskólanum Iðavelli
árið 1992 og starfaði með okkur
til ársins 2017 þegar veikindi
hennar ágerðust. Við erum því
mörg sem nutum þeirrar gæfu að
kynnast
Ástu sem samstarfsfélaga og
börnin sem hún sinnti á starfs-
ævi sinni eru enn fleiri. Starfs-
mannahópurinn á Iðavelli og
gamlir vinnufélagar minnast
Ástu með hlýju og votta dóttur
hennar og öðrum aðstandendum
samúð.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Anna Lilja Sævarsdóttir,
leikskólastjóri Iðavallar.
Ástríður K.
Kristjánsdóttir
✝ Katrín Bjarn-ey Jónsdóttir
fæddist á Ísafirði
23. apríl 1941.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsi
Ísafjarðar 30. apr-
íl 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Ás-
björn Jóhannsson
skattstjóri, f.
1906, d. 1992, og
Oktavía Margrét Gísladóttir
hjúkrunarkona, f. 1904, d.
1987. Systur Katrínar eru Jó-
hanna, f. 1944, gift Guðjóni
Jónssyni, f. 1946, og Margrét,
f. 1945, d. 1996, gift Cyril
Edward Walter Hoblyn, f.
1940, d. 2017. Oktavía og Jón
Ásbjörn bjuggu á Ísafirði,
lengst af í Fjarðastræti 15.
átti Aron Gunnar, f. 1994,
barnsmóðir Inga Vigdís
Einarsdóttir, f. 1966, og Re-
bekku Lind, f. 2003, barns-
móðir Svandís Guðmunds-
dóttir, f. 1969.
Katrín lauk landsprófi frá
Núpi í Dýrafirði 1958 og
stundaði píanónám hjá Ragn-
ari H. Ragnars á Ísafirði. Hún
kenndi ungum nemendum á
píanó framan af starfsævinni.
Katrín vann sem skrifstofu-
maður, fyrst hjá Landssíman-
um og á Skattstofu Vestfjarða
en lengst af hjá Ríkisskipum,
Skipaafgreiðslu Gunnars Jóns-
sonar og Skólaskrifstofu Vest-
fjarða. Einnig starfaði hún við
afgreiðslu og þjónustustörf
hjá Gullauga, Sjóminjasafni
Ísafjarðar og síðast á Hlíf.
Hún var virk í félagsstarfi,
um tíma í Sunnukórnum, í
Tónlistarfélagi Ísafjarðar og
var formaður Slysavarnadeild-
ar kvenna á Ísafirði.
Útför hennar fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 11. maí
2019, klukkan 14.
Katrín giftist
31. desember 1960
Grétari Þórðar-
syni, skipstjóra og
forstöðumanni
Hlífar. Foreldrar
hans voru Þórður
Bogason skrif-
stofumaður, f.
1915, d. 1990, og
Kristjana Hjartar-
dóttir húsfreyja, f.
1918, d. 2013).
Synir Katrínar og Grétars eru
1) Hjörtur rekstrarhagfræð-
ingur, f. 1961, kvæntur Helgu
Jóhannesdóttur hjúkr-
unarfræðingi, f. 1961; þau
eiga Jóhannes, f. 1988, Hildi,
f. 1991, Grétar Örn, f. 1993,
og Katrínu Viktoríu, f. 1999;
2) Jón Ásbjörn netagerðar-
meistari, f. 1965, d. 2014, hann
Það var búið að liggja í loftinu
að þú værir að fara kveðja okkur,
en allt í einu varstu bara farin.
Hávaxin og grönn, oftast í
millisíðri kápu þessi seinni ár,
alltaf með varalit og neglurnar til
fyrirmyndar, filterslaus
Camel-sígaretta á milli fingr-
anna. Þannig mun ég sennilega
alltaf muna þig þó að minningarn-
ar séu æði margar. Allt fram á
unglingsár var Urðarvegurinn
mitt annað heimili, alla páska og
öll sumur fékk ég að vera hjá ykk-
ur Grétari mér til mikillar gleði,
borgarstelpan að sleppa út í nátt-
úruna eins og er mér svo kært
enn þann dag í dag. Alla páska
var skíðað út í eitt. Svo farið heim
og ostabrauð hitað í örbylgjuofn-
inum, sem þá var nýjung sem
ekki var á öllum heimilum og
drukkið heitt kakó með, sem þú
varst búin að búa til úr páska-
eggjum. Þú kenndir mér líka að
búa til sjóarasamloku sem er allt-
af klassísk.
