Morgunblaðið - 11.05.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2019
Um daginn fór ég með þjóðfræðinema á fund um menningararf íEvrópu á dögum fjölmenningarinnar. Fundurinn var haldinn íSantiago de Compostela í Galisíu á Spáni og þar komu samanfulltrúar ferðamannastaða sem byggja á menningararfi, auk
fræðinga og stúdenta í skyldum fræðum frá fimm löndum. Allt fór vel fram
og engin nefndu þriðja orkupakkann. Einn af hápunktum fundarins var
heimsókn í borgina Pontevedra sem er orðin heimsfræg fyrir að banna alla
óþarfa bílaumferð í miðbænum, íbúum og ferðamönnum til gleði.
Stúdentarnir frá Hollandi voru áberandi frambærilegir fyrir það hvað
þeim veittist létt að taka þátt í umræðum og skýra hugmyndir sínar á enska
málinu. Aðspurð sögðu þau að sitt menningartengda háskólanám færi allt
fram á ensku: fyrirlestrar, próf og ritgerðir. Hollenskukunnáttu þeirra hefði
því hrakað og þau gætu ekki
talað um fræði sín á því máli;
bara skrafað um slúður og
hversdagslegt grín við félaga
og fjölskyldu. Áhugi á hol-
lensku færi almennt þverr-
andi og til marks um það
hefði hollenskudeildinni í há-
skólanum þeirra, Vrije Universiteit Amsterdam (sem er einn af hundrað
bestu háskólum heims og á í ýmsu samstarfi við HÍ), verið lokað nú í vetur.
Aðeins fimm stúdentar hefðu skráð sig til náms, aðsókn hefði minnkað jafnt
og þétt og skólayfirvöld bentu nú þeim sem hefðu áhuga á þessu fagi – sem
væri ennþá kennt í grunn- og framhaldsskólum og því þyrfti kennara til
starfa á þeim skólastigum – að þau gætu farið í aðra háskóla í Hollandi.
Eins og vænta mátti gaus upp umræða í Hollandi, þverpólitískir kjörnir
fulltrúar og álitsgjafar töldu þetta óheillaþróun og kölluðu eftir aðgerðum;
sum kenndu um reiknilíkaninu við fjármögnun háskóla og önnur sögðu enga
ástæðu til að örvænta. Utanfrá blasir við að áhugaleysi stúdenta er erfitt við-
fangs. Fólk verður ekki þvingað til að læra það sem það hefur engan áhuga
á. En stjórnvöld, fjölmiðlar og álitsgjafar stýra fjármunum og umræðunni
og hafa þannig áhrif á launastefnu, áhugasvið ungmenna, gildismat – og mál-
notkun.
Hér á landi heyrast nú raddir um að kjörin yfirvöld eigi í samráði við „at-
vinnulífið“ að ákveða hvers konar menntun samfélagið þurfi á að halda – og
síðan eigi að beina stúdentum á þær ákveðnu brautir en þrengja að og loka
hinum (lesist: greinum sem þjálfa sjálfstætt hugsandi og gagnrýna borgara).
Með slíkri stefnu gæti „þörfin“ fyrir íslenskunám miðast við kennarastörf í
skólakerfinu; líkt og þegar ég var að hefja nám í háskóla og þau sem töldu
sig þekkja best til þarfa atvinnulífsins á þeim löngu liðnu tímum ráðlögðu öll-
um frá því að fara í líffræði, enda væru nú ungir kennarar í öllum líffræði-
kennarastöðum í landinu og því ekki þörf á fleiri líffræðingum í bráð. Það
dæmi ætti að nægja til að beina ráðamönnum frá þeirri óheillahugmynd að
beita ríkisvaldinu við að þrengja námsleiðir ungs fólks.
Hvenær verður komið nóg
af íslenskufræðingum?
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Þær upplýsingar, sem fram komu á ársfundi Sam-áls, samtaka álfyrirtækja, í fyrradag um stöðuáliðnaðarins hér og áhrif hans á efnahagslega af-komu þjóðarbúsins voru í raun staðfesting á því,
að þeir sem fyrir hálfri öld börðust fyrir uppbyggingu ál-
iðnaðar hér í krafti raforku frá stórvirkjunum höfðu rétt
fyrir sér og þeir, sem lögðust gegn því rangt fyrir sér.
Einn af pólitískum arftökum hinna síðarnefndu, Katrín
Jakobsdóttir, forsætisráðherra, vék að þeirri fortíð í
skemmtilegri ræðu á ársfundinum, sem um leið var undir-
strikun á því, að nú eiga hinir grænu samleið með áliðnað-
inum í loftslagsmálum, en sá málaflokkur var eins konar
þema þessa ársfundar.
Það fer ekki á milli mála, hvort sem við lítum til um-
ræðna út í heimi um loftslagsmál eða hér heima, að sá
málaflokkur mun yfirgnæfa öll önnur mál í þjóðfélags-
umræðum, ekki bara næstu ár heldur næstu áratugi.
Og jafnframt er smátt að smátt að skýrast um hvað þær
umræður munu snúast. Kjarni þess
boðskapar, sem heyrist úr öllum áttum
er, að mannfólkið verði að draga úr
neyzlu sinni í víðtækum skilningi þess
orðs. Það sé stöðugt vaxandi neyzla,
sem sé undirrót vandans og þar á með-
al ástæðan fyrir því að jöklarnir á Ís-
landi eru ýmist að minnka eða hverfa. Og það er rétt hjá
forsætisráðherra, að við hér á höfuðborgarsvæðinu erum
minnt á það í hvert sinn, sem við horfum til Snæfellsjökuls.
En hvað felst í því að minnka neyzlu?
Það er augljóst að í því felst að við munum vega að því,
sem í raun er undirstaða hagkerfa samtímans, hvort sem
þau eru byggð upp á einkaframtaki og einkaeign eða kap-
ítalismi undir alræðisstjórnum eins og í Kína og Rúss-
landi. Og hvaða áhrif mun það hafa á daglegt líf okkar og
þau samfélög, sem hafa verið byggð upp, þegar neyzlan á
öllum sviðum dregst stórlega saman?
Sennilega felst í því meiri bylting á samfélögum og lífs-
háttum en við höfum ímyndunarafl til að átta okkur á.
En þess breyting verður, þótt eldri kynslóðir muni ekki
upplifa hana nema rétt á byrjunarstigi.
Og sú breyting mun hafa ýmislegt fleira í för með sér.
Hverjir munu leiða þá breytingu á hinum pólitíska vett-
vangi? Taka græningjar yfir? Þeir hafa verið að styrkja
stöðu sína verulega í sumum Evrópulöndum og hér á Ís-
landi heyrast jafnvel raddir um að til geti orðið ný pólitísk
hreyfing græningja vegna þess að VG sé líka að sumra
mati á góðri leið með að missa tengslin við þann uppruna
sinn ekki síður en tengslin við baráttu alþýðunnar á síð-
ustu öld fyrir bættum kjörum.
Svo getur auðvitað verið að hinir hefðbundnu flokkar,
sem sinnt hafa umhverfismálum minna en efni hafa staðið
til, vakni upp við vondan draum og lagi sig að breyttum að-
stæðum.
En þetta snýst ekki bara um flokkapólitík.
Loftslagsmálin munu verða okkur hér á þessari eyju
hvatning til að verða sjálfum okkur nóg í ríkara mæli en
fram að þessu vegna þess að einn þáttur í að bregðast við
loftslagsbreytingum er einfaldlega að það verður betri
kostur að framleiða margvíslegan varning og neyzluvörur
hér heima fyrir en flytja þær til Íslands með þeim kostn-
aði, sem því fylgir m.a. vegna loftslagsbreytinga af þeim
sökum.
Undanfarnar vikur hefur verið deilt mikið um orku-
pakka 3 en minna um hvernig við getum bezt nýtt þá orku,
sem er að finna í fallvötnum landsins. Fyrir mörgum ára-
tugum sá Eyjólfur Konráð Jónsson, þá ritstjóri þessa
blaðs og síðar alþingismaður, fyrir sér risavaxna gróður-
húsastarfsemi þar sem grænmeti og ávextir yrðu ræktuð í
stað þess að flytja þær matvörur inn.
Eyjólfur Konráð var framsýnni en
aðrir menn og líklegt að þær hug-
myndir hans og hugsjónir verði að
veruleika á næstu árum.
Á aðalfundi Samáls í fyrradag
komu fram upplýsingar, sem gátu
bent til þess að áliðnaður á Vestur-
löndum og þar á meðal á Íslandi gæti átt undir högg að
sækja m.a. vegna stóraukinnar álframleiðslu í Kína. En
umræður á sama fundi vöktu spurningar um, hvort þróun-
in gæti orðið þveröfug, að vegna aðgerða til að hamla gegn
loftslagsbreytingum yrði dregið úr framleiðslu í þeim
heimshlutum, þar sem orkan til framleiðslunnar er drifin
áfram af kolum.
Allt vekur þetta svo upp þá spurningu, hvort kapítal-
isminn, eins og við þekkjum hann, standi frammi fyrir
áskorunum af nýju tagi, sem hann hefur aldrei áður þurft
að fást við.
Loftslagsbreytingar eru veruleiki, sem við komumst
ekki hjá að horfast í augu við. Þeir sem á síðustu áratugum
hafa reynt að gera lítið úr þeim vandamálum, munu enda
sem hjáróma raddir.
Þær stjórnmálahreyfingar, sem taka ekki eftir því, sem
er að gerast í kringum okkur og bregðast þess vegna ekki
við, munu hverfa af sjónarsviðinu.
Framtíðin verður í höndum Gretu Thunberg okkar
tíma.
Katrín Jakobsdóttir, sagði á fundi Samáls að hvar sem
hún hitti fólk að máli undir tvítugu vildi það unga fólk tala
um loftslagsmál og spurningin sem hún fengi væri þessi:
Hvað ætlið þið að gera?
Það má búast við að þessi málaflokkur verði stóra málið
í næstu alþingiskosningum hér á landi, eins og víða annars
staðar.
Það verður fróðlegt að sjá, hvort þessi málefni skipa
veglegan sess í afmælishátíðahöldum Sjálfstæðisflokksins
á 90 ára afmæli flokksins.
Og það verður líka fróðlegt að sjá, hvort VG nær að
stökkva upp í þann strætisvagn, sem er að leggja af stað
eða missir af honum.
Hvaða áhrif hefur krafan
um minnkandi neyzlu á
samfélög okkar?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Loftslagsmálin verða stóru
mál næstu ára og áratuga
Franski hagfræðingurinn TómasPiketty, sem sendi ári 2014 frá
sér bókina Fjármagn á 21. öld, er
átrúnaðargoð vinstrimanna. Hann
vill leggja ofurskatta á stóreigna-
fólk, enda sé velmegun miklu meira
áhyggjuefni en fátækt. Telur hann
auð í höndum einkaaðila hafa til-
hneigingu til þess við óheftan kap-
ítalisma að hlaðast upp: hann vaxi
oftast hraðar en atvinnulífið í heild.
Er þetta rétt? Bandaríska tíma-
ritið Forbes birtir árlega lista um
ríkustu milljarðamæringa heims.
Árið 1987 voru sex af tíu efstu jap-
anskir, aðallega eigendur fasteigna.
Auður þeirra er nær allur horfinn.
Hinir sænsku Rausing-bræður, sem
voru í sjötta sæti, ávöxtuðu fé sitt
betur, en þó aðeins um 2,7% á ári.
Reichmann-bræður, sem voru í sjö-
unda sæti, urðu síðar gjaldþrota,
þótt einn þeirra ætti eftir að efnast
aftur. Kanadíski kaupsýslumaður-
inn Kenneth Ray Thomson náði
besta árangri á meðal hinna tíu rík-
ustu í heimi. Hann ávaxtaði fé sitt
þó ekki nema um 2,9%. Hagvöxtur
er oft meiri.
Síðasti listi Forbes er frá 2018.
Nú eru sjö af tíu efstu bandarískir,
og sköpuðu flestir þeirra auð sinn
sjálfur, þar á meðal Jeff Bezos í
Amazon, Bill Gates í Microsoft,
Mark Zuckerberg í Facebook og
fjárfestirinn Warren Buffet. Nú er
um tveir þriðju hlutar allra millj-
arðamæringanna á listanum menn,
sem hafa skapað auð sinn sjálfir.
Þessi þróun er enn skýrari, þeg-
ar árlegur listi Lundúnablaðsins
Sunday Times um þúsund ríkustu
menn Bretlands er skoðaður. Árið
2018 höfðu hvorki meira né minna
en 94% þeirra orðið auðugir af eig-
in rammleik. Þegar sá listi var
fyrst birtur 1989, átti það aðeins
við um 43% þeirra. Þá voru dæmi-
gerðir auðmenn landeigendur, sem
skörtuðu aðalstitli. Nú er öldin önn-
ur.
Piketty kann að hafa rétt fyrir
sér um, að hlutur auðmanna í heild-
artekjum sé nú stærri en áður, þótt
kjör hinna fátækustu hafi vissulega
um leið stórbatnað. En það er
vegna þess að heimskapítalisminn
hefur gert þeim kleift að skapa
auð, sem ekki var til áður. Þetta
eru framkvæmdamenn og frum-
kvöðlar, skapendur auðs, ekki erf-
ingjar.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Piketty, auður
og erfðir
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið: