Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 HANDBOLTI Grill 66 deild karla Umspil, oddaleikur: Víkingur – HK ...................................... 27:32  HK vann 3:2 og leikur í úrvalsdeildinni 2019-2020. Þýskaland B-deild: Coburg – Balingen .............................. 28:28  Oddur Gretarsson skoraði 8 mörk fyrir Balingen. Spánn Teucro – Barcelona............................. 21:35  Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna- hópi Barcelona. Danmörk Umspil um úrvalsdeildarsæti, 1. leikur: Kolding – Tönder ................................ 23:25  Ólafur Gústafsson skoraði 5 mörk fyrir Kolding. Frakkland Leikur um sjöunda sætið: Toulon – Fleury Loiret ....................... 31:36  Mariam Eradze skoraði 1 mark fyrir Toulon. Umspilsriðill um sæti í efstu deild: París 92 – Dijon ................................... 26:25  Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Dijon. Ungverjaland Ceglédi – Pick Szeged ........................ 29:37  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 5 mörk fyrir Pick Szeged. Austurríki Undanúrslit, fyrsti leikur: Alpla Hard – West Wien ..................... 26:25  Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir West Wien og Guðmundur Hólmar Helga- son 5. Ólafur Bjarki Ragnarsson lék ekki. Þýskaland Alba Berlín – Bremerhaven........... 107:104  Martin Hermannsson skoraði 23 stig og átti 4 stoðsendingar á 24 mínútum fyrir Alba Berlín. Svíþjóð Fjórði úrslitaleikur: Borås – Södertälje .............................. 97:80  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 10 stig fyrir Borås og tók 5 fráköst á 30 mínútum.  Staðan er 3:1 fyrir Södertälje en vinna þarf fjóra leiki til að verða meistari. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Philadelphia – Toronto..................... 112:101  Staðan er 3:3 og oddaleikur á sunnudags- kvöld. Vesturdeild, undanúrslit: Portland – Denver............................ 119:108  Staðan er 3:3 og oddaleikur á sunnudags- kvöld. KÖRFUBOLTI Eftir fjögur tímabil í 1. deild mun karlalið HK leika í úrvalsdeildinni í handbolta á nýjan leik á næstu leik- tíð. Þetta varð ljóst eftir fimm marka sigur HK-inga á Víkingum, 32:27, í oddaleik liðanna í umspilinu í 1. deild. Víkingur vann fyrstu tvo leikina í umspilinu en HK tókst svo að vinna þrjá leiki í röð og þar með einvígið 3:2. HK hafði áður slegið út Þrótt í umspilinu, eftir að hafa endað naumlega fyrir neðan Víking og Þrótt í 1. deildinni í vetur. HK-ingar fylgja Fjölnismönnum upp en liðin koma í stað Gróttu og Akureyrar, eða Þórs eins og síðast- nefnda liðið heitir núna. Í oddaleiknum í Víkinni í gær var HK með fjögurra marka forystu eft- ir fyrri hálfleik, 15:11. Bjarki Finn- bogason var langmarkahæstur en hann skoraði 12 mörk. Bjarki var einmitt markahæstur HK-inga í deildinni í vetur. Blær Hinriksson, sem einnig hefur verið atkvæðamik- ill í vetur og ekki síst í úrslitakeppn- inni, var næstmarkahæstur með 5 mörk, og þeir Pálmi Fannar Sig- urðsson og Jón Heiðar Gunnarsson, sem tók fram skóna fyrir umspilið, skoruðu 4 mörk hvor. Hjá Víkingum var Arnar Gauti Grettisson markahæstur með 7 mörk og Hjalti Már Hjaltason kom næstur með 6. Víkingar féllu úr úr- valsdeildinni í fyrra. sindris@mbl.is HK aftur meðal þeirra bestu Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Endurkoma HK-ingar féllust í faðma í Víkinni í gær eftir að hafa tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að lenda 2:0 undir í einvígi sínu við Víkinga. Jakob Örn Sigurðarson var hylltur með standandi lófataki fyrir leik Borås og Södertälje Kings í úr- slitaeinvíginu um sænska meist- aratitilinn í körfubolta í gærkvöld. Ástæðan er sú, samkvæmt heima- síðu Borås, að „Ísmaðurinn“ eins og hann er kallaður flytur heim til Ís- lands í sumar eftir áratug í Svíþjóð. Jakob stóð sig vel í gær og skor- aði 10 stig í 97:80-sigri sem kom í veg fyrir að Södertälje tryggði sér titilinn. Staðan í einvíginu er 3:1 fyrir Södertälje en vinna þarf fjóra leiki. sindris@mbl.is Hylltu Ísmanninn fyrir úrslitaleik Ljósmynd/borasbasket.se Vinsæll Jakob Örn Sigurðarson hefur leikið með Borås frá 2015. Martin Hermannsson var stiga- hæstur leikmanna Alba Berlín með 23 stig þegar liðið vann Eisbären Bremerhaven 107:104 í fram- lengdum leik í þýsku 1. deildinni í körfubolta í gær. Martin skoraði úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum, þar á meðal þegar hann tryggði liði sínu framlengingu. Þá skoraði hann dýrmæt stig í lok framlengingar. Alba Berlín var þegar öruggt um 3. sæti deildarinnar og nú er ljóst að liðið mætir Ulm í 8-liða úrslitum þegar úrslitakeppnin hefst eftir viku. Martin öflugur og framhaldið ljóst Ljósmynd/FIBA Góður Martin er næststigahæstur hjá Alba Berlín á leiktíðinni. Fram vann góðan 3:2-sigur á Fjölni, liðinu sem spáð er sigri í deildinni, þegar 2. umferð í 1. deild karla í fót- bolta hófst í gærkvöld með þremur leikjum. Mark Helga Guðjónssonar hálftíma fyrir leikslok reyndist sigur- markið, en hann skoraði einnig í naumu 2:1-tapi gegn Keflavík í 1. umferð. Nýliðar Aftureldingar náðu í sín fyrstu þrjú stig með 2:1-sigri á Leikni en gestirnir úr Breiðholti voru manni færri frá 16. mínútu eftir að Ingólfur Sigurðsson fékk rautt spjald. Leiknismenn voru þó ekki langt frá því að ná í stig en Ásgeir Örn Arnþórsson tryggði Aftureldingu sigur með marki tíu mínútum fyrir leikslok. Hinir nýliðarnir í Gróttu gerðu sömuleiðis vel í að ná í sitt fyrsta stig eft- ir að hafa verið manni færri allan seinni hálfleik gegn Þrótti R. vegna rauðs spjalds Dags Guðjónssonar. Ágúst Leó Björnsson kom Þrótti tvívegis yfir í leiknum en Pétur Theódór Árnason skoraði seinna jöfnunarmark Sel- tirninga á 90. mínútu. Umferðinni lýkur í dag með leikjum Hauka og Vík- ings Ó., Njarðvíkur og Þórs, og Magna og Keflavíkur. sindris@mbl.is Flottur sigur hjá Frömurum Helgi Guðjónsson ÍA og FH skildu jöfn, 1:1, í fyrstu umferð í 1. deild kvenna í fótbolta á Akranesi í gærkvöld. Bæði lið gera tilkall til þess að vera í baráttunni um sæti í efstu deild en FH og Grindavík féllu úr þeirri deild á síðustu leiktíð en ÍA hafnaði í 3. sæti í 1. deildinni. FH komst yfir með marki Selmu Daggar Björgvins- dóttur snemma í seinni hálfleik en þetta var hennar fyrsta mark í meistaraflokki. Hin 15 ára gamla Ólöf Sig- ríður Kristinsdóttir jafnaði metin að bragði fyrir heima- konur og þar við sat. Liðin tvö sem komust upp úr 2. deild í fyrra byrjuðu tímabilið afar vel í gær. Tindastóll vann flottan útisigur á Haukum, 1:0, þar sem hin bandaríska Jacqueline Altschuld skoraði eina markið korteri fyrir leikslok. Augnablik, sem er varalið Breiðabliks, vann svo sömuleiðis góðan 3:1-sigur á Grindavík. Næsta umferð fer öll fram sunnudaginn 19. maí. sindris@mbl.is Nýliðarnir byrjuðu af krafti Ólöf Sigríður Kristinsdóttir PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 20. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105, kata@mbl.is Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. Garðar &grill fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 24. maí SÉRBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.