Ein af mínum fyrstu minning-
um er þegar við fórum hringinn
um landið á bláa bílnum þegar ég
var kannski fjögurra ára. Ég var
hrikalega bílveik, sennilega út af
þessum filterslausu Camel, en þú
bættir það upp með því að gefa
mér reglulega bílabrjóstsykur,
sem var sérstakur brjóstsykur í
járndós sem aðeins mátti borða í
bílnum en ekki taka með inn í hús.
Síðar var farið í Flatey um
hverja helgi þegar þið Grétar
voruð að gera upp Bogabúð og
enn er jafn gaman að koma þang-
að í heimsókn á sumrin. Þá er
mér kært að hafa byrjað í ung-
lingavinnunni á Ísafirði þó að ég
hefði ekki stoppað lengi heldur
fengið að fara í staðinn til Hol-
lands til Hjartar og Helgu að
passa Jóa og Hildi.
Mér fannst ótrúlegt hvað þú
gast spilað fallega á píanóið en
aldrei mátti ég horfa á þig spila
heldur þurfti ég að láta mér það
nægja að sitja frammi í eldhúsi og
hlusta á óminn úr herberginu.
Þetta var nokkuð sem þú vildir
bara hafa fyrir þig en ekki hafa
mig hangandi yfir þér, talandi út í
eitt. Innblásin langaði mig líka að
geta spilað svona meistaralega en
því miður hafði ég ekki mikla þol-
inmæði í æfingarnar.
Nú hefur þú kvatt okkur og
fengið hvíldina. Ég finn strax fyr-
ir söknuðinum, að geta ekki
hringt í þig og sagt þér helsta
slúðrið úr Reykjavík og fengið
heyra allt það nýjasta frá þér, þú
sagðir alltaf svo skemmtilega frá.
Takk fyrir samfylgdina og vinátt-
una, líf mitt er auðugra vegna þín.
Blessuð sé minning þín, nafna
mín.
Þín,
Katrín Bjarney.
Það er mér bæði ljúft og skylt
að minnast móðursystur minnar,
hennar Ísó-Kötu eins og hún var
alltaf kölluð innan fjölskyldunn-
ar. Það er sorglegt til þess að
hugsa að hún sé nú farin inn í ei-
lífðina, þessi fallega kona sem
hafði svo mikil áhrif á líf mitt þeg-
ar ég var að alast upp.
En það er varla hægt að minn-
ast hennar án þess að nefna Grét-
ar manninn hennar líka, því að ef
ekki var talað um Ísó-Kötu heima
þá var talað um Kötu og Grétar.
Þau voru órjúfanleg heild og
komu mér barninu fyrir sjónir
sem miklir heimsborgarar. Ef
Grétar var ekki úti á sjó þá voru
þau Kata á ferð og flugi um heim-
inn, eða bara að keyra milli
Reykjavíkur og Ísafjarðar með
viðkomu í Flatey.
Við systur vorum ósjaldan
sendar með flugi til Ísafjarðar á
sumrin að heimsækja Oktavíu
ömmu og Jón afa. Síðar breyttust
sumarferðalög til afa og ömmu í
skíðaferðir um páskana og var
alltaf gist hjá Kötu og Grétari á
Urðarveginum. Í mörg ár var
þessi vika fyrir páska okkur
systrum mikið tilhlökkunarefni.
Það voru jú Kata og Grétar sem
kenndu okkur á skíði uppi á Dal
og stundum var húsið fullt af
skyldmennum og vinum – alltaf
höfðu þau pláss fyrir alla. Urðar-
vegurinn var svolítið spennandi
með öllum sínum skúmaskotum
og herbergjum. Þar var hefð fyrir
kvöldkaffi – prinspóló, mjólk og
spjall við Kötu og Grétar um
menn og málefni.
Og svo var það Flatey, eyjan
góða sem ég heimsótti svo oft
með þeim á þessum árum. Sigl-
ingar út í sker og eyjar, lunda-
veiðar og sveitaböll voru bara
hluti af ævintýrunum sem ég
hefði ekki upplifað án Kötu og
Grétars.
Ég man langar bílferðir þar
sem við systur sátum í aftursæt-
inu hjá Kötu og Grétari. Við feng-
um bílabrjóstsykur eins og Kata
kallaði hann – keyptur í fríhöfn-
inni og geymdur í hanskahólfinu.
Svo átti Ísó-Kata alltaf tyggjó,
annaðhvort appelsínugulan PK
eða grænan Wrigley’s.
Og af því að ég minntist á
heimsborgarana Kötu og Grétar
er ógleymanlegt þegar þau komu
heim frá útlöndum með risastóra
vatnsmelónu í handfarangri
löngu áður en byrjað var að flytja
inn slíkt góss til landsins. Það var
ekki síður eftirminnilegt þegar
þau sögðu frá því að þau hefðu
séð sjálfan Clint Eastwood settan
í embætti bæjarstjóra í Carmel í
Kaliforníu.
Á unglingsárum mínum dvaldi
ég eitt ár í Suður-Þýskalandi.
Kata og Grétar skruppu til Aust-
urríkis og gerðu þau sér sérstaka
ferð til að sækja mig og bjóða mér
með sér á skíði í nokkra daga.
Enn og aftur að bjóða mér í
ævintýri sem ég hafði ekki upp-
lifað áður. Ég er afar þakklát fyr-
ir að mín börn hafi kynnst Kötu
og Grétari og notið góðvildar
þeirra og gestrisni og eigum við
dýrmætar minningar með þeim
úti í Flatey þar sem við vorum
alltaf velkomin til þeirra í Boga-
búð.
En nú er Ísó-Kata farin í ann-
an heim og vonandi hefur hún nú
hitt elsku Möggu systur sína sem
dó svo allt of ung og við söknum
mikið. Ég sé þær fyrir mér saman
sitjandi með kaffibollann eða
jafnvel hvítvínsglas að tala hátt
og hlæja dátt. Lífið virðist ein-
hvern veginn fátækara án þeirra.
En þetta eru góðar minningar
sem ég geymi áfram með þakk-
læti í huga.
Sigríður Oddný
Guðjónsdóttir (Sirra).
Það vorar á Breiðafirði, sjó-
fuglarnir eru sestir upp og far-
fuglarnir flykkjast að. Í huga
okkar ófiðruðu farfuglanna vakna
myndir af spegilsléttum sjónum,
angan af þangi og sjávarseltu og
linnulausum fuglasöng sem end-
ist jafnlengi og birtan, þá undur-
samlegu sumardaga og nætur
sem fram undan eru.
Þetta sumarið verðum við ein-
um færri. Katrín, mágkona og
svilkona, er gengin á vit feðra
sinna. Katrín var húsfreyja í
Bogabúð, sumardvalarstað stór-
fjölskyldunnar, allt frá upphafi,
þegar hún og Grétar lögðust á
eitt með Þórði og Lóu heitnum,
ásamt Boga og Ollý að endur-
byggja gömlu búðina hans afa
Boga. Bogabúð hefur verið okkur
öllum hamingjuauki öll þessi ár.
Á hverju sumri hittumst við þar,
sóttum sjóinn, ræktuðum garðinn
og nutum lífsins.
Bogabúð verður ekki söm án
Kötu, Kötu stóru eins og hún var
stundum kölluð, til aðgreiningar
frá frænku sinni, Kötu í miðið, og
Kötu litlu, Katrínu Ólöfu, dóttur
okkar Bryndísar. Kata hélt sig
gjarnan heima við í Bogabúð,
ræktaði garðinn okkar í Beykis-
húsgarðinum og stýrði því bráða-
birgðaheimili okkar allra sem
sett var upp í Bogabúð á hverju
sumri.
Við þökkum Kötu fyrir mót-
tökur á Ísafirði á páskum og um
annan tíma, þar sem við nutum
Ísafjarðar með börnum okkar við
leik og skíðakennslu sem Grétar
veitti af færni og þolinmæði.
Við munum sakna Kötu stóru,
eins og við höfum saknað Jóns
Ásbjörns, en munum halda minn-
ingu þeirra á lofti, í Flatey sem
annars staðar. Blessuð sé minn-
ing Katrínar Bjarneyjar Jóns-
dóttur.
Einar og Bryndís, Bogi
og Ollý, Katrín Ólöf,
Stefán, Arnar og Anna
Bryndís, Einar Þór og
Þórður Birgir.
Katrín Bjarney
Jónsdóttir
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig. HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar