Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 46

Morgunblaðið - 11.05.2019, Síða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019 HANDBOLTI Grill 66 deild karla Umspil, oddaleikur: Víkingur – HK ...................................... 27:32  HK vann 3:2 og leikur í úrvalsdeildinni 2019-2020. Þýskaland B-deild: Coburg – Balingen .............................. 28:28  Oddur Gretarsson skoraði 8 mörk fyrir Balingen. Spánn Teucro – Barcelona............................. 21:35  Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna- hópi Barcelona. Danmörk Umspil um úrvalsdeildarsæti, 1. leikur: Kolding – Tönder ................................ 23:25  Ólafur Gústafsson skoraði 5 mörk fyrir Kolding. Frakkland Leikur um sjöunda sætið: Toulon – Fleury Loiret ....................... 31:36  Mariam Eradze skoraði 1 mark fyrir Toulon. Umspilsriðill um sæti í efstu deild: París 92 – Dijon ................................... 26:25  Helena Rut Örvarsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Dijon. Ungverjaland Ceglédi – Pick Szeged ........................ 29:37  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 5 mörk fyrir Pick Szeged. Austurríki Undanúrslit, fyrsti leikur: Alpla Hard – West Wien ..................... 26:25  Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir West Wien og Guðmundur Hólmar Helga- son 5. Ólafur Bjarki Ragnarsson lék ekki. Þýskaland Alba Berlín – Bremerhaven........... 107:104  Martin Hermannsson skoraði 23 stig og átti 4 stoðsendingar á 24 mínútum fyrir Alba Berlín. Svíþjóð Fjórði úrslitaleikur: Borås – Södertälje .............................. 97:80  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 10 stig fyrir Borås og tók 5 fráköst á 30 mínútum.  Staðan er 3:1 fyrir Södertälje en vinna þarf fjóra leiki til að verða meistari. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Philadelphia – Toronto..................... 112:101  Staðan er 3:3 og oddaleikur á sunnudags- kvöld. Vesturdeild, undanúrslit: Portland – Denver............................ 119:108  Staðan er 3:3 og oddaleikur á sunnudags- kvöld. KÖRFUBOLTI Eftir fjögur tímabil í 1. deild mun karlalið HK leika í úrvalsdeildinni í handbolta á nýjan leik á næstu leik- tíð. Þetta varð ljóst eftir fimm marka sigur HK-inga á Víkingum, 32:27, í oddaleik liðanna í umspilinu í 1. deild. Víkingur vann fyrstu tvo leikina í umspilinu en HK tókst svo að vinna þrjá leiki í röð og þar með einvígið 3:2. HK hafði áður slegið út Þrótt í umspilinu, eftir að hafa endað naumlega fyrir neðan Víking og Þrótt í 1. deildinni í vetur. HK-ingar fylgja Fjölnismönnum upp en liðin koma í stað Gróttu og Akureyrar, eða Þórs eins og síðast- nefnda liðið heitir núna. Í oddaleiknum í Víkinni í gær var HK með fjögurra marka forystu eft- ir fyrri hálfleik, 15:11. Bjarki Finn- bogason var langmarkahæstur en hann skoraði 12 mörk. Bjarki var einmitt markahæstur HK-inga í deildinni í vetur. Blær Hinriksson, sem einnig hefur verið atkvæðamik- ill í vetur og ekki síst í úrslitakeppn- inni, var næstmarkahæstur með 5 mörk, og þeir Pálmi Fannar Sig- urðsson og Jón Heiðar Gunnarsson, sem tók fram skóna fyrir umspilið, skoruðu 4 mörk hvor. Hjá Víkingum var Arnar Gauti Grettisson markahæstur með 7 mörk og Hjalti Már Hjaltason kom næstur með 6. Víkingar féllu úr úr- valsdeildinni í fyrra. sindris@mbl.is HK aftur meðal þeirra bestu Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Endurkoma HK-ingar féllust í faðma í Víkinni í gær eftir að hafa tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að lenda 2:0 undir í einvígi sínu við Víkinga. Jakob Örn Sigurðarson var hylltur með standandi lófataki fyrir leik Borås og Södertälje Kings í úr- slitaeinvíginu um sænska meist- aratitilinn í körfubolta í gærkvöld. Ástæðan er sú, samkvæmt heima- síðu Borås, að „Ísmaðurinn“ eins og hann er kallaður flytur heim til Ís- lands í sumar eftir áratug í Svíþjóð. Jakob stóð sig vel í gær og skor- aði 10 stig í 97:80-sigri sem kom í veg fyrir að Södertälje tryggði sér titilinn. Staðan í einvíginu er 3:1 fyrir Södertälje en vinna þarf fjóra leiki. sindris@mbl.is Hylltu Ísmanninn fyrir úrslitaleik Ljósmynd/borasbasket.se Vinsæll Jakob Örn Sigurðarson hefur leikið með Borås frá 2015. Martin Hermannsson var stiga- hæstur leikmanna Alba Berlín með 23 stig þegar liðið vann Eisbären Bremerhaven 107:104 í fram- lengdum leik í þýsku 1. deildinni í körfubolta í gær. Martin skoraði úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum, þar á meðal þegar hann tryggði liði sínu framlengingu. Þá skoraði hann dýrmæt stig í lok framlengingar. Alba Berlín var þegar öruggt um 3. sæti deildarinnar og nú er ljóst að liðið mætir Ulm í 8-liða úrslitum þegar úrslitakeppnin hefst eftir viku. Martin öflugur og framhaldið ljóst Ljósmynd/FIBA Góður Martin er næststigahæstur hjá Alba Berlín á leiktíðinni. Fram vann góðan 3:2-sigur á Fjölni, liðinu sem spáð er sigri í deildinni, þegar 2. umferð í 1. deild karla í fót- bolta hófst í gærkvöld með þremur leikjum. Mark Helga Guðjónssonar hálftíma fyrir leikslok reyndist sigur- markið, en hann skoraði einnig í naumu 2:1-tapi gegn Keflavík í 1. umferð. Nýliðar Aftureldingar náðu í sín fyrstu þrjú stig með 2:1-sigri á Leikni en gestirnir úr Breiðholti voru manni færri frá 16. mínútu eftir að Ingólfur Sigurðsson fékk rautt spjald. Leiknismenn voru þó ekki langt frá því að ná í stig en Ásgeir Örn Arnþórsson tryggði Aftureldingu sigur með marki tíu mínútum fyrir leikslok. Hinir nýliðarnir í Gróttu gerðu sömuleiðis vel í að ná í sitt fyrsta stig eft- ir að hafa verið manni færri allan seinni hálfleik gegn Þrótti R. vegna rauðs spjalds Dags Guðjónssonar. Ágúst Leó Björnsson kom Þrótti tvívegis yfir í leiknum en Pétur Theódór Árnason skoraði seinna jöfnunarmark Sel- tirninga á 90. mínútu. Umferðinni lýkur í dag með leikjum Hauka og Vík- ings Ó., Njarðvíkur og Þórs, og Magna og Keflavíkur. sindris@mbl.is Flottur sigur hjá Frömurum Helgi Guðjónsson ÍA og FH skildu jöfn, 1:1, í fyrstu umferð í 1. deild kvenna í fótbolta á Akranesi í gærkvöld. Bæði lið gera tilkall til þess að vera í baráttunni um sæti í efstu deild en FH og Grindavík féllu úr þeirri deild á síðustu leiktíð en ÍA hafnaði í 3. sæti í 1. deildinni. FH komst yfir með marki Selmu Daggar Björgvins- dóttur snemma í seinni hálfleik en þetta var hennar fyrsta mark í meistaraflokki. Hin 15 ára gamla Ólöf Sig- ríður Kristinsdóttir jafnaði metin að bragði fyrir heima- konur og þar við sat. Liðin tvö sem komust upp úr 2. deild í fyrra byrjuðu tímabilið afar vel í gær. Tindastóll vann flottan útisigur á Haukum, 1:0, þar sem hin bandaríska Jacqueline Altschuld skoraði eina markið korteri fyrir leikslok. Augnablik, sem er varalið Breiðabliks, vann svo sömuleiðis góðan 3:1-sigur á Grindavík. Næsta umferð fer öll fram sunnudaginn 19. maí. sindris@mbl.is Nýliðarnir byrjuðu af krafti Ólöf Sigríður Kristinsdóttir PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 20. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105, kata@mbl.is Blaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumar- húsgögn og grill ásamt girnilegum uppskriftum. Garðar &grill fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 24. maí SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.